Þjóðviljinn - 23.10.1985, Síða 2

Þjóðviljinn - 23.10.1985, Síða 2
FRETTIR Áfengisvarnir SAA stöð í Svíþjóð Islendingur hyggststarfrœkja meðferðarstöðfyrir áfengissjúka íSvíþjóð að fyrirmynd SÁA Íslendingur, sem búið hefur í Svíþjóð í um 15 ár hefur ákveð- ið að setja upp meðferðarstöð fyrir drykkjusjúklinga með sama sniði og SAÁ hefur rekið hér á landi um langt árabil. Hefur mað- urinn þegar fest sér húsnæði nærri Váxjö. Hann hefur leitað eftir aðstoð frá SÁÁ við að byggja stöðina upp. Að sögn Gunnars Elíssonar starfsmanns SÁÁ hefur sams- konar félagsskapur og SÁÁ verið stofnaður í Svíþjóð og mun hann sjá um rekstur stöðvarinnar. Hef- ur verið leitað eftir fólki frá SÁÁ til að þjálfa upp starfsfólk og sagði Gunnar að svo gæti farið að hann færi utan um áramótin til að KONUR SltKNDOVl SAMAN 24. október Mætum allar á útifundinn á Lækjartorgi kl. 14 og leggjum áherslu á kröfuna um raunverulegt launajafnrétti. Ávörp: GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR, meinatæknir HILDUR KJARTANSDÓTTIR, iðnverkakona MÁLHILDUR SIGURBJÖRNSDÓTTIR, fiskvinnslukona ÞÓRA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, kennari TILHVERS leikþáttur eftir Helgu Thorberg. Flytjendur: Helga Thorberg og Rósa G. Þórsdóttir TÓNLIST Konur flytja tónlist um og eftir konur. FUNDARSTJÓRI: Guðríður Elíasdóttir, varaforseti ASÍ KVENNASMIÐJAN sýning 70 stéttar- og fagfélaga á störfum og kjörum kvenna, verður opnuð á morgun 24. október kl. 11 f h. í nýju Seðlabankabyggingunni. Sýningin stendur fram til 31. október. hjálpa til við að byggja starf- semina upp. í Svíþjóð hefur starfsemi SÁÁ, sem og sá árangur sem samtökin hafa náð hér á landi vakið verð- skuldaða athygli. -S.dór. JORGIÐi Hvernlg væri að SÁÁ byði Gor- batséf aðstoð sína? Ragnhildur og Jakob: Ný 2ja laga skífa væntanleg á markaðinn innan skamms. Tónlist Ragnhildur og Jakob með 2ja laga plötu Ragnhildur Gísladóttir: Útkomustóru plötunnar frestað eitthvað Innan skamms er væntanleg á markaðinn 2ja laga hljóm- plata, þar sem þau Ragnhildur Gísladóttir og Jakob Magnússon syngja og leika sjálf undir eigin lög. Ragnhildur sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að útkoma breiðskífu sem þau væru með í bígerð myndi frestast eitthvað. Ragnhildur sagði að þessi 2ja laga skífa væri algerlega þeirra verk. Lögin eru eftir þau og und- irleik annast þau sjálf, auk þess sem texti við annað lagið er á ís- lensku og eftir þau. Hún vildi lítið segja frá lögun- um eða hvernig skífa þetta væri, menn yrðu bara að bíða þar til hún kemur út og hlusta þá vel og meta sjálfir. -S.dór. 24. október Viimustöðvun í Bonjamesi Konur í Borgarnesi ætla að leggja niður vinnu á fimmtudag í tilefni loka kvenna- áratugar. Um kvöldið ætlar jafnréttisnefndin að hafa opið hús í Hótel Borgarnesi, sagði formað- ur nefndarinnar Margrét Tryg- gvadóttir. Dagskráin verður fjölbreytt, bæði gaman og alvara. Áð dagsk- ránni hafa staðið ýmis félaga- samtök og konur víða úr hé- raðinu. Þá um kvöldið verða líka sýnd listaverk tíu til tólf kvenna. Alþingi Leggja niður störf Allar konursem sœti eiga áAlþingi leggja niðurstörf á morgun Þjóðviljinn spurðist fyrir um það meðal kvenna sem sæti eiga á alþingi hvort þær hygðust mæta til þingstarfa á morgun eða leggja niður störf og fékk þau svör að þær ætluðu allar að mæta á útifundinn og sýna þannig sam- stöðu með öðrum konum í þjóðfé- laginu. Þá voru þær spurðar hvort þær myndu einnig sniðganga nefndar- störf fyrir hádegi og var svarið já, en bent á að nefndarstörf alþingis væru lítið sem ekkert byrjuð enn og því litlar líkur á að boðað verði til nefndarfunda á morgun. -S.dór. o cfr>A _ h uSnwu iiuki UIAuiVi.nl',.,... oo nia^thpr 1985

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.