Þjóðviljinn - 23.10.1985, Side 3
FRETTIR
Flugfreyjuverkfall
Ráðheira hótar lagasetningu
Verkfallflugfreyja skall á í nótt. Alltfarþegaflug Flugleiða leggst niður.
Samgönguráðherra hótar að setja lög á verkfallið. Gífurlegur munur á launumflugfreyja og flugstjóra
mun takast á næstu dögum.
Sáttasemjari ríkisins boðaði til
sáttafundar með deiluaðilum síð-
degis í gær, en þeir báru engan
árangur.
„Við getum allt eins vel lokað
fyrirtækinu eins og að ganga að
þessum kröfum flugfreyja,” sagði
Sæmundur Guðvinsson blaða-
fulltrúi Flugleiða í samtali við
Þjóðviljann í gær. Að sögn Sæ-
mundar mun verða reynt að flytja
vörur og póst þrátt fyrir verkfaíl-
ið, en allt farþegaflug mun leggj-
ast niður.
Eins og Þjóðviljinn skýrði frá í
gær er aðalkrafa flugfreyja sú að
fá 33% vaktaálag á laun, en byrj-
unarlaun flugfreyju voru í maí sl.
20.675. Á sama tíma voru byrjun-
arlaun aðstoðarflugmanns á
Fokker vél tæplega 50 þúsund. 1.
flugfreyja getur eftir 14 ára starf
komist upp í 33.417 krónur á
mánuði, en á sama tíma hefur
flugstjóri á þotu 93.362 krónur,
ef miðað er við laun eins og þau
voru í maí sl.
Laust fyrir miðnætti í gær stóð
fundur enn yfir, en ekkert útlit
var fyrir að samkomulag tækist.
-gg
Verkfall flugfreyja skall á á
miðnætti í nótt eftir árangurs-
iausa fundi sáttasemjara með
deiluaðilum fram eftir kvöldi í
gær. „Samgönguráðherra bað
okkur að fresta verkfalli í gær en
við ákváðum að verða ekki við
því,” sagði Margrét Guðmunds-
dóttir formaður Flugfreyjuféi-
agsins eftir fund flugfreyja með
samgönguráðherra í gær.
Að sögn Margrétar gaf sam-
gönguráðherra það í skyn á fund-
inum að ef þær frestuðu ekki
verkfallinu nú myndi hann grípa
til lagasetningar til að hindra
framkvæmd þess. Mjög líklegt er
talið að þess muni verða freistað
að koma slíkum lögum í gegnum
þingið, en óvíst er um hvort það
Mótmælin afhent í fyrrakvöld. Andreae 1. sendiráðsritari Hollands i London heilsar fulltrúum SHA þeim Árna Hjartarsyni, Ingibjörgu Haraldsdóttur og Atla
Gíslasyni. Ljósm. Sig.
Herstöðvaandstœðingar
Hollenskan her burt!
Fulltrúar Samtaka herstöðva-
andstæðinga gengu í fyrradag á
fund CW Andreae 1. sendiráðs-
ritara í hollenska sendiráðinu í
London, en hann var staddur hér
á landi, til að mótmæla komu hol-
lenskra hermanna og herflugvéla
til íslands.
Það var í síðustu viku sem hol-
Einvígi
lenskar kafbátaleitarvélar komu
tii herstöðvarinnar í Keflavík
samkvæmt áðurgerðum samningi
milli ríkisstjórna íslands og Hol-
lands. Munu um 30 Hollendingar
vera á Vellinum hverju sinni
vegna þess arna.
I mótmælayfirlýsingu SHA
segir m.a. að áratugum saman
hafi samtökin barist gegn veru
bandarísks herliðs í Keflavík og
að með sama hætti verði barist
gegn hollensku herliði. Bent er á
að hernaðaruppbyggingin á ís-
landi sé uggvænleg og að það sé á
almanna vitorði að Keflavíkur-
stöðin sé reiðubúin til að taka við
kjarnorkuvopnum nánast fyrir-
varalaust. Skoðanakannanir sýni
að drjúgur meirihluti íslendinga
geri sér fulla grein fyrir því að
herstöðin hafi engan tilgang fyrir
öryggi íslands heldur skapi hún
hættu á að ísland verði skotmark
í stríði. í lokin eru Hollendingar
hvattir til að sameinast SHA í
baráttunni fyrir því að ísland slá-
ist í hóp þeirra ríkja sem vilja
standa gegn kjarnorkuvopnum
og vígbúnaðarkveðjum stórveld-
anna. Því skuli þeir kalla her-
menn sína frá íslandi án tafar.
Æskulýðsjylking
Viljum fá
mánaðarkort
Stjórn Æskulýðsfylkingar í
Reykjavík hefur lýst fullum
stuðningi við tillögu Guðrúnar
Ágústsdóttur um að upp verði
tekin sala á mánaðarkortum hjá
SVR fyrir framhaldsskólanema.
Telur stjórnin um að hér sé um
sjálfsagðan hlut að ræða. Segir
stjórnin þessu til staðfestingar:
- Að námsmenn sé fjölmenn-
asti hópurinn sem ferðast með
SVR. - Að námsmenn hafi ekki
tök á að vinna meira en 2 mánuði
á ári. - Að almenningsfyrirtæki á
við SVR spari þjóðarbúinu stórfé
og það sé sjálfsagt að viðskipta-
vinirnir fái að njóta þess.
Jafntefli
Moskvu - Það kom áhorfendum í
Tsjaíkofskí-höllinni frekar á óvart
þegar heimsmeistarinn í skák, Anatolí
Karpov, bauð áskorandanum Kasp-
arov upp á jafntefli eftir 23 leiki í 18.
einvígisskák þeirra í gær. Karpov
hafði valið hvassan byrjunarleik og
menn áttu heldur von á að hann
reyndi til þrautar að knýja fram vinn-
ing.
Skákskýrendur í Moskvu túlka
þessi úrslit á þann veg að taugar kepp-
enda séu farnar að setja mark sitt á
taflmennskuna. Einkum er
heimsmeistarinn sagður vera slakur á
tauginni og hefur hann ma. lagt af öll
þau kíló sem hann hafði safnað á því
hálfa ári sem leið frá því fyrri lotu
einvígisins lauk og þar til þessi hófst.
Staðan í einvíginu er nú sú að Kaspar-
ov hefur 9Vi vinning gegn 8V4 vinningi
Karpovs.
Hvítt: Karpov Svart: Kasparov
Sikileyjarvöm
1. e4 - c5 13. Dd2 - Bd7
2. Rf3 - dó 14. Rb3 - bó
3. d4 - cxd4 15. Bf2 - Bc8
4. Rxd4 - Rf6 16. Bg3 - Rd7
5. Rc3 - a6 17. Hael - Bb7
6. Be2 - e6 18. e5 - Hbd8
7. 0-0 - Be7 19. Df2 - Hf8
8. f4 - 0-0 20. Be4 - dxeS
9. Khl - Dc7 21. fxe5 - Rc5
10. a4 - Rc6 22. Rxc5 - b6xc5
11. Be3 - He8 23. Bf4 - jafntefli
12. Bf3 - Hb8 -ÞH/reuter
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3
Konur
Leggið niður vinnu á morgun
Samtök kvenna á vinnumarkaði hvetja allar konur til að
leggja niður vinnu 24. október í enda kvennaáratugarins
Samtök kvenna á vinnumark-
aðinum vilja eindregið hvetja
konur til að leggja niður vinnu
24. október i enda kvennaáratug-
arins.
Það er ekki síður nauðsynlegt
nú að berjast fyrir kjörum
kvenna og réttindum en fyrir tíu
árum. Nú er búið að neyða nær
allar konur út á vinnumarkaðinn
hvort sem þeim líkar betur eða
verr. Þar er ekkert frelsi. Konur
verða að vinna utan heimilis, því
laun einnar fyrirvinnu nægja eng-
an veginn til að framfleyta fjöl-
skyldu, jafnvel ekki laun tveggja
sérstaklega ef fólk er á leigu-
markaðinum eða stendur í hús-
kaupum.
Konum hefur verið talin trú
um að það væri frelsi að vinna
fyrir sér því eins og ástandið hef-
ur verið hefur það hentað at-
vinnurekendum vel að konur
væru á vinnumarkaðinum. Kon-
um hefur nær eingöngu boðist
láglaunavinna þrátt fyrir sí-
auknar kröfur til menntunar og
niðurlæging þeirra er slík að þær
hafa engan veginn tækifæri á að
sjá fyrir sér. Það veit hver sem
vita vill að enginn lifir af 16.500 til
23.000 krónum á mánuði en það
eru meðallaun kvenna um þessar
mundir.
Sú ríkisstjóm sem nú situr hef-
ur hirt úr vasa okkar um 7.000
krónur að meðaltali á mánuði
síðan sumarið 1983 þegar hún tók
við völdum. Ástandið í húsnæð-
ismálum hefur aldrei verið verra,
okurlánin upp úr öllu valdi, hvað
hefði verið unnt að byggja marg-
ar fbúðir á félagslegum grunni
fyrir þá peninga sem fóm í Seðla-
bankabygginguna? Það væri
skemmtilegt reikningsdæmi fyrir
reiknimeistara og hagfræðinga.
Það er einkamál kvenna hvar
börnin eru á meðan þær fara út að
vinna, að minnsta kosti er málið
þá leyst innan ramma fjölskyld-
unnar. Því henta þeim vel hefð-
bundin kvennastörf sem hægt er
að vinna við á kvöldin eða um
helgar þannig að fjölskyldan sé
sem minnst saman. Konur verða
oft að sætta sig við leiðinlegan
vinnutíma. Það er líka notað til
að halda þeim niðri í launum með
því að bæta smánarlegu vakta-
álagi ofan á lélegt fastakaup.
Konur eiga því ekkert val því ein-
hvern veginn verða þær að
skrimta.
Þó að kvennaáratugurinn sé
liðinn verðum við konur enn að
halda vöku okkar. Nú verðum
við konur að rísa upp, ekki þenn-
an eina dag heldur í framtíðinni
og fara að gera kröfur. Við eigum
rétt á að vinna fyrir okkur án þess
að hafa stöðugar áhyggjur af
bömum okkar. Því verðum við
að krefjast dagvistar- og skóla-
dagheimila fyrir öll börn, ábyrgr-
ar heilbrigðisþjónustu þannig að
t.d. foreldrar okkar geti lifað
áhyggjulaust á síðasta aldurs-
skeiðinu og að böm okkar hafi
rétt á læknisþjónustu án sér-
stakra greiðslna, að frjálshyggjan
gleypi ekki allt.
Við verðum að krefjast þess að
verkalýðsfélögin verði fyrir okk-
ur konur og standi á kröfum okk-
ar þannig að fólk þurfi ekki að
standa í margföldum vinnutöm-
um til að framfleyta sér. Við
verðum að sýna það nú að við
ætlum að breyta kjörum kvenna
þannig að við getum frjálsar valið
okkur það hlutskipti sem við vilj-
um.
Konur, stöndum saman, sýn-
um samstöðu, förum í vinnu-
stöðvun þann 24. október.
Samtök kvenna
á vinnumarkaðinum.