Þjóðviljinn - 23.10.1985, Qupperneq 7
UMSJÓN: MÖRÐUR ÁRNASON
Miðvikudagur 23. október 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
Ráðgátan
Kjarval
„Aldarminning“
að Kjarvalsstöðum
Jóhannes Sveinsson Kjarval
hefði orðið aldargamall þann
15. október síðastliðinn, ef
honum hefði enst aldur. í til-
efni þess hefurfjórum sýning-
um verið hleypt af stokkunum
á höfuðborgarsvæðinu. Tvær
þeirra eru í Reykjavík: í Listas-
afni íslands og að Kjarvals-
stöðum. Aðrartværeru í
Hafnarfirði. í Háholti sýnir
Þorvaldur Guðmundsson
hluta af einkasafni sínu á Kjar-
valsverkum, en í Hafnarborg
eru til sýnis myndir í eigu
Hafnarfjarðarbæjar.
Að þessu sinni verður vikið að
sýningunni „Aldarminning", sem
færð hefur verið upp að Kjarvals-
stöðum. Þar eru sýnd 214 verk,
flest í einkaeign og eru 177 þeirra
olíumálverk. Auk verkanna eru
til sýnis munir úr dánarbúi Kjar-
vals, sem tengjast starfi hans, svo
og ljósmyndir af listamanninum.
Verkunum hefur verið raðað
nokkurn veginn eftir tímatali, svo
auðvelt reynist að rekja hina
skrykkjóttu þróun ntálarans frá
upphafi ferils hans og til æviloka.
Langur
aðdragandi
Af sýningunni má ráða að leið
Kjarvals var bæði löng og ströng.
Hann náði háum aldri, en tók
seint út sinn listræna þroska. Á
skólabekk settist hann ekki fyrr
en hátt á þrítugsaldri og þá fyrst
hlaut hann undirstöðumenntun í
teikningu og málaralist. Hér er
því ekkert undrabarTi á ferð,
heldur þrautseigur maður sem
þurfti að leggja hart að sér til að
ná takmarki sínu.
Að vísu bar nokkuð snemma á
teiknihæfileikum hans og þroska
sinn í þeirri kúnst tók hann út
Blómaandlit frá um 1940. Túsk og vatnslitir.
löngu á undan málaralistinni. Því
miður hafa íslendingar ekki bor-
ið gæfu til að skilja eðli teikninga
og mikilvægi þeirra sem undir-
stöðu sjónrænna lista. Þess vegna
hefur teiknarinn Kjarval ávallt
staðið í skugganum af málaran-
um. Fæstum hefur skilist að hann
var einhver, ef ekki mesti,
teiknari sem við höfum átt.
Aðdragandinn að meistara-
tökum hans á málverkinu er
miklu lengri og misjafnari. Hon-
um brást sjaldan eða aldrei bog-
alistin í teiknikúnstinni, en annað
er uppi á teningnum í málverk-
inu. Þar gengur á ýmsu fram eftir
aldri. Kjarval var kominn fast að
fimmtugu þegar hann fann loks
leið samræmis fyrir allar þær
ólíku stefnur sem brutust um
innra með honunt.
Aldamótamaður?
Það hefur e.t.v. reynst Kjarval
erfitt að finna list sinni þjóðlegan
farveg, en líkt og öðrum frum-
herjum íslenskrar myndlistar á
tuttugustu öld, rann honum blóð-
ið til skyldunnar. Hann mun lengi
hafa hugleitt með hverjum hætti
mætti skapa séríslenska myndlist-
arhefð þar sem enga slíka hefð
var að finna. Það er greinilegt að
hann hefurekki látið sérnægjaað
herma erlendar listastefnur upp á
íslenskar aðstæður eins og kol-
legar hans, þeir Ásgrímur og Jón
Stefánsson gerðu. Hann vildi
bersýnilega ganga lengra.
Kynni Kjarvals af Einari
Jónssyni myndhöggvara hafa trú-
lega opnað augu hans fyrir symb-
olismanum, eða táknsæisstefn-
unni, sem var allsráðandi í Evr-
ópu á seinustu tugum 19. aldar-
innar. Það virðist augljóst að
Kjarval varð fyrir sterkum áhrif-
um af táknsæisstefnunni, einkunt
franskættuðum meiði hennar
sem kenndur var við spámenn
Gamla testamentisins. Fylgis-
menn hans kölluðu sig les Nabis,
sem er hebreska heitið yfir spá-
menn. Aðalforsprakki Spá-
mægja hulduverur við íslenskt
landslag. Enn önnur áhrif frá
táknræisstefnunni má finna í hin-
um ímynduðu vangamyndum,
eða prófílum, sem hvarvetna
spretta fram í teikningum og mál-
verkum Kjarvals. Þessir hausar
verða næsta auðveldlega raktir til
franska symbolistans Odilons
Redons.
Kjarval tókst samt sem áður að
fella öll þessi áhrif að sínum per-
sónulega og frjálsa stíl. Á sama
hátt auðnaðist honum að sam-
sama ýmsar stefnur tuttugustu
aldarinnar að málverki sínu. Það
tók hann langan tíma, en á end-
anum féll allt saman í eðlilega og
órjúfanlega heild. Þessi sam-
bræðingur aldamótastíls og nú-
tímastefna er eitthvert mesta af-
reksverk. Kjarvals. Hann gerir
verk hans í senn hefðbundin og
nútímaleg, þannig að þau sveifl-
ast fram og aftur í einhverju
undarlegu tímaleysi.
Vanþekking
Sýningin að Kjarvalsstöðum
færir mönnum heim sanninn um
afrek og afkastagetu þessa mikla
málara. Þegar svo rnörg verk eru
sarnan komin á einum stað, fer
ekki hjá því að ýnúslegt líti dags-
ins ljós sem áður hefur verið á
huldu. Hins vegar liggur það í
manna var Paul Gauguin, áður
en hann yfirgaf Frakkland og hélt
til Suðurhafseyja.
Áhrif les Nabis og væntanlega
einnig Einars Jónssonar má finna
í myndinni „Á hulduströndum,“
frá 1935. Hún er staðfesting
þeirra tilrauna sem hafist höfðu
löngu fyrr og gengu út á það að
HALLDÓR
B. RUNÓLFSSOf
Þjóðarbókhlaða
Það er til fé
Baráttuhljóð í þátttakendum á ráðstefnu um
þjóðarbókhlöðu
Háskólabókasafn er svo að-
þrengt að forstöðumenn þess
hyggjast fara f ram á annað
hvortvið Háskólaráð, aðfá
hátíðarsal háskólansfyrir
starfsemi safnsins eða fá
reistatil bráðabirgðaviðbygg-
ingu aftanúraðalbyggingu
háskólans þarsem afgreiðsla
safnsins er nú. Að auki starfar
safnið á fjórtán stöðum öðr-
um.
Þetta kom fram í erindi Einars
Sigurðssonar háskólabókavarðar
á ráðstefnu sem Bókavarðafélag
íslands gekkst fyrir á laugardag
um Þjóðarbókhlöðuna. Að sögn
Erlu Jónsdóttur formanns Bóka-
varðafélagsins var baráttuhljóð í
þátttakendum á ráðstefnunni.
Erla sagði í samtali við Þjóðvilj-
ann að hin eiginlega niðurstaða
ráðstefnunnar væri sú að knýja á
um auknar fjárveitingar þannig
að byggingu hússins yrði lokið að
minnsta kosti fyrir aldamót.
Hingað til hefur verið veitt til
byggingarinnar fjárhæð sem svar-
ar til 170 miljóna núvirðiskróna,
og er áætlað að enn þurfi um 277
miljónir. Á fjárlögum fyrir 1986
er veitt 5 miljónum til Þjóðar-
bókhlöðu, og verði sú raunin
áfram lýkur byggingu hússins
ekki fyrren núverandi meirihluti
landsmanna er dauður, árið
2041.
Ráðstefnan á laugardag var
mjög fjölsótt, hátíðasalur há-
skólans þéttsetinn, og umræður
miklar og fjörugar. í erindi sínu
minnti Erla Jónsdóttir meðal
annars á byggingarsögu Safna-
hússins gamla, sem reist var á
hálfu þriðja ári, og átti þar ekki
minnstan þátt framsýni og stór-
hugur Hannesar Hafstein sem lét
selja opinberar lóðir í þágu bygg-
ingarsjóðsins. Hún auglýsti eftir
hugmyndum í þessa veru til að
flýta Þjóðarbókhlöðunni. Ýmsar
hugmyndir komu fram, en flestir
ræðumanna voru sammála um að
í raun væru til peningar, vandinn
fælist í forgangi verkefna.
Eins og nú er nýtist 170 miljón
króna húsið á Melavellinum ekki
til neins.
Meðal ráðstefnugesta voru
nokkrir alþingismenn, þar á með-
al fjárveitingarnefndarmenn.
Ragnhildur Helgadóttir hafði
ætlað að taka þátt í ráðstefnunni
en sendi afboð. Sverrir Her-
mannsson menntamálaráðherra
var ekki einn ráðstefnugesta.
-m
augunt uppi að mikið
rannsóknarverk erframundan, ef
komast á nær kjarnanum í þessu
yfirgripsmikla ævistarfi. Hingað
til hefur þekking manna á Kjar-
val verið næsta lítil. Persónuleiki
málarans hefur blindað menn og
þeir hafa haft tilhneigingu til að
rugla öllu saman: list og lífi; at-
ferli og ætlunarverki.
Vissulega var Kjarval íslenskur
listamaður, en því fer fjarri að
hann hafi lokað sig af gagnvart
erlendum straumum. Maðurinn
nam sitt fag á erlendri grundu og
hélt tvisvar í langar kynnisferðir
suður í álfu. Eitthvað hlýtur hann
að hafa lært af öllu þessu.
Þótt mikið vatn sé runnið til
sjávar og listamaðurinn sé fyrir
löngu orðinn ástmögur þjóðar-
innar, fer því fjarri að hún hafi
sýnt honurn þann sóma sem hon-
um ber. Enn hafa engar frum-
rannsóknir á ævistarfi hans litið
dagsins ljós. Hvergi bólar á
gögnum ssm gætu varpað frekara
ljósi á list hans og aðferðir. Þrátt
fyrir allar þær anekdótur sem
fljúga um manninn, jaðrar þekk-
ing manna á honum við vanþekk-
ingu.
Á aldarafmæli Kjarvals hefði
verið fengur að greinargóðu
undirstöðuriti um list hans. En
hingað til hafa engir peningar
fengist til almennilegra rann-
sókna á verkum hans. Maðurinn
helfur því áfram að vera ráðgáta
og kjarnfóður í þjóðsögur. Það er
sá sómi sem honum er sýndur á
aldarafmælinu. HBR
Leiðrétting:
Orðalag í umfjöllun minni um
pappírsverk Hólmfríðar Árna-
dóttur, var því miður á þann hátt,
að túlka mátti umsögn mína sem
svo að Hólmfríður hefði farið í
smiðju til Bjargar Þorsteinsdótt-
ur. Slík túlkun er alröng, enda
hefur Hólmfríður starfað að list
sinni og pappírsgerð lengur en
svo að slíkt megi vera.
Halldór Björn Runólfsson