Þjóðviljinn - 23.10.1985, Síða 9
Hér er nýjasta tillagan frá Gorbatséf: Ef við leggjum Stjörnustríðið á hilluna œtlar hann að draga úr áróðrinum um
helming, segir Schultz utanríkisráðherra við forseta sinn.
Grikkland
Keðjuverkföll gegn stjóminni
Aþenu - Bankastarfsmenn í
Grikklandi lögðu niður vinnu í
gær í mótmælaskyni við að-
haldsstefnu sósíalista í efna-
hagsmálum. Er þetta annar
dagur skipulagðra keðjuverk-
falla en í gær lögðu bygginga-
verkamenn, verksmiðju- og
verslunarfólk, leigubílstjórar,
símvirkjar, hjúkrunarfræðing-
ar og flugvallarstarfsmenn
niður störf.
Markmið efnahagsstefnu
stjórnar Andreas Papandreou er
að draga úr erlendum skuldum
Suður-Afríka
Botha hafnar afarkostum
Jóhannesarborg - Sex manns
létu lífið í óeirðum á ýmsum
stöðum í Suður-Afríku í fyrri-
nótt. Mest gekk á í Höfðaný-
lendunni þar sem íkveikjur og
grjótkast hefur verið daglegt
brauð undanfarnar vikur.
Botha forseti vísaði í gær á bug
úrslitakostum þeim sem Sam-
veldisráðstefnan í Nassau setti
stjórn hans en samkvæmt þeim
hefur hún sex mánuði til að hefja
afnám aðskilnaðarstefnunnar, að
öðrum kosti munu ríkin hefja
samræmdar refsiaðgerðir. Sagði
Botha í gær að íbúar Suður-
Afríku gætu einir ákveðið fram-
gang mála í landinu.
Samveldisráðstefnan ákvað að
gera út sendinefnd til Suður-
Afríku í því skyni að hrinda af
stað umræðum milli kynþátt-
anna. Útvarpið í Suður-Afríku
sagði að slík nefnd myndi bara
auka á þá erfiðleika sem hamlað
hafa viðræðum.
Grikkja en þær nema nú rúmlega
13 miljörðum dollara. Gengi
drökmunnar var fellt um 15% og
stjórnin gengur hart fram gegn
launahækkunum. Auk þess að
grynnka á skuldunum hyggst
stjórnin örva útflutning.
í dag, miðvikudag, munu hafn-
arverkamenn leggja niður störf
og á föstudag er röðin komin að
starfsfólki orkuvera, fjarskipta-
stöðva og iðnfyrirtækja. Tals-
maður stjórnarinnar, Kostas La-
liotis, sagði í gær að stjórnin hefði
ekki í hyggju að hverfa frá stefnu
sinni sem hún telur einu færu
leiðina út úr þeirri efnahag-
skreppu sem hrjáir Grikki.
ERLENDAR
FRÉTTIR
haraldsson/R EUIER
HEIMURINN
Stórveldi
Leiðtogamir
kanna liðin
Sofia, Washington - Leiðtogar
stórveldanna, Mikhail Gor-
batséf og Ronald Reagan,
halda áfram að brýna kutana
fyrir leiðtogafundinn sem þeir
ætia að sitja í Genf í næsta
mánuði. Þessa dagana eru þeir
að kanna liðin og tryggja sér
stuðning fyrir fundinn í Genf.
Gorbatséf situr nú í fyrsta sinn
síðan hann tók við embætti
flokksleiðtoga í mars sl.
fulisetinn leiðtogafund Varsjár-
bandalagsins en hann hófst í höf-
uðborg Búlgaríu, Sofia, í gær.
Þar hittir hann fyrir gestgjafann,
Todor Shivkov, Janos Kadar
hinn ungverska, Erich Honecker
frá Austur-Þýskalandi og Gustav
Husak frá Tékkóslóvakíu en
þessir menn eru allir á áttræðis-
aldri og tveir þeir fyrstnefndu
hafa verið við völd í hartnær 30
ár. Auk þess sitja fundinn tveir
yngri menn, Jaruzelski hinn
pólski og Nicolae Ceausescu frá
Rúmeníu sem löngum hefur
reynst Sovétmönnum óþægur,
neitað að taka fullan þátt í hern-
aðarsamstarfi Varsjárbandalags-
ins og fylgt um margt óháðri
utanríkisstefnu.
Ekki er búist við að þeir sjö-
menningarnir beri ágreiningsmál
sín á torg enda er það í beinni
andstöðu við eðli funda af þessu
tagi. Þeir eru haldnir til að sýna
fram á einingu austurblakkarinn-
ar. Það sem fréttamenn og dipló-
matar frá Vesturlöndum spá í er
hvort greina megi einhver teikn
um ný vinnubrögð, nú þegar yng-
ri og ákveðnari maður er sestur í
valdastól Sovétríkjanna eftir
nokkurt óvissutímabil allt frá síð-
ustu valdaárum Brésnéfs.
Á morgun, fimmtudag, hefst
svo í New York fundur Reagans
bandaríkjaforseta með helstu
bandamönnum sínum. Þar verða
fundarmenn ekki sjö heldur að-
eins sex því Mitterrand forseti
Frakklands hafnaði boði Reag-
ans. Þeir sem sitja fundinn með
Reagan eru leiðtogar Japans,
Kanada, Bretlands, Ítalíu og
Vestur-Þýskalands.
Á fundinum í New York má
búast við skoðanaskiptum því
sexmenningana greinir á um ým-
islegt. Einkum eru það áætlanir
Reagans um Stjörnustríð sem
erfiðlega hefur gengið að ná sam-
stöðu um og hafa Bandaríkja-
menn viljað kenna áróðursher-
ferð Gorbatséfs um, segja að
honum hafi tekist að stuðla að
klofningi meðal Vesturveldanna.
Siðferði
Klámöld / Kína
, Peking - í kínverska vikuritinu
Viðhorf sem kom út í gær er
hvatt til þess að herferð verði
farin gegn útbreiðslu dóna-
legra myndbanda í landinu.
I blaðinu er vitnað í embættis-
mann sem segir að í mörgum
borgum Kína séu starfrækt sér-
stök samkomuhús sem sýni bláar
myndir og skipta áhorfendur oft
hundruðum. Oll eru þessi hús að
sjálfsögðu í einkaeign. Þá segir í
blaðinu að kínversk yfirvöld hafi
gert upptæk 1.862 dónaleg mynd-
bönd og 230 þúsund aðra „klám-
fengna hluti” á fyrstu 7 mánuðum
ársins.
„Sums staðar í landinu eru
nauðganir mjög tíðar og það
ástand er nátengt útbreiðslu
klámfenginna myndbanda og
bóka,” eru lokaorð blaðsins.
Nicaragua
Er Reagan að takast ætlunarverkið?
Þeirsem alla tíð hafa baristgegn byltingunni ættu síðastir manna að setja sig í dómarasœti.
En það ber að skoða atburði íNicaragua í gagnrýnu Ijósi. Vitnað ískrifNy Tid íNoregi
Hér í blaðinu hefur nokkuð
verið sagt frá síðustu atburð-
um í Nicaragua en af þeim fer
tvennum sögum eða jafnvel
þrennum. Við höfum birt tvaír
útgáfur af þeirri takmörkun
mannréttinda sem átti sér stað
í landinu í síðustu viku, þá hlið
sem Reuter birti og svo viðtal
við sendiráðsritara Nicaragua
í Svíþjóð. Nú birtum við þriðju
útgáfuna sem er nýleg umfjöll-
un norska blaðsins Ny Tid um
ástandið í landinu.
Ny Tid birtir grein eftir norsk-
an blaðamann, Vilhelm Thile-
sen, sem nýlega var á ferð í Nicar-
agua. Hann segir að óttinn við
stórsókn contra-skæruliðanna í
miðhluta landsins hafi verið rétt-
læting Daniels Ortega forseta á
því að setja á neyðarástand á nýj-
an leik. TTiilesen segir að ástand-
ið í landinu einkennist æ meir af
vonleysi. „Stríðið verður æ
kostnaðarsamara, mannfallið
eykst, en enginn, ekki einu sinni
sandínistamir, sér neina leiö aðra
en að halda áfram að berjast”.
12 þúsund manns hafa fallið og
enn fleiri örkumlast, munaðar-
leysingjar eru a.m.k. 6 þúsund af
völdum stríðsins. Á fimm árum
hafa hernaðarútgjöldin gleypt
sem svarar útflutningstekjum
þjóðarinnar á einu ári, þar af
eyddist helmingurinn á árinu
1984. Hernaðarútgjöldin nema
þriðjungi ríkisútgjalda. En eng-
inn hefur reiknað út hvað það
kostar þjóðarbúið mikið að hafa
stærstan hluta æskulýðsins undir
vopnum. Þetta unga fólk fram-
leiðir ekkert, það aflar sér ekki
þeirrar menntunar sem er þróun-
arlandi svo mikilvæg.
Þeir bestu
í hernum
Og undrar þá engan að þetta
stríð hafi áhrif á pólitískt and-
rúmsloft í landinu. Rauntekjur
hafa lækkað stórlega og við-
skiptabann Bandaríkjanna hefur
þau áhrif að vöruskortur ríkir á
mörgum sviðum, það vantar bæði
neysluvörur og varahluti í vélar
og tæki. Og það sýnir sig best
hversu úthugsuð stefna Reagans
er að hún bitnar harðast á þeim
sem hann segist vera að vemda.
Það era þeir sem áttu eitthvað
fyrir, milli- og yfirstéttin, sem
mestu hafa tapað. Iðnfyrirtæki
landsins, en 60% þeirra eru í
einkaeigu, finna mest fyrir við-
skiptabanninu.
En það versta er að svo virðist
sem Reagan sé að takast ætlunar-
Blóminn af æsku Nicaragua er í hernum og leggur því litið af mörkum til
uppbyggingar og þróunar sem landið þarfnast svo mjög.
verk sitt. Sinnuleysi og óánægja
með skortinn breiðist ört út með-
al almennings og þar með hverfur
grundvöllurinn undan þeirri
fjöldaþátttöku sem byltingin
reiðir sig á og þarfnast. Fólk
bendir á ýmis forréttindi sem
sandínistar hafa tekið sér og
áhugi þess á að taka þátt í lýðræð-
islegum stjómtækjum sem sand-
ínistar hafa komið á laggimar fer
dvínandi.
„Meira að segja ástin er ekki
söm og áður,“ segir Thilesen og
vitnar í ungar stúlkur sem hann
hitti í borginni Masaya. „Allir
bestu gæjamir em í hernum, þeir
sem eftir sitja era þeir sem enginn
vill sjá“, sögðu stúlkumar.
Skuggahliðar
Þetta er ekki efnilegt ástand.
Og það er því miður reynslan af
byltingum í þriðja heiminum - og
þessum númer 2 líka - að þegar í
harðbakkann slær birtast skugga-
hliðar mannskepnunnar hver af
annarri. „Ótti við andstöðu inn-
anlands og aðgerðir gegn henni,
aukin skriffinnska, forréttindi
fyrir valdhafana. Með allri virð-
ingu fyrir þeim framfömm sem
orðið hafa á Kúbu eftir að bylt-
ingin var gerð: þróunin í Nicarag-
ua stefnir æ markvissar í „kúban-
ska átt“,“ segir í leiðara Ny Tid.
f leiðaranum segir einnig að
þeir sem ættu að vera síðastir til
að setja sig í dómarasæti yfir þró-
un mála séu þeir sem allt frá því
byltingin var gerð árið 1979 hafa
barist gegn henni. „Þau öfl sem
ekki hafa einu sinni getað tekið
afstöðu gegn grófustu árásunum
á landið, hvort sem það voru
tundurduflalagnir í hafnir lands-
ins eða beinar hemaðarárásir."
Þetta mættu ákveðnir pennar við
Aðalstræti taka til sín.
Á hinn bóginn, segir í leiðaran-
um, á þetta ekki að hindra neinn í
því að virða atburðina fyrir sér í
gagnrýnu ljósi. „Því miður em of
mörg teikn á lofti um að Nicarag-
ua sé komið inn á braut sem í
versta falli endar í alræði undir
merkjum marxlenínismans. Sá
þjóðfélagsskilningur á ekkert
skylt við frelsandi lýðræðislegan
sósíalisma", segir í leiðara Ny
Tid.
-ÞH endursagði.