Þjóðviljinn - 29.10.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.10.1985, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Kirkjuþing Hefur ríkið stórfé af kirkjunni? Afgjöld af kirkjujörðum allt frá 2 kr. Samkvæmt mati Kirkjucigna- nefndar eru þær jarðir enn eign kirkjunnar, sem ekki hafa verið seldar frá henni eð lögform- iegum hætti. Samkvæmt bráða- birgðaskrá, sem Kirkjueigna- nefnd gerði, kunna þær að vera um 450 talsins eða fleiri, sagði dr. Páll Sigurðsson lagadósent, á Kirkjuþingi, er hann lagði þar fram fyrri hluta álitsgerðar Kirkj ueignanefndar. Dr. Páll benti ennfremur á, að í ýmsum tilfellum hefðu prestset- urshúsin verið byggð fyrir fé kirkjunnar sjálfrar. Pau væru því ekki fortakslaust eign ríkisins. Því stæðist það e.t.v. ekki alltaf að lögum þegar prestsetur eru lögð niður og seld og andvirðið rennur í ríkissjóð. En prestssetur í þéttbýli hafa nú öll verið seld samkv. lögum frá 1968. Dr. Páll Sigurðsson kvað nefndina álíta kirkjuna sjálfstæð- an réttaraðila þrátt fyrir hin nánu tengsl ríkis og kirkju. Gæti því kirkjan átt eigin eignir og notið verndar t.d. gagnvart ríkinu sbr. 67. gr. stjórnarskrárinnar, enda væri hún sjálfstæður réttaraðili, • bæði sem þjóðkirkja og sem hin- ar einstöku kirkjur. Sr. Jón Einarsson í Saurbæ Heimavinnandi Út að vinna? Hvaða störf henta þegar farið er aftur út á vinnumarkað eftir áralanga umönnun heimilis og barna? Hvernig á að sækja um starf og haga sér í viðtali við væntanlegan atvinnurekanda? Petta er meðal efnis á nám- skeiði sem MFA, Jafnréttisráð og Framkvæmdanefnd um launamál kvenna gangast fyrir 12.-16. nóv- ember n.k. Námskeiðið er ætlað heimavinnandi húsmæðrum og er markmiðið að þjálfa konur í að sækja um starf og mæta í viðtal og ekki síður að yfirvinna feimni og kvíða. Það er Jónína Leósdóttir sem hefur umsjón með nám- skeiðinu. Þátttökugjald er 700 krónur og fer innritun fram í Kvennasmiðj- unni fram á fimmtudag 31. októ- ber en eftir það á skrifstofu Jafnréttisráðs. Námskeiðið verð- ur haldið á Suðurlandsbraut 30, kl. 16-18.30 þriðjudag til föstu- dags og kl. 10-16 laugardaginn 16. nóvember. Hádegisverður á Gullna hananum er innifalinn þann dag. -ÁI benti á, að tekjur Kristnisjóðs af sölu kirkjujarða undanfarin ár væru mjög litlar og hefði ráðu- neytið þrásinnis selt kirkjueignir langt undir sannvirði. Væri þar skemmst að minnast geysiverð- mætra eigna Garðakirkju á Alftanesi, sem seldar voru fyrir gjafverð. Ennfremur kom fram, að afgjöld af kirkjujörðum eru með ólíkindum lág eða allt frá 2 Fær maður nú O þá náð að eiga Jesú á hverjum degi? kr. á ári. -mhg Frá æfingu á Sólsetri. Ingibjörn Jóhannsson, Guðný Asgeirsdóttir og Svanhildur Björnsdóttir. Siglufjörður Nýtt íslenskt leikrit Leikfélag Siglufjarðar œfir Sólsetur eftir Sólveigu Traustadóttur Við erum núna að æfa af kappi nýtt íslenskt leikrit, Sólsetur eftir Sólveigu Traustadóttur, sagði Vilborg Traustadóttir for- maður Leikfélags Siglufjarðar. Leikritið er ádeila af léttara taginu í þremur þáttum og gerist á nýopnuðu elliheimili. Leik- stjórn er í höndum höfundar en með hlutverk fara Magnús Traustason, Svanhildur Björns- dóttir, Margrét Gunnarsdóttir, Birna Björnsdóttir, Guðbjörg Ásgeirsdóttir, Ingibjörn Jó- hannsson, Ragnheiður Bergþórs- dóttir, Elvar Ellefsen og Þóra Huld Magnúsdóttir auk fjögurra bakradda. Alls taka 14 manns þátt í sýningunni. Frumsýning verður í byrjun nóvember. Þetta er þriðja verk Sólveigar. Hin fyrri voru Engin veit sína ævi og Hamingjan býr ekki hér... hún er á hæðinni fyrir ofan. Bæði þessi verk voru sett upp í sam- vinnu við leikhóp frá Alþýðu- skólanum á Eiðum og voru sýnd víða um Norður- og Austurland. Auk þess var farið með fyrra verkið suður á Seltjarnarnes. Það er mjög mikill áhugi meðal félagsmanna leikfélagsins og eng- in vandræði að manna þetta leikrit sem er nýmæli því oftast hefur þurft að ganga lengi eftir fólki til að fá það uppá svið. Húsnæðisskortur háir félaginu ekki svo mjög því félagið hefur mætt skilningi í þeim málum. Við æfum núna í Suðurgötu 10 sem er í eign Alþýðubandalagsins. Þar er þokkaleg aðstaða, en full þröngt. Leikfélag Siglufjarðar er því háð góðvild og skilningi bæjarbúa og vill koma á framfæri þakklæti til allra sem hafa stutt okkur með ráð og dáð að undan- förnu. aró Kirkjuþing Útvaip á vegum kirkjunnar Frœðsludeild, átak gegn áfengisneyslu, kirkjugarðar Meðal þeirra mála, sem lögð hafa verið fyrir Kirkjuþing eru tillögur um útvarp kirkjunnar, stofnun fræðsludeildar kirkjunn- ar, þjóðarátak gegn áfengisvana og frumvarp til laga um kirkju- garða. Sr. Jón Bjarman, fangaprest- ur, mælti fyrir áskorun til dómsmálaráðherra, mennta- málaráðherra og biskups um að gangast fyrir þjóðarátaki gegn vaxandi áfengisneyslu. Sr. Hreinn Hjartarson flytur tillögu um að kannað verði hvort unnt sé fyrir kirkjuna að standa fyrir útvarpsrekstri, sjálfstætt eða í samvinnu við aðra. í tengslum við það leggur sr. Ólafur Skúla- son vígslubiskup fram tillögu um aðgerðir kirkjunnar til að bregð- ast við þeim aðstæðum, sem ný útvarpslög skapa og hagnýta sér það, að Reykjavíkurprófasts- dæmi hefur skipað starfshóp í málið. Lagt er til að stonfuð verði Fræðsludeild kirkjunnar þar sem sameinað verði það fjölbreytta fræðslu- og upplýsingastarf, sem nú er á margra höndum. Má þar nefna æskulýðsstarf kirkjunnar, skólanna á Löngumýri og í Skál- holti, Tónskóla kirkjunnar, Fréttafulltrúa o.fl. í umræðum um breytingu á lögum um kirkjugarða var m.a. á það bent að ekki væri óeðlilegt að sumir þættir laga um kirkjugarða féllu undir heilbrigðismál. Við umræðurnar kom fram breyting- atillaga frá sr. Ólafi Skúlasyni, dómprófasti, þess efnis, að heim- ilt væri að afmarka sérstakt svæði í kirkjugarði, án þess að grafar- innar sé getið með nafni. -mhg Opnir biðleikir Kammermúsík Erling Blöndal leikur Bach Starfsár Kammermúsik- klúbbsins hefst nú í vikunni með tónleikum Erlings Blöndals Bengtssonar í Bústaðakirkju. Tónleikarnir eru haldnir í þriggja alda minningu Johanns Sebastian og því Bach-tónlist ein á efnisskránni: sex svítur fyrir einleiksselló. Tónleikar Erlings verða á þriðjudagskvöld og laugardagskvöld kl. 20.30. 2 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Svokallaðir opnir biðleikir hafa 7. c3 c5 hingað til veriðTátíðir á skák- 8- dxc5 Bxc5 mótum. En nú h'efur Kasparov leikið opnum biðléik í tveimur skákum í röði j Þéfta er alveg dæmigert fyrir hinn unga og sjálfsörugga Kasparov sem vill 9. Rf3 Rc6 10. Be2 d4 með þessu segja Karþov að hann hafí biðstöðuna á hreinu. Þetta háttalag ásamt fleírunt uppátækj- um Kasparovs minnir óneitan- lega á annan snilling, sem að vísu var ekki þekktur fýrir skákhæfí- leika, það er tónskáldið Wolfgang Amadeus Mozart. Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Garry Kasparov Tarrasch vörn. 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Be7 4. cxd5 edx5 5. Bf4 Rf6 6. Dc2 0-0 Fróðir menn segja mér að ef svartur ,geti leikið d4 í Tarrasch vörn með göðu móti, þá hafi hann jafnað taflið. ' H. exd4 Rxd4 ■ 12. Rxd4 I)xd4 18- a3 Dc5 l Í3. Bg3 Be6 19. Bxd4 Dxd4 14. 0-0 Hac8 20. Hadl Dc5 15. Bf3b6 21. Da4a5 16. Hfel Db4 22. Dd4 Dxd4 17. Be5 Bd4 23. Hxd4 Upp er komin staða sem er mjög jafnteflisleg. En Kasparov má samt passa sig því svona stöður teflir Karp- ov mjög vel. 23. - Hfd8 30. Be2 Re8 24. Hedl Hxd4 31. Bf3 Rf6 25. Hxd4 Kf8 32. Hd3 He5 26. Kfl Ke7 33. h3 Hc5 27. Ke2 Bb3 34. Hd4 Hc8 28. Ke3 Hc5 35. Be2 Hc5 29. Kd2 h6 36. Bd3 h5 37. g3 g6 38. Re2 Rd7 40. Rd4 Bd5 39. He4+ He5 41. He2 Hxe2+ Þetta var biðleikur Kasparov sem hann lék á borðinu. (Venjulega er biðleiknum ekki leikið á borðinu heldur skrifar sá sem á að leika bið- leik leik sinn niður á skákskriftar- eyðublaðið. Skákskriftareyðublöð beggja keppenda eru síðan sett í innsiglað umslag. Með þessu móti veit aðeins sá sem leikur biðleik um biðleikinn.) 42. Bxe2 Rc5 43. Rb5 Re4+ 44. Ke3 Rd6 45. Kd4 Bc6 46. Rxd6 Kxd6 47. Bc4 Be8 48. h4 f6 49. Bg8 Kc6 50. Ba2 Kd6 51. Bd5 Ke7 Svona héldu meistararnir áfram að leika mönnunum fram og til baka í rúma þrjátíu leiki. Eftir 83. leik Karp- ovs var komin upp eftirfarandi staða. 83. - Ke7 84. Bxg6 Bxa4 85. Bxf5 Kf6 Og hérna var samið um jafntefli. Svartur fórnar biskup sínum fyrir f- peðið og þá er komin upp staða sem hvítur getur ekki unnið. Staðan: Karpov 9, Kasparov 11.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.