Þjóðviljinn - 29.10.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI
Hraðleið til hægri
Sú var tíö aö Alþýöuflokkurinn stóö í fram-
varðarsveit fyrir launafólk á íslandi. Sú var tíð að
Alþýðuflokkurinn sá annan kost betri í efna-
hgsmálum en gengisfellingar og samstjórn við
Sjálfstæðisflokkinn.
En nú er annar uppi, Alþýðuflokkurinn nýtur
þeirrar snilldar leiðtoga síns, að Sjálfstæðis-
flokkurinn sé bjarghringur íslenskra efnahags-
mála, Alþýðuflokksins og formannsins sérstak-
lega. Öðruvísi er tæpast hægt að skilja áherslur
Jóns Baldvins Hannibalssonar og meðreiðar-
sveina hans í þingflokki Alþýðuflokksins.
Um það leyti sem fylgi Alþýðuflokksins tók að
dvína í skoðanakönnunum sl. sumar, hvarf Jón
Baldvin um hríð af síðum dagblaða. Hann var
talinn hafa lagst undir feld og ætla til tilbreyting-
ar að hugsa sína herfræði uppá nýtt. Fram að
þeim tíma hafði flokkurinn sem slíkur verið í
skugganum, áróðursmaskínan gekk einungis
fyrir persónu formannsins meðan klassískar
hugsjónir, félagshyggju og sósíaldemókratíu
virtust skrínlagðar í þessum hyllingarsamtökum
Jóns Baldvins.
En þegar haustar kemur formaðurinn uppúr
kafinu öðru sinni. Nú höfðu skoðanakannanirn-
ar ekki jafn gleðilegan boðskap að flytja honum,
- og þá skyndilega hætti persóna formannsins
að skipa fyrsta, annað og þriðja sætið. Alltíeinu
tók Jón Baldvin að tala um flokkinn, stofnanir
hans og samþykktir, þannig að meiraðsegja
Samband Alþýðuflokkskvenna komst alla
leiðina í pennaskaft formannsins. Ný taktik;
samábyrgur flokkur í stað hyllingarsamtaka um
eina persónu?
Margir kratar höfðu vonast til þess að með því
að skoðanakannanavíman rynni af leiðtogan-
um, myndu hinarfornu dygðirog fögru hugsjón-
ir sósíalismans verða teknar á ný uppúr skríninu!
og í alvöru farið að hugsa og tala í þágu félags-
hyggju og launafólks. En leiðtoginn hefur ekki1
svarað þeim vonum, - hann hefur ekki haft
annan boðskap að flytja en tilbrigði við vonleysi
Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfur hefur formaðurinn stigið skref til baka,
til að varpa Ijósinu á meiðreiðarsveina sína,
þingflokk AljDýðuflokksins, sem má aftur fara að
tala og syngja opinberlega, bara ef hann leikur
sama tilbrigðið og Jón Baldvin. Jóhanna Sig-
urðardóttir hefur, einn þingmanna flokksins,
hafið sig upp yfir hina nýju hirðsiði - og stendur
enn við málstað launafólks.
Stuðningur Jóns Baldvins, sem nú er einnig
orðinn stuðningur Alþýðuflokksins alls, við sjón-
armið Sjálfstæðisflokksins gagnvart ríkisfjár-
málum er dæmigerður fyrir hina nýju lensku.
Flokkurinn styður nú kröfur Sjálfstæðisflokksins
um niðurskurð á fjárlögum. Formaðurinn veður
á súðum í atvinnurekendapólitík sinni; biður
grátklökkvum rómi um gengisfellingu, fjand-
skapast útí markmið verklýðshreyfingarinnar
um vísitölubindingu launa og þannig mætti lengi
telja.
Á kvennadegi kórónar Alþýðuflokkurinn svo
afstöðu sína til launafólks og kvennastéttar,
þegar hann stóð að kjardómslögum gegn flug-
freyjum. í nefndaráliti Alþýðuflokksins, sem
undirritað er af Sighvati Björgvinssyni segir orð-
rétt að á þeim stutta tíma sem alþingi hafi haft til
að fjalla um málið sé „ógerningur að meta og
taka efnislega afstöðu til ágreiningsatriðanna“.
í Ijósi þessa má það ótrúleg karlmennska heita
að flokkurinn hafi staðið að kjaradómslögum.
Þingleg meðferð málsins á einum sólarhring var
þannig að nauðsynlegustu upplýsingar fengust
ekki við meðferðina og þingmenn stjórnarand-
stöðunnar í efri deild gengu út í mótmælaskyni
við vinnubrögðin. Nema Alþýðuflokkurinn, -
hann var á sömu brókinni Baldvins og tók undir
kveðju ríkisstjórnarinnar til kvenna á kvenna-
degi. Sjálfstæðisflokkurinn átti að fá sönnun
fyrir hollustu Alþýðuflokksins, - en m.a.s. þar á
bæ urðu menn hneykslaðir á krötum.
Það er einnig athyglisvert að Karl Steinar
Guðnason formaður verklýðs- og sjómannafé-
lags Keflavíkur skuli blygðunarlaust geta staðið
að því að setja á gerræðislög sem banna verk-
fall stéttarfélags.
Öll eru dæmin á sömu bók. Alþýðuflokkurinn
hefur enn einu sinni farið útaf braut samstöðu
og sósíaldemókratíu og eltir nú aftur Sjálfstæð-
isflokkinn útí myrkviðu frumskógarins. Alþýðu-
flokkurinn er aftur á hraðri leið til hægri. Og
sósíaldemókratar sem enn eru eftir í Alþýðu-
flokknum drúpa höfði og spyrja í forundran hvort
forsöngvarinn í sorgarmarsinum heiti Jón Bald-
vin - eða bara Styrmir Gunnarsson? -óg
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1985
33
REYKJAVIKURBREF
laugardagur 26. október
tungunnar er viöaU
okkar. Vonandi hjp'
ha/a áhygjgur af v
Bréfriöj
flugBtjórufí^^ ^
þórsson, og
að Skúli hefu?^ <
nokkur daemi
vinna við flug og r ‘
sýnishorn Skúla
mætti verða til p*.
fengju þó nokkurt AfáhJ^ „ >
Sýnishorn Skúla af bójuMMto
IJHneas jafu mikilvugur þáttur
lenzka þjóðlífs og raun ber vitni.
« Viðbrögð hér heima
n Þ^ear tilkvnnt hnfði vej-ið um bók- 2
ið flýtt um korter.
Kóariao f '
djúlinu ha.
sem hafði
verið acndu
Kóarinn
kompjúter í.
1 lódkooti
8Íöuatu revisj
^Jeppeacn ma .
PÍRÍÓncmaninalinn v»ri ftnn tó daiL hað
Vgtöakunaöína, en pappira-
\%n var komin um borð.
^5» \ustjórn kallaði í flug-
^ y. ftem voru úti á
yueoaian var
\%r af fjögur
k 'yldsneytiö
yund og
\a sjö-
16 .siðnr
Halldóri Laxness veitt bókmenntaverdlaun Nóbels
Elxta bókmenntaþjóð
Norðursins heiðruð
íslandi sómi sýndur
Báðstflfaa i G«nH en
ófriðarblika i custri
KLIPPT
Afmæli
verðlauna
Það var fjallað um þrjátíu ára
Nóbelsafmæli í Reykjavíkurbréfi
Morgunblaðsins á sunnudaginn
var - enda þótt það væri tekið
fram að ,J0 ára afmœli er engin
stórhátíð og ástœðulaust að rifja
upp afmœli allra mikilla tíðinda á
fimm ára fresti eins og tilhneiging
er til, bœði hér í Morgunblaðinu
og öðrum fjölmiðlum".
Það er rétt, að of mikið má af
öllu gera. En á hitt má líta, að
upprifjun sögulegra tíðinda er
vonandi enn einskonar þjóðar-
einkenni og munu margir ekki
telja vanþörf á að halda því við,
ekki síst á okkar tímum þegar
sjónvarpsskermar skjóta þúsund
örvum á augun og minnið upp á
hvert kvöld.
f Reykjavíkurbréfinu stóð líka
á þá leið, að „Nóbelsverðlaunin
skiptu í sjálfu sér ekki miklu máli.
Pau voru einungis staðfesting á
því sem allir vissu, að Halldór
Laxness er stórskáld og íslenskar
bókmenntir heimsbókmenntir‘'.
Vitanlega er það rétt að Halldór
Laxness var og er stórskáld hvað
sem Sænska akademían gerir eða
gerir ekki. En því miður búum
við í þannig heimi, að það veitir
ekki af því stundum að fræg verð-
laun opni augu þeirra sem helst
vilja hafa þau lokuð.
Ansans vesen
Reykjavíkurbréfinu fylgdi
mynd af forsíðu Morgunblaðsins
fyrir 30 árum sem lögð er undir
Nóbelsfregnina. Sú forsíða
minnir reyndar mjög rækilega á
að fögnuður yfir þessum stórtíð-
indum var nokkuð blendinn á síð-
um þess stóra bJaðs. Þeir rithöf-
undar og bókmenntamenn sem
blaðið hefur beðið um viðbrögð,
þeir eru með mestallan hugann
við það, að íslendingur hefur
fengið Nóbelsverðlaun, en það er
eins og það hafi ekki verið „rétt-
ur“ íslendingur. Sumir segja það
berum orðum, að þeir hafi heldur
viljað heyra þá fregn að Gunnar
Gunnarsson hefði hlotið þessi
verðlaun, eða þeim hefði í versta
falli verið skipt á milli þeirra
Halldórs. fvitnanir í erlend blöð,
sem blaðið velur þessa daga,
benda og í sömu átt: þar við Að-
alstræti voru menn í hálfgerðum
vandræðum með stórfregn úr
Stokkhólmi, margir voru graut-
fúlir!
Það er mikil list og skemmtileg
að fara með ívitnanir. í Reykja-
víkurbréfinu er vitnað til greinar
sem rituð var um Halldór Lax-
ness og Nóbelsverðlaunin á for-
síðu Morgunblaðsins fyrrnefnda
og var höfundur hennar Kristján
Albertsson. í Reykjavíkurbréf-
inu er vitnað í upphaf greinarinn-
ar - um þann fræðgarljóma sem
nú bregður yfir „undarlega, fá-
menna eyju“. Svo kemur önnur
ívitnun þar sem farið er lofsam-
legum orðum um nokkrar helstu
skáldsögur Halldórs. Og bréfrit-
ari bætir við: „undir þetta allt má
taka“.
Það sem
sleppt var
En það var fleira í þessari for-
síðugrein Morgunblaðsins fyrir
þrjátíu árum og það er ekki úr
vegi að minna á þann bút úr
greininni sem sleppt var. Bæði
vegna þess, að minni manna er
óáreiðanlegt og margir hafa nú
orðið enga hugmynd um menn-
ingarlegt og pólitískt andrúmsloft
þeirra tíma. Og hér er semsagt
það sem á vantar:
„Morgunblaðið hefur beðið
mig að samfagna skáldinu á þess-
um degi. Við sem ekki erum sam-
herjar hans í stjórnmálum mynd-
um gera það af enn heilli hug ef
nokkurt viðlit vœri að gleyma því,
að skáldið hefur um langtskeið af
miklu kappi notað penna sinn til
dramdfáttar hinum versta málstað
í íslensku þjóðlífi á síðari tímum,
og oft með þeim hœtti, að miklu
skáldi var síst sómi að því. Um
leið og við samfögnum skáldinu í
dag skal það skýrt tekið frarn að
með því er ekkert aftur tekið af
fyrri áfellisdómum um sitthvað í
ritstörfum hans og framkomu í
málefnum þjóðar sinnar“.
Það fer svo ekki milli mála
hvað átt er við: þátttöku Halldórs
í römmum deilum um Keflavík-
OG SKORIÐ
ursamning og Atlantshafsbanda-
lag og nýlega skáldsögu úr ís-
lenskri samtíð. Eða eins og í fyrr-
nefndri Morgunblaðsgrein segir:
Atómstöðin
syndsamlega
„Sœnska Akademían hefur
vafalaust viljað heiðra elstu bók-
menntaþjóð norðursins um leið
og hún heiðraði Laxness. Því
miður mun mörgum þykja sem sá
heiður hefði verið enn vafalaus-
ari, ef skáldið hefði ekki skrifað
jafn-smekklausa og rangindafulla
sögu um ísland nútímans og
Atómstöðina“.
Þarna stóð semsagt hnífurinn í
vorri kú. Það stóð svo í Reykja-
víkurbréfi nokkrum dögum síð-
ar, að allir hefðu fagnað Nóbels-
fregninni einn dag hefðu íslend-
ingar hafið sig yfir „hinn smá-
smugulega persónukrit“ og þar
fram eftir götum. En hvort held-
ur mönnum líkar betur eða verr:
þannig var það ekki.
Sfjökum
við þeim
f leiðara Morgunblaðsins 1.
nóvember 1955 er svo minnst á
það að Þjóðviljinn hafi látið í ljós
óánægju með forsíðugrein Krist-
jáns Albertssonar, sem áður var
nefnd. Alltaf sama frekjan í
kommum segir Morgunblaðið,
það má ekki orði á þá halla. Leið-
aranum lýkur á þessari orðsend-
ingu til Halldórs Laxness og
Þjóðviljans:
„Við erum þeirrar skoðunar að
það megi stjaka við kommúnist-
um. Og að þeir og þeirra heitustu
stuðningsmenn verði jafnt og aðr-
ir að sœtta sig við það að taka
afleiðingum af framkomu sinni". ,
ÁB
DJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis
og verkalýðshreyfingar
Utgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans.
Rit8tjórar: Árni Bergman, össur Skarphóðinsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson.
Frótta8tjóri: Valþór Hlöðversson.
Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Garðar
Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla-
son, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson, Þór-
unn Sigurðardóttir, Þröstur Haraldsson.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson.
Utllt: Sœvar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason.
Símvarsla: Sigríður Kristjánsdóttir.
Husmæður: Agústa Þórisdóttir, Olöf Húnflörð.
Bíl8tjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Framkvæmda8tjóri: Guðrún Guðmundsdóttir.
Skrifctofustjóri: Jóhannes Harðarson.
Skrlf8tofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson.
Utbreiðslustjórl: Sigríður Pétursdóttir.
Auglýslngastjóri: Ragnheiður Óladóttir.
Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson,
Olga Clausen.
Afgrelðslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Bjömsson.
Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn:
Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðvlljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Verð í lausasölu: 35 kr.
Sunnudagsblað: 40 kr.
Askrift á mánuði: 400 kr.
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 29. október 1985