Þjóðviljinn - 30.11.1985, Page 4

Þjóðviljinn - 30.11.1985, Page 4
LEtÐARI 1. des. og mál sem ekki fymast í dag er fyrsti desember, merkur dagur vitan- lega og minnir á einn mikilvægasta áfanga á leið (slendinga til fulls sjálfstæðis. Það er eins og menn hafi verið í nokkrum vandræðum með þennan dag. Og það er ekki aðeins vegna þess að þjóðhátíðardagurinn, sautjándi júní, hljóti að skyggja á fullveldisdaginn gamla. Það er líka vegna þess, að mikill hluti þjóðarinnar og enn stærri hluti þeirra sem forystu hafa í stjórnmálum eins og fer hjá sér þegar talið berst að fullveldi og sjálf- stæði. Þær hugsjónir eru óþægilegar þeim sem hafa staðið í hermangi, í vandræðarnakki við erlenda auðhringi og mörgu öðru sem er heldur ókræsilegt. En það er ekki og verður aldrei úr vegi að hafa þennan sögulega dag, fyrsta desember, að til- efni til að minna á það, að fullveldi og sjálfstæði smárrar þjóðar eru aldrei sjálfsagðir hlutir. Fyrir þeim verður að berjast dag hvern, því margir eru þeir óvættir sem það lífstré naga - skamm- sýn gróðafíkni, vanmetakennd, hræðsla - að ógleymdu sinnuleysinu. Fullveldi, sem undir nafni rís, á sér mörg birt- ingarform. Það er hollusta við fullveldi að sætta sig aldrei við erlendar herstöðvar á landinu, og neita ágengni um að sá vígbúnaður verði fyrir- ferðarmeiri en hann nú er. Það er í anda fullveldis að menn berjast gegn því, að mikil- vægar ákvarðanir um íslenskt atvinnulíf flytjist úr landi og til auðhringa, sem margir hverjir hafa efnahgaslegt vald á við mörg smáríki. Það er staðfesting á fullveldi að menn kunni að taka á móti merkum nýmælum á sviði tækni og vísinda og hagnýta í samræmi við íslenskar aðstæður. Það er fullveldisnauðsyn að bregðast á þann veg við mikið umræddum nýjum möguleikum á sviði fjölmiðlunar, að við ekki drukknum í hol- skeflu engilsaxneskra menningaráhrifa. Og svo mætti lengi áfram telja. Það erekki síst mikilvægt, að íslendingartaki fyrst og síðast mið af því við mótun sinnar utan- ríkisstefnu, að þeir eru smáþjóð sem ber að sýna málstað smáþjóða og minnihluta og allra þeirra, sem kúgaðir eru af sterku valdi, virka samstöðu og samúð;. í stað þess að koma fram á alþjóðlegum vettvangi sem eilífir taglhnýting- ar Bandaríkjanna - eins og mönnum sýnist ein- att að sé orðin einskonar fastahegðun hjá stærsta stjórnmálaflokki landsins. Sjálfstæðri afstöðu fylgir og sú kvöð að ís- lendingar leggi sitt af mörkum til friðarmála í heimi, sem lifir í skugga atómdauðans. Séu til- lögugóðir þátttakendur í umræðu um hvert það skref sem stíga má í átt til að bægja þeirri ógn frá dyrum. Einmitt núna stendur yfir í Kaupmanna- höfn þingmannaráðstefna norræn um kjarn- orkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum. Morg- unblaðið er að vanda að vara við þeirri hug- mynd í leiðara sínum í gær. En á þeirri ráðstefnu hélt Svavar Gestsson, formaður Alþýðubanda- lagsins, ræðu þar sem hann segir m.a.: „Ákvörðun um Norðurlönd án kjarnorku- vopna er ekki aðeins spurning um friðarvilja, það er líka spurt um það hvort Norðurlönd vilji telja sig sjálfstæð og fullvalda ríki. Eigum við að bíða eftir því að stórveldin úthluti okkur stríði eða friði? Að sjálfsögðu eigum við að hafna því að stórveldin ráðskist með okkur“. Það er vel við hæfi að taka undir þessi orð Svavars Gestssonar á fullveldisdegi fyrsta des- ember. -ÁB Ó-ÁUT E6 HELD Þu SERT E»TTH\?AÞ KALLl MÍNN. ÆTLAK AB FíEYGÓA FTSÁ (4*. þESSU FlNA HERSERGl S6M f»lÁ RýRf> \ HÓÁ FORELDRUM ÞlMUM OG FAR.' Aö kAUFA&ÉR '(BtÁfe/ DJÚÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergman, össur Skarphóðinsson. Rltatjómarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjórl: Valþór Hlöðversson. Blaðamonn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson, Þór- unn Sigurðardóttir, Þröstur Haraldsson. Handrlta- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljóamyndlr: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útllt: Sævar Guðbjömsson, Garðar Sigvaldason. Símvarala: Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Ágústa Þórisdóttir, ólöf Húnfjörð. Bílstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlfstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbrelðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjórl: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Bjömsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, síml 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 35 kr. Sunnudagsblað: 40 kr. Áskrtft á mánuði: 400 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN i Laugardagur 30. nóvember 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.