Þjóðviljinn - 30.11.1985, Qupperneq 14

Þjóðviljinn - 30.11.1985, Qupperneq 14
HEIMURINN Holland Dregið úr kjam orkuvígbúnaði Veröa hollensku Orion-vélarnar á Keflavíkurflugvelli kallaðar heim. Koma tyrkneskar í staöinn? Haag — Hollenska ríkisstjórn- in ákvað í gær að draga úr þátt- töku sinni í kjarnorkuvíg- Japan Lestarsamgöngur lamaðar Tókíó — Japanskir róttæk- lingar lömuðu stóran hluta af járnbrautarkerfi landsins á mesta annatímanum í gær. Réðust þeir á aðalbrautarstöð- ina í Tókíó og kveiktu í henni. Bæði þar og í fleiri borgum skáru þeir í sundur fjarskipta- kapla sem settu merkjakerfi og sporaskipti járnbrautanna úr sambandi. Þetta er talin einhver vogað- asta en jafnframt best skipulagða mótmæíaaðgerð sem gerð hefur verið í Japan í mörg ár. Með henni vildu samtökin Chukakuha sem teljast vera yst á vinstrikant- inum mótmæla áformum stjórnvalda um að selja ríkis- járnbrautirnar einkaaðilum. Að- gerðirnar voru gerðar á sama tíma og samtök járnbrautar- starfsmanna í borginni Chiba ERLENDAR FRÉTTIR haraldsson/REUTER Hyggja egyptar á innrás? Kaíró — Líbýumenn hafa sak- að stjórnvöld i Egyptalandi um að hyggja á innrás í Líbýu. Eg- yptar neita þessum ásökunum en viðurkenna að talsverður liðssafnaður sé beggja megin landamæra ríkjanna. Mikil spenna hefur ríkt í sam- skiptum ríkjanna eftir flugránið um síðustu helgi sem endaði með blóðbaði á flugvellinum í Valletta á Möltu en þar fórust 60 manns. Egyptar halda því fram að líbýu- menn hafi staðið að baki flug- ráninu og segjast innan skamms munu leggja fram ótvíræðar sannanir fyrir hlutdeild þeirra. Líbýumenn bera af sér allar sakir og segja að egyptar séu bara að leita að átyliu til að fara með stríð á hendur þeim. Því neita eg- yptar og segjast ekki hafa hug á því að berjast oftar við arabaríki. Mikill kuldi hefur ríkt í sam- skiptum ríkjanna um langt skeið. Ferðamenn í Egyptalandi hafa greint frá miklum herflutningum í nágrenni við landamæri Líbýu. Langar bílalestir hlaðnar her- gögnum hafa stefnt í vesturátt frá Alexandríu. Um skeið var þess- um vegi lokað fyrir almennri um- ferð og fylgdist herlögregla með því að enginn óviðkomandi færi inn á hann. Vegurinn hefur nú verið opnaður að nýju og segja yfirvöld í Kaíró að heldur dragi úr spennu á landamærunum. voru í sólarhringsverkfalli gegn sömu áformum en talsmenn sam- takanna segja að engin tengsl séu á milli þeirra og róttæklinganna. 80-100 róttæklingar með hvíta hjálma réðust inn á Asakusabas- hi brautarstöðina í miðborg Tókíó. Eyðilögðu þeir farmiða- sjálfsala með járnstöngum, fleygðu eldsprengjum og kveiktu eld í stöðinni sem slökkviliðs- menn voru klukkutíma að kveða niður. Á annatímum dagsins fara um þessa stöð miljónir íbúa úr úthverfum og útborgum austan við Tókíó. Arásin var gerð um það leyti sem fólk var á leið til vinnu og skapaðist gífurlegt um- ferðaröngþveiti í miðborginni. 500 skólum var lokað vegna þess að engir nemendur mættu og við- skipti í kauphöllinni voru lítil því fáir voru mættir til að höndla. Verkalýðsleiðtogar og stjórn- málamenn fordæmdu árásirnar einum rómi og kröfðust ítarlegrar rannsóknar. Sú rannsókn mun einkum beinast að því hvernig vernda megi fjarskiptakaplana betur en þeir liggja víðast hvar í steinsteyptum stokkum meðfram teinunum og aðgengilegir öllum. Voru þeir rofnir samtímis á 33 stöðum í 8 héruðum landsins. búnaði Nató þrátt fyrir harðorð mótmæli frá bandamönnum sínum í hernaðarbandalaginu. Það þýðir ma. að Orion kafbát- aleitarflugvélarnar sem nú eru staðsettar á Keflavíkurflug- velli munu ekki lengur þjóna viðbúnaði Nató á sviði kjarn- orkuvígbúnaðar. Eftir að hollenska stjórnin samþykkti í síðasta mánuði að veita viðtöku 48 stýriflaugum búnum kjarnorkusprengjum voru verkefni hollendinga á sviði kjarnorkuvígbúnaðar orðin sex. Tvö þeirra var búið að ákveða að hætta við í samráði við Nató en það var vilji bandalagsins að hol- lendingar héldu áfram rekstri Orion-flugsveitarinnar og tveggja sveita af F-16 orrustuþot- um sem eru liður í kjarnorkuvíg- búnaði bandalagsins. Hér eftir munu þessar flugsveitir einungis sinna verkefnum sem tengjast hefðbundnum vígbúnaði. Ástæðan fyrir þessari ákvörð- un stjórnarinnar er talin vera sú að næsta vor fara fram þingkosn- ingar í Hollandi og hefur stærsti stj órnarandstöðuflokkurinn, jafnaðarmenn, stóraukið fylgi sitt í skoðanakönnunum, einkum í krafti andstöðu sinnar gegn kjarnorkuvígbúnaði hollendinga sem meirihluti hollendinga er andvígur ef marka má skoðana- kannanir. Suður-Afríka ANC axlar ábyrgðina Lusaka — yfirlýsingu frá for- ystu Afríska þjóðarráðsins sem birt var í Lusaka í Sambíu Union Carbide sýndi vanrækslu Nýju-Delhi — Á þriðjudaginn er liðið ár frá því versta iðnaðar- slys sögunnar varð í Bhopal á Indlandi en þá létust 2.500 manns eftir að leki kom upp í gasverksmiðju í eigu banda- ríska auðhringsins Union Car- bide. Þessa verður minnst með ýmsum hætti og ma. ætla íbúar Bhopal að brenna 2.500 eftirlíkingar af Warran Ander- son stjórnarformanni Union Carbide. Mikill málarekstur er enn í gangi vegna slyssins. Indverska stjórnin hefur höfðað mál á hend- ur auðhringnum fyrir hönd ætt- ingja hinna látnu og yfir 2.000 einkamál hafa verið höfðuð á hendur Union Carbide. Fylkisstjórnin í Bhopal skipaði rannsóknarnefnd eftir að slysið varð og er hún enn að störfum. í gær lýsti fylkisstjórnin því yfir að auðhringurinn hefði sýnt van- rækslu við byggingu og rekstur verksmiðjunnar. Einnig hefði fyrirtækið vanrækt að upplýsa al- menning og yfirvöld fylkisins um þær hættur sem af verksmiðjunni gætu stafað. Enn þjást 125 þús- und manns í héraðinu af völdum gaslekans. Fylkisstjórnin lýsti ábyrgð á hendur auðhringnum sem hefði átt að tryggja að „hönnun, bygg- ing, starfræksla og viðhald verk- smiðjunnar í Bhopal væri byggð á bestu fáanlegri þekkingu og kunnáttu til að tryggja öryggi íbú- anna“. Stjórnin krafðist þess af auðhringnum að hann lyfti hul- unni af því hvort öryggisbúnaður verksmiðjunnar í Bhopal hefði verið sambærilegur við öryggis- búnað í samskonar verksmiðju Union Carbide í Bandaríkjun- um. Fram til þessa hefur auð- hringurinn ekki viljað upplýsa það. Verksmiðja Union Carbide í Bhopal á Indlandi. Örin bendir á tankinn sem eiturgasið lak úr. Kína Otti við ónæmiS' tæringu eykst Peking — Dagblaðið Guangm- ing sem gefið er út í Kína hvatti ígærtil þess að ástir samkynja fólks yrðu stranglega bannað- ar og sömuleiðis „frjálsar ást- ir“. Jafnframt krafðist blaðið þess að útlendingum sem ætl- uðu sér að giftast kínverjum yrði gert að sæta blóðrann- sókn á því hvort þeir væru haldnir ónæmistæringu. Blaðið upplýsti að yfirvöld hefðu stöðvað allan innflutning á gjafablóði en bætti því við að það væri engan veginn nóg til að hefta framrás sjúkdómsins meðal kín- verja. Enginn kínverji hefur enn fengið ónæmistæringu svo yfir- völdum sé kunnugt. Hins vegar dó bandarískur ferðamaður úr sjúkdómnum á sjúkrahúsi í Pek- ing í sumar. Fyrr í þessum mánuði skýrðu yfirvöld frá því að þau ætluðu að opna sérstakar rannsóknar- stöðvar í stærstu borgum lands- ins, svo sem Peking og Sjanghai. Þar er ætlunin að rannsaka ferða- menn, erlenda námsmenn og innfædda sem hafa reglulegt sam- neyti við útlendinga. þar sem hreyfingin hefur höfuðstöðvar sínar tekur ANC alla ábyrgð á eldflaugaárás- inni á verksmiðjuna í Secunda í Suður-Afríku svo og á jarð- sprengjum sem sprungið hafa í Transvaal nærri landamær- um Zimbabwe undanfarnar vikur. í yfirlýsingu ANC er því jafn- framt vísað á bug að skæruliðar hreyfingarinnar sem að þessum aðgerðum stóðu hafi komið frá stöðvum í Zimbabwe. Þeir hafi sínar bækistöðvar innan landa- mæra Suður-Afríku. Það sé þess vegna illrætinn áróður hjá stjórn Botha forseta að halda öðru fram. Sá áróður sýni aðeins að „stjórnin í Suður-Afríku ætlar að halda til streitu þeirri glæpsam- legu stefnu sinni að grafa undan sjálfstæði afrísku ríkjanna í suðurhluta álfunnar". Á meðan héldu stjórnvöld í Suður-Afríku áfram að magna orðaskakið sem þau komu af stað fyrr í vikunni. Ríkisútvarpið var- aði stjórnvöld í Zimbabwe við því að leyfa „hryðjuverkamönnum" að herja frá landi sínu. „Ábyrgð- in hvílir því öll á herðum Muga- bes (forsætisráðherra Zimba- bwe), hann hefur það í hendi sér að koma í veg fyrir að leitar- leiðangur suðurafríska hersins reynist óumflýjanlegur,“ sagði í fréttaskýringarþætti sem vana- lega túlkar viðhorf stjórnvalda. 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. nóvember 1985 Indland Lifir kvikmyndaiðn- aðurinn á skattsvikum? Bombay — Skattalögreglan í Bombay á Indlandi stóð í ströngu í gær þegar hún réðst til atlögu við meint skattsvik kvikmyndaframleiðenda. Hús- leit var gerð á heimilum nærri 200 þekktra manna í Bombay sem nefnd hefur verið Holly- wood Indlands. Kvikmyndaiðnaðurinn á Ind- landi er mikill að vöxtum enda eru framleiddar 900 kvikmyndir á ári í landinu sem er meira en í nokkru öðru landi. Geysileg velta er í greininni og telja yfir- völd að þar eigi sér stað mikil skattsvik. Skattrannsóknarmenn lögðu hald á reikninga og bók- haldsgögn fjölmargra kvikmynd- afyrirtækja. Þessi atlaga er liður í herferð Rajivs Gandhi forsætisráðherra gegn skattsvikum á Indlandi. Þau eru mjög útbreidd og opinberar áætlanir hljóða upp á 30 miljarða dollara á ári sem jafngildir fimmtungi allrar framleiðslu þjóðarinnar á vörum og þjón- ustu. Kvikmyndaiðnaðurinn hef- ur lengi legið undir grun og sumir halda því fram að hann eigi til- veru sína skattsvikum og undan- drætti að þakka. Er sagt að kvik- myndaleikarar krefjist þess að fá laun sín í erlendum gjaldeyri en ekki rúpíum sem háðar eru ýms- um gjaldeyrishöftum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.