Þjóðviljinn - 05.12.1985, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 05.12.1985, Qupperneq 1
BÚSÝSLAN MANNLÍF HEIMURINN Utvegsbankamálið Tapið verður 400 miljónir 1600 króna aukaskattur á hvern landsmann. 5000 krónur áfjölskyldu. Útvegsbankinn tapar um 400 miljónum króna. Eimskip kaupir á 8-9 miljónir dollara. Skaftá verður að öllum líkindum leyst út Viðræður Eimskips og Útvegs- bankans voru á lokastigi í gær. Þá var orðið ljóst að Útvegs- bankinn tapar um 400 miljónum króna á Hafskips-viðskiptunum. Þennan skeii tekur ríkissjóður á sig, sem er það sama og almenn- ingur í landinu, og nemur skeilur- inn um 1600 krónum á hvern mann eða um 5000 krónum á hverja meðal-fjölskyidu. Ovissu- þættirnir í máiinu voru enn tveir í gær; hvort Eimskip greiðir 8 eða 9 miljónir dollara fyrir Hafskip og hvort Ms. Skaftá, sem kyrrsett hefur verið í Beigíu, verður Ieyst út eður ei. Ef hún verður leyst út, sem allar líkur voru á seinnipart dags í gær, verður bankinn að leggja fram 40-50 miljónir krória í viðbót við þær 760 miljónir sem Hafskip skuldar Útvegsbankan- um. Eimskip vill ekki ganga end- anlega frá kaupunum, fyrr en þetta liggur Ijóst fyrir. I Útvegsbankanum eru geymd hlutabréf í Hafskip uppá 80 milj- ónir króna. Þetta eru bréf sem gefin voru út í hlutafjáraukning- unni sl. vor. Þessi hlutabréf eru til 5 ára, vaxtalaus en verðtryggð. Þetta metur bankinn sér að sjálf- sögðu til eigna í málinu. Vafa- samt er að fullmeta það, vegna þess að féð er vaxtalaust og eins liggur ekki fyrir hversu vel þessi bréf innheimtast á næstu 5 árum. Þar með má segja að þessu mikla gjaldþrotamáli sé lokið hvað Útvegsbankann varðar og mun þetta vera stærsti skellur sem bankastofnun í landinu hefur Sjá síðu 3 og leiðara. fengið á sig til þessa. Útvegs- inn af hættusvæðinu, því eftir er arflugi reiðir af. Bæði þessi fyrir- með sín fjármálaviðskipti í Út- bankinn er þó ekki alveg slopp- að sjá hvernig Byggung og Arn- tæki og fleiri standa tæpt og eru vegsbankanum. - S.dór. ** i 19dagartiljola! Teiknlng: Drífa Baldursdóttir 5 ára, Arnarkletti 18 Borgarnesi. Uppfinningar Kandknattleiksvél loftknúin Formaður HSÍ, Jón Hjaltalín Magnússon, hugar að smíði vélar til æfingafyrir markmenn íhandknattleik. Yrði svipuð tennisbyssu Formaður Handknattleikssam- bands íslands, Jón Hjaltalín Magnússon verkfræðingur, er með í huga að hanna vél til æfinga fyrir markverði í handknattleik. Sagði Jón í samtali við Þjóðvilj- ann í gær að hann hugsaði sér tækið svipað tennisbyssu, sem tennisleikarar nota til æfinga. Yrði þá um tæki að ræða sem spýtir boltunum útum stút og myndi loftþrýstingur notaður til að skjóta boltanum að marki. En hversvegna svona vél? „Nú orðið fara handknattleiks- menn í stuttum frístundum, há- degi eða þegar tími gefst, og æfa sig einir í einhverju ákveðnu sem þeim þykir skorta á getu sína, svo sem tækni, skotfestu o.fl. Mark- verðir aftur á móti eru bundnir við að hafa einn eða helst tvo menn með sér ef þeir vilja æfa upp snerpu og viðbrögð við skotum. Þetta er oft erfitt fyrir þá og þeir sitja oft eftir hvað þetta varðar. Ef svona vél væri til, gætu þeir farið einir þegar tími gefst og æft sig þannig eins og aðrir“, sagði Jón Hjaltalín. Hann sagðist ekki vera byrjað- ur neina hönnun á vélinni, þetta væri enn sem komið er aðeins hugmynd, en hann sagðist telja að ekki yrði erfitt að útfæra þetta eftirtennisbyssunni. Það stæði þó enn í sér hvernig gera mætti skotin fjölbreytt og óvænt, en sennilega mætti leysa það vanda- mál. - S.dór. Greinaflokkur Sókn markaðshyggjunnar „Við viljum víðtækt einstak- lingsfrelsi, þar sem hver og einn getur óttalaust látið skoðanir sínar í ljósi“, segir Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ í grein sinni Sókn markaðshyggjunnar, sem birtist á bls. 13 í dag. Greinin er sú fyrsta af þremur sem birtast munu næstu daga. Greinarnar voru upphaflega erindi, flutt á þingum VMSÍ og LÍV. Sjá bls. 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.