Þjóðviljinn - 05.12.1985, Page 3

Þjóðviljinn - 05.12.1985, Page 3
FRETTIR s Askorun Hreinsum til í svínaríinu Guðrún Helgadóttir skorar á þingmenn að taka til í bankakerfinu. Alþýðubandalagið með nýttfrumvarp um eftirlitmeð bankastarfsemi. Amánudag verður lagt fram nýtt frumvarp Alþýðubanda- lagsins á alþingi um eftirlit með bankastarfsemi. Guðrún Helgadóttir upplýsti í umræðum um bankamál í gær að frumvarpið væri nær frágengið en það gerir ráð fyrir því að banka- eftirlitið verði sjálfstæð stofnun. „Það er óviðunandi að Seðla- bankinn hafi yfirráð yfir banka- eftirlitinu", sagði Guðrún, „og það er óviðunandi að bankaeftir- litið hafi aðeins 5 starfsmenn." Guðrún sagði nauðsynlegt að taka málefni bankanna algerlega til endurskoðunar í ljósi Haf- skipsmálsins. Þeir væru stjórn- lausir og ríki í ríkinu. „Banka- kerfið veður áfram án þess að spyrja kóng eða prest“, sagði hún. „Viðskiptaráðherrar botna ekki neitt í neinu og það er logið að alþingi. Það er enginn ábyrgur fyrir neinu og eftirlitið er í mol- um. Alþingi getur ekki farið heim í vor nema þingmenn séu búnir að hreinsa til í þessu svínaríi." -ÁI Arnarflug Enn er tap á Amar- flugi Rekstrartapið er 17 miljónir á 9fyrstu mánuðum ársins Á stjórnarfundi í Arnarflugi í gær, var kunngert að rekstrartap félagsins fyrstu 9 mánuði ársins hefði numið 17 miljónum króna. Á stjórnarfundi fyrir um tveimur vikum var kunngert að tapið fyrstu 6 mánuðina hefði numið um 60 miljónum króna. Þeir þrír mánuðir sem nú bætast við eru bestu mánuðir ársins, aðal ferða- mánuðirnir og pílagrímsflugið. Búist er við að útkoma fyrir- tækisins fyrir allt árið 1985 verði mjög slæm, því þrír síðustu mán- uðir ársins eru að jafnaði mjög erfiðir hjá flugfélögum. -S.dór Bankastjórar gengu í gær á fund þeirra Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra og Þorsteins Pálssonar fjármálaráðherra um hina umdeildu hugmynd Þorsteins að afnema verðtryggingu af skammtímalánum bankanna. Margir telja að það verði til þess að vextir hækki uppúr öllu valdi þegar þeir verða gefnir frjálsir á næsta ári. Hér á myndinni kemur Lárus Jónsson bankastjóri Útvegsbankans til fundarins og bankinn hans er í baksýn. Lárus er nýsestur í stól bankastjóra. Áhyggjurnar leyna sér ekki í svipnum, eða eins og skáldið sagði forðum daga: í svipnum er mörg hundruð miljóna tap/meitlað í hverjum drætti. Ljósm. - E.ÓI. Hafskipsmálið Þetta er alþjóðlegt hneyksli Páll Pétursson: Þetta eru gamlar syndir. Guðmundur Einarsson: Þetta ermál Sjálfstœðisflokksins. Guðrún Helgadóttir: Óviðunandi að þingmenn sitji íbankaráðum r Eg ætla að leiða hest minn hjá Hafskipsmálinu. Hafskips- málið er ekki mál Framsóknar- flokksins, en það kann að vera að einhver annar flokkur taki það til sín! sagði Páll Pétursson, for- maður Þingflokks Framsóknar, m.a. í gær í umræðum um bank- amál. Guðmundur Einarsson mælti fyrir frumvarpi sínu um að við- skiptaráðherra skipi einhendis í bankaráð í stað alþingis og að bannað verði að skipa þingmenn í ráðin. Guðmundur svaraði Páli og sagði ljóst að Hafskipsmálið væri mál Sjálfstæðisflokksins og kallaði Jón Baldvin Hannibalsson þá fram í og sagði: „En ef SÍS hefði keypt?“ Páll Pétursson sagðist ekki treysta viðskiptaráðherra betur en alþingi til að gæta „nauðsyn- legs jafnvægis" í bankaráðunum en hins vegar væri hann ekki tals- maður þess að þingmenn sætu í bankaráðum nema í bankaráði Seðlabankans. Þar væri nauðsyn- legt fyrir mótun peningapólitíkur í landinu að sætu menn sem væru „hollir stuðningsmenn ríkis- stjórnar á hverjum tíma“. Páll mótmælti því sem hann kallaði ósvífnar aðdróttanir í máli Guð- mundar um að alþingismenn væru öðrum borgurum vanhæfari til setu í bankaráðum. Banka- ráðum gætu orðið á mistök eins og öðrum nefndum og ráðum og þar væri ekki hægt að kenna þing- mönnum um. Páll sagði að margt mætti af Hafskipsmálinu læra. Þarna hefðu orðið mannleg mis- tök. Menn hefðu greinilega ekki gætt þess að „halda í skottið á braskarafélögum hvort heldur þau hétu Hafskip eða eitthvað annað“. Ekki væri hægt að láta núverandi bankaráð og banka- stjóra sitja uppi með ábyrgðina nema að litlu leyti: Þetta væru gamlar syndir sem safnað hefði verið upp til margra ára. Guðrún Helgadóttir lýsti stuðningi sýnum við meginefni frumvarpsins og sagði óviðun- andi að alþingismenn sætu í bankaráðum. Það kæmi ekki heim og saman þegar banka- leyndin væri annars vegar, enda sýndi það sig best nú að banka- ráðsmenn væru ekki fjölorðir á alþingi um Hafskipsmálið. Guðrún sagði að þingflokkur Alþýðubandalagsins hefði í smíð- um frumvarp um að bankaeftir- litið yrði gert að sjálfstæðri stofn- un enda væri óviðunandi að Seðlabankinn hefði yfirráð yfir því eins og nú er. Hins vegar sagði hún að bankakerfið í það heila væri stjórnlaust og að ábyrgðarleysi einkenndi stjóm peningamála. Alþingismenn hefðu verið blekktir í 10 ár um viðskipti Hafskips og Útvegs- bankans og þegar maður hefði gengið undir manns hönd fyrir nokkrum árum til að fá samþykki við 5 miljarða erlendu láni til að bjarga Útvegsbankanum hefði skýringin verið að útgerðin gengi svo illa! „Það var logið að al- þingi", sagði Guðrún. „Miljarð- arnir runnu í þessa sömu hít sem skattborgararnir eiga nú að bera. Alþingi þarf að læra af mistökum sínum", sagði hún. „Þingmenn verða að taka saman höndum hvað sem flokkspólitík líður og hreinsa til í svínaríinu! Þetta er orðið alþjóðlegt hneyksli." Guðmundur Einarsson lýsti ánægju með undirtekir við frum- varpi sínu og sagði að full ástæða væri til að láta ósvífnar athuga- semdir falla þegar 1000 miljónir væru látnar fjúka út í vindinn. Guðmundur veifaði auglýsingu frá Útvegsbankanum sem birt var í Morgunblaðinu í gær. Þar segir m.a. að „í ríkisbanka er áhætt- an engin!“ „Hver tekur áhætt- una?“, sagði Guðmundur. „Áhættan tekur skattborgarinn sem situr heima hjá sér. Það er ærið tilefni til ósvífinna athuga- semda!“. _ái Fimmtudagur 5. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Stálvík Uppstokkun í rekstri Jón Sveinsson sér um nýju dráttarbrautina og Steinar Viggósson tekur við skipasmíðastöðinni. Skipasmíðastöðin Stálvík í Garðabæ undirbýr nú stofnun hlutafélags um rekstur dráttar- brautar sem fyrirtækið festi kaup á fyrr í sumar og verður sett upp við stöðina eftir áramótin. Jafn- framt er samkvæmt heimildum Þjóðviljans búið að ákveða að Jón Sveinsson forstjóri Stálvíkur verði forstöðumaður dráttar- brautarinnar en Steinar Viggós- son skipatæknifræðingur taki við yfirstjórn í skipasmíðastööinni. „Það er ekki búið að ganga frá þessum málum, en þetta er allt til umræðu“, sagði Jón Sveinsson í samtali við Þjóðviljann í gær. Sagði Jón að stefnt væri að því að dráttarbrautin tæki til starfa næsta vor. Brautin er sú stærsta hérlendis og getur tekið upp skip sem eru allt að 100 m löng og 19 m breið. Sl. föstudag fengu allir starfs- menn Stálvíkur um 80 að tölu uppsagnarbréf, en unnið er að uppstokkun á rekstri fyrirtækis- ins. -Ig. Ósvífni „í ríkisbanka er áhættan engin“ Útvegsbankinn auglýsir: Bankinn býður nú 3% hœrri innlánsvexti en útlánsvextir á verðtryggðum lánum eru Útvegsbankinn hefur nú tekið forystu í hávaxtakapphlaupinu og yfirbýður aðra banka með 7% ársávöxtun á 18 mánaða verð- tryggðum sparireikningum. Aug- lýsingatrikk bankans um þessa reikninga er einfalt: í RIKIS- BANKA ER ÁHÆTTAN ENG- IN! í desembermánuði býður Út- vegsbankinn svokallaða „Önd- vegisreikninga“ sem eiga að skila eigendum sfnum „drjúgum arði án minnstu fyrirhafnar eða áhættu". Á heilsíðu auglýsingu í Morgunblaðinu f gær segir að ávöxtun fjár á þessum reikning- um sé „örugg og fyrirhafnarlaus" og klykkt er út með eftirfarandi setningu: „Miðað við þennan stutta binditíma sparifjár býður enginn banki betri ávöxtun - og í ríkisbanka er áhættan engin.“

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.