Þjóðviljinn - 05.12.1985, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 05.12.1985, Qupperneq 4
LEIÐARI Burt með bankaleyndina I nýju lögunum um bankaleynd, sem taka gildi 1. janúar, er frekar hert á leyndinni heldur en hitt. Þar segir: „Bankaráösmenn, bankastjórar og aörir starfsmenn viöskiptabanka eru bundnir þagnarskyldu um allt þaö er varöar hagi við- skiptamanna bankans, og um önnur atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu og leynt skulu fara samkvæmt lögum, fyrirmælum yfirboöara eöa eöli málsins, nema dómari úrskuröi aö upp- lýsingar sé skylt aö veita fyrir dómi eöa lögreglu eöa skylda sé til aö veita upplýsingar lögum samkvæmt. Þagnarskyldan helst þótt látið sé af starfi". Þessi leyndarlöggjöf á ekki heima í lýðræðis- landi. Hún er ekkert annaö en kerfisleg yfirhilm- ing fyrir skuggaleg viðskipti. Viöskipti stórfyrir- tækja og banka - sem ekki þola Ijós upplýsing- arinnar - eru óheiöarleg viðskipti. Og í skjóli þessarar löggjafar hefur veriö legið á upplýsing- um sem almenningur á siöferöislegan rétt á aö fá. Þess vegna verða allir lýðræðissinnar á al- þingi aö sameinast um að hnekkja þessari leyndarlöggjöf. Stjórnmálaflokkarnir hafa kallað yfir sig gagnrýni og grunsemdir vegna þess leyni- makks sem löggjöfin býöur uppá, bæöi fyrr og ekki síður í framtíðinni, því meö nýju lögunum er frékar hert á leyndinni. Til hvers kjósa stjórnmálaflokkarnir alþingismenn í bankaráð? Væntanlega er réttlætingin sú, aö nauðsynlegt sé, aö hinir lýökjörnu fulltrúar fái milliliðalaust upplýsingar um hvernig fariö er meö fé lands- manna í bönkunum. En sú réttlæting erfallin um sjálfa sig, þegar bankaráösmenn mega ekki veita neinar upplýsingar, hvorki á alþingi né annars staðar. Þess vegna er óeölilegt sem og af mörgum öðrum ástæöum, aö alþingismenn séu í launuðum bankaráðsstörfum. Þjóöviljinn styöur þær hugmyndir sem fram hafa komiö einnig á alþingi um aö hætta aö kjósa alþingismenn í bankaráð. Þjóöviljinn bendir á aö Útvegsbanka/Hafskipsmálið gefur tilefni til víötækrar endurskoðunar á lögum og nýrri lagasetningu til aö styrkja innviöi lýöræö- iskerfisins. Þjóöviljinn tekur undir meö Svavari Gestssyni formanni Alþýðubandalagsins sem sagði á alþingi, aö þaö væri brýn nauösyn fyrir alþingi íslendinga aö þetta mál yröi gert upp lið fyrir liö og allir sem tengjast því, bæöi stjórnmálaaðilar og aörir, geri grein fyrir sínum samskiptum í þessum efnum. Þjóöin á heimtingu á aö fá að vita hvernig farið hefur verið með fé hennar og hverjir þar hafa komið viö sögu. Þaö þarf aö setja lög um eftirlitsnefndir, þaö þarf aö setja lög um upplýsingaskyldu banka og stórfyrirtækja, þaö þarf aö setja lög um sjálf- stætt bankaeftirlit, þaö þarf aö setja lög um opið bókhald, þaö þarf að afnema leyndarlöggjöfina, og þá lagabálka sem notaðir eru til spilltrar fyrir- greiöslu viö fyrirtækin í landinu á kostnaö fólks- ins. Burt meö fyrirgreiðslulög forstjóraveldisins. Múlbundið dagblað DV hefur löngum stært sig af því aö vera „frjálst og óháð dagblaö". Hins vegar hefur ævinlega veriö Ijóst aö blaðið er og hefur veriö eitt málgagna Sjálfstæöisflokksins og nokkurra stóreignamanna í Reykjavík. Fyrstu æviár sín reyndi hinsvegar Dagblaðið forveri DV aö sýna nokkra viðleitni til öðruvísi umfjöllunar og efnis- taka en venjulegt flokksmálgagn. í seinni tíö hefur borið æ minna á slíkri við- leitni. Nýlegt dæmi um flokkshollustuna var á dögunum, þegar nær allar fregnir á útsíöum blaðsins voru tileinkaöar Sjálfstæöisflokknum. Svoleiöis smekkleysa hefur ekki sést í nokkru öðru blaöi um árabil. í tengslum viö Hafskips/Útvegsbankamáliö hefur einnig komiö í Ijós aö DV er fráleitt frjálst og óháö þeim auöjöfrum sem eiga blaðið. Blaö- iö er notaö blygðunarlaust í þágu þeirra sem eiga blaöiö. Þannig hefur DV til dæmis ekki fjallað um þaö hneyksli hvernig fé Útvegsbankans hefur veriö ausiö gegndarlaust í hít skipafélags sem er á hausnum. Hvernig stendur á því að blað, sem áöur stæröi sig af því aö vilja uppræta spilling- una í þjóöfélaginu, skuli ekki sýna neinn lit á aö varpa Ijósi á þetta mál? Svarið er einfalt: Aðaleigendur DV, þeir Hörö- ur Einarsson og Sveinn R. Eyjólfsson, eru stjórnarmenn í Hafskip og stofnendur „íslenska skipafélagsins". Og þannig fékk blessað blaðið sem vildi vera svo frjálst og óháö á sig múlinn, svo þaö þegir og þegir. -óg KUPPT OG SKORIÐ Dr Jekyll og mr. Hyde Ein þeirra skáldsagnapersóna sem oft kemur upp í huga manna er sá góði og gegni l’æknir dr. Jek- yll, sem varð á stundum tvífari sjálfs sín, kallaði sig þá herra Hyde ogframdi mörg fólskuverk. Þessi tvískipta persóna Ro- berts Louis Stevensons gengur aftur í mörgum myndum og nú síðast gerir hún sig líklega til að fá sér bólfestu á síðum Morgun- blaðsins. Morgunblaðið hefur staðið í nokkri menningarbarátu að und- anförnu. I leiðurum og Reykja- víkurbréfum hefur verið talað mikið og fagurlega um nauðsyn þess að efla sem mest má verða íslenska tungu og menningu og megi ekkert til spara, enda rói þjóðin nú lífróður undan „hol- skeflu engilsaxneskra menningar- áhrifa'*. Splunkunýr mennta- málaráðherra, Sverrir Herm- annsson, tekur undir þetta með ráðstefnuhaldi í Þjóðleikhúsinu um verndun tungunnar. Vaka heldur fyrsta desember hátíð- legan með kröfum um eflingu há- skólans. Og svo mætti áfram telja. Og allt er það nokkuð gott. Moggakálfur Svo birtist fjögurra síðna kálf- ur inni í Morgunblaðinu í gær og hann geymir tillögur Sambands ungra Sjálfstæðismanna um það sem þeir vilja kalla „ráðdeild í ríkisrekstri.44 Þar eru nákvæm- lega út færðar og út listaðar til- lögur þeirra íhaldsmanna sem munu landið og Morgunblaðið erfa, hvernig skera megi niður hið snarasta ríkisútgjöld um svo sem 2,7 miljarða króna. Þetta plagg er hið fróðlegasta og nauðsynlegt að allir kynni sér það sem best, til að vita hvar þeir standa í hinu nýja markaðskerfi. Því hér er á ferð mikill niður- skurður til heilbrigðismála, líf- eyrissjóða, stofnkostnaður dag- vistarheimila skal niður felldur og útgjöld til margra annarra mála, sem er meira en nauðsyn að fjalla um sérstaklega. En við vorum í menningarsókn Morgunblaðsins miðri og því er ekki úr vegi að skoða það sér á parti, hvaða hlutur henni er ætl- aður í þessum hugmyndum hinna ungu fálka Ihaldsins. Oft er það haft á orði að eitt helsta sérkenni íslenskrar menn- ingar sé mikið leikhúslíf, sem ótrúlegur fjöldi fólks tekur virk- an þátt í. Þá er og sagt, sem satt er, að mikil nauðsyn sé okkur að byggja upp sem öflugasta ís- lenska kvikmyndagerð. Og dr. Jekyll tekur undir þetta vinsam- lega í Morgunblaðsleiðurum. En svo fer mr. Hyde á kreik í tillögum SUS og segir sem svo: Kvikmyndasjóð skulum við skera niður um átta miljónir eða 25%. Við tökum af fjárlögum öll fram- lög til eftirtaldinna aðila: Leikfé- lags Reykjavíkur, Leikfélags Ak- ureyrar, Bandalags íslenskra leikfélaga og svo framlög til „annarar leiklistarstarfsemi", líka framlög til Islensku óperunn- ar, dansflokksins og Alþýðuleik- hússins - alls um tuttugu miljón- ir. Þá á að drepa þýðingarsjóð sem hefur mjög stuðlað að því að þýdd séu á íslensku ágæt bók- menntaverk erlend. SUS vill líka að felld sé niður með öllu framlög til kynningar á íslenskri list, til tiltekinna myndlistarskóla, lista- safna ogfleiri stofnana. Þeirungu fálkar segja í sinni greinargerð að þeir telji „óeðlilegt“ að ríkið leggi fram fé til þeirrar starfsemi sem að ofan greinir og vísa henni frá sér til áhugamanna og sveitarfé- laga. Hér við bætist, að SUS vill gera þjónustu þeirra stofnana sem ekki á að slátra í bili dýrari en nú er, með að skipa Þjóðleikhúsi, Sinfónuhljómsveit, tónlistarskól- um og námsgagnastofnun að selja þjónustu sína 10-25% dýrar en nú er. Stúdentar þeir sem voru að halda upp á fyrsta desember fá líka sínar kveðjur frá mr. Hyde. Hann vill afnema útgjöld sem fara til að jafna námskostnað með öliu, sömuleiðis fjárveitingu til Félagsstofnunar stúdenta og skera framlög til Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna niður um 25%. Háskóli íslands á svo að auka eigin tekjur (einkum með því að hækka innritunargjöld) um svosem 22 milljónir, að því er SUS vill. Römm alvara Það er ástæða til að vekja at- hygli á því að ungum Sjálfstæðis- mönnum er full alvara. Meira en svo - þeir telja hugmyndir af þessu tagi aðeins vera upphaf annars og meira. Þeir segja. „Með þeim (tillögunum) er þó ekki stigið það fullnaðarskref að yrði þeim hrint í framkvæmd væru ungir Sjálfstæðismenn fullkomlega sáttir við skipan mála.... Það er enn langt í land. Hér er einungis fjallað um þá þætti sem unnt væri að koma í kring á þeim tíma sem ríkisstjórn- in hefur til stefnu fram að næstu kosningum“. Menn skuli líka hafa það í huga, að Samband ungra Sjálf- stæðismanna er engin „húsmóðir í Vesturbænum“. Formaður þess. Vilhjálmur Egilsson, er framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins og helsti ráð- gjafi Þorsteins flokksformanns í efnahagsmálum. Að vísu er eitt skrýtið við birt- ingu tillagnanna: þær eru merkt- ar sem auglýsing. Dr. Jekyll rit- stjórastólanna er eitthvað bumb- ult yfir þeirri ólyfjan sem mr. Hyde frjálshyggjunnar bruggar þeim báðum. En mr. Hyde á alltaf skítnóg af peningum til að borga fyrir auglýsingar sem ann- að. Og dr Jekyll veit vel, að það er ekki hægt að losna við hinn helminginn af sjálfum sér nema báðir farist. -ÁB DJOÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufólag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergman, össur Skarphóðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fróttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Garðar Guðjónsson, Ingólfur Hjörleifsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson, Þór- unn Sigurðardóttir, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útllt: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Símvarsla: Sigríöur Kristjánsdóttir. Húsmæður: Agústa Þórisdóttir, Olöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Utbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýslngar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sfmi 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 35 kr. Sunnudagsblað: 40 kr. Askrift á mánuðl: 400 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 5. desember 1985

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.