Þjóðviljinn - 05.12.1985, Side 5

Þjóðviljinn - 05.12.1985, Side 5
Bára litia önnum kafin viö aö skera laufabrauðið. Laufabrauðin hennar Báru Bára Sigurðardóttir: „ Það eru engin jól ef við komum ekki saman og skerum út og steikjum laufabrauðið.” Sama saga er líklega á fleiri íslenskum heimilum. Búsýslan fylgdist með laufabrauðsskurðinum í Mosfellssveitinni og birtir uppskriftina hennar Báru sem hún fékk auðvitað frá mömmu sinni. Einnig eru uppskriftir af öðru meðlæti sem hægt er að stinga í steikingarpottinn. Umsjón: Sigríður Pétursdóttir Bára Sigurðardóttir stendur í ströngu við pottinn, en hún var margra manna maki þennan sunnu- dag. Ljósm. Sig. y Ljósm. Sig. / / Fyrir jólin tíðkast á mörgum heimilum að steikja laufa- brauð. Hjá fjölskyldunni í Mos- fellssveit sem við heimsóttum, en hún samanstendur af Báru og maka, sex börnum þeirra, jafnmörgum tengdabörnum og barnabörnum, hefur laufa- brauðasteiking tíðkast fyrsta sunnudag í aðventu frá því börnin fyrst mundu eftir sér. Það var sannkallaður friðar- blær yfir fjölskyldunni, börnin skáru út af mikilli innlifun, og gáfu ímyndunaraflinu lausan tauminn. Einstaka fullorðinn fylgdist vel með hvað leið á bunk- ann, kannski ekki sérlega mikið gefinn fyrir slíkt stúss, en sagði að loknum skurði „eigum við ekki að taka aðra „porsion”!” „Það eru engin jól ef við kom- um ekki saman og skerum út og stekjum laufabrauðið. Ekki eru allir krakkarnir búsettir í bænum en athöfnin verður endurtekin um leið og þau koma í bæinn, nú og ef þau komast ekki þá er þeim sendur pakki með laufabrauði. Við steiktum 120 stykki sem er náttúrlega ekki upp í nös á ketti þegar fjölskyldan er orðin svona stór. Hver fjölskylda tekur með sér 20 stykki svo þú sérð að það er ekki miícið eftir. Ætli ég bæti ekki úr því sjálf. Það er fyrirsjáanlegt að ég mun halda stórar fjölskyld- uveislur um þessi jól eins og þau fyrri, og laufabrauðið er ómiss- andi á jólaborðið,” sagði Bára að lokum og hélt steikingunni gal- vösk áfram. Laufabrauö 1 kg hveiti 5 matsk sykur 125 gr smjörlíki 250 gr vatn 250 gr mjólk 1 tsk lyftiduft 1 tsk hjartarsalt 11/2 tsk salt Smjörlíkið, vatn og mjólk er hitað að suðu, það má alls ekki sjóða, því þá verður deigið seigt og óþjált. Blandið þurrefnunum saman við og hnoðið vel. Deigið er flatt út í fremur þunnar kökur. Þegar búið er að skera kökurnar eru þær stungnar með prjóni, og síðan steiktar við fremur snarpan hita. Gott er að nota til helmings tólg og plöntufeiti. Það sem geng- ur af af kökunum er svo steikt síðast við mikinn hita. En það er sitthvað fleira sem hægt er að steikja en laufabrauð, Berlínarbollur eru vinsælar víða erlendis og nokkur bakarí selja þessar bollur. Það sem til þarf í bollurnar er: 30 gr pressuger eða 3 tsk þurrger 2 dl rjómabland eða mjólk 100 gr smjörlíki Vá dl sykur salt á hnífsoddi 1/4 tsk hjartarsalt 1 egg 6-7 dl hveiti Fylling: 11/2-2 dl eplamauk eða annað aldinmauk Til að steikja í: matarolía eða plöntufeiti. Fyrst er smjörlíkið brætt við lítinn hita. Hellið rjómablandinu samanvið og hellið þessu síðan ylvolgu saman við gerið. Bætið síðan sykri, salti, hjartarsalti og eggi í og síðast hveitinu smátt og smátt. Hrærið og hnoðið síðan þar til deigið er orðið samfelit og gljáandi. Deigið er látið hefast í ca '/2 tíma. Þá er það hnoðað aft- ur og flatt út í ferhyrnda köku sem er ca 30x50 cm. Merkið fyrir 15 hringum á annan helming kökunnar (um 5 cm í þvermál) og látið dálítið eplamauk á hvern hring. Leggið síðan hinn helming deigsins yfir. Stingið út kökur með móti eða glasi og þrýstið vel saman köntunum. Takið deigaf- gangana milli kakanna og fletjið þá út á sama hátt og búið til fleiri bollur. Látið bollurnar hefast þar til þær hafa stækkað í tvöfalda stærð. Síðan eru bollurnar steiktar eins og kleinur í heitri olíu eða plöntufeiti í ca 5 mínút- ur. Færið þær upp á eldhúspapptr svo renni vel af þeim og veltið þeim síðan upp úr sykri. Sjálfsagt eiga flestir góða kleinuuppskrift frá mömmu eða ömmu, en fyrir þá sem hafa ekki fengið eina slíka í arf ætla ég að birta uppskriftina hennar ömmu sem hefur verið óbrigðul fram að þessu: 1 kg hveiti 280 gr sykur 100 gr smjörlíki 4 egg vanilludropar 2 bollar mjólk 6 tsk ger Fimmtudagur 5. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Verðkönnun Hvað kostar í baksturinn? Á þeim grundvallar bökunar- vörum sem kannaðar voru mun- aði 77.65 krónum á dýrasta og ódýrasta stað. í vikunni hafði Búsýslan sam- band við nokkra stórmarkaði til að kanna verð á bökunarvörum. Ekki voru teknar með í könnun- ina vörur eins og rúsínur, möndl- ur og slíkt, þar sem vitað er að búðir hafa mismunandi tegundir sem eru misdýrar á boðstólum, og myndi það gera könnunina ómarktæka. En látum tölurnar tala sínu máli, því ekki þýðir að flana að neinu þegar pyngjan er létt og stórhátíð í vændum. Vörumarkaður Hagkaup Mikligarður Víðir Kostakaup Garðakaup Kaupgarður Hveiti 46.70 36.90 36.80 39.90 36.85 39.50 39.00 sykur 16.90 16.50 17.20 16.50 18.60 19.95 17.95 smjörlíki 38.50 38.50 39.90 39.90 39.50 39.90 39.00 lyftiduft 71.10 72.90 73.50 73.90 51.50 75.30 71.75 hjartarsalt 29.90 .16.80 18.20 18.90 16.80 19.50 14.00 haframjöl 69.10 72.80 59.90 82.90 69.30 73.70 60.45 kartöflumjöl 59.20 61.80 62.00 59.90 60.75 62.85 53.00 kanill 41.40 43.20 46.80 29.90 18.20 18.30 38.00 negull 73.60 67.20 72.30 38.70 39.20 65.40 57.85 engifer 52.10 33.60 36.40 66.90 78.40 34.15 29.85 498.50 460.20 463.00 467.40 429.10 448.55 420.85

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.