Þjóðviljinn - 13.12.1985, Side 2

Þjóðviljinn - 13.12.1985, Side 2
FRETTIR Fiskeldi Stórbrotnar hugmyndir Norðmenn með hugmyndir um risavaxna fiskeldisstarfsemi á Islandi. 20þúsund lesta ársframleiðsla af eldisfiski. 25 miljóna ársframleiðsla afseiðum. Vilja leggja til tœki og annastsölu afurðanna Eins og Þjóðviljinn skýrði frá á dögunum var hér á ferð hópur Norðmanna úr fiskeldis- iðnaðinum norska að skoða allar aðstæður hér á landi til fiskeldis. Þessir Norðmenn eru nú uppi með mjög stórbrotnar hugmynd- ir um fiskeldi hér á landi og eru tilbúnir að leggja fram fé til fram- kvæmdanna m.a. í formi tækja, fóðurs og eins vilja þeir annast sölumálin. Hugmyndir Norðmannanna ganga út á 20 þúsund lesta árs- framleiðslu á eldislaxi sem myndi þýða nærri 6 miljarða króna framleiðslu og að framleiða ár- lega 25 miljónir seiða. Þeir vilja reisa flotkvíar á fleiri en einum stað á Austurlandi og raunar víðar um landið. Eldis- stöðvar í Þorlákshöfn, Sandgerði og víðar. í norska hópnum eru bæði fikseldisfrömuðir, fiski- fræðingar og bankamenn. Ástæðan fyrir áhuga Norð- manna er tvíþættur. Þeim líst mjög vel á allar aðstæður hér, en aðal ástæðan mun samt vera sú, að búið er að setja kvóta á fisk- eldisstöðvarekstur í Noregi og því lítill möguleiki að færa út kví- arnar þar. Alveg á næstunni mun þetta mál skýrast enn betur. -S.dór Menningararfurinn Leið- mm sogn inn í Njalu Leiðsögn um landið gefur út leiðsögusnœldur um söguslóðir Njálssögu. Meðfylgir örútgáfa af Njálssögu, e.k.pínu- Njála Það má eiginlega segja að þetta sé einskonar leiðsögn inn í Njálu,“ sögðu aðstandendur út- gáfufyrirtækisins Leiðsögn um landið, þegar þeir kynntu leiðsögusnældur fyrir fólki sem ferðast í bíl um söguslóðir Njálu. Á snældunum er leitast við að veita alþýðlega, alhliða leiðsögn um helstu söguslóðir Njálssögu, þ.e. Fljótshlíð, Landeyjar og Rangárvelli og megináhersla þá lögð á atburði og frásagnir Njálu. Þann texta hefur Franz Gíslason samið og Ævar Kjartansson les. •?5> 'IX V.ti «itrn VvftÍN. v f ». J* SiM >» > ., ■t ijr-, Ji t ’. ’Letðsögn‘á‘&n kiuv vi> -w< '>u* ] tfcwa* -%t . ____„„ VA^S. y in V nrM* % ! H** ^ 4 tlm ,Í 6L> >. rn •í*f *”**-*»»* **„ i wt *r f. !WVU,»>;.%w»*VS-^fe-.---•» »>!>fl>»5'- Menningararfurinn í nýjum búningi. Pínu-Njála og snaeldurnar þrjár. Mynd. Sig. Auk þess les Heimir Pálsson valda kafla úr Njálu, Hugrún Gunnarsdóttir les ljóð og Mar- grét Hjálmarsdóttir kveður rím- ur. Það sem eykur svo gildi þessar- ar leiðsagnar inn í Njálu er að eintak af Njálu fylgir með í kaupunum. Leiðsögn um landið hefur gert samning við Svart á hvítu sem nú er að gefa út fs- lendingasögur í tveimur bindunt, um sérútgáfu á Njálu í örsmáu broti. Bókin er á stærð við venju- lega snældu, lófastór og er ekki vitað til þess að Njála hafi fyrr verið gefin út í jafn smáu broti. Bókinni og snældunum, sem eru þrjár, er komið fyrir í öskju sem er í líkingu við myndbanda- öskju. Er því handhæg og með- færileg í ökuferðinni. Franz Gíslason, sá er samdi leiðsögutextann, sagði að auðvit- að væri þarna ekki að finna ná- kvæma lýsingu á staðháttum Njáluslóða, til þess þyrfti ítar- legri texta en kæmist fyrir á þrem- ur klukkutíma löngum spólum. Það væri gert ráð fyrir 60 til 70 km. ökuhraða og á snældunum væri það helsta og forvitnilegasta rakið sem þessum slóðum teng- dist, út frá Njálu. Söguslóðir Njálssögu kemur til með að fást í öllum bókaverslun- um og jafnvel hljómplötuversl- unum og kostar 1875 kr. IH. TORGIÐ, Nordal sat á upplýsingum, og ég sem hélt að hann hefði setið á rassinum. Ofvöxtur? 29 trygginga- félög starfandi Afl8 almennum vátryggingafélögum eru 8 með um 90% markaðarins. HinlOað meðaltalimeð 1 % hvert. Prjú ný líftryggingafélög tóku til starfa á árinu I dag eru alls starfandi 29 tryggingafélög í landinu. Um síð- astliðin áramót voru tryggingafé- lögin 26 en á þessu ári hafa bæst í hópinn þrjú ný líftryggingafélög. Af þessum 29 tryggingafélög- um eru 5 félög sem stofnuð hefur verið til samkvæmt lögum og einnig eru starfandi 6 sérstök bátatryggingafélög í landinu. Það eru því 18 tryggingafélög sem sinna almennri vátryggingastarf- semi. Afþessum 18félögumeru8 langstærst og eru þau með um 90% af öllum iðgjaldagreiðslum, þannig að 10 félög skipta á milli sín um 10% almennra trygginga. Erlendur Lárusson forstöðu- maður Tryggingaeftirlitsins sagði í samtalið við Þjóðviljann í gær að vissulega væri þetta nokkuð mikið í ekki fjölmennara landi en það mætti geta þess að á Álands- eyjum væru starfandi 6 trygginga- félög fyrir 35 þúsund eyjabúa. -<g- Fiskeldi 400 miljónir á næsta ári Á næsta ári er líklegt að nær 4 miljónir göngusciða af laxi og regnbogasilungi verði framleidd. Mest af því mun verða selt til Nor- egs. Söluverðmæti þessara seiða gæti farið yfir 250 miljónir króna. í slátureldi er áætlað að nær^ 450 tonn verði framleidd á næsta ári. Skilaverð kynni að verða drjúgt yfir 100 miljónir króna. Þannig bendir allt til þess að framleiðsla í fiskeldi geti á næsta ári farið nælægt 400 miljónum króna. (Byggt á Eldisfréttum). Matador Dagblaðið/Vísir í stjóm Hafskips Sveinn R. Eyjólfsson r Ífréttatilkynningu frá Hafskip í júnímánuði er stjórn fyrirtæk- isins auðkennd með þeim fyrir- tækjum, sem stjórnarmenn eru fulltrúar fyrir. I leiðara DV í fyrradag segir Jónas Kristjánsson engin tengsl vera milli Hafskips og DV, Frjálsrar fjölmiðlunar. í fréttatil- kynningu Hafskips í júní, þarsem sagt er frá aðalfundi fyrirtækisins eru stjórnarmennirnir nefndir ásamt þeim fyrirtækjum sem þeir eru fulltrúar fyrir. -óg (Stjórnin kjörin i einu eldar eér V'ryUm) skiptir slóar Bjarm Magnósson Finnbog' Kjeld Guólaugur Berg(nann , Þ6r ÓiafsB°n Gunnar vor Hilmar Fenger J6n Helgi Guóntundsso Jón Snorrason Jónatan Einarsson öiafur B. Ólafaao" Pill G- Jón89°n pétur Bjbrnsson Ragnar Kjartansson „ R Ey)ó'f880n Sveinn K • 7 Vlðir Finnbogason ((slenska Un>boóssaIan hf.) (Vikur hf.) (Karnabær bf •) (Fiskiójan hf.) . „ L Olsen hf.) (ByBBÍnB8^—r9)Un K6P‘VOB (Húsasmiöjan hf.) (E. Guófinnsson hf .) (Keflavfk hf •) (Pólaris hf.) (Verksmiójan VffUfe" (Hafsk'p hf •) ðíV,.lr) (HUmir hf. Da® (Teppaland hf.) Ljósrit úr fréttatilkynningu Hafskips frá 8. júní sl. 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. desember 1985

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.