Þjóðviljinn - 13.12.1985, Síða 6
BÆKUR
ÝMISLEGT
Basar
Basar Álafosskórsins á Lækj-
artorgi. LA: 11.00. Kórinn
tekurlagiökl. 11.30.
Jólatré
Ljós tendruö á jólatrénu viö
Þverholt, Mosfellssveit.
Álafosskórinn syngur. LA:
14.00.
Skák
Firmakeppni í hraöskák, fé-
lagsheimili TR, Grensásvegi
46. MÁ: 20.00
BHM. Stofu 101, Odda. Frum-
mælendur háskólarektor,
skólameistari MA, Valdimar
K. Jónsson prófessor. LA:
13.30.
Fríkírkjan
Jólavaka. RæöumaöurGuð-
rún Helgadóttir. Söngur, org-
elleikur, smásaga. SU: 17.00.
Hananú
Laugardagsganga Frístunda-
hópsins Hana nú í Kópavogi.
Lagt af staö frá Digranesvegi.
LA: 10.00.
Einar Kára
Hafnarfjörður
Jólavaka við kertaljós í Hafn-
arfjarðarkirkju. Ræöumaöur
Andrés Björnsson. Verk eftir
Hándel og Bach.
Fuglar
Norrænahúsiö. Fræðslu-
fundur Fuglaverndunarfélags
fslands. Saga Drangeyjar, lit-
skyggnurfrá Drangeyog
Skrúö.MÁ: 20.30.
Haskoli
Fundur um háskólakennslu
utan Reykjavíkurávegum
Stúdentakjallarinn. Einar
Kárason les úr bók sinni Gull-
eyjunni. FÖ:21.00.
Háteigskirkja
Minning um 20 ára vígsluaf-
mæli Háteigskirkju. Avarp
Sigurbjarnar Einarssonar.
Söngur.SU: 20.30.
Stjörnuspekifundur
Hótel Loftleiöir, Víkingasalur.
Stofnfundur Samtaka áhuga-
manna um stjörnuspeki. Upp-
lýsingar í síma 10377. SU:
13.45.
Laus hverfi:
Grandar, Seltjarnarnes, Kópavog vesturbæ og Seljahverfi.
ÞJOÐVIIJINN
KVOSIN ’85.
Teikningar og líkan af skipulagstillögunni eru til sýnis í
Byggingarþjónustunni, Hallveigarstíg 1, frá kl. 10.00-
18.00, alla virka daga.
Fulltrúar Borgarskipulags og hönnuða verða til staðar
á miðvikudögum kl. 16.00 - 18.00
Borgarskipulag Reykjavíkur.
Frá menntamála-
ráðuneytinu:
Staöa kennara í tölvufræðum við Menntaskólann viö
Hamrahlíð er laus frá næstu áramótum. Til greina kemur
hlutastarf eöa stundakennsla. Ennfremur vantar kennara í
efnafræði frá sama tíma.
Upplýsingar veitir rektor Menntaskólans við Hamrahlíð.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf
sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101
Reykjavík fyrir 20. desember.
Menntamálaráðuneytið.
fp Frá Borgarskipulagi:
Skrifstofur Borgarskipulags Reykjavíkur eru fluttar úr
Þverholti 15 í Borgartún 3,3. hæð, gegnt Skúlatúni 2.
Borgarskipuiag Reykjavíkur
Lóð og hús til sölu
Kauptilboð óskast í eftirfarandi eignir.
Skútuvogur 7, Reykjavík, grunnbygging að iðnaðar-
húsnæði, þ.e. sökklar og steypt plata að hluta,
4300m2. Stærð lóðar er 11.155m2.
Kópavogsbraut 9, Kópavogi, einlyft steinhús með
risi og bílskúr. Brunabótamat kr. 3.407.000, - Stærð
húss 285m2 til sýnis föstudaginn 13. des. og laugar-
daginn 14. des. kl. 13-15:00.
Tilboðseyðublöð liggja frammi í ofangreindri húseign
og á skrifstofu vorri í Borgartúni 7, Reykjavík. Tilboð
verða opnuð kl. 11:00, föstudaginn 20. desember
1985, í Borgartúni 7, Reykjavík.
ÍNNKAUPASTOFNUN RIKISINS
' Borgartúni 7, sími 26844
Trölleykiö eftir Desmond
Bagley er nú komin út hjá Suðra.
Þar er sagt frá gríðarlegum
flutningatrukk, sem notaður er til
að flytja spennubreyti til Afríku-
ríkis. Sú ferð reynist síður en svo
ævintýr á gönguför; gerð er
stjórnarbylting í ríkinu og verður
trölleykið nú sjúkrahús á hjólum,
og fara að verða til áætlanir um
að flýja á því hörmungar stríðs-
ins.
Desmond Bagley lést fyrir
tveimur árum, og hafði þá gefið
út fjórtán sögur, sem allar hafa
komið út á íslensku. Hann átti
hinsvegar í fórum sínum nokkur
handrit nær frágengin, þar á með-
al að Trölleykinu, og hefur ekkja
hans lokið ritverki eiginmanns
síns.
Þýðandi er Torfi Ólafsson.
Stríðsvindar heitir tveggja
binda skáldverk eftir Herman
Wouk, og er nú sent á almennan
bókamarkað úr Bókaklúbbi Arn-
ar og Örlygs.
Þetta er söguleg skáldsaga úr
síðari heimstyrjöld, um stríð, ást-
ir, stórmenni, og bandaríska fjöl-
skyldu sem víða drepur niður
fæti.
Sjónvarpsþættir gerðir eftir
sögunni verða teknir til sýningar
hér á næstunni.
Sterk lyf heitir Bókaforlagsbók
eftir Arthur Hailey.
Þetta er spennusaga þar sem
skyggnst er inní veröld lyfjafram-
leiðenda og fylgst með Celiu Jor-
dan sem tekst að brjóta sér leið á
tindinn í iðnaðinum eftir baráttu
við karlrembu og fordóma.
Hailey varð metsöluhöfundur
vestanhafs fyrir tæpum tveimur
áratugum. Hann hætti ritstörfum
vegna veikinda fyrir nokkru, en
reis aftur uppaf spítalabeði og er
þessi bók byggð á reynslu höf-
undar af sjúkrahúsum, lækna- og
lyfjamálum.
Þýðandi er Hersteinn Pálsson.
Samsærið heitir ný bók eftir
David Osborn, sem gefin er út
hjá Prentveri.
„Mögnuð spennusaga" segir í
forlagsfrétt, „með jöfnum og
hröðum stíganda, hraðri at-
burðarás og óvæntum endi“.
Sögusviðið er Washington og
þeir frændur CIA og FBI eru tíðir
gestir á síðunum.
Þýðandi er Ásgeir Ingólfsson.
Scarlatti-arfurinn eftir Robert
Ludlum er nýkomin út hjá Set-
bergi.
Yngri sonur auðkýfings lætur
sér ekki nægja föðurarfinn heldur
seilist til áhrifa meðal þýskra nas-
ista, og svífst einskis. Móðirin fær
mann til að rannsaka hvarf sonar-
ins og fjármuna af yfirborðsvett-
vangi og tekur að æsast leikurinn,
og blandast fjölskyldan öll
óþyrmilega í málið áður en yfir
lýkur.
Ludlum er einn helsti spennu-
höfundur í Bandaríkjunum og
tíðförull á vinsældarlista.
Þýðandi er Gissur Ó. Erlings-
son.
tlNN FREMSTI NÚUfANDI SPENNUSAGNAHÖFUNOURINN
Hrossakaup eftir Dick Francis
er gefin út af Nótt.
Segir þar frá ungum manni á
uppleið í banka sem fær yfirmenn
sína til að lána til kaupa á veð-
hlaupahesti. Fer brátt að ganga
allskrykkjótt, og að lokum verð-
ur fleira í húfi en framavonirnar
og fjármunir bankans.
Dick Francis er frá Wales og
hefur kynnst veðhlaupabrautinni
af eigin raun. Hann þykir meðal
betri spennusagnahöfunda
breskra og hefur hlotið ýmsa við-
urkenningu fyrir bækur sínar.
Þýðandi er Þuríður Baxter.
HUÓMPLÖTUR
Með lögum ska) land byggja
eru einkunnarorð Þorgeirs Ljós-
vetningagoða, lögreglunnar og
hljómplötuútgáfunnar Steina, -
og nafn á tveggja platna útgáfu í
tilefni áratugs afmælis síðast-
nefnds fyrirbæris.
Á plötunni geisla helstu stjörn-
ur í íslenskri rokksögu síðustu tíu
ára, samtals 28 lög flutt af Stuð-
mönnum, Mezzoforte, Eiríki
Fjalar, Diabolus in musica,
Bubba Morthens, Bara-flokkn-
um o.s.frv.
Á plötunni Rokkfári leiða sam-
an hesta sína þrjú gömul brýni úr
bransanum, og leika lög frá árun-
um 1957 til 1962, þeir Garðar
Guðmundsson, Stefán Jónsson
og Þorsteinn Eggertsson. Kalla
sig Rokkbræður.
Upptakan fór fram í heilu lagi
og einni töku einsog tíðkaðist
fyrir aldarfjórðungi, og hljóð-
blöndun er líka með gömlu sniði.
Undir söng þeirra bræðra leikur
hljómsveitin Babadú. Geim-
steinn gefur út.
Ástin... heitir ný plata með Jó-
hanni Helgasyni og syngur hann
þar tíu lög, flest um ástina.
Flytjendur auk Jóhanns eru
Eyþór Gunnarsson, Gunnlaugur
Briem, Skúli Sverrisson, Björn
Thoroddsen og Friðrik Karlsson.
Utsetningar sáu Eyþór Gunnars-
son og Kjartan M. Kjartansson
um. Utgefandi er Hugverkaút-
gáfan, nýstofnað fyrirtæki Jó-
hanns, en Steinar annast dreif-
ingu.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 13. desember 1985