Þjóðviljinn - 13.12.1985, Side 7
Vinnueftirlitið og Námsgagnastofnun
Á vinnustað
Glætan gluggar í bækling sem nýlega kom út og er ætlaður
sem kennsluefni í 9. bekk grunnskólans. Hvað ber að varast
á vinnustaðnum? Hvernig á birtan að vera? Hverjir lenda í
slysum?
Stöðugt er verið að bæta við
námsefni handa krökkum sem
stunda nám í grunnskólunum
og því varia fréttnæmt þótt ein
kennslubók bætist við. En ný-
lega kom út á vegum stofnunar
sem heitir Vinnueftirlit ríkisins
og Námsgagnastofnunar bæk-
lingur um vinnuvernd sem
skólunum gefst kostur á að
nota í sambandi við náms- og
starfsfræðslu. Er ætlunin að
nota þennan bækling í vetur til
kennslu í 9. bekk og er ekki að
efa að hann ætti að geta orðið
til að auka þekkingu krakka á
ýmsu því sem hafa ber í huga
þegar þeir hefja störf á hinum
almenna vinnumarkaði.
Bæklingurinn er saminn af
Herði Bergmann fræðslu- og
upplýsingafulltrúa hjá Vinnueft-
irlitinu og gaf hann Glætunni
góðfúslega leyfi til að birta efni
sem þar er að finna. Vonandi
geta sem flestir 9. bekkingar
skoðað bæklinginn í vetur.
Hverjir lenda
í slysum?
í bæklingnum kemur m.a.
fram að slys eru langalgengust
hjá fólki á aldrinum 16-20 ára. Til
eru athuganir sem sýna að í þeim
aldursflokki séu vinnuslys 4-5
sinnum algengari en á aldrinum
25-60 ára og að flest slys eru til-
kynnt á vorin, einmitt þegar
krakkarnir eru að koma út í
atvinnulífið.
Hvaða kröfur
á að gera?
í einum kafla bæklingsins segir
m.a.: „Starfsumhverfi er allt það
sem hefur áhrif á líðan fólks við
vinnu. Húsnæði, húsbúnaður,
birta, loft, hávaði, ryk, efni, vél-
ar, skipulag, vinnubrögð og
jafnvel vinnutími er því hluti af
starfsumhverfi - hefur allt með
einhverjum hætti áhrif á líðan og
afköst starfsfólks“.
í þessum kafla kemur fram að
loft þurfi að vera hreint og hæfi-
lega hlýtt og rakt, helst 18-22
gráður. Birta verður að vera
nægileg en þó ekki of mikil því
það getur haft jafnslæmar afleið-
ingar og lítil birta.
Ekki hægt að
lækna heyrnartjón
„Heyrnartjón af völdum há-
vaða er varanlegt - ekki hægt að
lækna. Pess vegna er sérstaklega
áríðandi að vera á verði - bæði
gagnvart snöggum, miklum há-
vaða og allmiklum sem dvalið er í
tímunum saman. Heyrnarhlífar
gera sitt gagn en hávaðadempun
við upptökin er betri“.
Sitjið
standið rétt!
„Fleira en hávaði getur valdið
heilsutjóni. Það geta rangar vinn-
ustellingar líka gert. Bakverk,
vöðvabólgu og fleiri algengar
meinsemdir má einmitt oft rekja
til þess, að óvarlega var farið í
vinnu - eða einhverju var ábóta-
vant í starfsumhverfinu". Þannig
segir m.a. í kafla bæklingsins um
vinnustellingar og þar kemur líka
fram að einhvers konar bakverk-
ur er meðal algengustu kvilla
mannfólksins. Og það er ekki
bara nauðsynlegt að sitja og
standa rétt, heldur ekki síður
mikilvægt að lyfta rétt og bera
rétt.
Notið hlífar
Eins og áður sagði er góð vörn
gegn heyrnarskemmdum að nota
hlífar gegn hávaða, sem oft er á
vinnustaðnum. En fleiri hlífar
eru til. Þar má nefna hjálma,
hlífðargleraugu og rykgrímur.
Nýliði á vinnustað ætti að kynna
sér í upphafi hvort persónuhlífar
eru notaðar þar og þá tileinka sér
þær strax.
í lok þessa ágæta bæklings um
aðbúnað og öryggi á vinnustað og
líkamsbeitingu við vinnu er
hollráð: Þú skalt ekki hika við að
leita ráða og biðja um upplýsing-
ar þegar þú byrjar á nýjum
vinnustað. Glætan tekur undir
þetta og hvetur alla krakka til að
kynna sér vel þennan ágæta bæk-
ling, sem vonandi verður til
kennslu í öllum 9. bekkjum
landsins í vetur.
Að standa rétt
Oit cr nauösynlegt ;iö standa viö vinnu, s.s.
þcgar hún krcfst hrcyfingar og aflbeitingar.
Pcgar staöiö cr rcynir mcira á blóörás. mjaöm-
ir. hnc. ökkla og ýmsa vööva. Líkaminn þolir
árcynsluna bctur cf cftirfarandi cr haft i huga:
- Aö drcifa þunganum sc;r! jafnast á báöa
fætur.
- Aö hafa bakiö bcint.
- Aö vcra í góöum skóm.
ý^Viðvi
áreynsla talsverð
hentar lægri borðhæð.
'Loft
Birta
"" h‘lrj ad vcra hrcin
rilk
• ,r 1,1,1 vió kvrrsciusiiirf'' C Cr ha',i
hui u-ra hcpri „ek; Zt '"".'nhúss. Annur,
...............
Birta þarf aö vcra lucgilcg cftir cöli starfsins. ()f
mikil birta gctur valdiö jafn-miklum ojucgind-
um og of litil. Linnig gctur cndurkast og spcgl-
un valdiö óþicgindum. Ilcppilcgt cr aö hafa
meiri birtu a því scm. unniö cr mcö cn um-
hverfis.
/
/Við létt nákvæmnisverk
' þarf borðhæð að vera
l nokkuð hærri.
Folk er ólíkt oq hef..r
m.smunnnu,.
lel k '0ft er
,69a he,tt- Allirgeta hins
að9h rrVenð sammála um
aö hafa loftið hreint (ó-
mengað) ,0-
s V .
li iL
Sé lýsing á vinnustað lé-
leg getur það átt sinn
þátt i þreytu i augum,
vöðvaspennu og höfuð-
verk
'V
Tjm margar gerðir lampaN
er að velja til að fá góða L_—^
lysingu á það sem unnið/ V
. er með _.
_
Hæð borðs, sem unnið er standandi við, barf að miðast við
eðli starfsins.
i L
xS^bggarnir 'átnir naeg^ayý
Men9að loft hefur vara-.
S°m ahr,t a ýmis HUæri
ryk' °9 e.nfsögnum eða
oppgufun frá9„frænUm
teysiefnum , ýmsum
malnmga, og hrefns,
' 5 !
íí\
'A
Við innivinnu er heppi-
legast að dagsbirta og
lýsing komi frá vinstri
hjá þeim sem beita eink-
um hægri hendi - og
öfugt
Föstudagur 13. desember 1985 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 7