Þjóðviljinn - 17.12.1985, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 17.12.1985, Blaðsíða 8
ÍSLENDINGASÖGUR — FYRRA BINDI Út er komið hjá bókaforlaginu Svart á hvítu fyrra bindið í tveggja binda útgáfu (slendinga- sagna. Þessi útgáfa er heildarút- gáfa, í bókunum tveimur eru allar sögur og þættir. Seinna bindið er væntanlegt næsta vor. í þessu bindi eru m.a. Brennu-Njáls saga, Egils saga, Eyrbyggja saga, Fóstbræðra saga, Gísla saga Súrssonar og Grettis saga. I þessari útgáfu eru sögurnar með nútímastafsetningu jafn- framt því sem texta handritanna erfylgt aftrúnaði. Ritstjórn verks- ins skipa Sverrir Tómasson handritafræðingur og íslehskufr- æðingarnir Örnólfur ThorsSon, Bragi Halldórsson og Jón Torfa- son. Alls komu hátt á fjórða tug manna við vinnslusögu bókar- innar. 1095 bls. Útg. Svart á hvítu Verð: pappírskilja kr. 1980 m. sölusk. innbundin kr. 2480 m. sölusk. alskinn kr. 3980 m. sölusk. ÍSLENDINGA SÖGUR PYRRA Blkni ÍSLENSKIR SÖGUSTAÐIR - ANNAÐ BINDI VESTFIRÐINGA- FJÓRÐUNGUR Kristian Kálund Þýðandi dr. Haraldur Matthías- son Laugarvatni. „Rit Kristians Kálund um íslenska sögustaði er eitt af öndvegisritum útlendinga um íslenska sögu. Það er ekki með öllu skammlaust að það skuli ekki hafa komið út fyrr en nú og eiga bæði útgefandi og þýð- andi þakkir skildar fyrir að koma þessu ágæta og þarfa verki af stað. Allur frágangur ritsins er hinn smekklegasti og ekki að efa að það verður fjölmörgum áhugamönnum um islenska sögu kærkominn gestur.“ Jón Þ. Þór sagnfræðingur. 221 bls. Útg.: Örn og Örlygur. Verð: 1.498 kr. m. sölusk. P.L Kristiati Kalund ÍSLENZKIR SÖGUSmÐlR VESTnRWNGA FJÓRÐUNGUR ÞJÓÐLEGUR FRÓÐLEIKUR - ÆVIMINNINGAR LANDIÐ ÞITT ÍSLAND LOKABINDI - LYKILBÓK Steindór Steindórsson og Þorsteinn Jósepsson í bókinni er sérkafli um Bessa- staði eftir Einar Laxness með 100 Ijósmyndum, listaverkum, uppdráttum og teikningum, gömlum og nýjum, sem varpa skíru Ijósi á þróunarsögu staðar- ins og það fólk sem þar kemur mest við sögu. í bókinni er einnig afar sérstæður kafli er ber heitið Leiftur frá liðnum öldum. Þar er brugðið upp myndum er endur- spegla horfna lífshætti þjóðarinn- ar til sjávar og sveita. Bókinni fylgir að gjöf til kaupenda litmynd úr baðstofunni í Glaumbæ 48x68 cm. 416 bls. Útg.: Örn og Örlygur. Verð: 2.875 kr. m. sölusk. HÉRAÐSSKÓLINN AÐ REYKJUM 1931 - 1981 Ólafur H. Kristjánsson fyrrum skólastjóri Ólafur rekur aðdragandann að stofnun skólans, sögu hans og starfshætti í fimmtíu ár. Einnig eru æviskrár skólastjóra og kennara og nemendatal. í bók- inni eru 190 myndir af mönnum og mannvirkjum. Útg.: Örn og Örlygur. Verð: 1.190 kr. m. sölusk. ÓLAFUR H. KRISTJÁNSSON HÉRAÐSSKÓLINN AÐ REYKfUM 1931 - 1981 Saga skólans kenr.ara- og nemendatai BRÉF GUNNARS PÁLSSONAR í umsjá Gunnars Sveinssonar Gunnar Pálsson var í hópi höfuð- skálda 18. aldar og orti bæði á íslensku og latínu. 503 blaðsíður. Útg. Stofnun Árna Magnússonar. Verð: 1.500 kr. m. sölusk. BRÉF KONRÁÐ GÍSLASONAR í umsjá dr. Aðalgeirs Kristjánssonar. Bréf Konráðs Gíslasonar til ís- lendinga, skrifuð á árunum 1828- 1890. 303 blaðsíður. Útg. Stofnun Árna Magnússonar. Verð: 1.500 kr. m. sölusk. ÞRAUTGÓÐIR Á RAUNASTUND 17. BINDI Steinar J. Lúðvíksson í bókinni eru raktir atburðir áranna 1967 og 68. Meðal stærri atburða má nefna frásögn af mannskaðaveðrinu snemma árs 1968 er breski togarinn Kingston Peridot fórst, sagt frá einstæðri björgun eina mannsins sem komst lífs af er Ross Cleveland fórst og björgun áhafnar Stíg- anda fyrir norðan land. Margar sögulegar myndir. 192 bls. Útg.: Örn og Örlygur. Verð: 1.198 kr. m. sölusk. STBNAR J. LÚÐVÍKSSON ÞRAUTGÓÐIR Á RAUNASTUND BJÖBÖÚNAR- OG SJÓSLYSASAGA ÍSLANDS XVII BINDI UM VIÐREISN ÍSLANDS Páll Vídalín lögmaður og Jón Eiríksson konferensráð Steindór Steindórsson frá Hlöðum þýddi. Jarþrúður Haf- steinsdóttir bjó til prentunar. Bók- in kom fyrst út á dönsku árið 1768 og hafði á sínum tíma varanleg áhrif á sögu landsins og þróun. Ef til vill hefur ekkert rit orðið áhrifa- ríkara í stjórnmálasögunni. Stór- fróðlegur kjörgripur. 210 bls. Útg.: Örn og Örlygur. Verð: 1.298 kr. m. sölusk. AldarSpegill ALDARSPEGILL - UNDIR HÖGG AÐ SÆKJA Elías Snæland Jónsson. Aldarspegill er bókaflokkur sem hafin var útgáfa á í fyrra og hefur að geyma nýstárlega heimildá- þætti um íslenskt mannlíf og eftjr- minnilega atburði. Viðamesti þáttur þessa bindis er „Kollumálið" svonefnda. Aðal- persóna þess máls var Hermann Jónasson, fyrrverandi forsætis- ráðherra. Hermann var þá lög- reglustjóri í Reykjavík og var sak- aður um að hafa skotið æðar- kollu í Örfirisey. Mikið var gert úr „kollumálinu", sem varð pólitísk bomba ársins 1934. 192 blaðsíður. Útg. Vaka - Helgafell. Verð: 1.297 kr. m. sölusk. GETTU NÚ! Sigurður Helgason Gettu nú! er spennandi, þrosk- andi og bráðskemmtileg spurn- ingabók fyrir unga sem aldna. Þetta er sjöunda bókin í flokki Tómstundabóka Vöku, en sá bókaflokkur hefur notið geysi- mikilla vinsælda. í Gettu nú! eru spurningar úr öllum áttum og heimshornum, spurt um menn og málefni, landafræði, náttúrufræði, popp, (þróttir og sagnfræðikunnáttan könnuð. Bókina prýðir fjöldi skemmtilegra teikninga eftir Þor- stein Eggertsson. Útg. Vaka — Helgafell. Verð: 695 kr. m. sölusk. EYSTEINN í STORMI OG STILLU Vilhjálmur Hjálmarsson. Þriðja og síðasta bindi ævisögu Eysteins Jónssonar, fyrrum ráð- herra og formanns Framsóknar- flokksins. Bókin spannar 30 ára sögu í pó- litik og þjóðmálum og birt er úr fjölda heimilda sem ekki hafa áður komið fyrir almenningssjón- ir og varpa Ijósi á það sem gerst hefur á bakvið tjöldin í heími ís- lenskra stjórnmála. 372 blaðsíður. Útg. Vaka - Helgafell. Verð: 1.625 kr. m. sölusk. ÞJÓÐSÖGUR SIGFÚSAR SIGFÚSSONAR Út er komið fimmta bindi af hinu mikla og merka safni Sigfúsar Sigfússonar: íslenskar þjóð- sögur og sagnir. Flestar sögurn- ar skráði Sigfús eftir fólki á Austurlandi kringum síðustu aldamót. Ýmsar þeirra hafa ekki birst áður, en flestar hinna eru hér í eldri gerð og upphaflegri en í fyrri útgáfu. Óskar Halldórsson og Grímur M. Helgason bjuggu þjóðsögurnar til prentunar. Hér er komið stærsta safn ísleriskra þjóð- sagna sem skráð hefur verið. Þessi fimm bindi eru kringum 2050 blaðsíður. 2050 blaðsíður ca. Útg. Þjóðsaga. Verð: 3.893 kr. öll bindin. í s i ens k;i r þ j ót3sög u r og.sagnir Sigfús Sigfússon V Grímur M. Helgason njOvamýurxAii . Rtykjaiik nOKACrr.AM.v iKxjs.aca KOLAKLÁFAR OG KAFBÁTAR Jón Steingrímsson. Hér segir frá sjóferðaævintýrum Jóns Steingrímssonar, fyrrum skipstjóra, allt frá unglingsárum er hann var háseti á seglskipum til siglinga hans á stórum nútíma flutningaskipum heimsálfa á milli. Glæfralegar siglingar á stríðsár- unum og árásir þýskra flugvéla og kafbáta á skipalestir eru viða- mikill þáttur frásagnanna og enn- fremur lýsingar á því hvernig far- menn stóðu að áfengissmygli til landsins, en það nefndu þeir sín á milli „aukabúgreinipa góðu". 210 blaðsíður. Útg. Vaka - Helgafell. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.