Þjóðviljinn - 19.12.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.12.1985, Blaðsíða 1
BÚSÝSLAN ÞJÓÐMÁL Hafskipsforstjórar Bara 160 þús.á mánuði Ekkert gefið upp um mánaðarlaunin íár. Ragnar og Björgólfur „bara(( með 160þúsund ímánaðarlaun í fyrra. „Bara“ nokkrum sinnum með einkabílstjóra, „bara“ tveir miðar með Concord, Hafskipsgolfkúlurnar „bara“ íauglýsingaskyni. Upplýsingakerfið „barau bilaði Ragnar Kjartansson stjórnar- formaður Hafskips upplýsir í greinargerð sem hann hefur sent frá sér um Hafskipsmálið, að hann og Björgólfur Guðmunds- son forstjóri félagsins hafí haft á árinu 1984 að meðaltali 160 þús- und krónur í mánaðarlaun. Ragnar segir hins vegar ekkert um hver mánaðarlaun stjóranna hjá Hafskip voru á þessu ári en því hefur verið haldið fram að þau hafí verið allt að 800 þúsund krónur. í þessari ítarlegu skýrslu stjórnarformannsins segir m.a. að fráleitt sé annað en að viður- kenna að áætlanir um beinar sigl- ingar milli Ameríku og Evrópu hafi ekki verið nógu traustar. „Það sé auðséð eftir á“, eins og segir orðrétt. Þá upplýsir Ragnar að nú sé vitað að upplýsingakerfi fyrirtæk- Sjálfsmorð Hagamýs hlaupa fyrir björg Tel Aviv - Hundruð hagamúsa hafa undanfarna daga framið sjálfsmorð með því að kasta sér fram af klettum í Gólanhæðum á landamærum ísraels og Sýrlands. Geysileg mergð er af músum í fjöllunum sem eru strjálbýl þar sem stór hluti þeirra er á einskis- mannslandi milli herja ríkjanna. Vísindamenn telja að þarna séu uþb. 250 miljón mýs og segja þeir að sjálfsmorðin séu ósjálfráð við- brögð stofnsins við offjölgun. ÞH/Reuter 5 dagar tiljóla! Teikning: Sólveig E. Sigvaldadóttir 11 ára, Holtabraut 14 Blönduósi. isins hafi verið of seinvirkt og því hafi stjórnendur verið lengi að átta sig á hinni raunverulegu stöðu. Stjórnarformaðurinn segir að umræðan um Hafskipsmálið í fjölmiðlum og á Alþingi hafi valdið skaða. Sú leynd sem for- Igærkveldi samþykkti efri dcild alþingis tillögu ríkisstjórnar- innar um skipun þriggja manna rannsóknarnefndar í Haf- skipsmálinu, - með þeim breytingum þó, að rannsóknin tæki ekki aðeins til viðskipta Haf- svarsmenn Hafskips og Útvegs- bankans háfi haldið yfir málinu hafi fyrst og fremst verið til að bjarga því sem bjargað yrði fyrir fyrirtæki, banka og þjóð. „Það hefur mistekist og um það geta stjórnendur félagsins vissulega engum kennt fremur en sér sjálf- skips og Utvegsbankans, heldur og til viðskipta Hafskips við aðra aðilja. Þá er áskilið að nefndin hraði störfum. Tillaga stjórnarand- stöðunnar, um sérstaka eftirlits- um“. Þá segist Ragnar vænta þess að ítarleg rannsókn á málinu leiði í ljós „að vísvitandi var enginn maður blekktur, hvorki innan fyyirtækisins né utan". I Skýrslu stjórnarformannsins kemur einnig frarn að skrifstofur Hafskips í Bandaríkjunum hafi nefnd alþingis með rannsóknar- nefnd þessari, var felld. En eftir að rannsóknarsvið nefndarinnar var víkkað ákváðu stjórnarand- stæðingar að standa ekki í vegi fyrir rannsókn þessari og greiddu atkvæði með tillögu ríkisstjórnar- aðeins nokkrum sinnurn tekið bíl með bílstjóra á leigu. Aðeins einu sinni hafi verið keyptir tveir flugmiðar með Concord þotu og Hafskipsgolfkúlurnar hafi ein- ungis verið framleiddar í auglýs- ingaskyni. innar nema þau Stefán Bene- diktsson og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir sem sátu hjá. Frumvarpinu svo breyttu var vís- að til neðri deildar alþingis í gær. -ÁI -lg- Fjölmiðlarisinn Ovíst með SIS Indriði G. Þorsteinsson segirfyrirhugað að allir hluthafar í Isfilm borgi 6 miljónir króna í viðbót. Davíð Oddsson hefurþegar brugðist vel við. ValurArnþórsson: Enginnfullyrðir hvað við ákveðum Það getur cnginn fullyrt um hvaða ákvörðun stjórn SÍS tekur varðandi þessa hlutafjár- aukningu. Þetta mál hefur ekki verið tekið fyrir ennþá og ég hef heldur enga ákvörðun tekið í þessu máli, sagði Valur Arnþórs- son stjórnarformaður Sambands- ins í samtali við Þjóðviljann í gær. Stjórn ísfilm hefur farið fram á það við hluthafa fyrirtækisins að þeir auki hlut sinn í fyrirtækinu, úr 2 miljónum í 8 miljónir króna. Reykjavíkurborg hefur þegar samþykkt þessa aukningu að beiðni Davíðs Oddssonar á borg- arráðsfundi í fyrradag. „Já, það er fyrirhugað", svar- aði Indriði G. Þorsteinsson stjórnarformaður ísfilm hf. í við- tali við DV í gær, þegar blaðið spurði hann um hlutafjár- aukmngu allra eignaraðila í ís- film. Valur Arnþórsson vísaði frá sér slíkum fullyrðingum og ítrek- aði að næsti stjórnarfundur hjá SÍS myndi taka ákvörðun og sá fundur verður ekki haldinn fyrr en í febrúar. í fjölmiðlarisanum eru AI- menna bókafélagið, Árvakur (Morgunblaðið), Haust hf, Reykjavíkurborg, SÍS og Frjáls fjölmiðlun hf. (DV). Stjórnar- menn í því fyrirtæki eru m.a. Hörður Einarsson og Sveinn R. Eyjólfsson, en þeir hafa einnig komið við sögu skipafélags nokk- urs, sem varð gjaldþrota. En aðr- ir en SÍS hafa að því er virðist samþykkt að reiða fram 6 miljón- ir hver í hlutafjáraukninguna hjá ísfilm. - Ig/óg. Indriði G. Þorsteinsson stjórnarformaður ísfilm. Davíð hefur þegar farið aö boði hans um 6 miljónir í viðbót. Sjálfur segir hann að allir hluthafarnir muni leggja fram 6 miljónir, - en stjórnarfundur hjá SÍS verður ekki fyrr en í febrúar. Efri deiíd Víðtækari rannsókn samþykkt Rannsóknarnefnd ríkisstjórnarinnar á nú einnig að taka til við viðskipti Hafskips við aðra aðila

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.