Þjóðviljinn - 19.12.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 19.12.1985, Blaðsíða 15
Handbolti ÍÞRÓTTIR Valur auðveld- lega á toppinn Tíu marka forysta gegn Prótti fyrir hlé Guðmundur A.Jónsson markvörð- ur hélt Þrótturum á floti með frábærri markvörslu í gærkvöldi. Hann náði ekki að vinna Valsarana einn, hinir Þróttararnir gerðu lítið til að reyna að bjarga andíitinu. Það þarf ekki að koma á óvart hve áhugalausir þeir voru, þeir voru þegar fallnir. Vals- menn eru hinsvegar í efsta sæti l.deildar eftir 30-17 sigur. Valsarar gerðu útum leikinn í fyrri hálfleik er þeir náðu 10 marka for- skoti. Valsliðið í heild lék nokkuð vel og þá voru hraðaupphlaupin sérstak- lega góð. Ur þeim skoruðu þeir meira Staðan í l.deild karla i handknattleik: Valur...........11 9 0 2 258-219 18 Víkingur........11 9 0 2 271-210 18 Stjarnan........11 7 2 2 257-222 16 FH..............11 6 0 5 268-255 12 KA..............11 4 1 6 223-229 9 Fram........... 11 4 0 7 256-264 8 KR............. 11 3 1 7 234-256 7 Þróttur.........11 0 0 11 224-336 0 Markahæstir: Egill Jóhannesson, Fram.............72 ÞorgilsÓttarMathiesen, FH...........72 Konráð Jónsson, Þrótti..............70 ValdimarGrímsson, Val...............70 Gylfi Birgisson, Stjörnunni.........66 Þrjár síðustu umferðir deildarinn ar verða leiknar fvrri part janúar. Kuwait Verkfall stöðvað Knattspyrnusambandið í Kuwait batt í gær enda á hálfsmánaðar langt verkfall þarlendra dómara með því að ráða 15 erlenda dómara í staðinn. Deildakeppnin í landinu hefur lcgið niðri síðan dómararnir fóru í verkfall til að mótmæla því að stjórn knatt- spyrnusambandsins skyldi vera rek- in. Nýja stjórnin náði í sex Júgóslava og tvo Englendinga og auk þess dóm- ara frá Oman, Súdan, Líbíu og Sýr- landi. Hinn nýrekni formaður knatts- pyrnusamhandsins gerði allt sem í hans valdi stóð til að koma í veg fyrir þetta en hann og stjórn hans fengu reisupassann vegna ásakana um fjár- málasvindl. —VS/Reuter B-keppnin Tap í lokaleik Kvennalandsliðið í handknatt- leik tapaði lokaleik sínum í B- kcppninni í Vestur-Þýskalandi í fyrrakvöld, 26-13 gegn Sviss. Lið- ið tapaði öllum sínum leikjum og varð í 16. og síðasta sæti. Körfubolti Tveir í kvöld ÍBK og KR leika í kvöld frestaðan leik sinn í úrvulsdeildinni í körfu- knattlcik. Hann átti að fara fram í Keflavík sl. laugardag en verður í kvöld á sama stað kl.20. Á sama tíma hefst í Hafnarfirði viðureign Hauka og Valur. en helming markanna, aðallega Jak- ob og Valdimar. Geir var sterkur í vörninni og Ellert átti ágætan leik í markinu. Ef undan er skilið kæruleysi, áhugaleysi og baráttuleysi hrjáir það helst Þróttara að þá vantar örvhentan leikmenn því þeir ná ekki upp eðli- legum leik hægra megin. Guðmundur markvörður var langbestur og er í stöðugri framför. Konráð átti sæmi- legan leik. —Logi Laugardalshöll 18.des. Vaiur-Þróttur 30-17 (17-8) 3-2, 6-2, 10-6, 16-6, 17-8 • 22-9, 23-14, 27-15, 30-17. Mörk Vals:Jakob Sigurðsson 7(1 v), Valdimar Grímsson 6, Þórður Sigurðsson 4(1 v), Geir Sveinsson 3, Jón Pétur Jónsson 3, Júlíus Jónasson 2, Þorbjörn Jensson 2, Þorbjörn Guðmunds- son 1, Theodór Guðfinnsson 1, Guðmundur Guðmundsson 1. Mörk Þróttar: Konráð Jónsson 7, Guðmundur Óskarsson 4, Nikulás Jónsson 4(1 v), Brynjar Einarsson 1. Dómarar: Björn Jóhannsson og Sigurður Baldursson — góðir. Maður leiksins: Guðmundur A.Jónsson, Þrótti. Man.Utd Sivebeck vísað frá Ekkert verður af því að Manc- hester United kaupi danska landsliðsmanninn John Sivebcck frá Vejle. Við læknisskoðun kom í Ijós að hann hefur ekki jafnað sig eftir botnlangaskurð sem gerður var á honum snemma á árinu. Man.Utd hugðist grciða Vejle 250 þúsund pund fyrir Sive- beck sem hefur leikið mjög vel mcð danska landsliðinu undan- farið. NBA-deildin Annað tap hjá Celtics Boston Celtics töpuðu í fyrrakvöld sínum öðrum leik í röð í bandarísku körfuboltanum, 116-108 gegn Chic- ago Bulls. Celtics hafa þó áfram ör- ugga forystu í Atlantshafsriðli, hafa unnið 20 leiki af 25 en næstir koma New Jersey Nets með 14 sigra í 26 leikjum. Los Angeles Lakers unnu sinn 21. sigur í 24 leikjum, 105-99 gcgn New York Knicks. Milwaukee Bucks op llouston Rockets eru áfram í efstu sætum í hinum riðlunum. —VS/Reuter 3. deild ÍA vann ÍA sigraði Hvergerðinga 32-25 í Hveragerði í gærkvöldi. Þetta var lokaleikur fyrri umferðar 3. deildarkeppninnar í hand- knattleik og nú eru ÍBK, Týr og ÍA jöfn og efst með 20 stig. ÍBK kemst í efsta sætið á bestri út- komu í innbyrðis leikjum lið- anna. Reynir hefur 18 stig í 4. sæti. —VS Iþróttasamband íslands og Frjálst Framtak útnefndu í gærkvöldi íþróttamenn ársins hjá hinum einstöku sérsamb- öndum. Þá gefur að líta á myndinni, alla nema Einar Vilhjálmsson (frjálsar íþróttir) sem ekki gat mætt. Aftasta röð frá vinstri: Sigurður Pétursson (golf), Guðmundur Sigurðsson (lyftingar), Ari Bergmann Einarsson (siglingar), Bjarni Friðriksson (júdó), Þorgils Óttar Mathiesen (handknattleikur), Pálmar Sigurðsson (körfuknattleikur). Miðröð: Árni Einarsson (karate), Guðmundur Þorbjörnsson (knattspyrna), Eðvarð Þ.Eðvarðsson (sund), Davið Ingason (fimleikar), Gissur Skarphéðinsson (skotfimi), Ólafur H.Ólafsson (glíma). Fremsta röð: Guðrún H. Kristjánsdóttir (skíði), Auður Aðalsteinsdóttir (blak), Tómas Guðjónsson (borðtennis), Þórdis Edwald (badmint- on) og Ina Valsdóttir (íþróttir fatlaðra). Mynd: E.ÓI. England Neal til Bolton Phil Neal, sá kunni enski landsliðsbakvörður í knatt- spyrnu, yfirgaf í gær Livcrpo- ol og gerðist leikmaður og framkvæmdastjóri hjá 3.deildarliðinu Bolton Wand- erers. Neal kom til Liverpooi frá Northampton fyrir 11 árum og hefur unnið flest sem hægt er að vinna í knattspyrnunni. Hann varð fjórum sinnum Evrópumeistari með Liverpo- ol og sjö sinnum enskur meistari svo eitthvað sé nefnt. Hann var urn skeið fyrirliði liðsins. Þá lék hann 50 lands- Borðtennis Stjaman ógnar veldi KR-inga Liðin jöfn eftir fyrri umferð Phil Neal. leiki fyrir England, m.a. í úr- slitum heimsmeistarakeppn- innar á Spáni árið 1982. Neal hefur ekki komist í lið hjá Liverpool í vetur, eða síð- an hans gamli félagi Kenny Dalglish tók við stöðu fram- kvæmdastjóra. Hann tekur við Bolton, sem lék í l.deild fyrir fáum árum, í erfiðri stöðu. Liðið er í sjöunda neðsta sæti 3.deildar og því í fallbaráttu. —VS/Reuter Körfubolti Danir og Kanar Danska landsliðið og há- skólalið Luther College frá Bandaríkjunum koma hingað til lands strax eftir áramótin og taka þátt í fjögurra liða móti. Hin työ liðin verða a- og b-landslið íslands. Mótið fer fram í Keflavík dagana 3.-5.janúar og er liður í undirbúningi landsliðsins fyrir Evrópukeppnina í vor. Luther College hefur átt góð samskipti við Island á körf- uknattleikssviðinu og sá t.d. um Bandaríkjaferð landsliðs- ins í nóvember. Stjarnan ógnar nú 11 ára veldi KR í dcildakcppni karla í borð- tennis. Fyrri hluti kcppninnar fór fram i Laugardalshöllinni um síð- ustu hclgi og þá skildu Stjarnan og KR jöfn, 5-5, og unnu aðra leiki sína. Staðan í l.dcild karia er þessi: KR-a..................4 3 1 0 23-7 7 Stjarnan-a............4 3 1 0 23-7 7 Vikingur-a............4 2 0 2 15-14 4 Örninn-a..............4 1 0 3 9-19 2 KR-b..................4 0 0 4 1-24 0 V.Pýskaland Jafntefli Bayer Uerdingen, lið Lárusar Guðmundssonar og Atla Eð- valdssonar, gerði í gærkvöldi jafntefli við Borussia Möncheng- ladbach, 1-1, í Bundesligunni í knattspyrnu. Gladbach hefur þá hlotið 25 stig cinsog Bayern Munchen og Hamburger en Brcmen hefur 29 stig. Bayern Munchen sigraði Bochum 2-0 í 3.umferð bikarkeppninnar. —VS/Reuter Knattspyrna Spánn vann Spánn sigraði Búlgaríu 2-0 í vináttulandsleik sem fram fór í Valencia á Spáni í gærkvöldi. Mi- guel og Caldere skoruðu mörkin, sitt í hvorum hálfleik. —VS/Reutcr I.deild kvenna: A-riðill: UMSB-a..................2 2 0 0 6-0 4 Víkingur-a..............2 10 13-32 UMSB-c..................2 0 0 2 0-6 0 B-riðill: KR-a....................3 3 0 0 9-2 6 Stjarnan................3 2 0 1 7-4 4 UMSB-b..................3 1 0 2 5-7 2 Víkingur-b..............3 0 0 3 1-9 0 Víkingur-b er í efsta sæti 2.deildar karla með 8 stig en b-lið Stjörnunnar kcmur næst með 6 stig. í unglingaflokki er keppt í tveimur riðlum, Stjarnan-a hefur unnið alla sína leiki í A-riðli en KR-a alla sína í B-riðli. Fimmtudagur 19. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.