Þjóðviljinn - 19.12.1985, Síða 2
Hafskip
Fá laun fyrir jólin
Dagsbrúnarmennfá uppsagnarfrestinn greiddan útá
Þorláksmessu. Enn óvíst hvenœr VR-fólkið fœr sitt uppgjör
Skiptaráðandi í Hafskipsmál-
inu hefur heimilað ríkissjóði
að greiða 25 Dagsbrúnar-
mönnum sem áttu inni ógreiddan
uppsagnarfrest hjá Hafskip, laun
sín á Þorláksmessu. Lögfræðing-
ur Dagsbrúnar hafði gert þá
kröfu að starfsmönnum sem voru
látnir hætta störfum 6. desembcr
sl. yrði tryggð laun fyrir jól.
Óskar Hallgrímsson hjá Vinn-
umáladeild félagsmálaráðuneyt-
isins sagði í samtali við Þjóðvilj-
ann í gær að hann vonaði að dæm-
ið gengi upp og starfsmennirnir
fengju greiddan uppsagnarfrest-
inn á mánudag.
Aðsögn Vals Páls Þórðarsonar
formanns starfsmannafélags Haf-
skips er verið að vinna að því að
gera upp laun og uppsagnarrétt
skrifstofufólksins en VR hefur
gert kröfu til þess að flýtt verði
greiðslum tii þessa starfsfólks
sem er á fjórða tug talsins. „Það kvíða ef þessar greiðslur koma leitt til mikilla óþæginda", sagði
veldur mönnum óneitanlega ekki á réttum tíma og slíkt gæti Valur Páll. -|g.
Sendibílar hf.
Synjað um leyfi
Lmsókn Sendibíla hf. á
Stcindórsplani um leyfi til áfram-
haldandi reksturs starfseminnar
á staðnum var synjað af borgar-
ráði fyrir helgi.
Sigurjón Pétursson fulltrúi
Abl. sat hjá í atkvæða-
greiðslunni, þar sem hann telur
það ekki hlutverk borgarráðs að
ákveða hverjir skuli hafa þennan
rétt.
-gí!
Borðinn klipptur, brúin opin. Mynd. E.ÓI.
Bústaðavegsbrúin opnuð
r
Ifyrradag var Bústaðavegsbrúin
svonefnda sem liggur yffr
Kringlumýrarbrautina opnuð
fyrir almcnnri umferð.
Það var Davíð Oddsson, borg-
arstjóri, sem klippti á borðann og
hleypti umferðinni af stað. Brúin
tengir saman Bústaðaveginn og
Suðurhlíðarnar en ekki hefur enn
verið gengið endanlega frá gatn-
akerfinu austanmegin. Þrátt fyrir
það er nú hægt að aka eftir Bú-
staðaveginum yfir brúna í Öskju-
hlíðina.
Við opnun brúarinnar varð
breyting á akstri vagna SVR, sem
aka á leiðum merktum 6 og 7.
Vagnarnir aka nú um nýju brúna.
en ekki um Suðurhlíð og Sléttu-
veg, eins og var fyrir opnun brú-
arinnar. Hins vegar er ekið að
Borgarspítala, frá Bústaðavegi, í
hverri ferð.
-IH
Hafskip
Sölu enn
frestað
Skiptaráðandi óskaði eftir því í
fyrradag að Eimskip fram-
lengdi enn frest til að taka afstöðu
til tilboðs þess í eignir þrotabús
Hafskips hf. og hefur verið
ákveðið að fresturinn renni út 6.
janúar n.k.
Áður var gert ráð fyrir að tekin
yrði afstaða til tilboðs Eimskipa-
félagsins í gær. í fréttatilkynn-
ingu sem blaðinu hefur borist
segir að þessi ákvörðun sé tekin
til þess að öðrum aðilum gefist
kostur á að gera tilboð í eigur
þrotabúsins, „auk þess sem til-
tekin atriði varðandi tilboðsgerð
Eimskipafélagsins þarfnast nán-
ari úrvinnslu.“
Skiptaráðandi óskar jafnframt
eftir því að þeir sem áhuga kynnu
að hafa á því að gera tilboð í þrot-
abúið skili skriflegum tilbiðum
fyrir hádegi föstudaginn 3. janú-
ar.
-gg
Og ég sem þykist ríkur með
mín 60 þúsund; keyri sjálfur,
spila ekki golf og hef aldrei
flogið með Concord.
Úr byggða-
blöðunum
Neskaupstaður
Kosið um áfengi
Ásgeir Magnússon bæjarstjóri
lagði fram tillögu í bæjarstjórn
um að þann 28. desember skuli
fara fram kosning um hvort leyfa
eigi opnun áfengisútsölu í bæn-
um. Tillagan var samþykkt með
sjö atkvæðum alþýðubandalags-
manna og sjálfstæðismanna, en
tveir framsóknarmenn voru á
móti. Áður höfðu 370 atkvæðis-
bærirmenn, eða liðlega þriðjung-
ur, skilað inn undirskriftum sín-
um til stuðnings kosningunni. En
lögum samkvæmt verður að fara
fram kosning ef slíkt hlutfall at-
kvæðisbærra manna vill áfengis-
kosningu.
(Austurland)
Akureyri
Lyfta í Strompbrekku
Skíðaaðstaða í Hlíðarfjalli er
ein sú besta á landinu. Nú er
fyrirhugað að kosta til níu miljón-
um króna til að setja lyftu lang-
þráða í Strompbrekku fyrir næsta
vetur. Afkastageta lyftanna í
Fjallinu ætti þá að aukast um
helming, og biðraðir skíðaglaðra
norðanmanna að minnka að
sama skapi.
(Dagur)
Hornafjörður
Fótbrotinn fálki
I mánaðarbyrjun fannst lær-
brotinn fálki í Álaugarey, og var
að líkindum búinn að liggja um-
komulaus nokkurn tíma. Sá sem
fann fálkann var níu ára strákur,
Snorri Einarsson.
(Eystra horn)
Eyjar
Andríki
f bígerð er að búa til vistarver-
ur fyrir íslenska og finnska lista-
menn í Vestmannaeyjum. Hug-
myndin er að Finnarnir leggi til
húsið, sem á að innihalda bæði
íbúð ogvinnusal,en hinsvegar að
bærinn leggi til lóðina og helst á
stað þar sem vítt sér yfir, þannig
að nægilegt andríki blásist gest-
um í brjóst. Málið hefur þegar
verið tekið fyrir í bæjarráði.
(Fréttir)
Útboð
Óskað er eftir, f.h. Ríkisspífala, tilboðum í eftirtalda vefnaöarvöru:
Sængurveraefni-Koddaveraefni
Lakaefni-Skurðstofulakaefni
Skurðstofusloppaefni-buxnaefni
Handklæði-Handklæði fyrir baö
Diskaþurrkudregill frotté
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri. Tilboð verða opnuð á sama staö i
viðurvist viðstaddra bjóöenda kl. 11 -00 f.h. föstudaginn 10. janúar n.k..
innkaupastqfnun rikisins
Borgartuni 7