Þjóðviljinn - 19.12.1985, Side 9

Þjóðviljinn - 19.12.1985, Side 9
Er kvótakerfið að drepa Vestfirði í dróma? Sveinbjörn Jónsson segirfrá fundi A B um sjávarútvegsmál ogfleira sem haldinn var á JSúgandafirði fyrir skömmu Sunnudaginn 24.11. var hald- inn á Suðureyri fundur á vegum AB-félagsins þar undir heitinu „Ný sókn”. Gestur fundarins var Svavar Gestsson og flutti hann sköruglega og innihaidsríka framsöguræðu eins og hans er von og vísa. Fundurinn hófst klukkan 9 og stóð til klukkan að verða eitt um nóttina. Þykir Súg- firðingum fundurinn hafa verið mjög góður og málefnalegur. Á fundinn mættu um 40 manns eða 10% íbúanna. Fiskveiðimál komu m.a. mikið til umræðu og þar sem þau eru mikið á döfinni þessa dagana vil ég reyna að koma á framfæri nokkru af þeim skoðunum sem fram komu á fundinum. Vestfirðir dragast aftur úr kvótakerfisins að þessu sinni og vildi hann fá að vita hvað Al- þýðubandalagið hefði fram að færa til að milda afleiðingar þess. Hann grunaði að sumstaðar ann- arsstaðar á landinu tíðkaðist að veiða umframkvóta, borga sektir en selja samt út með góðum hagnaði. Arnar vildi fá að vita afstöðu flokksins til endurnýjun- ar fiskiskipastólsins og taldi að nær allur flotinn væri orðinn al- gjört brak. Hann taldi að verð- gildi fiskiskipa á íslandi í dag væri of hátt því farið væri að meta rétt- inn til að veiða inn í verðið. Hann taldi að verðlagsráð væri meingallað því fulltrúi útvegs- manna þjónaði hagsmunum fisk- kaupenda og því væri fiskverð alltof lágt. Að lokum sagði hann að gjaldeyrismálin ættu mesta sök á eignatilfærslunni sem á sér stað í dag og að rétt gengisskrán- ing mundi bjarga flestu. Skiptingin óréttlát Valdimar Þorvarðarson hélt mjög yfirgripsmikla ræðu og sagði meðal annars um kvóta- kerfið að salan á óveiddum fiski væri mjög siðlaus athöfn. í máli hans kom fram að það væri í ó- samræmi við alla hagfræði þegar farið er að borga mönnum fyrir að hafast ekkert að. Hann taldi að það væru tiltölulega fáar ein- ingar sem halda uppi framleiðslu í landinu og væru látnar standa undir gengdarlausunt innflutn- ingi og sóun í allskonar varning á gengi sem væri á útsölu. Síðan sagði hann: „Hús sem stendur tómt fram- leiðir ekki neitt. Það eru hend- urnar sem framleiða. Erum við ekki komnir að þeim vanda sem er kannski stærstur? Hvar eru hendurnar sem eiga að sverfa framleiðsluna? Eru þær allar á mölinni? Það er hætt við að þær séu þar vegna þess að skiptingin er óréttlát. Hinar ýmsu atvinnu- greinar sem ekki frantleiða hafa aðgang í fjármagn, í gæði þjóðar- innar, á röngum forsendum”. Fiskifræðingar ekki alvitrir Guðni Einarsson taldi að kjarni kvótamálsins væri sá að Framhald á bls. 14 Gestur Kristinsson taldi að ein- hver stjórnun á fiskveiðum væri óhjákvæmileg. Hann sagði að í báðum hópunum, þ.e. þeim sem aðhylltust kvótann og hinum sem aðhylltust skrapdagakerfið, væri mikil óánægja en það hefði ekki tekist að samræma þetta í einni tillögu um nýtt fyrirkomulag. Það fannst honum að þingmenn ættu að reyna. Gestur taldi einnig að nú væri verið að draga úr því for- skoti sem Vestfirðingar hefðu haft í þroskveiðum og að þeir sem eiga heima á Vestfjörðum vissu að síðustu 2 árin, þ.e. meðan kvótakerfið hefur verið í gildi, hefur allt verið á fallandi fæti á Vestfjörðum. Gamalgróin og vel rekin fyrirtæki væru að því komin að gefa upp öndina. Gestur sagði að það væri verðugt rannsóknar- efni hvort kvótakerfið væri ekki orsökin og taldi nær víst að það ætti einhverja sök á. Hann taldi þó líklegt að kvótakerfið yrði samþykkt og vildi því tilgreina þar atriði sem honum fyndist að breyta þyrfti. Sagði hann m.a. að sala á óveiddum fiski væri algjört siðleysi og einnig vildi hann að línuveiðar yrðu gefnar frjálsar og benti á að á þessu hausti hefðu þær bjargað því sem bjargað varð hér á Suðureyri þó aflamagnið væri ekki mikið. Hann taldi líka alveg ástæðulaust að vera að gogga í þessa smærri báta þó þeir færu á sjó þá fáu daga sem gæfi. Hátt verð skipanna Arnar Barðason taldi að ekki yrði komið í veg fyrir samþykkt ÓTRÚLEGA LÁGT VERÐ Kr. 19.600 staðgreiðsla Afborgunarskilmálar KÆLI- OG FRYSTISKAPAR Samt. stærö: 275 1. Frystihólf: 45 I. Hæö: 145 sm. Breidd 57 sm. Dýpt: 60 sm. Vinstri eða hægri opnun Fullkomin viðgerða- og varahlutaþjónusta. Heimilis- og raftækjadeild. HEKLA HF LAUGAVEGI 170-172 Sl'MAR 11687 - 21240 Augtý**eat>|ðnu««vslA S9b Sjttf fflHÍ kBBH 'ÍSSBi Í|mS» ^H JnBr Norrnan Mailer er virtasti og um leið ‘t-Íf pjljSB Ia5raj|a laHI fflHj Jasí lifwls WM Ira HH^HT umdeildasti rithöfundur samtímans. i E'írá aMB NgSNjQmpr fflBÍ bB l&fm ifHnií Hörkutól stiga ckki dans er dularfull, djórt | k físim MBt wwt lOSSagyPT fcjfflp BHmL ragja fi&fe HH||Hr og nánasl ytirgengilega mögnuð skáldsaga. IHE Hffl HM wHL jHgfflSgnB WKffl Hffl ÍHl vjljja Þetta er bók sem er IbBw IkHllliii/'

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.