Þjóðviljinn - 19.12.1985, Side 13

Þjóðviljinn - 19.12.1985, Side 13
HEIMURINN Tjáningarfrelsi Tvískinnungur Thatchers og Reagans London — Alþjóða blaðamann- astofnunin, IPI, ásakar í ný- útkominni ársskýrslu sinni þjóðarleiðtoga á Vestur- löndum, einkum Margaret Thatcher og Ronald Reagan, Bonn — Stjórnin í Vestur- Þýskalandi lagði í gær síðustu hönd á gerð lagafrumvarps sem verkalýðssamtök lands- ins túlkar sem skerðingu á verkfallsréttinum. Hafa samtök verkafólks hótað skæruhernaði á vinnumark- aðnum dragi stjórnin frum- varpið ekki til baka. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að fólk sem verður fyrir barðinu á verkefnaskorti sem stafar af fyrir tvískinnung í afstöðunni til tjáningarfrelsisins. I skýrslunni segir að versta dæmið um ritskoðun sem upp hafi komið í heiminum á þessu ári verkfalli annars staðar í landinu eigi ekki rétt á atvinnuleysisbót- um ef félög þess standa einnig í samningaviðræðum við atvinnu- rekendur. Þetta segja verka- lýðsfélögin að takmarki mjög verkfallsréttinn, geri td. svo- nefnd punktaverkföll óhugsandi. Þegar í gær greip verkafólk til aðgerða gegn frumvarpinu. í Köln lögðu 550 strætisvagna- stjórnar og lestarstjórar niður vinnu og olli það fólki á leið til og frá vinnu miklum töfum. 42 þús- sé bann stjórnvalda í Suður- Afríku við frásögnum fjölmiðla af óeirðunum í landinu en það var sett á í nóvember si. Einnig er bent á Filippseyjar þar sem mútur, spilling og ógnanir hátt- und félagar í sambandi járniðn- aðarmanna lögðu niður vinnu í ýmsum verksmiðjum víðsvegar um iandið. Sú vinnustöðvun stóð í stuttan tíma og var gerð í við- vörunarskyni. Verkalýðssamtökin hafa svar- ið þess eið að brjóta þessa laga- setningu á bak aftur en Helmut Kohl kanslari hefur svarað með því að benda samtökunum á að pólitískar ákvarðanir séu teknai af rfkisstjórn og þingi en ekki á götum úti. settra embættismanna grafi veru- lega undan frelsi fjölmiðla. Stofnunin beinir spjótum sín- um að Margaret Thatcher forsæt- isráðherra Bretlands fyrir að hvetja fjölmiðla til að halda aftur af frásögnum af framferði hryðj- uverkamanna. Reagan forseti tók síðar undir þessa hvatningu. „Væri ekki nær fyrir þau bæði að leita lausna sem komast fyrir ræt- ur vandans í stað þess að drepa sendiboðann sem ber þeint vond- ar fréttir?" er spurt í skýrslunni. Því er haldið fram reynslan hafi sýnt að þögn fjölmiðla ali af sér launung og í skjóli hennar eigi ofbeldið sér góða vaxtarmögu- leika. Einnig segir í skýrslunni að takmarkanir á frásögnum af hryðjuverkunt geti orðið til að espa byssumenn til enn nteiri voðaverka. „Er nokkur munur, þegar allt kemur til alls, á hryðjuverka- mönnum og þeim ríkisstjórnum sem þagga niður fréttir af þeim? Vestur-Pýskaland Verkföll gegn lagasetningu > \*$b- í* Bob Geldof á sviðinu á Wembley-leikvanginum í London í sumar. Á innfelldu myndinni sést hulstrið sem sjóræningjaútgáfan á Indónesíu setti utan um ólöglegu útgáfuna. íV Þjófnaður Sjóræningjaútgafa á Live-Aid Bob Geldof er æfur út ístjórnvöld á Indónesíu sem ekki vilja afhenda honum söluágóða af ólöglegum upptökum á tónleikum sem haldnir voru tilstyrktar hungruðum íAfríku Jakarta — Deilur hafa risið milli Bob Geldofs, tónlistarmanns- ins írska sem skipulagði Live- Aid tónleikana í sumar í því skyni að safna fé handa svelt- andi fólki í Afríku, og stjórnvalda á Indónesíu en þar í landi hefur hljóðupptaka frá tónleikunum í sumar verið seld í ólöglegri útgáfu. Af þeirri sölu hafa soltnir í Afríku ekki notið neins. Svonefnd sjóræningjaútgáfa á tónlist er mjög útbreidd á Indó- nesíu og þrífst vel í skjóli þess að landið er ekki aðili að alþjóða- samningum um höfundarrétt. Sérstakar verslanir hafa á boð- stólum mikið úrval af tónlist sem engin höfundargjöld hafa verið greidd af og má þar finna allar tegundir tónlistar, frá Bach til Sex Pistols. Auk þess mun út- flutningur á slíku efni standa í blóma. Ósvífni og siöleysi Bob Geldof heldur því fram að sjóræningjaútgáfan af Live-Aid tónleikunum hafi verið seld í 1,5 miljónum eintaka og að sölu- verðmæti þeirra sé á að giska 120 miljónir króna. „Þá peninga vilj- um við fá,“ segir Geldof og er reiður. Sú reiði má teljast eðlileg í ljósi þess að á tónleikunum voru sam- ankomnar allar helstu stjörnur heimsins á sviði popptónlistar, nöfn á borð við Mick Jagger, Bob Dylan, Poul McCartney, Eric Clapton og Bruce Springsteen svo aðeins örfáir séu nefndir. Og þetta fólk gaf vinnu sína og gaf eftir höfundarrétt af þeirri tónlist sem það flutti. Sömu sögu er að segja um aðra sem nálægt tón- leikunum komu. Ósvífni sjóræningjanna á Indó- nesíu er svo mikil að segulbands- spólurnar sem settar hafa verið á markað eru merktar Live-Aid og á hulstrinu má finna orðin „Til stuðnings hjálparstarfi meðal hungraðra í Afríku“. „Það er enginn vafi að þetta er sett á hulstrin til að láta kaupendur halda að þeir séu að styrkja söfn- unina með því að kaupa spó- luna,“ segir breski tónlistarmað- urinn David Laing. Og einn af meðlimum hljómsveitarinnar Duran Duran bætir við: „Sjóræn- ingjaútgáfa er í sjálfu sér til vand- ræða. En þegar hún bitnar á hlut eins og Live-Aid er hreint siðleysi á ferð. Menn sem ætla sér að hagnast með ólöglegum hætti og með því að ræna fé frá sveltandi fólki eru í mínum augum glæpa- menn og valda mér ógleði.“ A blaðamannafundi sem Geld- of hélt fyrir skömmu vegna þessa máls hótaði hann að stuðla að því að Indónesía yrði sett í viðskipta- bann og að ferðamönnum yrði ráðlagt að fara ekki til landsins nema yfirvöld á Indónesíu gripu til aðgerða til að stöðva dreifingu á segulbandsspólunum og ná inn fénu sem fyrir þær hefur fengist. Stjórnvöld í klípu Stjórnin í Jakarta brást við þessum hótunum með því að stöðva söluna á spólunum og embættismenn segja að svo kunni að fara að skattinum sem inn- heimtur var af spólunum verði varið til þess að kaupa hrísgrjón handa sveltandi afríkubúum. Sá skattur er hins vegar aðeins brot af söluverðmætinu og hagnaði út- gefenda en stjórnvöld segjast engar leiðir hafa til að nálgast það fé. Vegna þess að enginn höf- undarréttursé á tónlistinni hafi yfirvöld engan lagagrundvöll til að gera féð upptækt. Einnig er bent á að sjóræningjaútgáfa sé stóriðja á Indónesíu, hún skapi gjaldeyri og þeir sem að henni standi séu hátt skrifaðir og með samböndin í lagi á æðstu stöðum. Yfirvöld á Indónesíu hafa samt miklar áhyggjur af þessu máli. Þar er herforingjastjórn við völd og slíkar stjórnir eru ávallt við- kvæmar fyrir áliti umheimsins. Á þessu ári var haldin þar ráðstefna um málefni Asíu og Afríku til minningar um að 30 ár eru liðin frá frægum Bandung-fundi sem markaði upphaf Bandalags ríkja utan hernaðarbandalaga sem síð- an hefur verið vettvangur sam- stöðu þriðja heimsins. Enda hafa fjölmiðlar og áhrifamenn í menn- ingarmálum verið ósparir á skammirnar. „Allt þetta mál er þjóðarósómi og það verður strax að bregðast við og endurgjalda féð...til að sýna að indónesum sé ekki sama um þjáningar bræðra sinna og systra í Afríku,“ segir í leiðara blaðsins Jakarta Post. Fimmtudagur 19. desember 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Margaret Thatcher - haldin sjúklegrí þörf fyrir launung. Báðir aðilar svipta okkur frelsi- ...Ef til vill er raunverulega ástæðan fyrir þessari viðleitni sú að stjórnvöld vilja fela þá stað- reynd að þau ráða ekki við vand- ann: hvort sem um er að ræða óeirðir í Höfðaborg eða viðvar- andi ofbeldi á Norður-frlandi þá er alltaf handhægt að grípa til rit- skoðunar,“ segir í skýrslu IPI. Stofnunin telur 2.000 ritstjóra og útgefendur um allan heim og gefur á hverju ári út skýrslu um ástand tjáningarfrelsisins og starfsskilyrði blaðamanna. Að þessu sinni nær skýrslan til 64 landa. Auk ofannefndrar gagnrýni á Thatcher og Reagan segir að breska stjórnin sé haldin sjúklegri þörf fyrir launung og því er fagnað að tilraunir Reagans til að takmarka upplýsingaskyldu stjórnvalda hafi strandað á mót- spyrnu fjölmiðla. ERLENDAR FRÉTT8R haraldsson/R EUTER Stjörnustríð Kohl vill vera með Bonn - Ríkisstjórn Helmuts Kohl í Vestur-Þýskalandi lýsti í gær yfir áhuga sínum á að hefja samningaviðræður við bandarísk stjórnvöld með það fyrir augum að tryggja vestur- þýskum fyrirtækjum aðild að þeim vísindarannsóknum sem gerðar eru til undirbúnings geimvarnaráætlun Reagans forseta. Talsmaður stjórnarinnar, Friedhelm Ost, sagði frétta- mönnum í gær að ætlunin væri að hefja viðræður í janúar nk. og yrði stefnt að því að ná samkomu- lagi fyrir páska sem á næsta ári verða í lok rnars. Stjórnin hefði áhuga á að koma á samvinnu unt tækniþróun í víðasta skilningi en ef samningar um slíkt myndu reynast erfiðir yrði samið sérstak- lega um Stjörnustríðið. Ost tók það fram að einungis fyrirtæki í einkaeigu myndu taka þátt í rannsóknunum ef af verð- ur. Ríkisfyrirtæki munu ekki taka þátt í þeim og skattgreiðendur munu ekki þurfa að leggja neitt af mörkum til rannsóknanna. Enda væri gengið til samninganna með það efst í huga að tryggja vestur- þýskum fyrirtækjum aðgang að nýrri tækni. Ef samningar nást verða vest- urþjóðverjar önnur þjóðin sent fær aðild að rannsóknum þeim sem tengjast Stjörnustríði en sagt er að ítalska stjórnin fylgist vel með og sé líkleg til að fylgja í kjölfarið. Sovéska fréttastofan Tass mótmælti ákvörðun stjórnar Kohl þegar í stað og sagði að eini tilgangur hennar með þessari samningagerð væri sá að afla vesturþýska hernum kjarnorku- vopna.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.