Þjóðviljinn - 07.01.1986, Side 3
FREITIR
LIN
Rannsakið Sverri!
Starfsmenn LÍN á fundforsœtisráðherra ígœr. Máliðfyrir
ríkisstjórnarfund. Starfsmenn skora á forsœtisráðherra að
láta rannsaka embœttisstörf Sverris
Starfsmenn Lánasjóðs náms-
manna hafa skorað á
Steingrím Hermannsson forsætis-
ráðherra að láta rannsaka emb-
ættisfærslu menntamálaráðhcrra
með tilliti til þess hvort hann hafi
vikið framkvæmdastjóra sjóðsins
frá á röngum forsendum.
Steingrímur mun taka þetta mál
upp á ríkisstjórnarfundi í dag.
Starfsmenn sjóðsins áttu fund í
hádeginu í gær með stjórn LIN
þar sem málin voru rædd og
stjórnin gagnrýnd harðlega fyrir
að víkjast undan ábyrgð á áætlun-
um sjóðsins. Strax á eftir héldu
starfsmenn fund þar sem sam-
þykkt var ályktun þess efnis að
þeir telji brottvikningu Sigurjóns
ólöglega og að hún stangist á við
lög um réttindi og skyldur opin-
berra starfsmanna.
Síðdegis í gær fóru starfsmenn
á fund forsætisráðherra og
skoruðu á hann í fyrsta lagi að
láta rannsaka embættisfærslur
Sverris Hermannssonar varðandi
brottvikninguna. í öðru lagi
hvort ásakanir ráðherrans um
vanrækslu Sigurjóns í starfi
stangist ekki á við hegningarlög. I
þriðja lagi hvort samþykkt meii i-
hluta stjórnar LÍN um þetta mál
sé ekki þess eðlis að ástæða sé.til
að leysa þann meirihluta þegar
frá stjórnarstörfum, en þar sam-
þykktu þrír stjórnarmanna að
þeir teldu ráðherra hafa fullt vald
til að reka Sigurjón og það sé
alfarið á hans ábyrgð.
Sem fyrr segir mun forsætis-
ráðherra taka málið upp á ríkis-
stjórnarfundi í dag. Sverrir Her-
mannsson er erlendis sem stend-
ur og mun því einhver félaga hans
úr Sjálfstæðisflokknum standa
fyrir máli hans á fundinum.
- gR
Hafskip
Eimskip
yfirtekur
Eimskipafélag íslands yfirtók í
gær meginhlutann af eignum
þrotabús Hafskips og nam
kaupverð cignanna um 316 milj-
ónuin króna. Er það um 78 milj-
ónum króna lægri upphæð en
upphaflegt tilboð Eimskips gcrði
ráð fyrir og stafar það af því að
ekki rcyndist unnt að selja úr
þrotabúinu skipið Skaftá og veru-
legt magn gáma að auki.
í kaupsamningi Eimskips er
gert ráð fyrir að félagið eignist
skipin, Hofsá, Rangá og Selá svo
og eignar- og leiguréttindi þrota-
búsins við Faxaskála, A-skála og
Ingólfsgarð. Þá má nefna 164
gáma, bifreiðar, vörulvftara og
fleiri farartæki, vélar og áhöld
ýrnis konar, lestunar- og losunar-
búnað og hlutabréf í 8 félögum.
Verslunarskólinn
FluttiTgær
N
Verslunarskólanemendur koma fyktu liði að nýja skólanum, og klingja skólabjöllunni. Á innfelldu
myndinni er Jónas Fr. Jónsson, formaður nemendafélags Verslunarskólans. - Mynd: E.ÓI.
u verður ekki aftur snúið,“ sagði
Þorvarður Elíasson, skólastjóri
Verslunarskóla íslands, þegar nemend-
ur skólans höfðu gengið inn í nýja húsn-
æðið sem skólinn hcfur nú tekið í notkun
við Ofanlciti í nýja miðbænum.
Nemendur og starfslið skólans gengu í
gær fylktu liði frá gamla skólanum við
Grundarstíg inn í Ofanleiti. Fyrir göng-
unni fóru tveir nemendur sent héldu á
skólaklukkunni en hún verður notuð
fram í hinu nýja húsnæði. Borð og stólar
nemenda höfðu verið fluttar með flutn-
ingabílum og nemendur báru þau síðan
inn í sínar skólastofur.
Nemendur voru nokkuð ánægðir með
nýja húsnæðið, helst virtist sem fólk
saknaöi þess þokka sem var yfir gamla
húsnæðinu.
Jónas Fr. Jónsson sagði aö hlaupið
yrði með félagsandann í skjóðu á laugar-
daginn kemur úr gamla skólanum í þann
nýja, inn á skemmtun og dansleik sent
þá verður haldinn í tilefni af þessum
tímamótum. Aðspurður um nemenda-
aðstöðu í hinum nýju húsakynnum sagði
Jónas að nú yrði mikil breyting til hins
betra. „Niðri í bæ vorum við með að-
stöðu í mörgum byggingum en hér verð-
ur allt á einum stað, og auðvitað mjög
rúmgott. Ég er að vona að hér verði
öflugt gos í félagslífinu." sagði Jónas.
- 1H
Friðarganga
Strand í Nicaragua
Stjórnir Honduras og El Salvador meina 300 friðar-
sinnum um aðgangað löndum sínum. Aðsúgur gerð-
ur að friðargöngunni í Costa Rica en allir þátttakend-
ur eru frískir
Undanfarnar vikur hafa uþb.
300 friðarsinnar víða að úr
heiminum verið á friðargöngu
um ríki Mið-Ameríku en í þcim
hópi er íslendingurinn Ari
Tryggvason. Á göngunni hefur
ýmislegt borið til tíðinda og hafa
göngumenn orðið fyrir barðinu á
hægrisinnuðum öfgamönnum,
jafnt þeim sem sitja í ríkisstjórn-
um og hinum sem utan stjórna
eru.
Friðargangan hótst 1 Panama
þann 10. desemberogvar ætlunin
að ganga um Costa Rica, Nicar-
agua, Honduras, E1 Salvador,
Guatemala og Mexíkó en þar átti
göngunni að ljúka með fundi í
Mexíkóborg 22. janúar nk.
Nú er óvíst hvort hægt verður
að halda þessa áætlun, að því er
Þjóðviljanum var tjáð á skrif-
stofu friðargöngunnar í Osló í
gær. „Göngumönnum hefur ver-
ið meinuð viðkoma í Hondúras
og E1 Salvador,“ sagði Trond á
skrifstofu friðargöngunnar.
„Gangan er búin að vera í Nicar-
agua ansi lengi eftir að hægrisinn-
ar í Costa Rica bókstaflega hentu
göngumönnum út úr landinu fyrir
jól. Þeir réðust á gönguna og
köstuðu grjóti og táragasi að
göngumönnum. Við það tækifæri
slösuðust nokkrir en þeir hafa nú
náð sér og að því er við best vitum
eru allir þátttakendur við góða
heilsu,“ sagði Þrándur.
ið?
Hvert verður svo framhald-
„Einhverjir úr röðum göngu-
manna ætla að freista þess að
komast sjóleiðina inn í E1 Salva-
dor en mjög er óvíst hvort það
ber árangur. Ef ekki er ætlunin
að leigja flugvél og fljúga til Gu-
atemala og halda síðan áfram
þaðan til Mexíkó."
— Er tryggt að gangan fái að
koma til Guatemala?
„Það er frekar búist við að svo
verði. Þann 14. þm. tekur nýr
forseti, borgaralegur, við völdum
í landinu og hann vill áreiðanlega
síður hefja feril sinn á því að neita
göngumönnum um að koma til
landsins.“
— Var búist við viðtökum af
þessu tagi?
„Það má segja að þær hafi ekki
komið alveg á óvart. En það hef-
ur ekki verið rökstutt með
neinum hætti hvers vegna göngu-
mönnum er meinaður aðgangur
að Hondúras og E1 Salvador. Það
eina sem heyrst hefur er að
stjórnvöld í Hondúras treysti sér
ekki til að tryggja öryggi göngu-
manna,“ sagði Trond.
—ÞH
MOÐURMALSSKOLINN
hefur nú starfsemi sína á nýju ári og býöur upp á námskeið í ýmsum greinum móðurmálsins
auk ýmiss konar þjónustu. Kennt verður á kvöldin virka daga og e.h. á laugardögum.
Stefnt verður að því að á hverju námskeiði séu einungis 5-10 þátttakendur en hvert námskeið
sé 20 stundir. Nemendur geta stjálfir haft umtalsverð áhrif á framkvæmd námskeiða.
Námskeiðin eru ætluð öllu áhugafólki um íslenskt mál og bókmenntir og ekki síður nemend-
um sem þurfaað bætasig íeinhverritiltekinnigrein. Námskeiðinerueinnig hugsuðfyrirýmiss
konar hópa er tækju sig saman, t.d. innan fyrirtækja, félaga eða klúbba. Við getum kennt
slíkum hópum á vinnustöðum þeirra eða þar sem þeir hafa aðstöðu fyrir félagsstarf.
Við hefjum kennslu í eftirfarandi greinum í janúar ef næg þátttaka fæst.
■Rettritun■
Farið verður yfir helstu reglur um réttritun með fjölbreyttum æfingum. Einnig framhaldsnám-
skeið.
Greinar og ritgerðir •
og samning annars efnis. Hvernig gerum við grein fyrirskoðunum okkar í rituðu máli? Hvernig
byggjum við greinar og ritgerðir? Farið verður yfir helstu einkenni gcðra ritgerða og gerð
þeirra æfð.
------------------------Málfræði íslenskrar tungu —
á „nýju málfræðinni” og samanburður við hefðbundna mál
Upprifjun og skýringar
setningafræði.
og
Skáldskapur, samning Ijóða og smásagna
Við bjóðum þeim sem sjálfir semja eða hafa löngun til þess upp á aðstoð og gagnrýni.
-----------—-----------íslenskar fornbókmenntir --...........
Fjallað verður um sögu bókmennta okkar og vikið að helstu bókmenntagreinum á fyrstu
öldum íslandssögunnar. Lesin skáldverk sem valin verða í samráði við nemendur.
Bókmenntir á 20. öld
Farið verður yfir helstu þætti bókmenntasögunnar á okkar öld og lesin valin skáldverk í
samráði við nemendur.
Þjónusta
Við bjóðum upp á margs konar þjónustu, t.d.:
a) Við útvegum nemendum aukatíma, einum eða fleiri í senn.
b) Við erum reiðubúnir að taka að okkur ýmiss konar námskeið sem hópar taka sig saman
um.
c) Við getum séð um að lesa yfir handrit og prófarkir og fylgt bókum og öðru efni gegnum
prentsmiðju.
Þátttökugjald er kr. 3000.- fyrir hvert námskeið. Innritun ferfram e.kl. 19 til 18. janúar í síma
41311 (Heimir Pálsson) og 41059 (Þórður Helgason).
Þriðjudagur 7. janúar 1986 ÞJÓpVILJINN - SÍÐA 3