Þjóðviljinn - 26.01.1986, Side 13
DAGSBRUN 80 ARA
Vantornýtt
blóð í veika-
lýðsfoiystona
Ásbjörn A. Garðarsson, lager-
maður hjá Istak: Það eru ekki laun
verkafólks sem hafa hleypt upp
verðbólgunni, heldur stjórnvöld
sj álf.
„Verkalýðsforystan hefur ekki
staðið sig nógu vel,“ sagði Ás-
björn A. Garðarsson, lagermað-
ur hjá verktakafyrirtækinu ístak,
er Þjóðviljinn ræddi við hann
fyrr í vikunni. „Ástæðuna fyrir
því tel ég vera, að nýju blóði hefur
ekki verið hleypt í forystuna og
hún hefur því slitnað úr sambandi
við almenna félagsmenn*'.
Ásbjörn er þeirrar skoðunar
að alltof lítið sé gert til að reyna
að virkja almenna félagsmenn í
Dagsbrún. Vill hann að það sé
gert með því að koma af stað um-
ræðufundum á vinnustöðum, því
það sé ekki nóg að stefna fólki á
fundi þegar búið er að skrifa
undir samninga. Það er hans
skoðun að eðlilegt hefði verið að
funda nteð fólki nú, áður en
gengið var til samninga, og kanna
þannig hljóðið í því fólki sem á að
semja fyrir.
Það er skoðun Ásbjörns, að
mun vænlegra hefði verið að
Dagsbrún hefði samið sér fyrir
sitt fólk, heldur en að fara í sam-
flot með ASÍ eins og ákveðið hef-
ur verið. „Það hefði komið mun
sterkara út. Það hefur sýnt sig í
gegnum tíðina, að þegar ASÍ ætl-
ar sér að semja fyrir öll aðildarfé-
lögin, þá hefur alltaf komið upp
klofningur".
Út af fyrir sig telur Ásbjörn að
35% launahækkun sé góð og gild,
hinsvegar efast hann um að hún
náist í gegn, og fari svo að samið
verði um þessa hækkun, þá er
hann fullviss um að henni verði
hleypt beint út í verðlagið aftur.
Hvað kröfuna um kaupmáttar-
tryggingu viðkemur, þá efast
hann um að hún nái í gegn.
„Það má búast við að
stjórnvöld og atvinnurekendur
hefji upp gamla sönginn um verð-
bólgusamninga og að viðbáran
verði hin sama og alltaf, að at-
vinnuvegirnir beri ekki hækkan-
irnar. En það gleymist að geta
þess, að það eru ekki verkamenn-
irnir sem hafa komið verðbólg-
unni af stað, heldur stjórnvöld
sjálf“.
Ásbjörn er þeirrar skoðunar
að forystan eigi að reyna að
semja um skattalækkanir. „Það
er besta kauptrygging sem þeir
gætu samið um fyrir okkur. Helst
vildi ég að tekjuskatturinn yrði
algjörlega afnuminn“.
Én eru Dagsbrúnarmenn, sem
vinna hjá verktökum tilbúnir að
fara í hart til að ná fram kröfum
sínum? Ekki er það skoðun Ás-
bjarnar. Mikill samdráttur hefur
átt sér stað hjá verktakafyrirtækj-
unum og á flestum stöðum hefur
þurft að fækka fólki. T.d. þurfti
lstak að segja upp fólki, sem
vann við flugstöðvarbygginguna,
en Hagvirki mun hafa endurráðið
flesta þegar þeir fengu
innréttingarnar. Þessi samdráttur
veikir mjög stöðu verkafólksins
og því telur Ásbjörn verkföll ekki
vænleg til árangurs eins og mál-
um er nú háttað.
Ásbjörn hefur unnið verka-
mannavinnu í 15 ár og allan tím-
ann hjá ístak. Áður var hann sjó-
maður. Hann var að lokum
spurður að því hvort hann teldi
að hagur verkamanna hefði
vænkast frá því að hann hóf störf
eða hrakað. Hann sagði að það
væri erfitt að gera sér grein fyrir
því. hinsvegar finndi fólk veru-
lega fyrir því hversu mjög kjörin
hafa rýrnað í tíð núverandi ríkis-
stjórnar. -Sáf.
Ásbjörn A. Garðarsson á lagernum hjá ístaki. Mynd Sig.
Þekkir þú
lífevrisrétt þinn?
Þessir lífeyrissjóðir mynda eina lífeyrisheild:
Lsj. ASB og BSFÍ
Lsj. byggingamanna
Lsj. Dagsbrúnar og Framsóknar
Lsj. Félags garðyrkjumanna
Lsj. framreiðslumanna
Lsj. Landssambands vörubifreiðastjóra
Lsj. málm- og skipasmiða
Lsj. matreiðslumanna
Lsj. rafiðnaðarmanna
Lsj. Sóknar
Lsj. verksmiðjufólks
Lsj. Vesturlands
Lsj. Bolungarvíkur
Lsj. Vestfirðinga
Lsj. verkamanna, Hvammstanga
Lsj. stéttarfélaga í Skagafirði
Lsj. Iðju á Akureyri
Lsj. Sameining, Akureyri
Lsj. trésmiða á Akureyri
Lsj. Björg, Húsavík
Lsj. Austurlands
Lsj. Vestmanneyinga
Lsj. Rangæinga
Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurlandi
Lsj. verkalýðsfélaga á Suðurnesjum
Lsj. verkafólks í Grindavík
Lsj. Hlífar og Framtíðarinnar
SAMBAND ALMENNRA LÍFEYRISSJÓÐA
Samræmd lífeyrisheild
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13