Þjóðviljinn - 26.01.1986, Page 16

Þjóðviljinn - 26.01.1986, Page 16
í DAGSBRÚN 80 ÁRA ís af Tjörninni mulinn í ísbirninum. rödd verkamanns þá er Dagsbrún háði eldraun sína um vinnutím- ann, samningsréttinn og fimm- aurinn á vormánuðum ársins 1913: „Þjóðfélagið greinist í flokka og stéttir. Þeir menn, sem hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta eða búa undir sömu lífskjörum skipa flokk eða stétt saman. Þessi flokkaskipting hefir átt sér stað frá fyrstu tímum menn- ingarinnar hjá öllum þjóðum, eins og hjá okkar þjóð frá upp- hafi hennar. Fyr á öldum vóru þær stéttir fáar, sem báru veru- lega glögg sérkenni. Hjá öðrum var flokksmeðvitundin dauf og þær báru að ytra áliti lítinn lit hver af annari. Á síðustu tímum breytast lífernishættir manna óð- fluga og hníga æ meir í samvinnu- áttina, einkum samvinnu innan stéttanna. Hver stétt vinnur sam- an að sameiginlegum hagsmun- um. Hver stétt skarar eld að sinni köku og dregur eftir megni hlut úr hendi annara stétta. Þetta er kallað stéttabarátta. Hún eykst og harðnar ár frá ári, eftir því sem samvinnan innan stéttanna eykst og stéttarmeðvitundin þróast. Þær stéttir sem mesta stéttarmeð- vitund hafa og vinna kappsam- legast að sameiginlegum hags- munum, vinna sigur í baráttunni, eða ná að minsta kosti betri að- stöðu, ná í skæðustu vopnin og öruggustu vígin. Þær stéttir sem sinnulausar eru um hag sinn og hlutverk fara halloka og verða að sæta hörðum friðarkostum af hendi sigurvegaranna. Við verkamenn skipum sér- staka stétt í þjóðfélaginu. Við lifum við önnur lífskjör, en aðrar stéttir. Við erum allir snauðir, eigum ekki fé, ekki lönd, ekki framleiðslu eða fjárafla og engin réttindi sem látin verða í askana. Það er aðrar stéttir, sem þessi gæði eiga. Við verðum að lifa á launum, sem við fáum fyrir það að vinna fyrir aðra - vera fjárafla- verkfæri í hendi atvinnurekenda. Okkur vantar skilyrði til þess að framleiða sjálfir Iífsnauðsynjar okkar. Við verðum að kaupa þær af öðrum stéttum. Og við höfum ekkert gjald til að greiða með kaupverðið annað en vinnuþrek eigin líkama. Það eitt getum við selt eða látið í skiftum fyrir lífsnauðsynjar okkar. Því er líf okkar og velferð undir því kom- in, hvort við fáum kaupanda að vinnunni eða ekki og hvað hún er í háu verði á markaðinum. Nú er svo komið, að við eigum líf okkar og velferð undir öðrum, þörfum þeirra, ástæðum þeirra, vilja þeirra og jafnvel dutlungum. Borgaralegar skyldur hvíla á okkur, engu síður en öðrum stétt- um. Við berum sjálfir ábyrgð á því, að rækja þær skyldur og fullnægja þeim. En enginn ber ábyrgð á því, að við höfum jafnrétti við aðrar stéttir. Þegar okkur þrýtur krafta til að vinna, þá fáum við ekki „lausn í náð” með eftirlaunum, né fáum lífeyri frá verðbréfum eða sparisjóðs- bókum. En við fáum annað. Við fáum þunga refsingu fyrir það, að verða sjúkir eða uppgefnir fyrir sakir elii og lúa. Við erum sviptir þeim fáu mannréttindum, sem við áttum áður að nafninu til. Erum settir niður í almenningsá- litinu á bekk með sakamönnum. Og fyrir þennan réttindamissi og fyrir lítilsvirðinguna fáum við náðarbrauð fátækrasjóðsins, oft þurt og brent og altaf margeftir- talið. En það þarf ekki elli og van- heilsu eina til. Ef einhver þeirra, sem fjár- ráðin hafa, hættir að kaupa vöru okkar, vinnuna, af því að hann heldur að einhver banki muni svara x/2% hærri vöxtum en at- vinnureksturinn, eða honum þykir öruggara að láta fé sitt liggja í banka, en atvinnurekstri, þá er honum engin sök gefin á því. En við eigum á hættu að fá sömu refsingu fyrir það sem lögð er við vanheilsu og elli. Slíkum búsifjum eiga verka- menn, daglaunamenn einir að sæta. Þetta og fleira í lífskjörum þeirra og aðstöðu í þjóðfélaginu gfeinir þá glögt frá öðrum mönnum, sem sérstaka stétt. En hvað gerum við svo fyrir sameiginlega hagsmuni þessarar stéttar? Við höfum kosningarétt, sam- kvæmt stjórnarskránni, og mest atkvæðamagn allra stétta. Við kjósum menn af öðrum stéttum til þess að fara með lög- gjafarvaldið, stýra málefnum sveitarfélaga, bæjarfélaga og þjóðarinnar allrar. Er það leiðin til þess, að hlynna að hagsmunum verkamanna- stéttarinnar? Við styðjum í orði og verki frjálsa samkepni í atvinnuvegum, verzlun og framleiðslu. Erum við þar að tryggja hagsmuni okkar, sem stöndum vopnlausir í samkeppnisbardag- anum? Við höldum uppi blöðum og ritum annara stétta, kaupum þau og lesum og ritum í þau með köflum. En eigum ekkert blað sjálfir. Er þetta ráðið til að halda velli í stéttabaráttunni, sem aðrar stétt- ir hafa hafið og dregið okkur inn í? Við skipumst í félög með öðr- um stéttum og flokkum, vinnum með þeim og fyrir þá, svo þeir geti magnast að vexti og völdum. Er það sigursæl bardagaaðferð að tvístra liðinu forystulaust innanum óvinaherinn? Nei, - þetta verður að breytast. Við verðum að fara að rumska og komast til meðvitundar um sjálfa okkur áður en það er um seinan. Við megum ekki bíða eftir því að verða bókstaflega þrælar og verk- færi annara stétta. Við verðum að fara að hugsa og ta.^ hver við annan í ræðu og riti, um ráð til þess að varðveita stétt okkar frá niðurlægingu og eymd. Við erum þegar fallnir nógu djúpt. Við verðum að sækja okkur á og komast upp í jafnhæð við aðrar stéttir. Þetta verðum við að gera fyrir sjálfa okkur sem nú erum á lífi, til þess að forða okkur frá líkam- legum og andlegum hungur- dauða. Við verðum að gera það fyrir eftirkomendur okkar svo þeim vegni vel, svo þeir viti og finni að þeir eru frjálsra manna synir og dætur, en ekki þræla, svo þeir neyðist ekki til að bölva okkur dauðum. Við verðum að gera það fyrir þjóðfélagið, virðingu þess og vellíðan í nútíð og framtíð. Því þjóðin er dauðadæmd, ef vinnu- lýðurinn úrkynjast, ef andlegur og líkamlegur kyrkingur nær að gagntaka fjölmennustu stéttina.” Roðar enn af nýjum degi? Þessi orð eru enn í fullu gildi, þrátt fyrir að 73 ár séu liðin frá því þau voru fest á þrykk. í dag stendur alþýða landsins tvístruð. Undirstöðuatvinnuvegirnir drabbast niður en fjármagns- braskarar sleikja hunang af þvörum. Stéttafélög bítast inn- byrðis og pólitísk samstaða er engin. Launafólk er ofurselt hleypidómum, tortryggni og síð- ast en ekki síst vanmætti. Á með- an hlakka andstæðingarnir yfir ástandinu og sjá alræði sínu borg- ið um langa framtíð. Dagsbrún hlaut sína eldskírn í baráttunni um fimmaurinn á vor- mánuðum 1913. Síðan þá hefur vart liðið sá dagur að hún hafi getað unnt sér hvíldar, enda á hún ekki að unna sér hvfldar og alls ekki svefns. Tímarnir breytast og gengið sígur. Sá tími er liðinn að Dagsbrún berjist um aura. En ennþá er félagið vöku- maður íslenskrar alþýðu. í þjóðfélagi hins frjálsa framtaks, þar sem stormsveitir frjálshyggj- unnar æða fram tíðkast það að fyrir hverja krónu sem stritandi alþýða vinnur sér inn, taka þeir sem njóta hins óhefta frelsis tvær í staðinn. Á meðan þannig er á- statt verður Dagsbrún að vaka og berjast. Þorleifur Friðriksson, sagnfræðingur „Vjer, sem ritum nöfn vor hjer undir, ákveð- um hjer með að stofna fjelag með oss, er vjer nefnum „Verkamannafjelagið Dagsbrún“. Mark og mið þessa fjelags vors á að vera: 1. Að styrkja og efla hag og atvinnu fjelags- manna. 2. Að koma á betra skipulagi, að því er alla daglaunavinnu snertir. 3. Að takmarka vinnu á öllum sunnu- og helgidögum. 4. Að auka menningu og bróðurlegan samhug innan fjelagsins. 5. Að styrkja þá fjelagsmenn eftir megni, sem verða fyrir slysum eða öðrum óhöppum“.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.