Þjóðviljinn - 26.01.1986, Page 21

Þjóðviljinn - 26.01.1986, Page 21
DAGSBRÚN 80 ÁRA Höfumsofnai á veriinum Helgi Björnsson gröfustjóri: Burt með stjórnina Helgi Björnsson hefur starfað í tvö ár sem gröfumaður hjá verk- takafyrirtækinu Völur hf. sem hefur aðsetur sitt á Ártúnshöfða. Grafan var á verkstæði fyrirtæk- isins þegar Þjóðviljann bar að garði og var Helgi önnum kafínn við að dytta að ferlíkinu. Hann tók sér þó tíma til að spjalla við blaðamann. Launabarátta þungavinnu- vélamanna er nokkuð snúin um þessar mundir. Ástæðan fyrir því er sú að sögn Helga, að taxtar á útleigu á vélum hafa hrapað, samtímis sem öll gjöld af þeim hafa hækkað mikið. Þetta orsak- ar það, að rjúki vélamennirnir upp í launum, þá er stór hætta á að mörg fyrirtækjanna muni rúlla, því þau geti tæpast staðið undir slíkum hækkunum. „Við verðum því að styðja við bakið á vinnuveitendum og reyna að kný- ja fram leiðréttingu á þeirra mál- um, áður en okkar kjör verða leiðrétt. Þetta auk þess sem mik- ill samdráttur hefur orðið í öllum framkvæmdum, veldur því að við eigum mjög erfitt um vik að fara í hart auk þess sem stór hætta er á að slíkt hafi lítið upp á sig. Reynslan hefur sýnt að krónu- hækkun er tekin jafn óðum aftur af okkur, samanber BSRB- verkfallið haustið ’84, þegar op- inberir starfsmenn sátu eftir með sárt ennið og launamissi." Eitthvað verður samt til bragðs að taka, því launamenn hafa dregist mikið aftur úr á undan- förnum árum. Að mati Helga er orsaka þess bæði að leita hjá stjórnvöldum og ósamstöðu hjá verkalýðshreyfingunni. „Verka- lýðurinn hefur sofnað á verðin- um, en því miður á ég ekkert svar við því hvernig skuli brugðist við því. Það er hins vegar augljóst að öskur á prósentuhækkun er ekki alltaf rétta leiðin. Bein launa- hækkun fer beint út í verðlagið því ég hef litla trú á að kaupmátt- artryggingin náist í gegn. Skatta- lækkun væri besta kjarabótin sem við gætum fengið við þessar að- stæður“. Með skattalækkunum gæti verkamaðurinn unnið meiri eftir- vinnu og þannig þénað mun meira án þess að eiga á hættu að lenda ofarlega í skattastiganum. „Þetta kann að þýða aukið vinnu- álag á fólk, en við skulum gera okkur grein fyrir því, að íslend- ingar eru vanir að vinna mikla eftirvinnu og að hér verður ekki komið á átta tíma vinnudegi svona einn tveir og þrír. Slíkt eru ekkert annað en draumórar“. Hvert er álit Helga á verka- lýðsforystunni: „Það er kannski ekki rétt að segja að hún hafi staðið sig illa, en hún mætti samt standa sig mun betur“. Helgi er þeirrar skoðunar að alltof lítið samband sé milli for- ystunnar og almennra félags- manna, það sé rétt svo að félags- menn viti af henni. Þá er hann á því að flokkspólitík einkenni of mikið val á mönnum í stjórn Dagsbrúnar. Helgi telur að það sé rétt að standa að samningum eins og núna er gert, að ASÍ semji fyrir alla línuna. Á þann hátt komi réttlátari hækkun fram, sem komi í veg fyrir að bilið breikki stöðugt, þó ekki verði algjörlega komið í veg fyrir það, því ýmsir hópar muni fara af stað með sér- kjarasamninga strax að afloknum samningum. Fyrir nokkrum árum tíðkuðust yfirborganir í verktakavinnunni en svo er ekki lengur. Ástæðan fyrir því er vafa- laust samdrátturinn sem fyrir- tækin horfa upp á. Það er myrkt hljóð í Helga þeg- ar talið berst að núverandi stjórn, sem að hans mati pr engin stjórn, því þar rekur hver vitleysan aðra. Sem dæmi urn það nefnir hann sætabrauðsgjaldið, sem ekki muni færa ríkiskassanum eina einustu krónu, heldur orsaka gjaldeyristap, þar sem bakarar munu hætta við að framleiða inn- lent bakkelsi og þess í stað flytja inn kökur erlendis frá. „Þjóðin á heimtingu á að fá að kjósa til Alþingis sem fyrst, því slík stjórn sem við höfum í dag á ekki rétt á að fá að sitja við stjórnvölinn. Við höfum einfald- lega ekki efni á því,“ sagði Helgi Björnsson að lokum. Helgi Björnsson var langt kominn með að hluta gröfuna í frumpartana þegar -Sáf. Ijósmyndara Þjóðviljans tókst að fá hann til að líta upp frá iðju sinni. Mynd Sig. 0 af údániim okkai' faratil emstriklirma. Það segir meira en mörg orð um stefnu okkar og stöðu. Fastir viðskiptavinir vita að hverju þeir ganga: Örugg og óbundin ávöxtun á Trompreikningi. Heimilissafnlán, þar sem reglubundinn sparnaður veitir lántökurétt. Réttur til launaláns fyrir skuldlausa viðskiptavini, sem leggja laun sín inn reglulega. Gjaldeynsviðskipti, afgreiðsla kreditkorta og geymsluhólf. Föstudagsopnun til kl. 18.00. Hraðbanki allan sólarhringinn. Traust og persónuleg þjónusta, næg bílstæði. Gera aðrir betur? SRmKIÖDUl^lfVÉI^rK)RA Borgartúni 18. Sími 28577. Sendum DAGSBRÚN kveðjur og árnaðaróskir í tilefni 80 ára afmælisins. Flutningur er okkar fag EIMSKIP Sími 27100 *

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.