Þjóðviljinn - 26.01.1986, Qupperneq 25
1913
Fyrsta
verk-
fallið
Ártalið 1913 er merkilegt í
sögu Dagsbrúnar. Það ár
gerði félagið fyrsta skriflega
samninginn við atvinnurek-
endur. Samningurinn var ekki
undirritaður fyrr en eftir 6
vikna verkfall, hið fyrsta í sögu
félagsins. Hann tók bæði til
kaups og vinnutíma, og mætti
upphaflega harðri andstöðu
atvinnurekenda.
Fyrsti
samningafundurinn
Nokkur kurr hafði magnast um
skeið á meðal Dagsbrúnarmanna
sökum illra kjara. Kauptaxti
Dagsbrúnar hafði þá verið
óbreyttur nánast frá stofnun fél-
agsins 1906, með léttvægri sam-
ræmingu taxta árið 1908. Á fé-
lagsfundi á haustmánuðum 1912
kom fram afdráttarlaus vilji til að
hækka kaupið. í janúar 1913 var
svo kosin nefnd til að kanna mál-
ið. Hún útbjó nokkur hundruð
miða með áletrun, sem dreift var
til verkamanna, og þeir beðnir að
merkja við hvort þeir vildu að
kaupið hækkaði eða ekki. Næst-
um 500 manns létu álit sitt í ljós,
og níu af hverjum tíu vildu hækk-
un.
Fyrsti samningafundurinn milli
Dagsbrúnar og atvinnurekenda
var svo haldinn klukkan fimm
síðdegis á Hótel Reykjavík, þann'
21. mars 1913. Þar voru þrír
mættir frá atvinnurekendum og
sjö manna stjórn Dagsbrúnar. En
kröfurnar náðust ekki fram, þó
einstaka atvinnurekandi hafi
hækkað kaupið eitthvað, í fram-
haldi af samningafundinum.
Sigursœlt verkfall
Hinn 28. mars fór svo þriggja
manna nefnd á fund verktakans,
sem stóð fyrir hafnarvinnunni, og
hótaði verkfalli yrði ekki farið að
kröfum Dagsbrúnar. Sendi-
nefndinni var tekið með
köpuryrðum og hótað lögreglu.
Kröfunum var hafnað og verkfall
boðað þegar í stað.
Verkfallsvarsla var engin, en
spjöld voru gerð þar sem skorað
var á verkamenn við höfnina að
leggja niður vinnu. 22 félagar í
Dagsbrún voru reknir úr félaginu
fyrir verkfallsbrot. Best var sam-
staðan meðal þeirra sem höfðu
unnið í grjótnáminu.
í annarri viku júní hafði verk-
fallið staðið í sex vikur. Þá loksins
hófust samningaviðræður fyrir al-
vöru, og nokkruin dögum síðar
undirritaði Pétur G. Guðmunds-
son, þáverandi formaður Dags-
brúnar, samninginn. Hann var
síðar samþykktur á félagsfundi í
Dagsbrún, og fyrsta verkfallinu
hafði lokið með sigri.
(Saga verkfallsins 1913 verður
senn birt hér í Þjóðviljanum).
VeRZLUNRRÐRNKINN
-vimiwi me& fién !
Skeljungur h.f
ISÉttdiJm félagsmönnum Dagsbrúnar
olckar bestu kveðjur a
-ÖÖ áiá afmælinu. ; ~ -a
rm samskiptiBtl
n árum.
V/EIÐUM,V/IMHUM
OQ 5EUUM
l/eiðifloti Granda hf. er vel búinn og skipaður
úrvals sjómönnum.
Reykvískar fjölskyldur hafa haft afkomu sína af
fiskveiðum í marga ættliði og vöxtur Reykjavíkur
stafar ekki síst af þróun þilskipaútgerðar og
síðar togaraútgerðar frá borginni.
[/innslustöðvar Granda hf. eru í fremstu röð. Þar
vinna hæfir starfsmenn að því að skapa vöru, sem
stenst ströngustu gæðakröfur. Raupendur, jafnt
innanlands sem í fjarlægum heimsálfum, mega
treysta gæðum framleiðslunnar frá Granda hf.
Tæknideild Granda hf. starfar að viðhaldi og
sífelldri þróun tækjakosts fyrirtækisins. Hún á
sinn þátt í góðri nýtingu aflans og lækkun
kostnaðar á framleiðslueiningu.
Yfirstjórn fyrirtækisins nýtir fullkomnasta
tölvubúnað, sem völ er á til þess að fylgjast með
rekstrinum. Hún leggur áherslu á að auka
vinnsluvirði framleiðslunnar með vöruþróun og
aukinni markaðsstarfsemi. Hefur það borið
góðan árangur td. í sölu á ferskum fiski
innanlands og á erlendum mörkuðum.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 25
GRANDIHF