Þjóðviljinn - 26.01.1986, Síða 27
DAGSBRUN 80 ARA
Foiystan verðurað sýna
VSÍ meiri höriai
Brynjólfur Yngva-
son, trúnaðarmað-
urDagsbrúnar á
Reykj avíkurflug-
velli: Hingað og
ekki lengra
Komi til verkfalls hjá Dags-
brún munu allir flutningar bæði á
láði og legi og lofti lamast, og yfir-
leitt eru það flutningarnir sem
eru hvað viðkvæniastir fyrir at-
vinnurekendur. Astæða þcss að
flutningarnir lamast er sú að
Dagsbrúnarmenn sjá um að
ferma og afferma bæði skip og
flugvélar. Þjóðviljinn ákvað að
kíkja við í Hlaðdcildinni á
Reykjavíkurflugvelli og hitti þar
Brynjólf Yngvason, trúnaðar-
mann á staðnum, að máli. Brynj-
ólfur hefur unnið á flugvellinum í
rúm 15 ár. Hann er maður ákveð-
inna skoðanna og var ekkert að
skafa af áliti sínu á verkalýðsfor-
ystunni né almennri stöðu verka-
manna í dag.
„Það er kominn tími til að við
segjurn hingað og ekki iengra.
Það er búið að troða okkur allt of
langt ofan ískítinn. Núer kominn
tími til að verkalýðsforystan sýni
VSÍ fulla hörku. Hún hefur verið
með alltof mikla linkind og yfir-
leitt hafa samningarnir endað
með því að hún hefur sagt já og
amen og við staðið uppi með kol-
ómögulega samninga“.
Brynjólfur telur mikilvægast
að í þeim samningum, sem fram-
undan eru, náist verðtrygging aft-
ur á laun og að jafnframt komi til
veruleg kaupmáttaraukning. Þau
35% sem ASÍ fer fram á nú, telur
hann langt frá því að nægi.
„Þetta eru engan veginn raun-
hæfar kröfur. Við höfum dregist
það mikið aftur úr í launum að
35% hækkun dugir ekki. Auk
þess verður búið að éta þau af
okkur áður en við náum þeim,
með allskonar hækkunum“.
Brynjólfur er andvígur því að
staðið sé að samningum þannig
að ASÍ semji fyrir alla línuna,
eins og nú er áformað. Hann tel-
ur miklu raunhæfara að hvert fé-
lag semji sér fyrir sína félags-
menn með þeim fyrirvara að fé-
lagsfundur samþykki samning-
ana. Á þann eina máta geti hver
einstakur verkamaður haft áhrif
á samningana.
Eins og fyrr setur Brynjólfur
kaupmáttartrygginguna í fyrsta
sæti. Að hans mati er hún lífs-
spursmál fyrir verkamenn. Benti
hann á að lífeyrissjóðslán, upp á
125 þúsund krónur, sem tekið var
fyrir fimm árum, er nú komið í
hálfa miljón þrátt fyrir að lánþeg-
inn hafi allan tímann staðið í
skilum.
„Ég fullyrði það fullum fetum
að lífeyrissjóðirnir stundi okur-
lánastarfsemi, því ef þetta eru
ekki okurlán, þá er ég ekki mæl-
andi á íslenska tungu. Þess vegna
getum við afhent lífeyrissjóðun-
um eignir okkar beint“.
Þegar blaðamaður Þjóðviljans
ræddi við Brynjólf voru starfs-
menn Hlaðdeildar nýbúnir að
ganga frá kröfunt sínum að sér-
kjarasamningiviðFlugleiðir. Áað
leggja hann fram fyrir mánaða-
mótin. Brynjólfur sagði að launa-
kröfur væru í fyrsta, öðru og
þriðja sæti, en auk þess væri farið
fram á betri aðbúnað á staðnum.
-Sáf.
KJORBOKINA
SEMUR ÞÚ SJÁLFUR
SÉRSTÖK VIÐBÓTARHÖFUNDARLAUN FYRIR
ÁRIÐ 1985 LÖGÐUST VIÐ UM ÁRAMÓT.
E,
rið 1985 varóvenjulegagott bókaár,-ogekkisíst Kjörbókarár. Kjör-
bókareigendur vissu að Kjörbókin var góður kostur til þess að ávaxta sparifé:
O f
Co
rn
$>§!
*
í'
X ** Í Í
KIÖRBÓK
Þeir vissu að hún bar háa
vexti.
Þeir vissu að samanburður
við vísitölutryggða reikn-
inga var trygging gagnvart
verðbólgu.
Þeir vissu að innstæðan
var algjörlega óbundin.
Þeir voru vissir um að þeir
fjárfestu varla í betri bók.
En þeir vissu samt ekki um
vaxtaviðbótina sem lagðist
við um áramótin. Svona er
Kjörbókin einmitt: Spenn-
andi bók sem endar vel.
Við bjóðum nýja sparifjár-
eigendur velkomna í Kjör-
bókarklúbbinn.
L
Islands
Banki allra landsmanna
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 27