Þjóðviljinn - 13.02.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.02.1986, Blaðsíða 3
FREITIR Fjölmiblar Reglugerðir um útvaip Alltefni útvarpsstöðva skal vera á lýtalausu íslensku máli—nema beinar útsendingar A uglýsingar skulu vera skýrt afmarkaðarfrá dagskrárefni Sverrir Hermannsson undirrit- aði í fyrrakvöld þrjár reglu- gerðir um útvarpsmál, eina um „útvarp samkvæmt tímabundn- um leyfum“, aðra um auglýsingar í útvarpi og þá þriðju um Menn- ingarsjóð útvarpsstöðva en í þann sjóð á að renna 10% gjald sem lagt verður á allar auglýsingar sem birtast í útvarpi og sjónvarpi. Reglugerðirnar eru nánari út- færsla á útvarpslögunum sem samþykkt voru í fyrravor. í þeim er tilgreint hvaða skilyrði þarf að uppfylla áður en útvarpsleyfi er veitt, við hvað útvarpsréttar- nefnd á að miða í starfi sínu osfrv. Samkvæmt reglugerðinni um út- varp er nefndinni heimilt að veita leyfi til hljóðvarps til þriggja ára í fyrsta sinn en eftir það til 5 ára í senn. Sjónvarpsleyfin gilda hins vegar til 5 ára í fyrsta sinn en eftir það 7 ár í senn. í 6. grein reglugerðar um út- varp segir að útvarpsstöðvar skuli stuðla að almennri menningar- þróun og efla íslenska tungu. „Efni á erlendu máli, sem sýnt er í sjónvarpi, skal jafnan fylgja ís- lenskt tala eða neðanmálstexti á íslensku, eftir því sem við á hverju sinni. Það skal þó ekki eiga við, þegar í hlut eiga erlendir söngtextar eða þegar dreift er viðstöðulaust um gervihnött og móttökustöð fréttum eða dagskrárefni, er sýnir atburði, sem gerast í sömu andrá. í síð- astgreindu tilviki skal að jafnaði fylgja kynning eða endursögn þular.“ f 1. grein reglugerðar um auglýsingar í útvarpi segir að auglýsingar skuli vera „skýrt af- markaðar frá öðru dagskrárefni útvarps, hljóðvarps eða sjón- varps, þannig að ekki leiki vafi á að um auglýsingar sé að ræða, og skulu fluttar í sérstökum al- mennum auglýsingatímum". í 3. grein segir hins vegar: „Auglýs- ingatímum skal jafnan hagað þannig að ekki leiði til afbökunar á dagskrárefni eða verulegrar röskunar á samfelldum flutn- ingi“. Þá er einnig gert ráð fyrir því að auglýsingar sem felldar eru inn í beinar útsendingar frá gervi- hnöttum séu undanþegnar ákvæði um að auglýsingar skuli vera „á lýtalausu íslensku máli". Nánar verður fjallað um reglu- gerðirnar þrjár og næstu skref í útvarpsmálunum hér í blaðinu einhvern næstu daga. —ÞH Siglingamálstofnun Breytingar í bígerð Siglingamálstjóri ráðinn til5 áraísenn. Umdœmisskrifstofur víða um land. í stjórnarfrumvarpi sem lagt hefur verið fram á Alþingi um Siglingamálstofnun ríkisins er gert ráð fyrir allviðamiklum breytingum hjá þeirri stofnun. Sú mesta er að Rannsóknarnefnd sjóslysa verður lögð niður en í hennar stað skipað Siglingamála ráð, sem samgönguráðhcrra mun einn skipa í. Þá er og gert ráð fyrir að siglingamálstjóri verði skipaður til fimm ára í senn. Guðjón A. Kristjánsson for- maður FFSÍ átti sæti í nefnd sem undirbjó þetta frumvarp. Hann var spurður að því hvers vegna lagt væri til að leggja sjóslysa- nefndina niður? Guðjón sagði að hugmynd nefndarinnar hefði verið að stolfna Siglingamálaráð senr tæki við af sjóslysanefndinni með út- víkkað valdssvið. Væru menn nteð í huga að koma á sama skipulagi varðandi rannsóknir sjóslysa og er um rannsóknir flugslysa hér á landi. Þar inní kæmi til að mynda vettvangs- könnun þegar henni væri við komið, eins og nú er um flugslys. I frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir því að víða um land verði umdæmisskrifstofur Siglinga- málastofnunar. Þær eiga að ann- ast framkvæmd eftirlits undir yf- irstjórn siglingamálastjóra. -S.dór Kvenréttindafélag Islands hélt hádegisfund I gær þar sem rætt var um konur og þátttöku þeirra í sveitarstjórnum. Þar kom m.a. fram að konur eru aðeins 12,5% allra fulltrúa I sveitarstjórnum I landinu. Skást er ástandið í Reykjavík þar sem konur eru 38% borgarfulltrúa en verst er staðan í Norðurlandskjördæmi vestra þar sem aðeins 6,6% sveitarstjórnarfulltrúa eru konur. A fundinum í gær fluttu þær Áslaug Brynjólfsdóttir Framsóknarflokki, Kristín Á. Ólafsdóttir Alþýðubandalagi og Þórunn Gestsdóttir Sjálfstæðisflokki stutta framsögu hver um stöðu og áhrif kvenna í flokksforystu og við uppstillingu lista fyrir kosningarnar í vor. lanuú Eftirstöðvarnar samkomulag D^emi um utborganir: Við lánum allt að 65% af verði nýrrar Volvo fólksbifreiðar árgerð 1986. IMýir bílar í bílasal. mVOKJÖR Om= MRGOJHDIHB QhMMHIIRMRED Volvo 340 DL RIO: 197.000 Volvo 240 DL: 260.000 Volvo 740 GL: 325.000 SUÐURLANDSBRAUT 16 — SÍMI 35200 Miöað við gengi 30/I 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.