Þjóðviljinn - 13.02.1986, Blaðsíða 13
HEIMURINN
Filippseyjar
Marcosi færður sigurinn?
Manilla - Stuðningsmenn Cor-
azon Aquino segjast þess
fullvissir að þingið mini lýsa
Marcos forseta, sigurvegara
kosninganna. Aquino varaði
Reagan forseta við því að leyfa
Marcosi að komast upp með
að „stela sigrinum" frá henni,
eins og hún orðaði það.
Þessi aðvörun Aquino kom
eftir að Reagan hafði sagt að
svindl og ofbeldi hefði sett mark
sitt á kosningarnar en neitað að
láta nokkuð uppi um það hvað
Nicaragua
bandarísk stjórnvöld myndu gera
ef það yrði sannað að Marcos
hefði beitt svikum í kosningun-
um.
Leiðtogar kirkjunnar sögðu að
50 biskupar í landinu myndu hitt-
ast í dag og ekki væri ólíklegt að
þeir myndu ræða borgaralega
óhlýðniherferð sem Aquino hef-
ur sagst munu verða í forsvari
Amnesty-skýrsla
um mannréttindamál
ERLENDAR
FRÉTTIR
INGÓLFUR /— r 11 t r n
HJÖRLEIFSSON R fc U1 t R
London - I skýrslu Amnesty
International sem kom út í gær
eru yfirvöld í Nicaragua sökuð
um mannréttindabrot og
skæruliðar sem studdir eru af
Bandaríkjamönnum eru sak-
aðir um pyntingar og morð.
í skýrslunni segir að stjórnar-
andstöðuleiðtogar, lögfræðingar
og forystumenn í verkalýðssam-
tökum séu oft hafðir í haldi, stutt-
an tíma í einu til að skelfa þá. Þá
er í skýrslunni vísað til sífelldra
fregna af pyntingum, limlesting-
um og aftökum fanga sem teknir
hafa verið höndum af sveitum
sem berjast gegn stjórninni. í
skýrslunni segir að hvatt sé til
þessara aðgerða í bæklingi sem
CIA dreifir.
Amnesty International sagði
að niðurstöður skýrslunnar
byggðust á fjórum ferðum sem
farnar hefðu verið til Nicaragua
síðan Sandinistar tóku völdin af
Somoza árið 1979. Samtökin
sögðu að niðurstöður úr rann-
sókn, sem gerð hefði verið á
meintum morðum á Miskito indí-
ánum við landamæri Hondúras í
desember 1981, hefðu ekki enn
verið gerðar opinberar.
Amnesty sagði að vitni stað-
festu pyntingar og morð á föng-
um sem sveitir andsnúnar stjórn-
inni hefðu staðið fyrir og tala
fórnarlambanna skiptu hundruð-
um. Einnig sagði í skýrslunni að
óbreyttir borgarar væru oft teknir
höndum og færðir í búðir upp-
reisnarmanna í Hondúras, frést
hefði að nokkrir þeirra hefðu ver-
ið drepnir.
fyrir ef hún verður svikin um
kosningasigur sinn.
Reagan tilkynnti í gær að hann
ætlaði að senda sérlegan sendi-
mann sinn, Philip Habib, til Fil-
ippseyja til að kanna ástandið.
Hann á að ræða við alla þá aðila
og samtök sem komið hafa ná-
lægt kosningunum og vera síðan
forsetanum til ráðgjafar þegar
næstu skref verða tekin af hálfu
Bandaríkjamanna. Reagan lagði
í fyrrakvöld áherslu á að Banda-
ríkjamenn væru hlutlausir í þessu
máli en minnti um leið á mikil-
vægi bandarísku herstöðvanna á
Filippseyjum.
Grikkland
Theodorakis hefur að eigin sögn ver-
ið útilokaður frá ríkisfjölmiðlum með
tónlist sína.
Fær ekki vetk sín leikin
Theodorakis segir sósíalista hafa gert verk sín útlæg úr öllum
ríkismiðlum í Grikklandi
Aþena - Gríska tónskáldið
Mikis Theodorakis fór til París-
ar í gær með fjölskyldu sinni.
Þessi ferð hans vakti athygli í
Grikklandi vegna þess að sagt
hefur verið frá því í fréttum að
hann væri að yfirgefa landið í
óákveðinn tíma.
Theodorakis, sem er þingmað-
ur Kommúnistaflokksins í Grikk-
landi, hefur undanfarið haldið
því fram að sósíalistar sem fara
með völdin í Grikklandi hafi
komið því svo fyrir að ríkisreknar
hljómsveitir leiki ekki verk hans
og ríkisútvarpið, hljóðvarp og
sjónvarp, leiði verk hans hjá sér.
Theodorakis sagði áður en
hann fór að ferð hans til Parísar
væri venjubundin en bætti við að
hann ætti í erfiðleikum með að
halda áfram vinnu sinni sem tón-
skáld í Grikklandi og að flokkur
hans skildi það. Þegar talsmaður
kommúnistaflokksins var spurð-
ur hvort eitthvað væri hæft í því
að Theodorakis væri að yfirgefa
landið fyrir fullt og allt, svaraði
hann því til að Theodorakis ætl-
aði sér að dveljast í París fram
eftir vori og ef einhver vandamál
kæmu upp varðandi fjarveru
hans af þinginu myndi flokkurinn
sjá um þau mál.
Nýju blóði hleypt í forystuna
Ný kynslóð leidd tilforystu íkommúnistaflokknum. Flokksþinginu lauk um helgina
Havana - Um síðustu helgi
lauk þingi Kommúnistaflokks-
ins á Kúbu. Á þinginu voru
gerðar umfangsmiklar breyt-
ingar í forystuliði flokksins
sem fyrst og fremst gengu í þá
átt að yngja upp en einnig að
bæta við fólki á þann veg að
forystan endurspeglaði að ein-
hverju leyti það fólk sem i
landinu býr.
í stað fjögurra leiðtoga úr bylt-
ingunni, 1959, gengu nú þrír ung-
ir karlmenn og ein kona í fram-
kvæmdanefnd miðsjórnar kom-
múnistaflokksins. Þeir sem létu
af störfum í framkvæmdanefnd-
inni voru fyrrum innanríkisráð-
herrann, Ramiro Valdés, sem
hingað til hefur verið álitinn einn
af fimm valdamestu mönnum í
flokknum, fyrrum heilbrigðisráð-
herra, Sergio del Valle, fyrrum
samgönguráðherra, Guillermo
García, og hinn aldraði Blas
Roca sem var aðalritari í gamla
Kommúnistaflokknum, PSO, frá
því fyrir byltingu.
Nýja fólkið
Þau sem tóku við eru vara-
varnarmálaráðherrann, Abelar-
do Colomé, Vilma Espín, mág-
kona Fidels Kastró, sem er for-
maður kvennasamtakanna á
Kúbu, þá kom Esteban Lazo
einnig inn í framkvæmdanefnd-
ina (hann er svartur og er aðalrit-
ari flokksdeildarinnar í Matanz-
as) og loks Roberto Vega.
„Áður voru breytingar í for-
ystuliði flokksins aðeins
táknrænar en nú er þörf á upp-
gjöri“, sagði Kastro í lokaræðu
sinni á þinginu.
Þessi skipti í framkvæmda-
nefndinni og miðstjórn koma í
kjölfar svipaðra breytinga sem
gerðar hafa verið í stjórnkerfinu
á síðustu árum. Stór hluti þess
hóps sem tók þátt í byltingunni
Kastró býður Vilmu Espín mágkonu sína velkomna í æðsta valdahóp kúbanska
kommúnistaflokksins. Espín er fyrsta konan sem tekur sæti í framkvæmda-
nefndinni.
’59 var látinn víkja fyrir fólki af
yngri kynslóðinni, fólki sem alist
hefur upp í hinu nýja samfélagi.
Á þinginu lagði Kastró áherslu
á að þróa þyrfti nýjar atvinnu-
greinar svo ekki væri þörf á að
reiða sig á sykuruppskeruna.
Hann sagði að auka þyrfti við-
skipti við Vesturlönd og styrkja
ferðamannaiðnaðinn. Eins og
önnur Suður-Ameríkuríki á
Kúba í erfiðleikum vegna verð-
falls á neysluvörum og þeirra
geysilegu fjárhæða sem bundnar
eru í lánum frá Vesturlöndum, en
sú upphæð er nú allt að þremur
billjónum dollara.
Kastró nefndi einnig þær efna-
hagslegu framfarir sem orðið
hefðu á Kúbu síðustu fimm ár,
þar á meðal 3,5 prósent aukningu
hagvaxtar. En hann deildi einnig
hart á það sem hann nefndi lítil
afköst, sóun og vöntun á samhæf-
ingu í iykilþáttum efnahagslífsins
eins og landbúnaði og flutning-
um. „Við hefðum átt að nýta mun
betur krafta okkar og viðleitni.
Við erum langt frá okkar besta",
sagði leiðtoginn.
Kastró lagði áherslu á að laun
þyrftu að tengjast framleiðni
nánari böndum en verið hefði.
Hann tillynnti að stofnuð hefði
verið ráðherranefnd sem ætti að
fylgjast með stjórnunaraðferðum
í efnahagslífinu og leggja fram
leiðir til úrbóta.
Ný efnahagsstefna
Þingið samþykkti meginlínur
næstu fimm ára áætlunar þar sem
lögð verður fram ný efnahags-
stefna, hún verður líklega mótuð
endanlega síðar á þessu ári. í
fimm ára áætluninni er lögð mikil
áhersla á að auka streymi gjald-
eyris frá Vesturlöndum inn í
landið. Það á að gera með því að
auka útflutning til Vesturlanda,
og gera ferðamannaiðnaðinn að
einni stærstu atvinnugreininni.
Þar að auki á að leggja mikla
áherslu á óhefðbundna fram-
leiðslu um leið og útflutningur
verður aukinn á vörum eins og
tóbaki, ávöxtum og nikkeli. Loks
á að afla gjaldeyris með því að
framleiða vörur á Kúbu sem
hingað til hafa verið keyptar er-
lendis frá.
Þetta er ekki nein róttæk
breytingáefnahagsstefnunni, hið
nýja við þessar breytingar er að
fyrrnefndar vörur fá meiri vigt í
efnahagslífi landsins en áður var.
Þessar breytingar tengjast öðrum
mikilvægum þáttum í efnahagslífi
Kúbu, nefnilega tengslum lands-
ins við Sovétríkin. Þessi tengsl
hafa á undanförnum árum verið
Kúbumönnum sérlega hagstæð.
Sykurverð á alþjóðamarkaði hef-
ur fallið niður í 0,3-0,4 dollara,
pundið. Sovétríkin hafa hins veg-
ar keypt miklar birgðir af Kúbu-
mönnum á 0,32 dollara, pundið.
Á næstu tíu árum ætla Sovét-
menn hins vegar að minnka
þennan stuðning sinn um 7-10%
af sykurverðinu árlega.
Olían
Á sama tíma er Kúba í miklum
vandræðum vegna hins mikla
verðfalls á olíu. Og Sovétmenn
hafa stutt Kúbu með því að sjá
landinu fyrir mun meira magni af
olíu en þörf er fyrir. Þessar um-
frambirgðir hafa Kúbumenn selt
á alþjóðamarkaði. Á síðustu
árum hafa gjaldeyristekjur af
þessari olíusölu nálgast það að
vera 40% af gjaldeyristekjum
Kúbumanna.
Nú ætla Kúbumenn að auka
svo framleiðslu sína á olíu að árið
1990 gera þeir ráð fyrir að fram-
leiða 2 milljónir tunna á dag, svo
þeir séu ekki eins háðir Sovét-
mönnum og hingað til.
Fimmtudagur 13. febrúar 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13
Fídel Kastró
Hættur
að reykja
Havana - Fídel Kastró Kúbu-
leiðtogi er hættur að reykja.
Hann sagðist ekki hafa hætt að
reykja af persónulegum
heilsufarsástæðum, heldur til
að vinna að framgangi heil-
brigðisherferðar meðal al-
mennings.
Hinir feitu Havanavindlar hafa
verið eitt af einkennum hins 59
ára gamla Kastrós sem hætti að
reykja 26. ágúst síðastliðinn.
„Sjálfur var ég ekki nógu ábyrgð-
armikill til að gefa vindlana upp á
bátinn vegna minnar eigin heilsu,
ég gerði þetta í þágu almenn-
ings“, sagði Kastró í lokaræðu
sinni á þingi kúbanska kommún-
istaflokksins sem lauk um síðustu
helgi.