Þjóðviljinn - 13.02.1986, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.02.1986, Blaðsíða 7
DJOÐVIIJINN Umsjón: Slgurður Á. Friðþjófsson Guðmundur P. Jónsson formannsefni stjórnarog trúnaðarmanna- ráðs: Þarfað vera virkforysta ífélag- inu. Bað sjálfur um aðfá að taka yfir stjórnina því mér ofbauð hvern- ig málum var komið Guðmundur Þ. Jónsson og Hildur Kjartansdóttir formanns- og varaformannsefni á lista stjórnar og trúnaðarmannaráðs Iðju á vinnustaðarfundi með Iðjufólki í vikunni. Mynd - Sig. Iðjukosningarnar Ekki sá neisti sem vildum hafa Á föstudag og laugardag fer fram allsherjaatkvteðagreiðsla meðal Iðjufélaga um kjör stjórn- ar og trúnaðarmannaráðs félags- ins. Tveir listar eru í framboði, listi stjórnar og trúnaðarmanna- ráðs þar sem Guðmundur Þ. Jónsson varaformaður Iðju er formannsefni, og B-listi borinn fram af Bjarna Jakobssyni for- manni Iðju og stuðningsmönnum hans. Það vekur óneitanlega athygli að stjórn og trúnaðarmannaráð Iðju stóð samhljóða á bak við til- lögu uppstillingarnefndar félags- ins um Guðmund Þ. Jónsson sem formann og Hildi Kjartansdóttur sem varaformann. Bjarni og tveir aðrir af ríflega 20 manna stjórn og trúnaðarmannaráði sat hjá við afgreiðsluna. En hvers vegna þessi uppstokkun hjá Iðju? Guð- mundur Þ. Jónsson formannsefni stjórnar og trúnaðarmannaráðs og varaformaður Iðju var beðinn að svara þeirri spurningu. - Á undanförnum árum hafa menn verið mjög óánægðir með starf Iðju og þá kannski fyrst og fremst þá forystu sem fyrir fé- laginu átt að vera. Menn telja að hún hafi slaknað verulega frá því sem þarf að vera. Fyrir rúmi ári síðan var það rætt við Bjarna Jak- obsson að hann iéti af for- mennsku í félaginu. Menn voru orðnir býsna óánægðir með hans hlutverk þar og hversu lítið lá eftir hann. Það varð hins vegar niðurstaðan þá að menn sættust á eitt ár til viðbótar, endurkusu Bjarna og fóru fram á að hann notaði þetta ár ti! að aðlaga sig þessum breytingum, svo tækju aðrir menn við. Þegar kom að uppstillingu núna, þá hafði óá- nægjan vaxið fremur en hitt og þegar þess var farið á leit við Bjarna að hann léti af for- mennsku þá hafnaði hann því, sem varð til þess að meirihluti uppstillingarnefndar ákvað að stilla honum ekki upp sem stjórn og trúnaðarmannaráð samþykkti síðan samhljóða. Sama staða og fyrir tíu árum Pað hefur þá verið samstaða um það innan stjórnar- og trúnað- armannaráðs að breyting yrði að verða á stjórn félagsins? - Já það var mjög almenn skoðun og eins hjá fjölda trúnað- armanna á vinnustöðum sem haft var samband við vegna þessara mála. Það má kannski minnast á það í þessu sambandi að árið 1976 var uppi svipað ástand í Iðju. Þá voru menn á því að þá þyrfti að skipta um forystu og gerðu það og þá var kosið á milli þáverandi for- manns og Bjarna Jakobssonar. Ég sem þá studdi Bjarna Jakobs- son sá alls ekki eftir því, vegna þess að ég tel að þau skipti hafi orðið félaginu til verulegra bóta á sínum tíma. Nú er það auðvitað ekki neitt náttúrulögmál að það verði að breyta til eftir svo og svo langan tíma heldur verður það að ráðast af aðstæðum hverju sinni. Það varð strax miklu meiri þrótt- ur í félaginu strax eftir þessi upp- skipti en síðan þegar á leið, þá fór þetta að sækja í sama farið og við teljum að það hafi ekki búið sá neisti í forystumanninum síðustu árin sem við vildum hafa. Jafnvel þó að menn hafi ágæta starfs- menn og félagsmenn fái sína af- greiðslu og annað slíkt, þá segir það ekki allt. Það þarf að koma fleira til en að dagleg afgreiðsla gangi sinn gang, það þarf að vera virk forysta í félaginu og þeir sem taka þau verk á sínar hendur þurfa að vera sívakandi og vinna í þeim málum. Bjarni hefur látið liggja að þvíí blaðaviðtölum, að þér sem vara- formanni félagsins hefði borið að taka yfir Stjórn félagsins þar sem hann hafði orðið að hverfa frá vegna veikinda. Hverju svarar þú þessu? - Málið er það að Bjarni hvarf aldrei frá starfi vegna veikinda, utan tveggja mánaða í fyrra- sumar, júlí og ágúst. Að öðru leyti hefur hann ekki falið mér að gegnaformennskuífélaginu. Það er rangt að svo hafi verið. Hann fór aldrei fram á að ég tæki við störfum formanns, hvorki um lengri né skemmri tíma. Aldrei nokkurt tímann, nema þessa tvo mánuði að ég bað sjálfur um að fá að taka yfir stjórnina því mér of- bauð hvernig málum var komið. Ég vil einnig benda á að þann 10. desember sl. þegar við fjöll- uðum um sérkröfur félagsins í yfirstandandi samningum óskaði ég eftir því að boðaður yrði al- mennur félagsfundur snemma í janúar til þess að ræða kjaramál- in. Þessa beiðni lét ég bóka á stjórnarfundi en þessi fundur hef- ur aldrei verið haldinn og það hefur jafnvel verið erfitt að ná saman stjórn og trúnaðarmanna- ráði til funda vegna þess að for- maðurinn hefur haft einhverju öðru að sinna. Ekkert pólitískt uppgjör Sumir vilja halda því fram að þarna sé um að rœða eitthvert pólitískt uppgjör á milli ykkar Bjarna. Er það rétt? - Það er mesti misskilningur. Það er ekkert pólitískt uppgjör á ferðinni, það er aðeins verið að tala um að breyta til í félaginu og efla það. Þeir sem standa að lista stjórnar og trúnaðarmannaráðs er bæði nýtt fólk sem gefur sig fram til starfa og eins fólk sem hefur starfað í forystusveitinni áður. Það hefur ekkert verið spurt um stjórnmálaskoðun þessa fólks. Kom þér á óvart að Bjarni skyldi bjóða fram eftir að svo mikill einhugur hafði verið um lista stjórnar og trúnaðarmanna- ráðs? - Ekki svo mjög, enda held ég að það hafi fyrst og fremst aðrir en Bjarni sjálfur ákveðið þetta framboð hans. Þá á ég við ýmsa af þeim mönnum sem vildu ekki þessar breytingar og knúðu því þetta framboð fram. Andstœðingar ykkar hafa hald- iðþvífram aðþað vœri óheppilegt aðþú sért bœði íforsvarifyrir /ðju og Landssamband iðnverkafólks. - Þess eru mörg dæmi að menn séu formenn bæði í félagi og sam- bandi. Þar má m.a. benda á Guð- mund J. Guðmundsson. Guðjón Jónsson og Magnús Geirsson í því sambandi. Ég get ekki séð hvers vegna það getur ekki farið saman, formennska í félagi og sambandi. Ég er ekki að segja að það þurfi endilega að vera þannig en það er ekkert sem segir að það geti ekki gengið, og getur oft á tíðum komið að góðu gagni. Pað vekur athygli að á lista stjórnar og trúnaðarráðs er fjöld- inn allur af konum í framboði til trúnaðarstarfa. Hver er ástœðan fyrir þessari sókn kvenna til for- ystu? - Þetta er vissulega fagnaðar-1 efni og þetta sýnir að konur eru I Fimmtudagur 13. febrúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.