Þjóðviljinn - 13.02.1986, Blaðsíða 14
FLÓAMARKAÐURINN
Húsnæði óskast
undir tattóveringarstofu. Flest
kemur til greina. Upplýsingar í
síma 53016, Helgi tattó.
Gestalt-námskeið
Terry Cooper heldur Gestalt-
námskeiö í Reykjavík helgina
22. og 23. febrúar. Fáein pláss
laus. Upplýsingar hjá Daníel í
síma 29006 á daginn og í síma
18795 á kvöldin.
Leigusali óskast
Vantar þig leigjendur? Viltu
leigja okkur frá 1. júní? Erum
námsmenn með eitt barn,
hress og reglusöm. Sláðu á
þráðinn í síma 22439 eftir kl. 17
á daginn.
Bíll til sölu
Vartburg station, árgerð 1980,
til sölu. Upplýsingar í síma
31254.
Kostaboð
á kjarapöllum
Til sölu sem ónotuö Olympus
OM10 myndavél, með stand-
ard linsu, í tösku og með magin-
on 200 mm zoom linsu. Verð kr.
18.000. Upplýsingar í síma
39307 eftir kl. 21.
íbúð óskast
Okkur vantar 2-3ja herbergja
íbúð í Reykjavík. Upplýsingar í
síma 53679 á daginn og 45653
á kvöldin.
Tvíburakerra
Vantar tvíburakerru eða tvær
regnhlífakerrur. Upplýsingar í
síma 33473 milli kl. 5 og 7 .
Óska eftir
að kaupa tvíburakerru. Upplýs-
ingar í síma 671064.
Til sölu
Bakpoki, svefnpoki, hraðsuðu-
ketill og veiðistöng til sölu. Upp-
lýsingar í síma 42480.
Eldhúsinnrétting
Bráöabirgöa, eða notuð, ódýr
eldhúsinnrétting óskast keypt.
Upplýsingar í síma 41292.
Hnakkar
Okkur vantar 2 notaða hnakka.
Vinsamlegast hringiö í síma
39691 eftir kl. 17 næstu daga.
Gitar óskast
Klassískur gítar óskast til
kaups. Upplýsingar í síma
17292.
Heimilishjálp
óskast á heimili í Vesturbænum
2svar í viku, 3-4 tíma í senn.
Upplýsingar í síma 17292.
Til sölu
Skápur til sölu (skenkur). Upp-
lýsingar í síma 686541.
Óskast keypt
Vel með farin borðstofuhús-
gögn óskast. Helst kringlótt
borö. Upplýsingar í síma
16408.
Til sölu
Sinclair Spectrum 48k, enn í
ábyrgð ásamt stýripinna, inter-
face og nokkrum forritum. Upp-
lýsingar í síma 38525.
Frystikista
til sölu v/flutnings 300 lítra.
Selstódýrt. Uppl. ísíma 50612.
Herbergi til leigu
Gott herbergi til leigu. Aðgang-
ur að eldhúsi getur fylgt. Leigist
aðeins reglusamri konu. Uppl. í
síma 32440.
ATH.!
Óskum eftir gömlum fötum og
dóti. Á ekki einhver s/h sjónvarp
sem hann vill gefa? Vinsam-
legast hringið í síma 41450
(eða 83019) e.kl. 16.
Aukavinna óskast
Unga konu bráðvantar auka-
vinnu. Er vön flestri vinnu. Góð
meðmæli. Vinsamlegast hring-
ið í síma 620382 á kvöldin.
Barnasæti á hjól
Á ekki einhver öryggis-barna-
sæti á reiðhjól, sem hann vill
losna við? Vinsamlegast hring-
ið í síma 19506 e. kl. 17.
Óska eftir
að kaupa innanhúss barnarólu.
Vinsamlegast hringið í síma
46453.
Skíðabuxur -
leðurjakki
Til sölu dökkbláar skíðabuxur,
stærð 152, verð kr. 1.500. Einn-
ig loðfóðraður leðurjakki (pilot),
stærð 36. Er sem nýr. Verð kr.
6.000. Upplýsingar í síma
12629.
aðg
lcKf
er&
tilv^
stds
<U-
DJÓÐVILJINN
Laust embætti
SlSsem forseti íslands veitir.
í læknadeild Háskóla íslands er laust til um-
sóknar embætti prófessors í eölislyfjafræöi, viö
námsbraut í lyfjafræði lyfsala.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkis-
ins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísinda
störf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo
og námsferil og störf, skulu sendar menntamála-
ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, og
skulu þær hafa borist fyrir 15. mars nk.
Menntamálaráðuneytið, 6. febrúar 1986.
Tilkynning til söluskatts-
greiðenda.
Athygli söluskattsgreiöenda skal vakin á
því, aö gjalddagi söluskatts fyrir janúarmán-
uö er 15. febrúar. Ber þá aö skila skattinum til
innheimtumanna ríkissjóðs ásamt sölu-
skattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytiö 7. febrúar 1986.
Hugleiðing um
umferðarmál
eftir Vilhjálm Sigurjónsson
Mig dreymir um þá tíð þegar
umferðarmál verða komin á það
stig á landi voru að allir lands-
menn kunni þau og virði. Að lög-
in verði það skýr og einföld að
hægt sé að kenna þau hverju
barni. Að í öllum grunnskólum
landsins verði umferðarfræðsla
skyldunám, og sérhæfðir kennar-
ar kenni þau. Að allir landsmenn
verði jafn réttháir í lögunum og
verði tryggðir í þeim. Að í um-
ferðarlögunum séu allar merk-
ingar og merki alþjóðamerking-
ar. Að merkingar og merki hafi
einn og sama tilgang. Að hið háa
alþing kynni sé að þeir kaflar sem
vantar í umferðarlögin eru
nauðsynlegir.
Pví að ekki dugar lengur að
nota eingöngu undirstöður elstu
umferðarlaga heims til að byggja
umferðarlög á. (Þá voru aðeins
þekktar einstefnugötur og tví-
stefnugötur). Allar tegundir
gatna og merkja verða að vera
undirstaðan sem umferðarlög eru
byggð á og um. Það væri öllum til
góðs, að þeirri þröngsýni linni
sem nú er allsráðandi í öllum
gatna- og vegaskipulagi
(hönnun). Bifreiðaeigendur eiga
fyllilega skilið að aka um sæmi-
lega breiða vegi og götur, svo eru
þessar mjóddir ólíkt dýrari í við-
haldi og hættulegri á allan hátt,
þegar alltaf er ekið í sömu hjól-
förum.
Það væri vel ef yfirvöld færu að
átta sig á að þau ósköp af
steinsteypu sem nú er kakkað
niður í allskonar hindranir við
gatnamót, í stað loftmerkinga,
svokallaðar hraðahindranir við
og á gangbrautum, og mjókkanir
á akbrautum er ekki annað en
þekkingarskortur og þröngsýni
og vegna þess að alþjóðamerk-
ingar eru ekki virtar.
Hvers vegna: Vegna þess að
yfirvöld hafa misnotað þær, þ.e.
þau virðast ekki gera sér grein
fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því
að setja upp hin ýmsu merki, þau
eiga líka að framfylgja því að þau
séu virt. Almenningur kemst upp
með að þverbrjóta allar reglur,
vegna þess að síðastliðin 30-40 ár
hefur löggæsla nánast ekki verið
nein. Aftur á móti hafa fleiri og
fleiri lögreglubílar tekið þátt í
radarmælingum, á greiðfærustu
gatnaspottum. En alls ekki við þá
staði sem hættulegir eru fyrir
gangandi vegfarendur, t.d. við
barna- og ungmennaskóla, eða
elliheimili.
Því miður vantar í umferðar-
lögin ákvæði um einstefnubraut-
argötur, enda eru þær ekki til í
umferðarlögunum, en einstefnu
braut er breið braut fyrir 2 eða
fleiri akreinar. Þar ætti að
ákvarða um að hver akrein eigi
aðalbrautarrétt fyrir næstu ak-
rein og hægfara ökutæki beri að
aka í akrein lengst til hægri. Þar
þarf einnig að vera ákvæði um að
2 ökutæki aki ekki samsíða á of
lítilli ferð og loki þar með fyrir
eðlilegri umferð um veginn.
Varúð til hægri er víða ekki
virt, það er einfaldlega af því að
víða eru sett upp biðskyldumerki
og einhver smá götuspotti gerður
að aðalbraut fyrir þeim götum.
Svo er þessi stutti götuspotti á
enda og aðalbraut blasir við og
auðvitað bið- eða stöðvunar-
skyldumerki þar. Þar verða slys-
in. Vegna þess að ökumenn sem
vissu sig á aðalbraut, voru búnir
að aka framhjá 2-3 gatnamótum
og þar voru biðskyldumerki, og
athygli ökumanns var í augna-
blikinu ekki nógu góð. Borg og
bæjarfélög eiga ekki að misnota
biðskyldumerkin á þennan hátt.
Við þessar götur hefði átt að gilda
gamla reglan í þéttbýlinu, varúð
til hægri. Seinna aka menn svo
aðrar götur samskonar þar sem er
varúð til hægri, þar líta menn
ekki til hægri, virða ekki hægri
réttinn.
Því miður eru biðskyldumerk-
in svo sem mörg önnur, misnotuð
með ýmsu móti, t.d. við þær „ein-
stefnugötur“ sem ekið er inná úr
gagnstæðum áttum, þar eru þver-
brotnar eðlilegar og sjálfsagðar
(alþjóðareglur) með því að nota
ekki hindrunarlínu og ekki loft-
merki, en misnota biðskyldu-
merki.
Dæmi: Ökutæki koma úr gagn-
stæðum áttum frá Suðurlands-
braut og aka inn á Grensásveg.
Þau ökutæki sem koma austanað
hafa allan forgang og aka skáhallt
yfir í hægri akrein, í veg fyrir þá
umferð sem kemur vestanað.
Þarna ætti umferð að geta gengið
hindrunarlaust úr báðum áttum,
ef rétt væri á málum haldið. Því
að ef ökumenn þurfa að skipta
um akrein, eiga þeir að nota
stefnuljós, og það á að virða þau.
í umferðarlögin vantar ákveðin
ákvæði um skyldu að nota og
virða stefnuljós. Vegna þess að
ákvæði hefur vantað svo lengi,
eða verið á þann veg að ekki
kemur að neinu gagni tel ég
nauðsyn á að gera verulegt átak
til að lagfæra. En einmitt van-
notkun á stefnuljósum og óæski-
legar reglur um að ekki þurfi að
virða þau er bein orsök margra
slysa og óhappa í umferðinni.
Eitt sláandi dæmi um hvernig
það opinbera leyfir sér að mis-
nota merki og merkingar er þegar
ekið er frá Hamraborg í Kópa-
vogi, yfir brúna á gjánni og til
vinstri á einstefnugötu, þá blasir
við tvístefnuakstursmerki sem á
eingöngu að nota þegar ekið er úr
einstefnugötu inn í tvístefnugötu.
Og þetta merki blasir við fram-
undan í einstefnugötunni. Þarna
er um herfilega misnotkun að
ræða.
Mig langar að nefna eina fjar-
stæðuna enn. Þar sem Sætún og
Skúlagata liggja hlið við hlið er
biðskyldumerki í Sætúni og
hindrunarlína milli akreina þar
sem göturnar koma saman úr
tveimur akbrautum í samhliða
akreinar. Þarna eru misnotuð tvö
merki með þeim afleiðingum að
ökumönnum er beinlínis kennt
að ekkert sé að marka hinar al-
þjóðlegu merkingar.
Því miður er búið að misnota
svo hinar alþjóðlegu merkingar
og merki með ýmsum hætti að
almenningur er löngu hættur að
taka mark á þeim. Hvar annars-
staðar í heiminum en hér létu
menn sér detta í hug að setja bið-
skyldumerki á undirstöður götu-
vita? Hvaða ókunnugum öku-
manni kæmi til hugar að þegar
gult ljós blikkar á götuvita væri
ekki einfaldlega varúð til hægri.
Biðskyldumerkin undir blikk-
andi gulum ljósum hverfa. At-
hygli ökumanns beinist að blikk-
andi gulu ljósi. Eiga kannski allir
vegfarendur að vita að Mikla-
braut er rétthærri en Kringlumýr-
arbraut o.s.frv. Væri ekki heppi-
legra að nota þær reglur sem aðr-
ar þjóðir hafa þ.e. að biðskyldu-
merki hafi eigin undirstöðu, að
þau séu staðsett a.m.k. 2-4 m. frá
gatnamótum þeirrar götu sem
minni umferð er um og blikkandi
hvítt leiftur á biðskyldumerkinu,
eða rautt Ijós látið blikka þeim
megin sem minni umferð er um?
Þar sem götur skerast og tvær
eða fleiri akreinar eru að eða yfir
á tafarlaust að merkja með ak-
reinamerkjum yfir gatnamótun-
um, loftmerkingum. Óþolandi
hringlandaháttur er með akrein-
ar yfir og í beygjum við gatna-
mótin, þar sem á einum gatna-
mótum gilda aðrar reglur en á
öðrum og það eiga allir að vita án
þess að það sé nokkuð merkt. Þá
vil ég nefna gangbrautirnar, víða
eru gangbrautir ekki merktar.
Dæmi: Ef ekið er frá Mikla-
torgi austur Miklubraut er merkt
gangbraut við Rauðarárstíg, svo
aka menn áfram nokkurn spöl að
strætisvagnaskýli við Miklatún,
til vinstri þar er ómerkt gang-
braut og grasrót tekin úr umferð-
areyju. Svo ökum við áfram fram
hjá gönguljósum við Stakkahlíð
og þá blasir við merkið „gang-
braut framundan" eftir 70 m. Þar
eru strætisvagnaskýli báðum
megin götunnar en nokkru nær er
gangbrautin ómerkt með öllu. Á
báðum þessum gangbrautum
hafa orðið dauðaslys á undan-
förnum árum.
Svona er hægt að telja upp
endalaust.
Vilhjálmur Sigurjónsson
er ökukennari og leigubif-
rciðastjóri í Reykjavík.
Kynfræði
Félag
stofnað
Stofnað var í Reykjavík þann
9. desember s.l. Kynfræðifélag
Islands. Undirbúningsnefnd
hafði þá starfað um nokkurn
tíma, eftir að fjöldi fólks hafði lýst
áhuga fyrir stofnun slíks félags.
Á stofnfundinum komu rúm-
lega tuttugu manns úr ýmsuin átt-
um, sáifiæðingar, félags-
ráðgjafar, læknar, hjúkrunar-
fræðingar, kennarar o.fl. Á fund-
inum var greinargerð undirbún-
ingsnefndar lesin, samþykkt lög
fyrir félagið og tvær tillögur til
bráðabirgða, sem tengjast lögun-
um, samþykkt árgjald fyrir starfs-
árið 1985-1986 og kjörið í stjórn
félagsins.
Stjórnin hefur nú skipt með sér
verkum, en Nanna K. Sigurðar-
dóttir félagsráðgjafi var kjörinn
formaður. Aðrir í stjórn eru: Sig-
tryggur Jónsson sálfræðingur, rit-
ari, María Guðmundsdóttir
hjúkrunarfræðingur, gjaldkeri og
Kjartan Magnússon krabba-
meinslæknir og Hope Knútsson
iðjuþjálfi, meðstjórnendur.
Félagið er ætlað fagfólki, sem
hefur menntun á sviði
heilbrigðis- félags- eða sálar-
fræða, svo og öðrum, sem fást við
kynfræði í starfi sínu.
Aðalfundur félagsins verður
haldinn í maí n.k., en þeir sem
ganga í félagið fyrir þann tíma
teljast stofnfélagar. Umsókn um
aðild að félaginu berst stjórn
á þar til gerðum umsóknar-
eyðublöðum, en þau er hægt að
fá hjá stjórnarmönnum. Pósthólf
félagsins er 1771 - 121 Reykja-
vík.
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. febrúar 1986