Þjóðviljinn - 13.02.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 13.02.1986, Blaðsíða 16
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 81663. Fimmtudagur 13. febrúar 1986 36. tölublað 51. árgangur DiOÐVILIINN Rafmagnsskuldir Borgartjúum hótaö lokun Lokunarhótanir sendar til borgarbúa sem skulda nokkrar þúsundir á sama tíma ogstórfyrirtœkinfá að safna miljóna- skuldum sem sumar munu aldrei innheimtast. Guðrún Ágústsdóttir: Fólkfarið að leita aðstoðar Félagsmálastofnunar r Asama tíma og Rafmagnsveita Reykjavíkur leyfir ýmsum stórfyrirtækjum að safna milj- ónaskuldum vegna vangreiddra rafmagnsreikninga eins og skýrt var frá í Þjóðviljanum í gær, er beitt hörðum innheimtuaðgerð- um og lokunarhótunum gagnvart þeim borgarbúum sem skulda nokkrar þúsundir fyrir rafmagn og hita. „Mér er kunnugt um Reykvík- inga sem skulda allt því að nokkra tugi þúsnda fyrir rafmagn og hita og hafa yfir sér hótanir um lokun. M.a. veit ég um dæmi þar sem gengið hefur verið hart að fjögurra bama einstæðri móður sem er í vanskilum við veiturnar og hún hefur ekki séð annað ráð en að leita aðstoðar hjá Félags- málastofnun borgarinnar“, sagði Guðrún Ágústsdóttir borgarfullt- rúi og fulltrúi í félagsmálaráði í samtali við Þjóðviljann í gær. Frétt Þjóðviljans um miljóna- skuldir Hafskips, trésmiðjunnar Víðis og fleiri þekktra fyrirtækja hjá rafmagnsveitu borgarinnar hefur vakið mikla athygli, en þessum fyrirtækjum hefur flest- um verið gefinn kostur á að semja sérstaklega um sínar skuldir en ljóst er að stórskuldir eins og hjá Hafskip verða aldrei innheimtar. „Það virðist vera stefnan að sjá í gegnum fingur sér með stór- skuldir fyrirtækjanna en einstak- lingamir fá engan frest, heldur er hótað með lokun“, sagði Guðrún Ágústsdóttir. -•g- Kennararnir Þorsteinn svarar í dag í dag kl. 14 er boðaður sérstak- ur fundur í sameinuðu þingi þar sem Þorsteinn Pálsson fjármála- ráðherra og Sverrir Hermanns- son menntamálaráðherra svara fyrirspurn um afstöðu sína tU krafna kennarasamtakanna. Fyrirspurnin sem er frá Hjör- leifur Guttormssyni hefur tvíveg- is áður verið á dagskrá sameinaðs þings en í hvorugt skiptið hefur Þorsteinn mætt. Hjörleifur spyr hver afstaða þeirra kumpána sé til jöfnunar á launum kennara, til samningsréttar og verkfallsréttar til handa Kennarasambandi ís- lands og til lögverndunar á starf- heiti og starfsréttindum kennara. Iðja Kosninga fundur íkvöld Kosningar um nýja stjórn og trúnaðarmannaráð Iðju félags verksmiðjufólks hefst á morgun og stendur fram á laugardag. Tveir listar eru í framboði. A-listi stjórnar og trúnaðarmannaráðs þar sem Guðmundur Þ. Jónsson varaformaður Iðju er i framboði til formanns og Hildur Kjartans- dóttir til varaformanns. Formað- ur Iðju, Bjarni Jakobsson, og stuðningsmenn hans hafa boðið fram á móti stjórn og trúnaðar- ráði með Bjarna sem formanns- efni. í kvöld verður haldinn al- mennur félagsfundur Iðju í Dom- us Medica þar sem rætt verður um samningamálin en vafalaust munu kosningarnar einnig taka stóran hluta af umræðunni. í Þjóðviljanum í dag er að finna ítarlegt viðtal við Guðmund Þ. Jónsson um óánægjuna með starf félagsins á sl. árum og kosninga- baráttuna. Sjá bls. 7 oe 8. ~,g- Á lista stjórnar og trúnaðarmannaráðs, A-listanum, eru í framboði 5 konur til stjórnar af 10 stjórnarmönnum og 16 konur í trúnaðarmannaráði af alls 20 trúnaðarráðsmönnum Iðju. Þessi mynd var tekin á dögunum af hluta þeirra kvenna sem eru á lista stjórnar og trúnaðarráðs auk annarra stuðningskvenna. Frá v. í efri röð: Kristjana Kristjánsdóttir, Ragna Guðvarðardóttir, Jónína Krist- jánsdóttir, Dýrólína Eiríksdóttir, Bergþóra Sigurjónsdóttir, Hildur Kjartansdóttir, Valborg Guðmundsdóttir, Ólína Halldórsdóttirog Una Halldórsdóttir. I neðri röð frá v. eru Kolbrún Guðmundsdóttir, Guðbjörg Þórunn Guðnadóttir, Kristín Aspar og Helga Brynjólfsdóttir. - Mynd Sig. bæklingi um Atlantshafsbandalagið og „friðarbaráttu þess“ er inntökubeiðni í Varðberg, samtök um vestræna samvinnu. MR Nató-pési á hvert borð „Óhugnanlegsending“, segir nemandi um bœklinginnþarsemNató er prísað sem helsta friðarbandalag heims! Mér þótti þetta heldur óhugn- anleg sending ekki síst þegar ég sá að krakkarnir skrifuðu sig unnvörpum inn í Varðberg. Ég átti ekki von á skflu í skólanum, sagði nemandi í 5. bekk Mennta- skólans í Reykjavík um áróðurs- bækling Nató sem dreift var á öll skólaborð þar í gær og fyrradag. Inni í 113 síðna áróðursritinu var inntökubeiðni í Varðberg, en út- gefandi er Upplýsingaþjónusta Atlantshafsbandalagsins i Briissel og Reykjavík. Sem dæmi um innihaldið má taka eftirfarandi: „Nató, stærsta friðarhreyfingin“, „Nató er friðarbandalag sem tekist hefur að varðveita frið“, og „Nató er forsenda öryggisins"! Þarna er Atlantshafssáttmálinn og skýr- ingar við hann, skrá yfir fastafull- trúa í Atlantshafsráðinu, hermál- anefndina og æðstu hershöfðing- ja „friðarbandalagsins" auk ítar- legs kafla um starfsemi Nató á sviði hernaðar og borgaralegra samskipta. í viðauka sem ber heitið „Annáll Nató“ er upphafið rakið til undirritunar á sáttmála Sameinuðu þjóðanna 26. júní 1945! Um þann skelfilega atburð, hálfum öðrum mánuði síðar, þeg- ar Bandaríkjamenn sprengdu kjarnorkusprengjuna yfir Hiros- hima, segir: „Atómsprengjan springur í Hiróshima". Svo mörg voru þau orð og ekki eitt um Nagasaki. -ÁI Kennarar Skærur áfram Kennsla mun falla niður í grunnskólum Reykjaneskjör- dæmis og á Austurlandi í dag. Þá er ráðgert að fella niður kennsiu á Suðurlandi og Norðurlandi vestra á föstudag. Þetta gera kennarar til að leggja áherslu á að fá leiðréttingu á 5% launamis- réttinum milli félaga í KÍ og HÍK. Á fundi með fjármálaráðherra í gær fékkst staðfesting á því að ráðherra er tilbúinn að veita Bandalagi kennarafélaga samn- ingsréttinn fyrir KÍ, þó svo að HIK geti ekki sameinast BK fyrr en 1987. - Sáf.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.