Þjóðviljinn - 14.02.1986, Qupperneq 3
FRETTIR
Samningarnir
Ekkert þokast
Ásmundur Stefánsson: Semjum ekki um
lœkkun launa. Ekki verið boðaður nýr
samningafundur hjá ASÍ og vinnuveitendum.
Undirnefndir að störfum. Nýr sáttafundur hjá
BSRB og ríkinu í dag
Ekkert þokaðist í samkomu-
lagsátt í gær hvorki hjá ASI og
vinnuveitendum, sem hittust á
fundi í Garðastræti, né hjá samn-
inganefndum BSRB og ríkisins
sem funduðu hjá sáttasemjara.
Ásmundur Stefánsson, ASÍ,
sagði að samninganefndin hefði
gert vinnuveitendum ljóst að þeir
væru í þessum viðræðum til að
semja um kaupmáttaraukningu
og til að tryggja þann kaupmátt.
ASÍ stendur ekki í viðræðunum
K1
Launamisrétti
leiðrétt
Kennarar í KÍ hafa ákveðið að
taka tilboði Þorsteins Pálssonar
um að frá og með 1. febrúar fái
þeir sömu laun og kennarar í
HÍK. Þorsteinn gerði kennurum
grein fyrir þessu á fundi um þrjú-
leytið í gær. Hafa kennarar því
fallið frá þeim aðgerðum sem fyr-
irhugaðar höfðu verið, en í dag
átti kennsla að falla niður á Suð-
urlandi og Norðurlandi vestra.
Kennaramálin voru rædd á Al-
þingi í gær og sagði Hjörleifur
Guttormsson m.a. að sá árangur
sem náðst hefði væri fyrst og
fremst órofa samstöðu kennara
gegn ríkisstjórninni að þakka.
- Sáf.
Lögverndun
á leiðinni?
í gær skilaði nefnd, sem þáver-
andi menntamálaráðherra
skipaði í fyrra, áliti til Sverris
Hermannssonar um lögverndun á
starfsheiti kennara. Sagðist
ráðherrann nú myndu leggja
þetta fyrir ríkisstjórn og væntan-
lega fyrir alþingi í frumvarps-
formi mjög bráðlega.
Þetta kom fram í máli ráðherr-
ans í gær á alþingi í tilefni fyrir-
spurnar frá Hjörleifi Guttorms-
syni. Sagði Sverrir að í frum-
varpsdrögunum væri gert ráð
fyrir lögverndun á starfsheiti
grunnskólakennara og fram-
haldsskólakennara og einnig
endurskoðun á lögum um emb-
ættisgengi kennara og skóla-
stjóra. - ÁI.
I
til að semja um lækkun launa.
Það er því ljóst að viðræður
hljótí að byrja aftur frá grunni.
Þegar fundi var slitið í gær-
kvöld var ákveðið að efna-
hagsmálanefndin hittist kl. 9
árdegis í dag, en ekki hefur verið
boðaður annar samningafundur.
Um helgina mun samninganefnd
ASÍ funda með stjórnum verka-
lýðsfélaganna um allt land og í
framhaldi af því munu félögin út-
vega sér verkfallsheimild.
Samninganefndir BSRB og
ríkisins hittust hjá sáttasemjara.
Var á þeim fundi ákveðið að
undirnefndir hittust kl. 9 í gær-
kvöld til að ræða kauptrygging-
una, samningsréttarmál og fleiri
sérákvæði samninga. Nýr fundur
með stóru samninganefndunum
hefur verið boðaður kl. 15 í dag.
- Sáf.
Ásmundur Stefánsson forseti ASl
Vörumarkaðurinn
70 miljónir á borðið
Ríkissjóður búinn að kaupa Vörumarkaðinn Ármúla undir
rannsóknarstofur og Hollustuvernd. Kaupverðið tekið að láni hjá
lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins
Ríkissjóður keypti í gær Vöru-
markaðshúsið við Ármúla
fyrir 70 miljónir króna á borðið.
Kaupin eru að fullu fjármögnuð
með láni úr lífeyrissjóði starfs-
manna ríkisins. Reiknað er með
að heildarkostnaður vegna lag-
færinga og innréttinga á húsinu
verði um 40-50 miljónir.
Sigurður Þórðarson deildar-
stjóri í fjármálaráðuneytinu sagði
í samtali í gær að tekist hefði að
koma kaupverðinu niður með því
að borga allt út að fullu og eins
með því að kaupa alla hús-
eignina.
Kjallari og 1. hæð Vörumark-
aðarins verða afhent 1. apríl nk.
en aðrar hæðir í lok júní í sumar.
Ráðgert er að sýkla- og veiru-
rannsóknardeildir Háskólans
auk Hollustuverndar ríkisins fái
aðstöðu í húsinu og meðal annars
verður innréttuð sérstök aðstaða
fyrir atVA-rannsóknir í kjallaran-
um.
- lg-
Neskaupstaður
Bæjarstjóm styður kennara
Bœjarstjórnin í Neskaupstað lýsiryfir fyllsta stuðningi við kröfur kennara
Afundi í bæjarstjórn Neskaup-
staðar sl. þriðjudag var sam-
þykkt ályktun til stuðnings kjara-
baráttu kennara. Tillagan var
samþykkt með 7 atkvæðum Al-
þýðubandalagsmanna og Fram-
sóknarmanna en bæjarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins, tveir, voru á
móti.
Tillagan er svohljóðandi: „Bæ-
jarstjórn Neskaupstaðar lýsir yfir
fyllsta stuðningi við Kennara-
samband ísiands í yfirstandandi
deilu þess við fjármálaráðuneyt-
ið. Bæjarstjórnin átelur fjármála-
ráðherra fyrir að standa gegn jafn
sjálfsögðum kröfum og jöfnun
launa kennara á grunnskólastigi
og samningsrétti til handa Kenn-
arasambandi íslands. Bæjar-
stjórnin hvetur stjórnvöld til að
koma til móts við kennarastéttina
í þessum efnum, jafnframt því að
inara- i
ú
Utsala
vinna að lögverndun starfsheitis
kennara. Bæjarstjórnin gerir sér
grein fyrir því að jákvæð þróun
menntunar og skólastarfs í
landinu byggist á því, að réttinda-
menn fáist til starfa í skólum
landsins. Þess vegna lýsir bæjar-
stjórnin yfir fyllsta stuðningi við
kröfur KÍ um samningsrétt, lö-
gverndun starfsheitis kennara,
auk verulegra kjarabóta til handa
kennarastéttinni".
SG/óg.
Nýtt
fiskverð
Yfirnefnd Verðlagsráðs sjáv-
arútvegsins ákvað í gær nýtt fisk-
verð sem gilda skal til 31. maí.
Ákvörðunin felur í sér 3,5% með-
alhækkun frá því verði sem giiti
til 31. janúar.
Ákvörðunin var m.a. byggð á
því að sá kostnaðarhluti útgerð-
ar, sem kemur til skipta sam-
kvæmt lögum, verði aukinn um
2,5% þegar landað er innanlands
en 1% þegar landað er erlendis.
Forsenda þessarar ákvörðunar er
m.a. að gasolíuverð lækki sem
næst 7% frá 1. mars og um 3% frá
15. mars næstkomandi. Fari al-
menn launahækkun á tímabilinu
fram úr 5% er heimilt að segja
fiskverðinu upp frá þeim tíma.
Fulltrúar kaupenda andmæltu
þessari ákvörðun, - og kváðu
stöðu fiskvinnslunnar þannig að
hún væri í heild rekin á núlli en
með 1,5% tapi eftir þessa
ákvörðun. - óg.
Útvarpsleyfi
Sex
umsóknir
Til menntamálaráðuneytisins
hafa nú borist sex umsóknir um
leyfi til útvarps- og sjónvarps-
reksturs. Einhverra hluta vegna
vill menntamálaráðuneytið ekki
gefa það upp hverjir hafa sótt um
leyfi.
Þjóðviljinn veit fyrir víst um
tvo aðila, Jón Óttar Ragnarsson
matvælafræðing og Vídeólund á
Akureyri. - S.dór.
Vestmannaeyjar
Lýst eftir
sjómanni
Lögreglan í Vestmannaeyjum
lýsir eftir Jóni Kristinssyni sjó-
manni af Helgu RE, en hann sást
síðast niðri við Vestmannaeyja-
höfn aðfaranótt sl. miðvikudags.
Jón Kristinsson er 52ja ára.
Að sögn lögreglunnar í
Vestmannaeyjum hefur Jóns ver-
ið leitað í Vestmannaeyjum síðan
á fimmtudagsmorgun, höfnin
verið slædd en allt án árangurs.
- S.dór.
Jökulfellið
selt
Frystiskipið Jökulfell hefur nú
verið selt til Kolumbiu.
Skipið var selt á tæpar 15 milj.
kr. og hefur nú verið afhent nýj-
urn eigendum. Nefnist það nú
Polar Ice og verður væntanlega í
ávaxtaflutningum á milli Kol-
umbiu og Miami. - nihg.
Almenna bókafélagið
Ðækur
Utsala á yfir tvö hundruð bókatitlum
á verðbilinu
frá kr. 50 til kr. 200
Afgreiðslustaöir: BÓKAVERSLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR
Austurstræti 18 Opið frá kl. 9 - 18 og að Skemmuvegl 36, Kópavogi Opið frá kl. 9 - 19
Föstudaginn 14. feb. kl. 9 - 19 Laugardaginn 15. feb. kl. 9 - 16
Laugardaginn 15. feb. kl. 9 - 16 Sunnudaginn 16. feb. kl. 13 - 16