Þjóðviljinn - 14.02.1986, Page 13

Þjóðviljinn - 14.02.1986, Page 13
Filippseyjar Fólk á Haiti er enn að fagna brottför „Baby Doc“. Sá fögnuður birtist í ýmsum myndum og hér er vúdú læknir á vúdú samkomu og dúkkan sem hann heldur á mun eiga að tákna son hins fyrrverandi einræðisherra. „Baby Doc“ Vill ekki fara fra Frakklandi Talloires - Lögfræðingur Jean- Claude Duvalier, fyrrum ein- ræðishera á Haiti, sagði í gær að Duvalier, öðru nafni „Baby Doc“, vildi fyrst og fremst vera í Frakklandi og hygðist ekki fara þaðan með f jölskyldu sína nema hann yrði neyddur til þess. „Baby Doc“ er nú farinn að valda stjórnvöldum í Frakklandi verulegum áhyggjum. Upphaf- lega var sagt að Duvalier hefði átta daga til að verða sér úti um eitthvert land sem væri tilbúið til að taka við honum. Nú hefur ver- ið fallið frá þessu og sagt að Frakkland sé einungis viðkomu- staður fyrir einræðisherrann fyrr- verandi. í gærdag bað franska stjórnin yfirvöld í Afríkuríkinu Líberíu að taka við Duvalier. Þegar síðast fréttist hafði þessari beiðni ekki verið svarað. Og á meðan enginn vill taka við fyrrverandi stjórn- anda á Haiti er farið að bera á óánægju á Haiti með hina nýju stjórn sem tók við völdum á eyjunni fyrir viku síðan. Sylvio Claud sagði í gær að í hinni 19 manna stjórn, sem Henry Namp- hy ofursti er í forsæti fyrir, væru aðeins tveir meðlimir sem ekki hefðu verið fylgismenn Duva- liers. „Það er enginn þeirra sak- laus sem var starfandi innan stjórnkerfis Duvaliers", sagði hann. Manilla- Þingið á Filippseyjum hætti talningu atkvæða í miðj- um klíðum í gær þegar starfs- menn þess voru búnir að telja 50% þeirra atkvæða sem bor- ist höfðu. Þá var Marcos sagð- ur vera með tæplega miljón at- kvæða meirihluta á Aquino. Talningunni var frestað þar til í dag. Bæði stjórnin og óháðir eftir- litsmenn segjast áætla að 20 milj- ón manns hafi neytt kosninga- réttar síns. Talið er að fjöldi kosningabærra manna á Filpp- seyjum sé 26,2 miljónir. Forseti sameinaðs þings, Nicanor Ynigu- •ez, sagði að eina skylda þingsins væri að telja atkvæði og lýsa sig- urvegara úr kosningunum. Deilur vegna óeðlilegra kosninga yrði að bera upp við sérstakan dómstól kjörmanna. Marcos sagði í gær að stjórnin væri viðbúin óeirðum en vildi gera allt til að komast hjá þeim. Hann bauð Aquino að koma til viðræðna ef það gæti komið í veg fyrir einhverja ókyrrð. Leiðtogar kirkjunnar á Filipps- eyjum hittust í gær til að taka ákvörðun um það hvort þeir eigi að styðja þá óhlýðniherferð sem Aquino hefur hótað ef hún verð- ur ekki lýst forseti. Biskuparnir sögðust vera að undirbúa yfirlýs- ingu sem þeir myndu gefa á morgun. Á meðan þingið taldi atkvæði söfnuðust þúsund stuðnings- menn Aquino fyrir utan þinghús- ið og hrópuðu slagorð gegn Marcosi. Fréttaskýrendur telja nokkuð víst að þingið muni á næstunni lýsa Marcos sigurveg- ara kosninganna. Kína Forsetinn varar við Mammonsdýrkun Peking - Hin opinbera frétta- stofa í Kína birti nýlega ræðu forseta Kína, Lis Xiannian, þar sem hann viðrar áhyggjur sínar yfir því að Kínverjar séu að fyllast peningaæði og að vestrænar hugmyndir séu að smita þá um of. Ræðuna hélt forsetinn í Al- þýðuhöllinni á nýársdag þeirra Kínverja að viðstöddum 20.000 manns. Xiannian lagði á það ríka áherslu að stjórnmál og hug- myndafræði mættu ekki verða undir í sókn Kínverja eftir auknum lífsgæðum. „Við verðum að standa föstum fótum í þeim hræringum sem nú eiga sér stað í kínversku þjóðlífi", sagði forsetinn. „Þar á ég sérstak- lega við þá hugmynd að setja einstaklings- og peningahyggju ofar öllu öðru. Að dýrka allt það sem erlent er, að gera allt á vest- rænan hátt, þ.e. nautnastefnu“. Fréttaskýrendur álíta að Xi- annian sé ekki sammála þeim breytingum sem leiðtogi kín- verska kommúnistaflokksins, Deng Xiao Ping, hefur verið að konta á og túlki þar sjónarmið ýmissa eldri framámanna í flokknum. Winnie Mandela Fær ekki að halda blaðamannafund Jóhannesarborg - Suður- afrískur dómari bannaði í gær Winnie Mandela að halda blaðamannafund. Mandela ætlaði að halda fund- inn í dag í Alexöndru sem er bær svartra, rétt utan við Jóhannesar- borg. Stjórnin í Suður-Afríku hefur bannað Winnie Mandela að fara inn í Alexöndru. Formæl- andi lögreglunnar sem gaf út þessa yfirlýsingu um bannið sagð- ist ekki vita hvers vegna það var lagt á blaðamannafund Mandela. Búist var við að Winnie Mand- ela ætlaði að ræða orðróm þann sem verið hefur hávær að undan- förnu um að leysa ætti mann hennar, Nelson Mandela, úr haldi. Ekki er talið ólíklegt að Winnie Mandela hafi valið fund- inum stað í Alexöndru til að ögra yfirvöldum og vekja athygli um- heimsins á aðstöðu sinni en hún hefur nú takmarkað ferðafrelsi um Suður-Afríku. Þingið frestar enn talningu Starfsmenn þingsins segja Marcos með miljón atkvœða meirihlutaþegar búið er að telja 50% Filippseyjar Vandræði Reagans með Marcos Bandaríska stjórnin veit ekki hvort hún á að veðja á hinn aldna forseta eða láta hann sigla sinn sjó. Miklir hernaðarhagsmunir í húfi Skrípaleikurinn sem upp- hófst meö kosningunum á Fil- ippseyjum sl. föstudag er nú óðum að breytast í harmleik sem á hverri stundu gæti leitt til blóðugri átaka en áður hafa orðið í 40 ára sögu lýðveldis- ins á eyjunum óteljandi. Ef ekki fást fljótlega úrslit úr glímu þeirra Marcosar og Cor- azon Aquino gæti róttækum skæruliðum vaxið verulega ásmegin og bandarísk stjórnvöld svarað starfsemi þeirra með hörðu. Bandarískir fréttaskýrendur segja að Reagan forseti standi frammi fyrir erfiðustu ákvörðun- um sínum á sviði utanríkismála et ekki verður fljótlega skorið á hnútinn sem stjórnmál eyjar- skeggja eru komin í. Sagt er að hann hafi veðjað öllu á sigur Marcosar í forsetakosningunum og alls ekki gert ráð fyrir þeim möguleika að hann yrði að lúta í lægra haldi fyrir Aquino. Bandarísk afskipti Áður en lengra er haldið í bollaleggingum um viðbrögð Re- agans við kosningunum er rétt að huga dálítið að sögu bandarískra afskipta af málefnum Filipps- eyja. Eftir spánsk-ameríska stríðið sem leitt var til lykta árið 1898 urðu eyjarnar bandarísk ný- lenda fram yfir seinni heimsstyrj- öld og frá þeim tíma bera filipps- eyingar afar blendnar tilfinningar til stórveldisins handan Kyrra- hafsins. Bandarískir ráðamenn völdu þá leið til að tryggja hagsmuni sína og yfirráð á eyjunum að gera bandalag við voldugustu ættirnar og stærstu landeigendurna. Þess- ar ættir tóku í útrétta hönd bandaríkjamanna og notfærðu sér völdin til að hlaða undir sig enn meiri jörðum og auði. Þessar ættir voru gerspilltar og íhalds- samar og orðið lýðræði var þeim framandi. Þetta bandalag gerði bandaríkjamenn ekki vinsæla meðal almennings og enn í dag er andúð á þeim mjög útbreidd á Filippseyjum. Ættarveldið hélt áfram um stjórntaumana eftir að eyjarnar fengu sjálfstæði árið 1946. Og svo merkilegt sem það kann að virð- ast í ljósi síðustu atburða þá komst Ferdinand Marcos til á- hrifa í krafti þeirrar stefnu að binda endi á ættarveldið og spill- inguna. Hann vildi skipta upp jörðum landeigenda, iðnvæða eyjarnar og laða að erlent fjár- magn. Pilsfaldakapítalismi Marcosar Það er sagt að filippseyingai hafi mikla þörf fyrir hetjur og ei sú þörf gjarnan skýrð með tilvís- un til þess að langstærstur hluti íbúanna sé kaþólikkar sem í fá- tækt sinni og eymd vonast sífellt eftir endurkomu Messíasar. Marcos féll að mörgu leyti vel að þessari þörf en hann var hins veg- ar alveg ótrúlega fljótur að gleyma stefnumálum sínum og hefja sama leikinn og ættarveldið sem hann vildi feigt. Hann gerði sína einkahagsmuni að hagsmun-

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.