Þjóðviljinn - 16.02.1986, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 16.02.1986, Qupperneq 9
Börn Fimm Ijóð úr samkeppni Stundin okkar efndi til Ijóðasamkeppni meðal áhorf- enda sinna. Þjóðviljinn birtir verðlaunaljóðið og fjögur önnur Stundin okkar í sjónvarpinu efndi ný- lega til Ijóöasamkeppni meöal barna og voru úrslitin tilkynnt í stundinni á sunnudaginn var. Við fengum leyfi Agnesar Johansen umsjónarmannstil aö birta nokkur þeirra Ijóöa sem dóm- nefndinni leist hvaö best á. Dómnefndin var þannig skipuð að í henni sátu Agnes, Sjón, ljóðskáld úr hópnum Medúsa, og Hildigunnur Hafsteinsdóttir, 9 ára stúlka úr Landakotsskóla. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að veita bæri Hallvarði Asgeirssyni 1. verðlaun fyrir ljóð hans, Stjörnufiskar. Það birtist hér á síð- unni ásamt fjórum af uþb. 20 ljóðum sem nefndinni þóttu best. Verðlaunahafinn, Hallvarður Asgeirs- son, er 9 ára piltur til heimilis að Blönduhlíð 14 í Reykjavík. Hann gerði reyndar meira en að semja Ijóðið því á sunnudaginn flutti hann það í Stundinni okkar í tónlistarbún- ingi með aðstoð þriggja bekkjarbræðra sinna. Þeir voru Rúnar Þór Bjarnason (hljómborð), Stefán Ingi Stefánsson (trommur), Flóki Guðmundsson (söngur) og svo höfundur sjálfur sem lék á gítar. En nóg um málalengingar, hér kemur ljóðið hans Hallvarðar: Stjörnufiskar Stjörnufiskar synda, það má sjá hvað þeir erufallegir. Stjörnufiskar synda, hægt og rólega. Þegar ég lít á stjörnufiska er eins og það séu eyðimerkur á þeim, því það rísa alls konar hrukkur á þeim og þœr eru eins og sandfjöll. Svo eru þeir bleikir á litinn og það er eins og sandurinn. Stjörnufiskar, stjörnufiskar eru fallegir. Stjörnufiskar, stjörnufiskar eru fallegir. Næst kemur ljóð eftir Rögnu Haraldsdótt- ur, Hvassaleiti 48, Reykjavík. Það ber ekk- ert nafn en við erum nú samt búin að gefa því nafn í huganum: Kanarífuglinn kúrir á priki safnar spiki meðan Palli tosar í stélfjaðrirnar lagar sig til snyrtir sig allan til því að í rólunni efst uppi stendur Lína Lína fína Lína ofsafína á öðrum fœti kann sér ekki lœti því að Palli sœti er með látalœti fyrir Línu fínu og hún veit það. Það er frekar þungur tónn í ljóðinu hennar Valgerðar Jónsdóttur, 9 ára stelpu sem býr að Bjarkargrund 7 á Akranesi: Hesturinn Hesturinn hleypur um stokka og steina, hvað hann er að hugsa er erfitt að greina. Æ, nú hleypur hann hraðar, hrasar og dettur. Auminginn litli fær á sig slettur því leðjan er blaut, hann í hana sekkur. Enginn honum til hjálpar kemur. Hann hefur greinilega hlustað á þulur hann Haukur Már Helgason, 7 ára piltur úr Hafnarfirði, og eins og öðrum upprennandi ljóðskáldum á þessari síðu er dýraríkið honum hugstætt: Ég átti hund sem fór útí lund, þar hittann tík tíkin var rík, hún átti skart og hann átti margt, þau spunnu ull og fengu þá gull. Síðasta ljóðið í þessari syrpu er einnig úr Hafnarfirðinum. Það er eftir Erlu Sigurðar- dóttur, Breiðvangi 3, og er í anda þulunnar eins og ljóð Helga Más og Rögnu: Dýrin Ég á eina kú og lítið hœnsnabú. Kúin heitir Snúra og henni finnst gott að lúra. Kýrin þekkir hest sem er með maga-pest, og hesturinn þekkir hana og stóran fíl með rana. Fíllinn þekkir Lobba og vin hans hann Kobba. Hann Kobbi er grís og finnst góður ís. Bókavarðarstaða í Norræna húsinu í Reykjavík Umsóknarfrestur um stööu yfirbókavarðar, sem auglýst var laus til umsóknar þ. 26. janúar, hefur verið framlengdur til 31. mars 1986. Forstjóri Norræna hússins. Norræna félagið NORRÆNA HÚSIÐ Til leigu viö Auðbrekku, 140 fm. iðnaðarhúsnæði á ann- arri hæð. Hér er um að ræða sal og 3 herbergi. Hentugt fyrir léttan iðnað eða lager ásamt skrif- stofu og kaffistofu. Upplýsingar í símum 46101 og 22522. Tökum að okkur matseld fyrir fyrirtæki og hópa, fermingarveislur, afmæli, giftingar, árshátíðir og önnur samkvæmi sem þið kunnið að halda. HringiA og fáið tillögur ísíma 84939 eða 84631. MATSTOFA MIÐFELLS SF. FUNAHÖFÐA 7- SÍMI: 84939 M IAI Sunnudagur 16. febrúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.