Þjóðviljinn - 19.02.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.02.1986, Blaðsíða 3
FRETTIR Sunnlenskir bœndur Ráðherrann ábyrgur 600 manns á hitafundi íNjálsbúd ífyrrakvöld. Talað um 4% skerðingu fram- leiðslunnarsl. hausten ákveðið á miðju verðlagsári að hún skuli verða 15-18%. Ríkinu ber skylda til að koma til móts við bœndur og stórauka niðurgreiðslur r Ifyrrakvöld héldu sunnlenskir bændur fund í Njálsbúð í Land- eyjum, svo fjölmennan, að mest minnti á fundarsóknina í gamla daga. Fundinn sátu um 600 manns, flestir að sjálfsögðu bændur og bændafólk cn einnig þingmenn Suðurlandskjördæm- is, ráðunautar, Stéttarsambands- forkólfar o.fl. Tilefni fundarins var að ræða þau vandamál, sem hinar síð- búnu framleiðslutakmarkanir hafa fært bændum að höndum og hvernig best megi við þeim bregðast. Mikill þungi var í bændum og í ályktunum, sem samþykktar voru áfundinum, var lýst ábyrgð á hendur landbúnað- arráðherra á afleiðingum þess hversu seint menn fengu að vita um fullvirðisréttinn og krafist aukinna niðurgreiðslna á mjólk og kjöti. Fyrir lá í sumar, að ríkið tæki ábyrgð á fullnaðarverði til bænda fyrir 107 milj. ltr. mjólkur. Vitað var að minnka þurfti heildar- framleiðsluna. Bændum reið á, allra hluta vegna, að vita um skiptingu framleiðsluréttarins í byrjun verðlagsársins. Hún lá hins vegar þá fyrst fyrir þegar verðlagsárið var hartnær hálfnað. Afleiðing þessarar óvissu er m.a. sú, að á miðju verðlagsári eru sumir bændur búnir að framleiða það, sem fullvirðismark þeirra leyfir. f haust var talað um 4% skerðingu. En þegar til kastanna kom reyndist hún 15-18%. Bent var á, að þegar svona væri komið, bæri ríkinu siðferðisleg skylda til að koma til móts við framleiðendur um að létta þeim þá skerðingu, sem þeir yrðu fyrir á þessu verðlagsári, m.a. með stórauknum niðurgreiðslum á búvörum, helst til samræmis við það, sem gerðist hjá nágranna- þjóðum okkar. Þá þyrftu bændur að fá lengri aðlögunartíma til þess að breyta framleiðsluhátt- um, því það er ekki jafn auðvelt að skrúfa fyrir mjólkina og bjór- líkið, eins og einn fundarmaður sagði. Leggja þyrfti kapp á að nýta sem best heimafengið fóður og draga úr kjarnfóðurkaupum. Jón Helgason, landbúnaðar- ráðherra, taldi sjálfsagt að at- huga hvort ekki mætti auka nið- urgreiðslur. Fjármálaráðherra taldi hins vegar tormerki á því, ríkissjóður væri illa aflögufær. -mhg „Enn má éta vandann! Ef hver landsmaður drykki einn pela af mjólk til viðbótar á degi hverjum, væru það yfir 20 miljón lítrar á ári og vandinn er horfinnl". Þetta sagði Garðar Sigurðsson m.a. á alþingi í gær og hafði eftir fundarmanni á bændafundinum í Njálsbúð. Alþingi Höfðing- leg gjöf Arnarflug hf. flytur handknattleiks- landsliðið og fylgdarmenn þess ókeypis til Sviss Arnarflug h.f. hefur fært ís- lenska handknattleikslandsliðinu höfðinglega gjöf, sem er frítt far fyrir liðið og fylgdarmenn þess á heimsmeistarakeppnina í Sviss. Má ætla að þessi gjöf sé andvirði hálfrar miljónar króna. Landsliðshópurinn fer í áætl- unarflugi til Zurich í Sviss á laugardaginn kemur og kemur heini að lokinni keppninni 8. mars. Þá má geta þess að mikill fjöldi Islendinga fylgir landsliðinu til Sviss og verður Arnarflug nreð þrjár ferðir í byrjun keppninnar, laugardaginn 22. febrúar, mánu- daginn 24. febrúar og þriðjudag- inn 25. febrúar. -S.dór Skák Tal og Larsen með fjöltefii Tal fyrrum heimsmeistari í skák mun tefla fjöltefli við bankamenn síðdegis í dag. Teflt verður í Útvegsbankanum og hefst fjölteflið kl. 19.00. Það er samband bankamanna sem stendur fyrir þessu fjöltefli. Þá mun Bent Larsen tefla fjöltefli í dag í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur. Hefst taflið kl. 19.30. Stjómarflokkar eiga alla sök Gagnrýni stjórnarþingmanna vísað til föðurhúsanna. Þingmenn AB: Byggðin í landinu í húfi að þýðir lítið fyrir Sjálfstæð- isflokkinn að reyna nú að snúa ábyrgðinni frá sér yfir á landbúnaðarráðherra og Fram- sókn. Abyrgðin á framleiðslu- ráðslögunum og framkvæmd þeirra er beggja stjórnarflokk- anna. Árna Johnsen væri því nær að snúa sér til Þorsteins Pálssonar ' cn Jóns Helgasonar, sagði Helgi Seljan m.a. á alþingi í utandag- skrárumræðum sem Árni John- sen hóf um mjólkurmálið í gær. Egill Jónsson Sjálfstæöisflokki var eini þingmaðurinn sent tók upp hanskann fyrir landbúnað- arráðherra, en Egill var ásamt Birgi ísleifi Gunnarssyni fulltrúi flokks síns við undirbúning fram- leiðsluráðslaganna í fyrravor. Aðrir stjórnarliðar fundu lögun- um og framkvæmd þeirra flest til foráttu og þótti mönnum gagnrýni Sjálfstæðismanna eðli- lega koma úr hörðustu átt. Stjórnun hefur mistekist Eggert Haukdal var þeirra hvassyrtastur og sagði ljóst að stjórnunin undanfarin ár hefði ekki tekist og það yrðu menn bara að viðurkenna. Það þýddi ekki að ætla sér að leiðrétta það í einu höggi heldur yrði annað að koma til, þar á meðal auknar nið- urgreiðslur, veruleg lækkun vöruverðs og þar með aukin sala á landbúnaðarvörum. Friðjón Þórðarson viðurkenndi að „æði mikil ýtni“ hefði ráðið við gerð laganna í fyrra en Pálmi Jónsson sagði hins vegar óþarft að þvo hendur Sjálfstæðismanna af laga- setningunni. Það væri ekki hún, heldur framkvæmdin og reglu- gerðin sem menn væru óánægðir með og hún væri í höndum land- búnaðarráðherra. Egill Jónsson sagði Sjálfstæðisflokkinn hins vegar ekki þurfa að sverja neitt af sér, „þó vandalaust væri nú að tala eins og Alþýðubandalags- maður“ sagði hann og beindi skeyti sínu til Eggerts Haukdals. Egill sagði líka að þrátt fyrir mikið fjölmenni hefði honum ekki fundist bændafundurinn í Njálsbúð „sannfærandi". Um- ræðan væri hins vegar af hinu góða og bændastéttin ætti nægan styrk til að mæta þessu án þess að slys hlytist af! Málamiðlun stjórnarflokkanna Stefán Valgeirsson sagðist ekki hafa þorað annað en greiða fram- leiðsluráðslögununt atkvæði sitt í fyrra enda þótt í þeim hefði verið margt sem hann var ekki ánægð- ur með. En svona væri þetta í samsteypustjórnum að finna yrði málamiðlun og hart hefði verið tekist á ntilli stjórnarflokkanna um sum atriðin í lögunum. Páll Pétursson, sem sat hjá við af- greíðslu iaganna í fyrra, sagði sínar hendur hreinar! Reglugerð- in væri ófullkomin frumsmíð og hann vænti þess að sú stefna yrði ekki ofaná að stækka stóru búin og minnka þau litlu. Höggið væri of þungt og á því vildi hann ekki taka ábyrgð. Olafur Þ. Þórðarson sagði lögin sett 3 árum of seint, annað væri ekki hægt að átelja í sambandi við þau. Hins vegar hlyti hann að fagna hverjunt Sjálfstæðismanni sem krefðist aukinna niðurgreiðslna. Það væri það eina sem hægt væri að gera í stöðunni í dag! Niðurgreiðslur lækkaðar um helming Þingntenn Alþýðubandalags- ins, Helgi Seljan, Hjörleifur Gutt- ormsson, Steingrímur J. Sigfús- son og Garðar Sigurðsson gagnrýndu ríkisstjórnina harð- lega, bæði fyrir lagasetninguna í fyrra og framkvæmd laganna nú. Helgi Seljan benti á að kjara- skerðing ríkisstjórnarinnar kæmi á tvennan hátt við bændur, ann- ars vegar sem launþega og hins vegar hefði skertur kaupmáttur þau áhrif að fólk hefði ekki efni á að kaupa landbúnaðarvörur, ekki síst þegar niðurgreiðslur hefðu verið lækkaðar um helnt- ing. Hjörleifur Guttormsson minnti á að stjórnarflokkarnir sinntu í engu viðvörunum stjórn- arandstöðunnar í fyrra og heldur ekki mótmælum bænda þegar þeir keyrðu framleiðsluráðslögin í gegn. Það væru dæmalaus vinn- ubrögð að komið væri fram í þorrabyrjun þegar reglugerðin kæmi fram, þó samið hefði verið um framleiðsluna í lok ágúst. Hann minnti líka á kröfur AB unt auknar niðurgreiðslur þing eftir þing. Þær hefðu nú verið minnkaðar um helming frá 1982 sem þýddi að kindakjöt væri 31 % dýrara, mjólkin 43% dýrari og smjörið 51% dýrara. „Það hlýtur að vera stutt á milli 6ta þing- manns Sunnlendinga, Eggerts Haukdals og lsta þingmanns Sunnlendinga, Þorsteins Páls- sonar", sagði hann. Þetta væri eintómar loddaraleikur í Sjálf- stæðismönnum sem væri óhæfa þegar byggðin í landinu væri í húfi. Framleiðslan hefði geyst áfram og nú í lok janúar hefði mjólkurframleiðslan aukist urn 14% miðað við sama tíma í fyrra án þess að nokkuð hefði verið gert af hálfu stjórnvalda eða bændasamtakanna. Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hefðu aldrei haft minnstu viðleitni til skipu- lagningar í landbúnaði, þeir hefðu aldrei viljað taka tillit til beitarþols eða markaða og kaupgetu almennings og hjá þeim væri bannorð að taka fjárf- estinguna inn í dæmið. Hjörleifur sagðist að lokurn vona að bændur færu nú ekki að beina spjótum sínuni hver að öðrum eftir lands- hlutum. Bændur hafa ekki efni á því núna, sagði hann. Betra að gera ekki neitt Garðar Sigurðsson sagði að í Njálsbúð hefði staðið uppúr hverjunt manni að stjórnleysið í þessum málum væri algert. Hvernig hefði okkur líkað ef Halldór Ásgrímsson hefði verið að grauta í kvótagerð frá í janúar frant á Jónsmessu? spurði hann. Það er fyllilega sambærilegt við það sem Jón Helgason hefur ver- ið að gera. Þannig á inaður ekki að vinna. Þá er betra að gera ekki neitt, sagði hann! Karl Stcinar Guðnason tók undir kröfuna um auknar niður- greiðslur og minnti á kröfur ASÍ unt það í yfirstandandi kjara- deilu. Hann sagði engu líkara en verið væri að venja menn af því að borða landbúnaðarvörur og unt næstu mánaðamót myndu þær enn hækka. Það myndi að sjálfsögðu bitna beint á bændum og kalla á enn meiri kjaraskerð- ingu. Þingmenn Kvennalista og Bandalags jafnaðarmanna lögðu ekki neitt til þessara ntála. Um- ræðunni um landbúnaðarmál og mjólkurframleiðslu er þó ekki lokið á alþingi því fyrir iiggur beiöni AB um skýrslu frá land- búnaðarráðherra þar um. Hún er væntanleg innan tíðar. -ÁI Miðvikudagur 19. febrúar 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.