Þjóðviljinn - 19.02.1986, Qupperneq 8
MENNING
Spáð í
stjörnurnar
Birgir Andrésson í Nýlistasafninu
TYCHO BRAHE
Þetta er danski stjörnufræöingurinn Tycho Brahe, einskonar táknmynd fyrir
sýningu Birgis Andréssonar í Nýlistasafninu.
f Nýlistasafninu við Vatnsstíg
hefur hver ágætissýningin rekið
aðra að undanförnu og má segja
að árið byrji vel hjá stofnuninni.
Nýlega er lokið viðgerð á lofti, en
Alþýðubankinn var að stækka
húsakynni sín og við það hefur
myndast nokkuð skemmtilegt
skot í salnum á efri hæð. Ekki er
laust viðþað að útkoman minni á
gamla SUM-salinn, hinum megin
í portinu. Reyndar má safnið vel
við una hvað sýningarpláss varð-
ar, því segja má að það státi af
salarkynnum sem svipar til
þekktustu sýningarsala heims.
Nýlistasafnið er m.ö.o. mjög
„international“ sem gallerf og
mundi óbreytt geta sómt -sér
hvort heldur væri í Berlín, París
ellegar New York.
Hins vegar skortir nokkuð á að
safnið sem safn búi við viðunandi
húsakost. T.d. vantar sárlega
geymslurými og skrifstofa er nán-
ast engin. En safnið hefur treyst
sig í sessi þrátt fyrir þann og ýms-
an annan mótbyr á þeim tíu árum
sem það á að baki og vonanadi
mun það enn halda áfram að
eflast 4 komandi áratugum.
En nú stendur þar yfir allsér-
stæð og athyglisverð sýning á
verkum eftir Birgi Andrésson í
Nýlistasafninu. Hann sýnir röð
tíu mynda, sem allar eru af
stjörnuhimni. Beinar línur eru
dregnar milli nokkurra stjarn-
anna eins og Grikkir til forna
gerðu til að flokka stjörnukerfi.
Fyrir ofan hverja þessara tíu
mynda er sett lágmynd soðin
saman úr steypustyrktarjárni.
Lágmyndirnar eru af téstiku,
riffli, viftu, ref, borði, önd, hnatt-
líkani, víkingi, jakka og vita.
Á boðskortinu að sýningunni
er mynd af Tycho Brahe, hinum
fræga danska 16. aldar stjörnu-
fræðingi, sem tókst að koma auga
á og skrásetja 777 nýjar stjörnur í
himinhvolfinu. Birgir setur sig
þannig í spor stjörnuskoðarans
og athugar himinhvolfið. Að vísu
verða athuganir hans ekki til þess
að fjölga stjörnum í safnritum
vísindanna, heldur nýjum og
óvæntum stjörnumerkjum. Fjinn
óendanlegi makrókosmos verður
kveikja að míkrókosmos lista-
mannsins, á nákvæmlega sama
hátt og hann varð Grikkjum upp-
spretta táknmynda úr þeirra eigin
þekkingarheimi.
Eins og allir vita er þetta leikur
að punktum, þar sem strik eru
dregin frá einum til annars, uns
fullsköpuð mynd birtist. Ekkert
bannar mönnum að sjá eitthvað
annað út úr þessum hafsjó
punkta en það sem Grikkir hinir
fornu sáu og nefndu t.d. litla og
stóra björn. Raunar er allsendis
óvíst að einhverjir tveir menn sjái
hið sama úr stjörnunum, hafi þeir
ekki fyrirfram ákveðnar hug-
myndir um það sem þeir eygja.
Myndir Birgis eru eins konar
ádeilur á formfestu Grikkjanna,
og kerfisbindingu þeirra á tákn-
myndum himinhvolfsins. Par
með eru þær ádeila á kerfisbind-
ingu ímyndunaraflsins og hugar-
flugs á öllum tímum. Eins og
hann bendir á í viðtali við Jó-
hönnu Sveinsdóttur (HP,
fimmtudaginn 13.2.), eru verk
hans vegvísar að hugmyndum
frekar heldur en opinberanir
þeirra. í þessu tilfelli eru þau
ábendingar til manna um að þeir
skoði hver fyrir sig himinhvolfið
og leyfi huganum að kalla fram úr
stjörnumoðinu hvaða myndir
sem vera skal.
Sýning Birgis er m.ö.o. ákall til
áhorfenda um að þeir losi um í-
myndunaraflið í sjálfum sér, því
með hvaða rétti töldu Grikkir til
forna sig þess umkomna að fast-
setja ákveðnar myndir í himin-
hvolfinu og ætla öllum öðrum að
sjá það sem þeim sjálfum hafði
eitt sinn flogið í hug? HBR
Rósailmur / kreppuástandi
Háskólahíó
Kaírórósin/The purple rose of Cairo
Handrit og leikstjórn: Woody Allen
Aðalhlutverk: Mia Farrow, JefTDani-
els og Danny Aiello
Kvikmyndun: Gordon Willis
Tónlist: Dick Hyman.
A rose is a rose is a rose is a
rose, sagði Gertrude Stein og
þóttist þar með hafa sagt allt um
rósina sem þurfti. Þessu eiga
sumir erfitt með að kyngja og
einn þeirra manna er Woody All-
en og því gerir hann kvikmynd í
fullri lengd um eitt afbrigði rósar-
innar, Kaírórósina, en um hana
má segja að Kaírórósin sé Woody
Allen og Woddy Allen sé Kaíró-
rósin. Pó er Kaírórósin ólík öðr-
um sköpunarverkum háð-
fuglsins, að við gerð hennar hélt
hann sig bak við myndvélina í
stað þess að vera beggja vegna
hennar.
Tilvistarkreppa mannsins er
W. Allen mjög hugleikin og einn-
ig virðist efnahagskreppan henta
honum vel sem bakgrunnur kvik-
mynda. Tvö síðustu sköpunar-
verk hans, Zelig, sem sýnt var í
Austurbæjarbíó sl. haust, og
Kaírórósin, gerast bæði á
kreppuárunum og fjalla bæði um
leit mannsins að sjálfum sér. f
þessum litlu furðusögum er tekist
á við heimspekileg vandamál sem
mannskepnan hefur í aldanna rás
brotið heilann um án þess að vera
neinu nær, um hver hún er og
hvers vegna hún er það sem hún
er. Það sem greinir W. Allen frá
flestum öðrum, sem hafa leitað
svara við þessum spurningum, er
að hann nálgast þær með glimtið í
auganu og er stöðugt á varðbergi
að taka hvorki sjálfan sig né til-
veruna of alvarlega.
Stjórnmálamenn skýla sér
gjarnan á bakvið frasann um að
þegar stórt er spurt þá verði
gjarnan fátt um svör. W. Allen
hefur snúið þessu við. Þar sem
nokkuð víst má telja að ekkert
svar fáist við spurningum hans, er
ekkert sjálfsagðara en að spyrja
nógu stórt.
I Kaírórósinni er fjallað um
árekstur milli tveggja heima.
Hversdagslífsins á kreppuárum
og glamorveröld draumaverk-
smiðjunnar Hollywood. „I’m in
Heaven" syngur Fred Astair í
byrjun og enda myndarinnar og
dansar um á rósrauðu skýi í svart
hvítu og öllu því þykist hann til-
búinn að fórna fái hann að vanga
við þig. Ogein af söguhetjunum á
tjaldinu tekur hann bókstaflega,
labbar út úr myndinni, fram í sal-
inn og gerir hosur sínar grænar
fyrir ungri vonsvikinni eiginkonu
atvinnulauss brennivínsserks.
Slíkt uppátæki riðlar vitaskuld
bæði raunveruleikanum og
draumnum. Veröld kvikmyndar-
innar er mjög frábrugðin veru-
leikanum og gilda tvenn ólík
lögmál í þessum heimum.
Draumurinn gengur út á það að
hægt sé að treysta öllum jafnt vin-
um sem óvinum en í raunveru-
leikanum geturðu átt von á sparki
í punginn er þú átt síst von á.
Draumarnir enda ætíð vel en lífið
er fallvalt.
En hver hefur ekki látið
blekkjast af draumnum? Þó sag-
an sé fáránleg þá er hún mjög
trúverðug og segir mun raun-
verulegri sögu á sinn skoplega
hátt en margar kvikmyndir, sem
leggja höfuðáherslu á að hafa
söguþráðinn sem trúverðugastan
með því að sleppa aldrei taumun-
um lausum á ímyndunaraflinu.
í seinni kvikmyndum sínum
hefur W. Allen töluvert fengist
við formtilraunir. í Zelig tókst
hann á við heimildarformið og í
Kaírórósinni hrærir hann saman
svart-hvítri veröld kvikmynda-
heimsins á kreppuárunum og
grámuskulegum litbrigðum veru-
leikans. Árangurinn er mjög
sannfærandi. Það hefur líka sitt
að segja að höfundur einangrar
sig þarna við eina hugmynd og
fær það úr henni sem mögulegt
er. Þá má ekki gleyma því að
leikarar skila sínu af stökustu
prýði og þó Mia Farrow, sambýl-
iskona W. Allens, sýnu best.
Einsog sjá má á þessu þá átti
undirritaður mjög ánægjulega
kvöldslund í Háskólabíói og lét
ilm Kaírórósarinnar kitla hlátur-
taugarnar, enda tími til kominn í
því kreppuástandi, sem virðist
ríkja í framboði á góðum kvik-
myndum í sýningarsölum borgar-
innar um þessar mundir.
-Sáf
Framhald af bls. 7
- Þegar skráð verður íslensk
hugmyndasaga þessarar aldar
verður ekki hægt að ganga fram
hjá Jóhannesi Birkiland. Hinn,
Jochum, var talsvert merkilegur
dulspekingur, og á vafalaust
skilinn kafla í sögu íslenskra dul-
fræða, sem ég vona að einhver
hafi djörfung til að skrifa áður en
langt um líður.
Hafa verk þeirra eitthvert bók-
menntagildi í þínum augum?
- Ég get ekki séð að neitt liggi
eftir Jochum sem hafi slíkt gildi, -
Birkiland orti nokkur ljóð sem
eru góður skáldskapur, - og hvað
varðar bókmenntasögu beinlínis
ber tvímælalaust að líta á hann
sem frumkvöðul, nýjungamann,
jafnvel þótt hann hafi ekki haft
merkjanleg áhrif á önnur skáld,
mér vitanlega.
Pú segir. í formála bókarinnar
að þér hafi löngurn verið áleitið
viðfangsefnið af hverju íslenskar
samtímabókmenntir séu ,rsvo
leiðinlegar sem raun ber vitni".
Sýnist þér eitthvað vera að rofa
til?
- Fyrst um gagnrýnina, sem
skiptir bökmenntir miklu máli
eins og ég sagði í upphafi, - mér
finnst hún mun líklegri til að hafa
þroskandi áhrif á höfunda og þar
með skapa skilyrði fyrir list-
sköpun umfram þau sem nú eru,
- þetta gildir um síðustu þrjú,
fjögur ár. Gagnrýnendur eru
orðnir viljugri að gefa af sjálfum
sér í skrifum sínum, hafa sam-
ræmdari skoðanir til grundvallar
málflutningi sínum og tjá þær
með einfaldari, skýrari, tilþrifa-
meiri hætti.
Fangaðir
fuglar
- Bókmenntirnar, - það koma
árlega út skemmtilegar skáld-
sögur; sögur skrifaðar af mikilli
iþrótt. Og tvímælalaust má
marka af skáldsögunum ákveðna
þróun málsins sjálfs - þær eru ís-
lenskulegri en slík skrif höfðu
verið áður lengst af. Þú biður um
dæmi um góðan skáldskap og ég
nefni þér Eld og regn Vigdísar
Grímsdóttur, smásagnasafn sem
er samtíma sjálfu sér. Beyg eftir
Hafliða Vilhelmsson gæti maður
líklega Iesið þrisvar sér að gagni.
- En það skortir mikið á fjöl-
breytni og módernískar skáld-
sögur hafa ekki náð að dafna sem
skyldi.
Hvað um sjálfan þig? Siðasta
skáldsagan, sem kom út eftir þig
var Fína hverfið, 1980, síðan kom
smásagnasafnið Draumar um
framtíð árið eftir. Ertu að fást
eittthvað við skáldskap?
- Ég hef ekki fengist við að
semja skáldskap núna nokkuð
lengi. Það sem ég hef gert á því
sviði hefur verið við þýðingar. Ég
lauk nýlega við að þýða skáld-
sögu eftir bandarískan höfund,
Freddy’s Book eftir John Gardn-
er, sama höfund og skrifaði Nikk-
elfjallið sem menn kannast við af
kvikmyndinni.
- Ég hef þýtt fjórar bækur á
undanförnum þremur árum og
valið þær allar sjálfur. Ástæðurn-
ar fyrir þessum umskiptum eru
fleiri en ein, sú skynsamlegasta
en vafalaust ekki áhrifaríkasta sú
að mér er yfirleitt sama hvaðan
gott kemur. Og hversdagslega að
minnsta kosti get ég lagt að jöfnu
að þýða bækur höfunda sem hafa
fangað þann fugl sem ég hefði
viljað fanga sjálfur. Eða með
öðrum hætti vísa á höfunda sem
ég tel að eigi brýnt erindi við les-
endur.
- m.
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Ml&vlkudagur 19. febrúar 1986