Þjóðviljinn - 19.02.1986, Blaðsíða 12
FRÉTTIR
Vöruflutningar
Aukin
hagræðing
Lokið er nú athugun, sem gerð
var á innanlandsflutningum
kaupfélaganna. Sérstök nefnd,
sem vann að málinu, hefur nú
skilað lokaskýrslu til kaupfélag-
anna.
Verkefni nefndarinnar var að
gera úttekt á flutningaþörfinni og
gefa ábendingar um hvernig hag-
ræða mætti flutningunum. Telur
Axel Gíslason, formaður nefnd-
arinnar, fullvíst að verulegum
sparnaði væri hægt að ná með
auknu samstarfi kaupfélaganna á
þessu sviði, og þar með lækkun
vöruverðs. Yfir hafa staðið fund-
ir með kaupfélögunum, þar sem
niðurstöður nefndarinnar eru
kynntar. Síðan munu vinnuhópar
taka til athugunar hvernig koma
megi í framkvæmd ábendingum
nefndarinnar.
Nefndina skipuðu auk Axels
Gíslasonar, kaupfélagsstjórarnir
Ólafur Sverrisson, Borgarnesi,
Valur Arnþórsson, Akureyri,
Þorsteinn Sverrisson, Egilsstöð-
um, Ólafur Ólafsson, Hvolsvelli
og Hjalti Pálsson, framkvæmda-
stjóri. Með nefndinni störfuðu
Ómar Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri, Sigurður Jónsson,
forstöðumaður og sem ráðgjafi
Jón Sævar Jónsson, rekstrarverk-
fræðingur hjá Ráðgjöf hf.
-mhg
pjóðarauður
100 miljónir
dollara
Gætum selt saltfisk á þessu ári fyrir yfir
100 miljónir bandaríkjadala
Verðmæti útflutts saltfisks á
þessu ári gæti farið yfir 100 milj-
ónir bandaríkjadollara ef tekið er
tillit til væntanlegrar framlciðslu-
aukningar og hærra verðs á
mörkuðum. Þetta eru um 4213
miljónir króna.
A sl. ári voru framleidd um 46
þúsund tonn af saltfiski en úr
landinu voru seld 49 þúsund
tonn, þ.e. óseldar birgðir frá ár-
inu áður. Ekki er talið ólíklegt að
framleiðslan verði í ár um 50 þús-
und tonn og seljist öll á árinu.
Með verðhækkuninni sem nýlega
varð má því telja víst að verðmæti
saltfisks í ár fari yfir 100 miljónir
dollara. Hlutfall heildarafla sem
fer í saltfisk er yfirleitt svipað frá
ári til árs, - eða um 43%. -óg.
Æsir
Óðinn,
Þór,
Loki
Listaverk af goðum og gyðjum
ásatrúarinnar eru nú komin út í
formi eftirprentana, ásamt út-
skýringum á myndunum og
stuttri frásögn Sveinbjörns
Beinteinssonar allsherjargoða
Ásatrúarmanna, um hvert goð,
bæði á íslensku og ensku.
Nú þegar, eru komnar út 5
myndir; ÓÐINN, ÞÓR,
FREYJA, IÐUNN og LOKI.
Sjötta myndin, ÆGIR, kemur út
í mars.
í framtíðinni verða svo gefnar
út myndir af fleiri goðum, jötnum
svo og frægum víkingum svo sem
Leifi heppna og Eiríki rauða.
RAGNARÖK, þegar heimurinn
ferst, og lýsing á heimunum níu'
ásamt YGGDRASIL, veraldar-
trénu, verða gefnar út í stærðun-
um 60smx80sm.
Listamaðurinn og hugmynda-
fræðingurinn bakvið myndaflokk
þennan sem hefur verið í bígerð í
nokkur undanfarin ár, er
HAUKUR HALLDÓRSSON
myndlistarmaður, þekktari sem
„tröllateiknari" fyrir túlkanir
sínar á þjóðsögunum.
Sameining
HÍ og KHÍ í eina sæng?
Kratar vilja alla kennslu á háskólastigi á vegum sömu
skólastofnunar
Þingmenn Alþýðuflokks hafa
lagt fram tillögu til þingsálykt-
unar um sameiningu Kennarahá-
skóla íslands og Háskóla íslands.
Markmiðið er að öll kennara-
fræðsla á háskólastigi verði á veg-
um einnar og sömu skólastofnun-
ar, reynslu og þekkingu, sem til er
í skólunum báðum megi samnýta
og koma megi á sameiginlegri yf-
irstjórn þessara skóla.
I greinargerð kemur fram að
flutningsmenn leggja ekki aðeins
áherslu á að með þessari skipan
mála megi spara fé og nýta betur
reynslu og búnað, heldur telja
þeir að með því að öll kennara-
menntun á háskólastigi færi fram
í einni stofnun væri verið að
styrkja og efla kennaramenntun í
landinu.
-ÁI
SKÚMUR
ÁSTARBIRNIR
FOLDA
Sjáðu ég er með lausa^j
tönn. Ég ætla að leggja
hana undir koddann og
þá gefa rotturnar
Eftir nokkra daga. Því fyrr
sem viðfáum útþessa s
tönn því meiru tekst okkur
að bjarga undan
verðbólgunni.
jr '
I BUÐU OG STRHDU
KROSSGÁTA
NR. 111
Lárétt: 1 þjark 4 hópur 6 stök 7
dansleikur 9 vaða 12 lái 14 kyn
15 spil 16 ávöxtur 19 sveia 20
hræðsla 21 fiski
Lóðrétt: 2 stilla 3 hæð 4 bjarg-
brún 5 grámi 7 ættingjar 8 deyja
10 annaðist 11 óhreinkaöir 13
bleytu 17 ílát 18 blóm
Lausn á síðustu krossgátu
Lárétt: 1 skær 4 stef 6 inn 7 alls 9
öldu 12 æstra 14 sos 15 get 16
ilman 19 orni 20 regn 21 gnótt
Lóðrétt: 2 kál 3 riss 4 snör 5 eld 7
aðstoð 8 læsing 10 lagnet 11 urt-
una 13 tóm 17 lin 18 art