Þjóðviljinn - 19.02.1986, Qupperneq 13
_________HEIMURINN
Suður-Afríka
Miklar óeirðir
Kirkjuleiðtogi segir 80 manns hafa látist í úthverfi Jóhannesarborgar
um síðustu helgi, lögreglan hafði aðeins tilkynnt um að 10 manns
hefðu látist
Alexandra - Virtur prestur í
Suður-Afríku sagði í gær að
hann heföi fregnir af því að 80
manns hefðu látist í fjögurra
daga óeirðum um síðustu
helgi i Alexöndru, útborg Jó-
hannesarborgar. Lögreglan
mótmælti þessu hins vegar og
sagði að aðeins tíu manns
hefðu látist í þessum óeirðum.
Presturinn, Beyers Naude sem
er aðalritari kirkjusamtakanna í
Suður-Afríku sagði að þeir hefðu
fréttir af því að 80 manns hefðu
látist og 300 manns hefðu særst
eða látist. Naude fór í gær ásamt
Desmond Tutu, biskup og nób-
elsverðlaunahafa og Allan Boes-
ak, presti sem mikið hefur barist
gegn kynþáttaaðskilnaðarstefn-
unni, í heimsókn til Alexöndru í
gær til að reyna að stilla til friðar.
Naude sagði að fólk í hverfinu
hefði grátbeðið sig um að skerast
í leikinn. Þrímenningunum var
ekki hleypt í gegnum vegartálma
sem herinn hafði komið upp við
aðalleiðina inn í hverfið. Þar er
Lögreglumenn á eftirlitsgöngu um
göturnar. Lögreglan afneitarmorðum
en vill ekki hleypa fréttamönnum inn í
Alexöndru
nú mikill fjöldi hermanna úr sér-
sveitum Suður-Afríkuhers.
Mörgum innlendum og er-
lendum fréttamönnum var
skipað að halda sig frá Alexöndru
og hverfum hvítra sem umlykju
Alexöndruhverfið. Lögregla og
her höfðu umkringt hverfið
þannig að enginn komst inn eða
út. Vitni sögðu hins vegar að þús-
undir Alexöndrubúa hefðu safn-
ast saman á aðaltorgi hverfisins
til að ákveða hvernig brugðist
skyldi við umsátrinu.
Lögreglan neitaði að gefa
fréttamönnum upplýsingar um
ástandið í hverfinu. Talið er að
ástæðan fyrir þessu sé sú að
Suður-Afríka mun á fimmtudag-
inn hefja viðræður við bresk
stjórnvöld í London til að fá við-
skiptabanninu aflétt.
I Alexöndru hafa ekki verið
miklar óeirðir undanfarin tvö ár
en á þessu tímabili hafa 1.200
manns látist í óeirðum í Suður-
Afríku. Alexandra er nokkurs
konar frávik frá reglunni varð-
andi aðstæður svartra íbúa í sam-
býli við hina hvítu. Alexandra er
eins og áður sagði umlukin hverf-
um hvítra í Jóhannesarborg sem
löngum hefur verið talin hjartað í
viðskiptum Suður-Afríku.
Vitni sögðust í gær hafa séð
marga erlenda fréttaritara færða
á lögreglustöð rétt utan við Alex-
öndru en ekki var ljóst hvort þeir
yrðu kærðir fyrir að fara inn í lok-
að hverfi. Bannið við að hleypa
fréttamönnum inn í hverfi hvítra
sem umlykja Alexöndru kom
nokkuð á óvart, þrátt fyrir að
fréttamenn fái ekki að fara inn á
óróasvæði en það voru reglur sem
Suður-Afríkustjórn setti í nóv-
ember síðastliðnum. Frétta-
mönnum hafði tekist að fylgjast
að nokkru leyti með óeirðunum í
Alexöndru úr nærliggjandi hverf-
um hvítra.
Óeirðirnar í Alexöndru, þar
sem 100.000 manns búa, hófst á
laugardaginn eftir jarðarför eins
íbúanna þar.
Lyf
Lyfjafyrirtæki hugsa sinn gang
Johnson andJohnson innkalla allar birgðir afverkjalyfinu
Tylenol eftirað kona fannst látin. Hún hafði tekið inn Tylenol
hylki sem blásýru hafði verið blandað í
Skák
Einvígið
í Bretlandi
London - Bretar verða að
minnsta kosti að hálfu leyti
gestgjafar í næsta heims-
meistaraeinvígi milli Garrí
Kasparofs og Anatólí Karpofs
sem haldið verður í London
um miðjan ágúst.
Það var gamall stórmeistari
breskur, Raymond Keene sem
tilkynnti þetta í gær fyrir hönd
breska skáksambandsins. „Við
erum að reyna að afla fjár þessa
dagana til þess að geta haldið ein-
vígið og erum nokkuð bjart-
sýnir,“ sagði Keene. Ef breska
skáksambandinu tekst ekki að
afla nægilegs fjár verður seinni
hluti einvígisins haldinn í Lening-
rad.
Keene sagðist telja að Sovét-
menn væru ólmir í að
heimsmeistaraeinvígið yrði hald-
ið utan Sovétríkjanna þar sem
þeir Kasparof og Karpof væru
góðir fulltrúar heimalands síns.
Keene sagði ennfremur að ein-
vígið kæmi til með að kosta 1,2
milljónir punda og skáksam-
bandið væri þegar búið að afla
helmings þess fjár.
New Jersey — Lyfjafyrirtæki
eru nú að endurskoða lyfja-
framleiðslu sína í hylkjaformi
eftir að bandaríska fyrirtækið
Johnson and Johnson ákvað
að stöðva alla lyfjaframleiðslu
sína í hylkjaformi. Það gerðist
eftir að banvænir eitur-
skammtar fundust tvívegis í
Tylenol fyrir skömmu. Ein
kona fannst þá látin í úthverfi í
New York. Tylenol er eitt út-
breiddasta verkjalyfið í Banda-
ríkjunum sem hægt er að fá án
lyfseðils.
Fulltrúi Johnson and Johnson
sagði í gær að það myndi kosta
fyrirtækið 150 milljónir að stöðva
lyfjaframleiðslu sína í hylkja-
formi. Matvæla- og lyfjaeftirlitið
í Bandaríkjunum lýsti því hins
vegar yfir á sama tíma að algjört
bann á lyf í hylkjaformi sem feng-
in væru án lyfseðils, væri hæpið í
dag.
Arið 1982 dóu sjö manns í Chic-
ago eftir að hafa tekið inn Tylen-
ol sem innihélt blásýru. Ákvörð-
un fyrirtækisins sem tilkynnt var í
gær kemur í kjölfar þess að konan
fannst látin í fyrradag, eftir að
hafa tekið inn Tylenol. Hjá kon-
unni fundust tvær flöskur af Tyl-
enol og hafði hún tekið inn tvær
töflur sem voru eitraðar.
Fulltrúar Johnson and Johnson
tilkynntu í gær að Tylenol í
hylkjaformi yrði nú tekið af
markaðnum en í stað þess kæmi
Tylenol í Caplet formi. Það eru
töflur með sykurhúð.
Vín - Ónefndur flóttamaður frá
Tékkóslóvakíu sagði i gær að
meðlimir Mannréttindaskrár
’77 (Charta 77) sem eru samtök
Hingað til hafa 30% af Tylenoi
verið í hylkjaformi á Bandaríkja-
markaði og talsmenn fyrirtækis-
ins segja að kostnaður við
breytinguna verði 150 milljónir
dollara. Þeir báðu alla neytendur
og dreifendur lyfsins að skila
öllum þeim töflum sem þeir
hefðu undir höndum. I staðinn
fengju neytendur og dreifendur
sama magn til baka af hinni nýju
framleiðslu.
andófsmanna í Tékkóslóvak-
íu, teldu ekki ólíklegt að njósn-
araskipti þau sem voru í síð-
ustu viku gætu flýtt fyrir því að
sex andófsmenn sem væru í
fangelsi þar í landi yrðu látnir
lausir.
Indland
—IH
Charta 77
Næstu njósnaraskipti
Meðlimir Mannréttindaskrár ’77 í Tékkósló-
vakíu koma með uppástungur
Verkföll gegn verohækkunum
Nýja Dehli - Stjórnarandstöðu-
flokkarnir á Indlandi tilkynntu í
gær að þeir ætluðu að efna til
eins dags allsherjarverkfalls í
næstu viku sem ná myndi til
alls landsins. Verkfallinu er
ætlað að mótmæla hækkun
ndversku stjórnarinnar á
nauðsynjavörum en sú ráð-
stöfun hefur vakið mikla
gremju á Indlandi.
Stjórnarandstaðan sem hefur
notað verðhækkanir til að
gagnrýna stjórn Rajhiv Gandhi
tilkynnti að verkfallið yrði að
öllum líkindum 26. febrúar. Tals-
Gandhi og stjórn hans standa á
næstu dögum frammi fyrir miklum
mótmælum
maður stjórnarandstöðunnar
sagði að verkfallið yrði um allt
landið að frátaldri höfuðborg-
inni, Nýju Dehli, og fylkjunum
Vestur Bengal og Tripura en þar
hafa þegar verið miklar mótmæl-
aaðgerðir og verkföll vegna
hækkananna. Fylgismenn stjórn-
arandstöðunnar myndu hinsveg-
ar fara þar í setuverkföll þann 26.
febrúar.
Talsmennirnir sögðu að þess-
um aðgerðum væri beint gegn því
sem þeir nefndu yfirlætislegar að-
gerðir stjórnarinnar. Meðal þess
sem hækkað hefur verið eru elds-
neyti, hrísgrjón, brauð og kol.
Gandhi forsætisráðherra varði
í gær ráðstafanir stjórnarinnar og
sagði að þær væru nauðsynlegar.
„Þessi mannúðlega aðgerð
vekur þær vonir að láta Tékka
sem eru í fangelsi, dæmdir fyrir
njósnir, verði látnir lausir,“ segir
í bréfi sem sent hefur verið
stjórnum Bandaríkjanna, Bret-
lands, Frakklands, Vestur-
Þýskalands, Hollands og Austur-
ríkis.
Einn þeirra sem látinn var laus
í njósnaraskiptunum í síðustu
viku var 38 ára gamall Tékki, Jar-
oslav Javorskí. Hann hafði verið
dæmdur í fangelsi fyrir að koma
ríkisleyndarmálum undan til
vestrænna ríkja. í bréfinu eru
nefndir fjórir Tékkar sem dæmd-
ir hafa verið fyrir njósnir auk
tveggja andófsmanna. Þess menn
segir Mannréttindaskrá ’77 að
væri tilvalið að hafa með í
njósnara- og andófsmanna-
skiptum framtíðarinnar.
Og þetta
líka...
Beirut — Róttækir skæruliðar
múslima sem hafa ísraelsmenn í
haldi sögðu í gærkvöldi að ef ísra-
elsmenn dragi ekki her sinni
burtu úr Suður-Líbanon innan 24
klukkutíma, muni þeir skjóta
annan manninn. Skæruliðarnir
tóku mennina tvo í launsátri í
fyrradag. ísraelsmenn hófu mikla
leit í gær að skæruliðum.
Manila - Ungt fólk stóð mótmæl-
astöðu utan við bandaríska sendi-
ráðið í Manila í gær. Um svipað
leyti fóru áskoranir Aquino um
að sniðganga blöð fyrirtæki
þeirra sem væru hallir undir
Marcos, að hafa víðtæk áhrif.
N’Djamena — Ríkisstjórn Afrík-
uríkisins Chad sem nú er studd af
hersveitum Frakka, tilkynnti í
gær að hún hefði heitið því að
gera alla skæruliða útlæga úr
landinu.
Bahrain - íranir sögðu í gær að
hersveitir þeirra sæktu enn fram
til norðurs og austurs frá íröksku
hafnarborginni Faw. Yfirmenn í
her fraka viðurkenndu hins vegar
að þeim gengi illa að halda aftur
af sókn Irana sem hófst fyrir níu
dögum.
París - Forseti Líbanon, Amin
Gemayel, átti í gær viðræður við
Mitterrand Frakklandsforseta og
sagði eftir þær að stjórnir beggja
landa ætluðu að sameinast í því
að fá lausa þá fjóra gísla sem ver-
ið hafa í gíslingu í Beirút allt síð-
asta ár.
Haag - Hollenska stjórnin hefur
stöðvað lögleiðingu mannúðar-
dráps í Hollandi þrátt fyrir að
stuðningur sé fyrir því á þingi.
Stuðningsmenn tillögunnar
sögðu hins vegar að svo virtist
enn sem Hollendingar yrðu þeir
fyrstu sem lögleiddu mannúðar-
dráp.
Oxford - Breskur þingmaður
sem er meðmæltur áframhald-
andi samstarfi við Suður-Afríku á
íþróttasviðinu var hrakinn burtu
frá háskólabænum Oxford af
reiðum námsmönnum. Honum
hafði áður verið neitað að ávarpa
samkomu í háskólanum.
Santiago - Að minnsta kosti 80
manns létust og um 500 særðust
þegar tvær lestir rákust framan á
hvor aðra nálægt bænum Limac-
he í Chile í fyrrinótt. Er talið að
þær hafi verið á 60 og 70 kíló-
metra hraða þegar þær skullu
saman.
París — Á fundi frönskumælandi
ríkja sem hófst í París í fyrradag
er rætt um leiðir til að auka sam-
starf þessara þjóða á tæknisviði
og einnig leiðir til að stemma
stigu við hinni gegndarlausu sókn
ensku sem alheimstungumáls.
ERLENDAR
FRÉTTiR
hjörlbfssoi/R EIJTER
Mi&vikudagur 19. febrúar 1986 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 13