Þjóðviljinn - 19.02.1986, Side 16
Hótel Loftleiðir
Erlend
fyrir miljónir
Stjórnarnefnd Hótels Loftleiða gengur að tilboði
sœnsksfyrirtœkis. 7 íslenskfyrirtœkisniðgengin. Óá-
nœgja með framkvœmd útboðs.
Hallgrímur Magnússon: Veruleg vonbrigði
Þetta eru okkur auðvitað veru-
leg vonbrigði, við héldum að
íslenska framleiðslan yrði fyrir
valinu, sagði Hallgrímur
Magnússon formaður Félags
starfsfólks í húsgagnaiðnaði í
fíSRB
Ríkið á leik
Beðið eftir útkomunni úr viðrœðum
ASIog VSI. Ríkisstjórnin viðurkennir
kaupmáttartryggingu
amninganefndirnar
Samninganefndirnar sitja a
fundi og ég veit ekki sem
stendur hvað út úr þeim fundi
kemur. Samningamenn eru ekki
menn margra orða enn sem kom-
ið er, sagði Guðlaugur Þorvalds-
son ríkissáttasemjari um við-
raeður BSBR og ríkisins á tólfta
tímanum í gærkvöldi. Um helgina
slitnaði upp úr viðræðum eftir að
BSRB hafnaði hugmyndum ríkis-
ins um kauptrygginguna en síð-
degis í gær boðaði sáttascmjari
LIN
Ólafur í
skrípaleik
Guðmundur A uðuns-
son: Afsögn Ólafs ekki
annað en skrípaleikur
Það er augljóst af þessu að
Ólafur ætlar sér að sitja
þarna áfram og þessi afsögn hans
er bara skrípaleikur, sagði Guð-
mundur Auðunsson kjörinn full-
trúi SHÍ í stjórn LÍN í samtali við
Þjóðviljann í gær eftir að Ólafur
Arnarson hafði ásamt Asdísi
Þórðardóttur og Auðunni Sva-
vari Sigurðssyni fellt tillögu um
að Guðmundur skuli sitja fundi
stjórnarinnar með fullum rétt-
indum.
Björn R. Guðmundsson full-
trúi SÍNE og Vilborg Oddsdóttir
fulltrúi BÍSN báru tillöguna upp
á fundinum, en hún fékk aðeins
þrjú atkvæði og var vísað frá. Til-
lagan var þess efnis að Guð-
mundur og Hrólfur Ölvisson
varamaður hans fengju að sitja
þessa fundi með fullum réttind-
um, enda væri formlegrar skipun-
ar menntamálaráðherra að vænta
innan tíðar. Vökumennirnir
Ólafur Arnarson og Guðný
Eydal hafa bæði sagt af sér í
stjórninni, enda ítrekað verið
samþykkt vantraust á Ólaf. Til-
lagan var síðan rökstudd með
sambærilegum fordæmum úr ná-
inni fortíð, m.a. má nefna að
Árdís Þórðardóttir formaður
stjórnar samþykkti slíka tillögu
þegar Björn Rúnar Guðmunds-
son tók við af Jónasi Guðmunds-
syni í ágúst sl. Þá hafði Björn enn
ekki verið skipaður í stjórnina.
-gg
samninganefndarinnar á fund
sem hófst kl. 21 í gær. Þá mun
forsætisráðherra hafa kallað
fjármálaráðherra og samninga-
nefnd ríkisins á sinn fund síðdegis
í gær. Sáttasemjari sagðist í gær-
kvöldi ekki eiga von á nýju tilboði
en vildi að öðru leyti ekki segja
neitt um horfurnar. Innan BSRB
töldu menn í gær sennilegast að
beðið yrði eftir útkomunni hjá
ASI og atvinnurekendum.
Það sem þykir merkilegast við
seinasta tilboð ríkisins er að í því
viðurkenna þeir viðræður um
kaupmáttartryggingu, þó hún sé
að mati BSRB fráleit einsog
samninganefnd ríkisins hugsar
sér hana. Samkvæmt tillögu ríkis-
ins á að koma til 1% hækkun á
meðaliaunum frá byrjun júlí
hækki verðlag meira en 2,5% á
tímabilinu 1. febrúar til 1. júní.
Hækki vísitala framfærslukostn-
aðar meira en 3,5% er hægt að
segja samningum upp með viku
fyrirvara. Samskonar mörk eru
svo 1. október.
Enn er santa prósentuhækkun-
in eða 7% í þrem áföngum, við
undirritun, 1. júní og 1. október.
BSRB hefur ekki enn sett fram
kröfur um launahækkanir en vill
að þær komi í fjórum áföngum á
samningsárinu, við undirritun, 1.
júní, 1. september og 1. desemb-
er. - Sáf
samtali við Þjóðviljann í gær, en
stjórnarnefnd Hótels Loftleiða
ákvað í gær að kaupa erlend hús-
gögn fyrir nokkrar miljónir
króna í 50 herbergi á þessu ári.
Það hefur verið á döfinni hjá
Loftleiðum um nokkurt skeið að
endurnýja húsbúnað í 100 her-
bergjum og hefur verið ákveðið
að kaupa ný húsgögn í 50 þeirra á
þessu ári. Húsgögn sem ákveðið
var að festa kaup á koma frá
sænsku fyrirtæki en auk þess
buðu 7 íslensk fyrirtæki í verkið.
Valgerður Bjarnadóttir sem á
sæti í stjórnarnefndinni sagði í
gær að erlenda tilboðið hefði
reynst lægst, auk þess sem það
væri hagstæðara að nokkru leyti.
Lægsta íslenska tilboðið hljóðaði
upp á 3.9 miljónir og var sam-
eiginlegt tilboð frá Ingvari og
Gylfa og Grein h.f.
„Það er gjörsamlega út í hött
að halda því fram að erlenda til-
boðið hafi verið lægst. Það er al-
veg víst að okkar tilboð var lægra.
Ef þetta á að vera stefnan í þessu
landi, geri ég það að tillögu minni
að fáninn okkar verði um leið
dreginn niður,“ sagði Ingvar Þor-
steinsson þegar Þjóðviljinn bar
þetta undir hann í gær.
Samkvæmt heimildum Þjóð-
viljans var upphaflega alls ekki
áformað að bjóða þetta verk út
hér á landi. Sænska tilboðið var
komið áður en íslenskir fram-
leiðendur fengu tækifæri til að
gera tilboð, og gætir nokkurrar
óánægju með framkvæmd út-
boðsins meðal þeirra.
Hallgrímur Magnússon sagði í
gær að sér þætti þetta sérstaklega
hastarlegt í ijósi þess að þetta fyr-
irtæki hefði í gegnum tíðina notið
fyrirgreiðslu frá íslenska ríkinu
og velvildar verkalýðsfélaga þeg-
ar illa hefur staðið á fyrir því.
Heildarkostnaður við hvert her-
bergi verður að sögn Valgerðar
rúmlega 100 þúsund krónur.
-gg
Bœndafundur
Asgeir Svanbergsson hjá Skógræktinni: Fylgist með fjölærum blómpiöntum,
víði og öðrum runnum. Ljósm. EÓI.
fílíðviðrið
Gróður í hættu
Þannig er nú komið að ýmsir
eru farnir að óttast afleiðingar
blíðviðrisins og fer þá að verða
vandlifað fyrir forsjónina, ef svo
má að orði komast. Það er trjá-
gróðurinn, sem menn telja að geti
verið í hættu. Langvinn hlýindi
geti orsakað það að tré og runnar
fari að „bruma“ fyrir eðlilegan
tíma. Síðan komi kuldakast, sem
reynst geti gróðrinum skeinu-
hætt, því ennþá er jú drjúgur
spölur eftir af vetrinum, sé alm-
anakið ekki orðið vitlaust á þess-
um síðustu og verstu tímum.
Garðyrkjumenn og gróðursér-
fræðingar, sem blaðið hafði tal
af, telja þó að enn sé engin veru-
leg hætta á ferðum, síst hvað
birkið áhrærir, hlýindin séu enn
sem komið er ekki það samfelld.
Rétt er þó ef svo fer enn fram sem
horfir að fylgjast með fjölærum
blómplöntum, víði og öðrum
runnum, einkum í skjóli upp við
húsveggi og nota yfirbreiðslur ef
þörf þykir á.
- mhg
Á mörkum helgispjalla
Bekkir úr Akureyjarkirkju bornir út í samkomuhúsið Njáls-
búð til að bœndur mœttu sitja á fundi
Það bar til á bændafundinum
mikla í Njálsbúð í V-
Landeyjum sl. mánudagskvöld
að húsið yfirfylltist af fólki og sæt-
aþurrð varð. Tóku menn það þá
til bragðs að sækja kirkjubekki
Akureyjarkirkju til að bæta úr.
Nú er það svo að undirritaður
minnist þess að fyrir nokkuð
mörgum árum var skipt um bekki
í téðri kirkju og var kallað á bisk-
up að vígja þá og fleira sem hafði
verið endurnýjað.
Því vaknar sú spurning hvort
þarna hafi ekki verið framin helg-
ispjöll.
„Ég þori ekki að segja til um
það en það vill svo til að hér
stendur yfir kirkjuráðsfundur og
ég skal spyrjast fyrir um málið,“
sagði Bernharður Guðmundsson
á biskupsstofu er Þjóðviljinn
leitaði til hans.
Eftir langa stund kom Bern-
harður aftur í símann og sagði
menn hafa rætt málið ýtarlega og
hefði biskup komist að þeirri
niðurstöðu að ef sóknarprestur
og sóknarnefnd hafi verið beðin
um leyfi teldi hann þetta ekki
helgispjöll. Það væri takmark
kirkjunnar að þjóna fólkinu og ef
bekkirnir hafi orðið til þess að
þreyttir mættu sitja, teldi hann
þetta vera í lagi.
- S.dór
Dómur
VSÍ í vil
Við erum ósáttir við úrskurð
félagsdóms og Dagsbrún hefur ör-
ugglega ekki sagt sitt síðasta orð í
þessu réttlætismáli, sagði Atli
Gíslason lögfræðingur Verka-
mannafélagsins Dagsbrúnar í
samtali við Þjóðviljann í gær eftir
að félagsdómur hafði úrskurðað
uppskipunarbann Dagsbrúnar á
suðurafrískar vörur ólögmætt.
Samkvæmt þessum dómi er
Dagsbrún gert að aflétta upp-
skipunarbanninu, sem nú hefur
staðið í u.þ.b. þrjá mánuði. Það
var Vinnuveitendasambandið
sem kærði bannið til félagsdóms.
Atli sagði í gær að dómurinn
hefði í sjálfu sér ekki komið á
óvart, en hann væri hins vegar að
sjálfsögðu ósáttur við hann og
það yrði vafalaust framhald á
þessu máli.
Aðalsími: 681333. Kvöldsfmi: 681348. Helgarsími: 81663.
UOÐVIUINN
Mlðvlkudaour 19. febrúar 1986 41. tðlublað 51. árqanour.