Þjóðviljinn - 22.02.1986, Side 2
FRETTIR
Þjóðviljinn á
bændafundi í
Breiðabliki í
fyrrakvöld
Hlustaö af athygli á bændafundinum á Snæfellsnesi. Það var þungt hijóðið í bændum en ræður manna einkenndust af þeirri alvöru sem við þeim blasir.
Mannlegi þátturínn gleymdist
Yngri bændur skildir eftir gjaldþrota hundruðum saman. Kýr teymdar tilslátrunar áþorra eftir mesta
blíðviðrissumar í manna minnum. Skúli Alexandersson alþingismaður: Kaupgeta fólks hefur verið
skertsvo hrikalega aðþað verður að neita sér um landbúnaðarafurðir
Alla síðustu viku hafa kúa-
bændur fundað vítt og breitt
um landið, vegna þess hrikalega
niðurskurðar á mjólkurfram-
leiðslu, sem landbúnaðarráð-
herra hefur ákveðið með útgáfu
reglugerðar með framleiðslulög-
unum sem samþykkt voru af
ríkisstjórnarflokkunum á Alþingi
sl. vor.
Síðastliðinn þriðjudag, mið-
vikudag, og fimmtudag funduðu
bændur á Vesturlandi um þessi
mál. Ræður manna og ályktanir
þessara funda hafa verið mjög
svipaðar. Niðurstaðan er sú að
allir yngri bændur landsins og
þeir af hinum eldri, sem hafa ver-
ið að byggja upp jarðir sínar
verða gjaldþrota. Haegt hefði ver-
ið að afstýra miklum skaða sem
bændur verða nú all flestir fyrir ef
reglugerðin (kvótinn) hefði kom-
ið fram í fyrra haust, þegar fram-
leiðsluárið (1. september 1985-1.
september 1986) hófst.
Breiðabliks-
fundurinn
A fimmtudaginn efndu bændur
á Snæfellsnesi til fundar um þetta
mál í félagsheimilinu Breiðabliki.
Þetta var fjölmennasti bænda-
fundur sem nokkru sinni hefur
verið haldinn á Snæfellsnesi, en
hann sóttu um 120 manns. Hann
stóð frá kl. 14 til 20 um kvöldið.
Margar ræður voru fluttar og
meðal þeirra sem tóku til máls
voru alþingismennirnir Skúli AI-
exandersson, Davíð Aðalsteins-
son og Friðjón Þórðarson.
Það sem allir bændurnir sem til
máls tóku nefndu í sínum ræðum
var tvennt. í fyrsta lagi að menn
hefðu vitað fyrir löngu að draga
þyrfti úr mjólkurframleiðslu en
enginn tók ákvörðun um hvernig
ætti að gera það og að sú reglu-
gerð sem nú er komin fram, hefði
komið alltof seint. Lágmarkið
hefði verið að hún hefði legið
fyrir sl. haust þegar framleiðslu-
árið hófst. En mjög margir bentu
á að nauðsynlegt hefði verið að
gefa mönnum allt að 2ja ára að-
lögunartíma. Þá bentu menn
einnig á það, að undanfarin ár
hefði svonefndri byggðastefnu
verið haldið mjög á lofti. Bændur
hafa verið hvattir til að halda
jörðum í byggð, byggja upp og
lán hafa verið veitt til þeirra
framkvæmda. Nú er með einu
pennastriki skorið á allt þetta og
tugir ef ekki hundruð bænda
gerðir gjaldþrota á einni nóttu.
Jarðir gerðar verðlausar og fén-
aður sömuleiðis nema til slátrun-
ar.
Páll Pálsson á Borg benti m.a. á
að hvert býli gæfi af sér 2-3 störf í
landbúnaðarbæjunum, eins og
Selfossi, Borgarnesi, Akureyri,
Sauðárkróki og Húsavík. Hann
spurði, hvað veður um þessa bæi?
Hann benti einnig á að það hefðu
einhvern tímann þótt tíðindi á ís-
landi að bændur teymdu kýr sínar
í sláturhús á þorra eftir mesta
blíðviðrissumar sem menn muna
eftir.
Þórður á Ölkeldu benti á að í
þetta reikningsdæmi yfirvalda
vantaði algerlega mannlega þátt-
inn. Þeir bændur sem framleiða
mjólk, en hafa hlunnindi af til að
mynda laxi eða æðardún, þeir fá
jafn stóran mjólkurkvóta og þeir
sem eingöngu lifa af kúabúskap.
Mannlegi
þátturinn
Magnús Guðjónsson í Hrúts-
holti sagði að nú til dags væri ekki
til siðs að taka tillit til mannlegra
þátta. Nú blífa tölvur. Hann
nefndi sem dæmi bónda sem
hefði nýtt búmark sitt 100% (bú-
mark er það sem jörðin ber) hann
fær nú sem kvóta 91% af bú-
marki. Magnús sagðist hafa nýtt
72% af sínu búmarki, af því að
hann er að byggja upp og nú fær
hann 71%. Hann sagði alla unga
bændur í mjólkurframleiðslu
gerða gjaldþrota og innan
skamms myndu bankarnir eiga
margir góðar og vel upp byggðar
bújarðir.
Túnin héldu
ekki hundi
Haukur Sveinbjörnsson á
Snorrastöðum gerði viðmiðunar-
árið fyrir kvótann, 1983/1984 að
umtalsefni. Hann lýsti kalárinu
1981 sem varð til þess að tún voru
svo skemmd 1982 að þau „héldu
ekki hundi og köttur sökk ofan í á
Mýrum.“ Þetta ástand varð til
þess að bændur urðu að fækka
skepnum og búin því í lægð við-
miðunarárið. Þetta atriði væri
ekki tekið með í reikninginn.
Norðlenskir bændur blómstruðu
á þessum árum vegna einmuna
tíðarfars og njóta þess nú í kvót-
anum. Hann spáði hrikalegum
samdrætti víða í þjóðfélaginu
vegna þessarar meðferðar á
bændum.
Jónas Jónasson á Neðra Hálsi
spurði m.a. hvar ætti að fá
neyslumjólk, þegar allir væru
búnir með kvóta sinn fyrir mitt
sumar. Vegna þess hve reglu-
gerðin kæmi seint hefði ekki ver-
ið hægt að stýra framleiðslunni.
Sigurður Helgason í Hraun-
holti benti á að hundruðum milj-
óna hefði verið eytt í að byggja
upp nýja mjólkurstöð í Reykja-
vík á sama tíma og ekkert hefði
verið gert til að auglýsa mjólk og
mjólkurvörur. Á sama tíma hefði
sala á Svala aukist svo að Davíð
Scheving hældi sér af því að selja
meira af honum hér á landi en
allir Svíar drekka. Hann lýsti því
einnig hvernig hann hefði barist
fyrir því í 3 ár að fá lán til að
byggja fjárhús. Hann fékk það
ekki vegna offramleiðslu á kind-
akjöti nerna láta hluta lánsins í að
byggja fjós. Það sagðist hann
hafa gert að lokum. Nú hafi hann
verið skorinn niður með kvótan-
um þannig að hann má framleiða
915 lítra af mjólk á hvern bás í
fjósinu, en þarf að framleiða
tæpa 4 þúsund lítra á bás til að
standa undir afborgunum á þessu
sama láni. Þá benti hann á stór-
þjófnað sem framinn væri hjá
neytendum. Beljur væru leiddar
til slátrunar þegar menn eru að
endurnýja og þetta gamla belju-
kjöt er selt sem úrvals nautakjöt.
Eða fæst kýrkjöt í verslunum?
spurði Sigurður. Og nú þegar
slátra þarf hundruðum eða þús-
undum kúa mun þessi þjófnaður
aukast að mun. Hann bað menn
muna orð þeirra Steingríms Her-
mannssonar og Jóns Baldvins í
sjónvarpinu sl. þriðjudag um að
þeir óttuðust sársaukafullar að-
gerðir. Á venjulegu máli þýddi
þetta að setja ákveðinn hluta af
bændum á hausinn.
Skertur
kaupmáttur
Alþingismennirnir þrír tóku
allir til máls. Friðjón Þórðarson
sagði bændur hafa fengið meira
högg en búist var við. Lögin
kæmu illa við alla en verr við
suma. Davíð Aðalsteinsson sagði
þingmenn vera á fundinum til að
hlusta á raddir bænda. Hann
sagði ríkisstjórnarflokkana bera
ábyrgð á þessu og sagðist hann
ekki skorast undan ábyrgð.
Skúli Alexandersson benti á að
stjórnarandstaðan hefði tekið
undir með bændum, sem hefðu
bent á það í fyrravor að hér væri
hættulega farið að. Reglugerðin
yrði að koma fyrr en gert var ráð
fyrir. Hann benti bændum líka á
það að svo hefði verið kreppt að
kjörum almennings í landinu að
kaupgeta fólks væri í algeru lág-
marki. Fólk hefði því minnkað
við sig neyslu á landbúnaðaraf-
urðum eins og öllu öðru. Á sama
tíma er verið að reisa verslunar-
hallir í Reykjavík fyrir miljarða.
Hvaðan kemur það fé? Auðvitað
er verið að færa fé frá aðal fram-
leiðslugreinunum, sjávarútvegi
og landbúnaði, og færa til milli-
liða eins og verslunar og þjón-
ustugreina. Hann benti á kvóta í
fiskveiðum og afleiðingar hans og
nú væru það bændur sem fengju
höggið.
-S.dór
Fœrið elskunni hlóm
á konudaginn.
Þau fást hjá okkur.
Opið frá 9-21.
Verslun í
alfaraleið.
ÍGUlKERIÐf
Dlóm Ojai«vöru Orimsb* Slmi 36454
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. febrúar 1986