Þjóðviljinn - 22.02.1986, Side 8

Þjóðviljinn - 22.02.1986, Side 8
MENNING Ingunn hugar að búnaði drottningarinnar (Eddu Svavarsdóttur) Hringur Jóhannesson í Gallerí Borg meö myndir „Frá sjöunda áratugn- um“, olíumálverk, litkrítarmyndir og teikningar; gert á árunum 1962-8, Þetta er 24. einkasýning Hrings, - og á henni eru nokkur verka frá fyrstu sýningum hans. Sýning Hrings stendur til 3. mars. Breiðholt Hver síðastur Leikarar í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti Ijúka nú um helgina sýningum á Sköllóttu söngkonunni eftir lonesco, kl. 14 á laugardag og sunnudag. Leikstjóri er Ragnheiður Tryggvadóttir, og sýningar fara fram í hátíðasal skólans. Miða- sala klukkutíma fyrir sýningu. I kynningu helgarviðburða í blað- inu í gær var haldið fram ýmsum firrum um sýningar á þessu leikriti breiðhyltinga, og leiðrétt- ast þær hérmeð. Regnboginn Scola, Godard, Fellini... Núverandi allradagamánu- dagsmynd í Regboganum, Bóleró, hef ur gengið og gengið, og þykirforráðamönnum Regnbogans/Háskólabíós þegar sýnt að hægt sé að halda áfram að bjóða áhorfendum kvikmyndalist til afþreyingar frá iðnaðarframleiðslu. Næsta mynd eftir Bóleró er önnur mynd sama leikstjóra, Claude Lelouch: Viva la vie/ Maður og kona hverfa. Þar á eftir kemur mynd eftir ítalann Ettore Scola, Passione d’amore/ Ástareldur, síðan mynd Godard, Prénom Carmen. Að auki væntanlegar: Max Havelaar, hollensk/indónesísk eftir Fons Rademarker; Alsino og kondórinn (frá Nicaragua, Kúbu, Mexíkó, Costa Rica) eftir Miguel Littin, E la nave va / Og skipið siglir eftir Fellini, Oltra la porte / Bakvið lokaðar dyr eftir ítalann Liliana Cavani. Um miðjan mars verða svo sýndar nýbylgjumyndir á þýskri kvikmyndakviku í samvinnu bí- ósins við Germaníu. Leiklist Flensborg Ægilega skemmtilegt mord Yvonne, prinsinn og vinur hans: Hildur Gylfadóttir, Gísli Guölaugsson, Gunn- steinn Sigurðsson (myndir: EÓI) Nemendur í Flensborgarskóla í Firðinum hafa nú tekið aftur upp leikþráðinn eftir nokkurt hlé. og frumsýna undir leikstjórn Ingunnar Ásdísardóttur á mánudagskvöld leikinn um Yvonne, prinsessu af Búrgund. Höfundur er Pólverjinn Wit- old Gombrowicz, og fjallar leikritið um ansi hreint erfiða stúlku, Yvonne, sem ekki talar, - en prinsinn í kóngshöllinni á- kveður að eiga hana afþví hann er orðinn leiður á hirðlífinu. Því miður er ekki hægt að nota orðin til feluleiks við þann sem ekki tal- ar, - sem veldur ýmsum vanda í höllinni, og að lokum er ákveðið að losa sig barasta við stúlkuna... - Fyndið, fjörugt, en engan veginn innihaldslaust, segir leikstjórinn um stykkið, - og svo endar þetta alltsaman með ægi- lega skemmtilegu morði. Ingunn hefur leikstýrt hjá ýms- um skólum á höfuðborgarsvæð- inu, meðal annars einþáttungun- , um eftir Kjarval og Lorca í Hamrahlíð nú í haust, - hún segir þetta fjöruga vinnu og skemmti- lega, en stundum soldið snúna: leikararnir í skólanum allan dag- inn og vinnan því aðallega á kvöldin, og nóttunni dagana fyrir frumsýningu. Upp og ofan hvort þátttakan í leikstarfi er metin í skólanum, en af þessu leik- starfi læra krakkarnir óskaplega mikið, meira en bara textann - Hressir og skemmtilegir krakkar í Flensborg, segir Ing- unn, gasaleg brandarabörn. Og er þá að sjá afraksturinn: frum- sýnt mánudag, næstu ákveðnu sýningar á miðvikudag, föstudag og laugardag. Siátfstætt fólk á spýtu Sinfóníutónleikar Stjórnandi Klaus-Peter Seibel 1. sinfónía Beethovens Carmina Burana eftir Carl Orff Sinfóníuhljómsveitin, Kór ís- lensku Óperunnar styrktur, Krist- inn Sigmundsson, Júlíus Vífill Ing- varsson, Sigríður Gröndal. Háskólabíó Klaus-PeterSeibel, ágætur stjórnandi úr Þýskalandi, var enn kominn til landsins og mörgum aufúsugestur, sérstaklega þeim sem heyrðu Hollendinginn fljúgandi undir hans stjórn í fyrra, en þá var Wagnerópera flutt í fyrstasinnhérálandi. Nú var hann mættur með mús- ík, sem tengist þýskri þjóðernis- stefnu ekki síður en Wagner, á annan hátt reyndar og kannski öllu ógeðfelldari, en tengslin eru augljós, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Þetta var sumsé Carmina Bu- rana eftir Carl Orff, stór og upp- blásin kantata fyrir einsöngvara, kór og hljómsveit frá nóttum löngu hnífanna, 1937. Ekta vald- hafamúsík og gæti þessvegna hafa verið samin fyrir olympíu- sjóið sem sett var á svið í Berlin 1936, eða eitthvert flokksþingið í Núrnberg. Textarnir eru að vísu sóttir í stúdentakveðskap frá miðöldum, latínukveðskap, sem ortur var í Bæjaralandi og víðar og þykir þeim sem latínu kunna þeir vera blautlegir í meira lagi og fær enginn neitt gert við því. En músíkin sjálf er gerð til að höfða sem sterkast til frumstæðra hvata áheyrenda, til yfirgangs ofbeldis- eiginleikanna, sem búa í okkur öllum þrátt fyrir 2000 ára krist- indóm og eilífa drauma um mannúðarstefnu. Þar er hamrað á hljóðfalli, markvisst einsog í hergöngu, laglínur oftast einsog einfölduð vasaútgáfa af „trúba- doramúsík" og hljómtilþrifin álíka áhugaverð og í vélrænu rokki. Eitthvað þessu líkt hljóta „menntamenn" í Þriðja ríkinu að hafa baulað þegar þeir voru að brenna bækur Thomas Mann og negla „Sjálfstætt fólk“ á spýtu. Enda má ekki gleyma, að fræg- asta verk Orffs, svokallað „Orffs Schulwerk“ og er ætlað grunn- skólum, var eitt af áhrifamestu uppeldismeðulum Hitlerjugend. Það segir sig sjálft að Carmina Burana og annað af því tagi, þarf rosa músíkapparat ef það á að ná tilgangi sínum. í þetta sinn var kórinn svona helmingi of fá- mennur. Það var kór íslensku óp- erunnar með liðsauka, og þó hann teldi uþb. 70 manns, og syngi fullum hálsi og hreint, þá dugði það ekki til að ná tilætluð- um múghrifum. Einsöngvararn- ir, Kristinn Sigmundsson, Júlíus Vífill Ingvarsson og Sigríður Gröndal, voru öll til sóma og hef ég reyndar ekki heyrt Júlíus betri áður, í háróma hlutverki gæsar- innar á glóðunum. Kristinn fór ljúflega Qg þó karlmannlega með sitt stóra hlutverk, og það var fal- legt að heyra hvernig hann svei- flaði á milli „registra", frá karlmannlegum, þéttum bassa- tónum upp í háa en hljómmikla „falsettu“. Og Sigríður Gröndal er greinilega efnileg söngkona, sem vonandi á eftir að heyrast í sem oftast. Hljómsveitarhlutverkið í Carmina Burana er nú ekki sér- lega spennandi, en S.í. gegndi því hraustlega undir stjórn Seibels. En fyrir hlé lék hún hins- vegar fyrstu sinfóníu Beetho- vens, og það var yndislegt. Seibel fékk hana til að fylgja sér t hreinni og blæbrigðaríkri „músis- eringu“, svo unun var á að hlýða. Það var sönn lífsgleði, án hernað- aranda og grófyrða. G.s.l. Leifur Þórarinsson Aftur í dag í dag kl. 14 verða endurteknir Beethoven og Orff-tónleikarnir sem hér er að ofan um fjallað. 8 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. febrúar 1986

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.