Þjóðviljinn - 22.02.1986, Síða 16
Laugardaour 8. febrúar 1986 32. tölublað 51. örgangur
Aðalsími: 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 81663.
Niðurfœrslan
Kostar 1250 miljónir
Hugmyndir um tollalœkkanir og afnám launaskatts.
Agreiningur um verðjöfnunargjald á raforku
Áætlað er að það muni kosta
ríkissjóð að minnsta kosti 1250-
1300 miljónir að færa verðbólg-
una niður í 7 prósent á árinu. ASI
og atvinnurekendur munu sam-
kvæmt heimildum Þjóðviljans
vera sammála um að 600 miljón-
um beri að verja til að standa
straum af lækkun tolla á græn-
meti, heimilistækjum, bifreiðum
og hjólbörðum.
ASÍ og atvinnurekendur hafa
sömuleiðis rætt um að fara þess á
leit við ríkisstjórnina að afgangi
upphæðarinnar verði varið til að
mæta niðurfellingu launaskatts
og lækkun á verðjöfnunargjaldi á
rafmagni. Fulltrúar verkalýðs-
hreyfingarinnar munu margir ó-
sammála seinna atriðinu.
Samanlögð áhrif aðgerðanna
sem hafa verið rædd myndu sam-
tals færa verðlag niður um rúm
fjögur prósent, og af því mun toll-
alækkun á bifreiðum vega
þyngst.
Aætlað er að helmingur 1250-
1300 miljónanna verði lán frá líf-
eyrissjóðum, sem ríkið tekur.
Hugmyndir eru uppi um að fjár-
magna afganginn með sérstökum
tíu prósent launaskatti á banka,
40 prósent álagi á eignaskatt og
lækkun á fjárveitingum til vega-
gerðar.
Sáf
BSRB-viðrœðurnar
Éfliðupp-
lýsinga-
streymi
„Við styðjum ítrustu kröfur.
Við viljum kaupmáttaraukningu
og kaupmáttartryggingu. Við
viljum gott upplýsingastreymi af
viðræðum og við viljum að þið
sofið vel. Við viljum ekki að þið
semjið syfjuð fyrir okkar hönd,"
segir í ályktun starfsmannafélags
sjónvarpsins. Ályktuninni var
beint til samninganefndar BSRB,
sem nú situr á löngum og ströng-
um næturfundum.
Samningarnir
Hálfgerð kyrrstaða virðist vera
komin í
samningaviðræðurnar og flækir
það málin að ekki er verið að
ræða út frá sömu verðbólgufor-
sendum í Karphúsinu og í
Garðastræti. Samninganefndir
BSRB og ríkisins ganga út frá 9%
verðbólgustigi en Alþýðusam-
bandið og atvinnurekendur út frá
7% verðbólgustigi.
Af viðræðum ASÍ og
atvinnurekenda er það helst að
frétta, að samkomulag er orðið
um aðgerðir í húsnæðismálunum.
Er lífeyrissjóðunum í sjálfsvald
sett hversu miklu af
ráðstöfunarfé sínu þeir eyða í
kaup á skuldabréfum
byggingarsjóðanna, en til að
sjóðfélagar öðlist
lágmarksréttindi þurfa sjóðirnir
að kaupa fyrir 20% af
ráðstöfunarfénu. Full lán til
kaupa á nýju húsnæði er um tvær
miljónir og ein og hálf til kaupa á
gömlu.
I>á er talað um að verja 500
miljónum í neyðarhjáíp til
fórnarlamba misgengisáranna.
Lítið sem ekkert þokaðist í
viðræðum um kaupmátt og
tryggingu, en annaðhvort smellur
þetta saman nú um helgina eða
það verður boðað til verkfalls,
sagði einn af viðmælendum
Þjóðviljans í gær. ASÍ og
atvinnurekendur hittust aftur í
Garðastræti seinni hlutann í gær
og var búist við öðrum
næturfundi.
Samninganefndir BSRB og
ríkisins hittust kl. þrjú í gær hjá
sáttasemjara en fundi hafði verið
slitið snemma í gærmorgun. Er
stóra samninganefndin boðuð til
fundar klukkan fjögur í dag.
Að sögn Kristjáns
Thorlaciusar, formanns BSRB,
hafa viðræður einkum snúist um
kaupmáttartrygginguna, en
hugmyndir ríkisins hafa ekki
verið fullnægjandi að mati
Kristjáns.
Oformlegt tilboð mun hafa
komið frá ríkisstjórninni í
fyrrinótt sem BSRB gat ekki sætt
hafa'^ ikiömivið °í^Karohúsinu Þe9ar Þjóðviljinn leit við í Karphúsinu í fyrrinótt var húsið læst. Elísabet Ólatsdóttir, skrifstofustjóri sáttasemjara birtist þá
,, ... 'tt' skyndilega út úr náttmyrkrinu og burðaðist hún með níðþungan ölkassa, sem átti að svala þyrstum samningamönnum.
klukkan prju um nottina og rætt Rjtstjórnarfulltrúi Þjóðvijans hagaði sér einsog sönnum sjentilmanni sæmir og hélt dyrunum opnum fyrir Elísabetu. Er
við formenn og varaformenn ekki að efa að einhver annar hefði reynt að troða sér inn til að þefa upp fréttir en okkar maður misnotar sér ekki aðstöðu
samninganefndanna. sína. E.ÓI
Olíkar
verðbólgu-
forsendur
Lítið þokast. Samkomulag um
húsnœðismálin. Annaðhvortsmellur
það saman um helgina eða slitnar upp
úr. Oformlegt tilboð frá ríkisstjórninni í
fyrrinótt
Verkamenn í Eyjum
Svíkið ekki fiskvmnslufólk
Verkfallsheimild samþykkt. Jón Kjartansson, formaður Verkalýðsfélagsins:
Fólk á erfitt með að skilja að verið séað ræða óbreyttan kaupmátt í þessari árgœsku
Verkalýðsfélag Vestmannaeyja
samþykkt verkfallsheimild á
sjötíu manna fundi á
fimmtudagskvöldið. Þar var
einnig samþykkt ályktun, þar
sem skorðað er á samninganefnd-
irnar að svíkja ekki loforð um
Verkamannafélagið Hlíf í
Hafnarfírði varð sér úti um
verkfallsheimild á fjölmennum
fundi á fímmtudagskvöldið. Á
fundinum var líka samþykkt á-
lyktun þar sem ályktun er lögð á
að kaupmáttur hækki verulega í
ár og að ekki sé samið nema
kaupmátturinn sé tryggður í
samningunum.
Sigurður T. Sigurðsson, vara-
formaður Hlífar, sagði í samtali
við Þjóðviljann í gær, að það væri
verulegar útbætur á kjörum fisk-
vinnslufólks. Það sættir sig ekki
við að framhjá því verði gengið í
samningum eina ferðina enn.
Jón Kjartansson, formaður
Verkalýðsfélagsins, á sæti í samn-
greinilegt að verkafólk sé þeirrar
skoðunar að það þýði ekkert að
taka orð þessarar ríkisstjórnar
trúanleg og því þýði ekkert nema
negling og aftur negling trygging-
ar í samningana, enda er afreka-
skrá ríkisstjórnarinnar tíunduð í
ályktuninni.
„Það er greinilegt að fólk er
tilbúið að fara í verkfall til að ná
fram hagstæðum samningum, en
því er ekki að leyna að verkafólk
er kvíðið, enda ástandið erfitt á
flestum heimilum. Harmsögurn-
inganefnd ASÍ, en hefur verið í
Vestmannaeyjum lungann úr
þessari viku. Hann settist þó aft-
ur á fund með samninganefnd-
inni í gærkvöldi, því þá átti að
ræða málefni fiskvinnslufólks í
framhaldi af ályktuninni.
ar sem eru að gerast innan heimil-
anna eru því miður ekki á allra
vörum.“
Sigurður sagði að verkafólk
þættist vera búið að borga sinn
hlut til að koma verðbólgunni
niður og nú ætti því röðin að vera
komin að öðrum. „Við önsum
engri helvítis vitleysu og ætlum
okkur ekki að greiða verðbólg-
una aftur niður. Launin verða að
hækka verulega,“ sagði Sigurður
að lokum.
-Sáf
„Mér fannst illa farið með tíma
fólks að hanga í Garðastræti nótt
eftir nótt án þess að neitt gerðist.
Auk þess hafði ég nóg annað við
tímann að gera.“
Sl. þriðjudag hélt Jón fund
með starfsfólki í bræðslunum í
Eyjum til að undirbúa sérsamn-
inga þeirra. „Þeir samningar
munu fyrst og fremst fjalla um
hollustumál, en þessar bræðslur
eru hálfgerðar skítakvarnir, sem
mala gull handa eigendum sín-
um, en ekkert er hugsað um að-
búnað verkafólksins.“
Jón sagði að fólk ætti erfitt með
að skilja að verið væri að ræða um
óbreyttan kaupmátt á sama tíma
og árgæska er slík sem nú er.
„Það skilur eiginlega ekkert í því.
Ástæðan er fyrst og fremst sú að
stéttabaráttan hefur verið færð
yfir á fræðilegt plan þar sem hag-
fræðingar hafa haslað sér völl og
ákveða hvaða stærðir eru til
skiptanna. Svo fer ég ekkert dult
með það að ég hef ákaflega illan
bifur á að menn séu að setja
traust sitt á þessa ríkisstjórn, sem
alla tíð hefur sýnt að hún er fjand-
samleg launafólki.“
-Sáf
Önsum engri vitleysu
Verkfallsheimildar aflað áfimmtudag. Sigurður T. Sigurðsson: Við
tökum orð ríkisstjórnarinnar ekki trúanleg