Þjóðviljinn - 23.02.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 23.02.1986, Blaðsíða 13
Senditæki sjónvarpsstöðvanna á efstu hæð Eiffelturnsins. nlÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS Efna (verk) fræðingur Matvæla (verk)- fræðingur Iðntæknistofnun íslands vill ráða tvo sérfræðinga, annars vegar efnaverkfræðing eða efnafræðing og hins vegar matvælafræðing eða matvælaverkfræð- ing, vegna aukinna verkefna fyrir íslensk fyrirtæki í efna- og matvælaiðnaði. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi störf. Verkefnin eru m.a. fólgin í vöru- og ferlisþróun, prófunum og gæðaeftirliti, námskeiðahaldi og ráðgjöf ásamt hagnýtum langtímarannsóknum á efnum og ferlum. Leitað er eftir dugmiklum og áhugasömum starfs- mönnum, sem geta unnið sjálfstætt. Reynsla af störf- um í iðnfyrirtækjum æskileg. Umsóknum skal skilað til Iðntæknistofnunar íslands, Keldnaholti, 112 Reykjavík, fyrir 10. mars nk. á um- sóknareyðublöðum, sem fást hjá stofnuninni. - Upp- lýsingar veitir Rögnvaldur S. Gíslason yfirverkfræð- ingur í síma (91) 68-7000. Hlutverk Iðntæknistofnunar er að vinna að tækniþróun og aukinni framleiðni í íslenskum iðnaði með því að veita einstök- um greinum hans og iðnfyrirtækjum sérhæfða þjónustu á sviði tækni- og stjórnunarmála, og stuðla að hagkvæmri nýt- ingu íslenskra auðlinda til iðnaðar. Svo kaldhæðnislega vill til að Fellini er eini kvikmyndaleik- stjórinn sem tapað hefur bóta- laust máli gegn Berlusconi á þeim makalausu forsendum að sjón- varpsáhorfendur þekki orðið svo vel myndir hans að það komi ekki að sök þótt þær séu bútaðar niður og lagaðar að þeim sundurlausa auglýsingarytma sem sjónvarps- áhorfendum sé orðinn tamur. Sósíalistar taka Eiffelturninn Víkjum aftur til Parísar og að tilraunum sósíalista til að koma fyrir kapítalísku loftneti á Eiffel- turni Chirac borgarstjóra. Samn- ingaviðræður höfðu staðið yfir í nokkrar dýrmætar vikur við stjórnarandstöðuforingjann og hvorki gekk né rak, enda til- gangur hans einmitt sá að draga málið svo á langinn að stöðin kæmist aldrei í gagnið fyrir kosn- ingar. Fékk þá einn þingmaður sósíalista þá hugmynd að leggja breytingartillögu við sjónvarps- frumvarpið fram fyrir þingið, sem heimilaði stjórninni afnot af öllum þökum borgarinnar í yfir 300 metra hæð (!) Tillagan var síðan lögð fyrir þingmeirihluta sósíalista síðla kvölds og sam- þykkt. Morguninn eftir voru forsíður hægri pressunnar undirlagðar fréttinni. „Eiffelturninn, nýjasta fórnarlamb miskunnarlausrar þjóðnýtingarstefnu sósíalista“, var fyrirsögnin í Figaro, og í Fra- nce Soir mátti lesa að sósíalistar hefðu „tekið Eiffelturninn um miðja nótt“. Chirac borgarstjóri lagði athæfið að jöfnu við sví- virðilega eignaupptöku og ásak- aði stjórnina um „hold-up“ sem er vinsælt orðasamband (úr bankaræningjamáli) í stjórn- málabaráttunni íFrakklandi í dag (borið fram ól:-döbb á frönsku). Eftir þetta fer málið að ganga hraðar fyrir sig. Stjórnarandstað- an kærir frumvarp sósíalista fyrir stjórnarskrárnefnd sem finnur á því formgalla og dæmir ógilt. Stjórnarandstaðan fagnar sigri. Stjórnin sníður formgallana af og keyrir nýtt frumvarp í gegn í þing-; inu. Tæknimenn mæta síðan í Eiffelturninn næsta dag til að setja upp loftnet nýju stöðvarinn- ar, en koma að lokuðum lyftu- dyrum. Astæða: Það þyrfti að koma fyrir sérstakri öryggisgrind á efsta palli turnsins, áður en ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 13 hægt væri að hleypa tækni- mönnum upp. Sú vinna gæti tekið nokkrar vikur. Reyndar lægi hún niðri sem stæði, þar sem vantaði stykki er þyrfti að panta frá Jap- an... Stjórnin átti næsta leik og dag- inn eftir mættu tæknimenn enn á ný í turninn, í þetta sinn í lög- reglufylgd og með tilvísun frá Franqois Mitterrand á lyftulyki- linn. Og nú bíða menn eftir næsta1 leik á þessum endaspretti kosn- ingabaráttunnar sem gæti t.d. fal- ist í því að pallskúringakonur í turninum færu í verkfall svo aftur yrði að loka turninum. Á meðan þessu hefur farið fram hafa þjóðnýtingaröflin síður en svo setið aðgerðarlaus. Hvort sem það er til að dreifa þeirri óþægilegu athygli sem leyfisveitingin fyrir fyrstu einka- sjónvarpsstöðinni hefur valdið. eður ei, þá hafa sjónvarpsleyfin margfaldast á síðustu dögum. Önnur einkastöðin er þegar í burðarliðnum. Það verður mús- íkstöð með sérstakri skírskotun til unga fólksins og er sérstaklega tekið fram að hún verði „100% frönsk", hvernig sem það má nú fara saman við tónlistarsmekk væntanlegra áhorfenda hennar. Nema átt sé við eigendurna, sem eru auglýsingafyrirtækið Public- is, kvikmyndafyrirtækið Gau- mont, forstjóri Burger King hamborgarasölunnar og ferða- skrifstofan Club Mediterranée. Sú hin þriðja, sem sjá mun dagsins ljós á næsta ári, verður hins vegar ómenguð kúltúrstöð (loksins) og verður sjónvarpað í gegnum gervihnött. Eða eins og Frakkar segja sjálfir; „Dans un monde il faut un tout“, í heimin- um þarf eitthvað af öllu..., eink- um ef kosningar eru í nánd. Fyrri hluti aðalfundar Iðju, félags verksmiðjufólks verður haldinn á Hótel Esju 2. hæð, þriðjudaginn 25. febrúar 1986 kl. 17. Dagskrá: , • 1. Skýrsla stjórnar. 2. Lýst stjórnarkjöri. 3. Heimild til verkfallsboðunar. 4. Önnur mál. Iðjufélagar fjölmennið. Stjórn Iðju St. Jósefsspítali, Landakoti Starfsstúlka/maður Skóladagheimilið Brekkukot vantar starfsstúlku/mann, sem fyrst. Upplýsingar veittar í síma 19600-260, alla daga milli kl. 9-16. Sur larafleysingar Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og hjúkrunarfræði- nemar, óskast til sumarafleysinga á allar deildir spítalans. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 19600-220-300. Reykjavík, 20. febrúar 1986. PSORIASIS- SJÚKLINGAR Ákveðin er ferð fyrir psoriasissjúklinga 16. apríl n.k. til eyjarinnar Lanzarote, á heilsugæslustöð- ina Panorama. Peir sem hafa þörf fyrir slíka ferð snúi sér til húðsjúkdómalækna og fái vottorð hjá þeim. Sendið það merkt nafni, heimilisfangi, nafnnúmeri og síma til Tryggingarstofnunar ríkis- ins, Laugavegi 114, 3. hæð. Umsóknir verða að berast fyrir 10. mars. Tryggingastofnun ríkisins. A Útideild í Kópavogi óskar að ráða tvo starfsmenn í Vz stcðu hvorn. Starfið er fjölbreytt með sveigjanlegum vinnu- tíma. Reynsla og/eða menntun tengd unglinga- starfi æskileg. Umsóknarfrestur er til 3. mars nk. Upplýsingar eru veittar á Félagsmálastofnun í síma 41570. Félagsmálastofnun Kópavogs Frá Ljósmæðraskóla íslands Kennsla hefst í Ljósmæðraskóla íslands mánu- daginn 1. september 1986. Inntökuskilyrði eru próf í hjúkrunarfræði. Umsóknir sendist skóla- stjóra Ljósmæðraskóla íslands, Kvennadeild Landspítalans fyrir 1. júní nk. ásamt prófskírtein- um og heilbrigðisvottorði. Umsóknareyðublöð fást í skólanum. Nánari upplýsingar eru veittar í skólanum á mánudögum frá kl. 9.00 -16.00 og fimmtudögum frá kl. 13.00 - 16.00. Reykjavík, 19. febrúar 1986. Skólastjóri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.