Þjóðviljinn - 11.03.1986, Page 2

Þjóðviljinn - 11.03.1986, Page 2
______________________________FRÉTTIR________________ Vík í Mýrdal Tilboði Guðjóns hafnað Búist við að Kaupfélag Skaftfellinga kaupi Kötlu hf.. Eignir metnar á 13,3 miljónir. Skuldir langt umfram það. Málalokívikunni að er erfitt á þessu stigi að fullyrða um hvað við gerum, en það er Ijóst að annað hvort BSRB Atkvæða- greiðsla hafin Atkvœði verða að póstleggjast fyrir föstudaginn. Fundarherferð um allt land Félagar í BSRB munu í þessari viku greiða atkvæði um nýgerðan kjarasamning við ríkið, og er utankjörstaðakosning reyndar þegar hafin. Fundir um samning- ana verða haldnir víða um land í vikunni. Fyrirkomulag atkvæðagreiösl- unnar er það sama og síðast er kosið var. Hver félagsmaður fær kjörgögn sem merkt eru honum persónulega og þau verða síðan að fara rétta boðleið til yfirkjörst- jórnar BSRB. Á höfuðborgar- svæðinu fór kosning fram fimmtudag og föstudag, en utan höfuðborgarsvæðisins fá félags- menn send kjörgögn á vinnustað- inn. Atkvæði verður að póst- leggja ekki síðar en á föstudag- inn, ella teljast þau ógild. Sem fyrr segir er mikil funda- herferð í gangi um allt land vegna samninganna, hófst á laugardag- inn, en lýkur á föstudaginn. For- ystumenn í BSRB verða tíðir gestir á vinnústöðum næstu daga. -gg Verktakasambandið Aukið vega- framkvæmdir leggjum við fram kauptilboð í Kötlu, eða við höldum að okkur höndum. Þetta: skýrist væntan- lega í lok vikunnar, sagði Frið- björn Níelsson kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skaftfellinga í Vík í Mýrdal í samtali við Þjóðviljann í gær. Tilboði Guðjóns Kristbergs- sonar fyrrverandi framkvæmda- stjóra Prjónastofunnar Kötlu um leigu á rekstrinum hefur verið hafnað. Samkvæmt heimildum Þjóðviljans gerði hann tilboð umað greiða 53 þúsund krónur á mánuði í leigu. Hann gaf skipta- ráðanda frest fram á fimmtudag í síðustu viku, en því var ekki tekið. Það hefur komið fram, að eignir Kötlu eru metnar á 13.3 miljónir króna, en skuldir eru áætlaðar á bilinu 18-20 miljónir, það liggur þó ekki ljóst fyrir. Hvorki Sigurmar Albertsson bússtjóri né Sigurður Hallur Stef- ánsson skiptaráðandi Kötlu vildu úttala sig um þetta mál í gær, en þeir búast við að Kaupfélag Skaftfellinga geri kauptilboð í vikunni. Þeir áttu von á að málið yrði útkljáð í þessari viku. Sem kunnugt er misstu 35 manns atvinnuna þegar Katla varð gjaldþrota, en vonir standa til að starfsemi fyrirtækisins geti hafist að nýju innan tíðar. Stær- stu hagsmunaaðilar í þessu sam- bandi eru kaupfélagið og Mýr- dalshreppur sem er í ábyrgð fyrir stórum hluta skuldanna. Þorvarður Hjaltason. Kolbrún Guðnadóttir. Selfoss Sigríður Ólafsdóttir. Framboðslistinn ákveðinn Porvarður Hjaltason í 1. sæti Framboðslisti Alþýðubanda- lagsins á Selfossi vegna byggðakosninganna í vor hefur verið lagður fram. Níu efstu sæti listans skipa: 1) Þorvarður Hjaltason kenn- ari, 2) Kolbrún Guðnadóttir kennari, 3) Sigríður Ólafsdóttir formaður Verslunarmannafélags Árnessýslu, 4) Bryndís Sigurðar- dóttir húsmóðir, 5) Ottó Valur Ólafsson nemi, 6) Þorbjörg Þor- kelsdóttir sjúkraliði, 7) Hreg- gviður Davíðsson húsasmiður, 8) Gyða Sveinbjörnsdóttir sjúkra- liði og í 9. sæti er Gunnar Jónsson bílstjóri. - v. Ráðstefna Fátækt á íslandi? Ráðstefna á vegum Samtaka íslenskra félagsmálastjóra Á aðalfundi Verktakasam- bands íslands, sem haldinn var 28. febrúar sl., var samþykkt ál- yktun þess efnis að skora á stjórnvöld að auka vegafram- kvæmdir í ár, þar sem virkjanafr- amkvæmdir liggja nú að mestu niðri. Telur fundurinn eðlilegt að innlendur sparnaður lands- manna verði notaður til að fjár- magna þessar framkvæmdir séu eru einhverjar þær arðvænleg- ustu sem völ er á í dag. Á fundinum komu fram miklar áhyggjur vegna samdráttar sem fyrirsjáanlegur er í verklegum framkvæmdum á landinu. Voru fundarmenn sammála um að sá samdráttur væri kominn á hættu- legt stig. - Sáf. Akureyri Iðja samþykkti Félagsfundur Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri, samþykkti nýgerða kjarasamn- inga á fundi 9. mars með megin- þorra atkvæða gegn tveimur. 39 manns mættu á fundinn en félags- menn eru á áttunda hundrað. Ennfremur var samþykkt á- lyktun þarsem skorað er á bæjar- yfirvöld að lækka útsvarsprósent- una og til Hitaveitunnar og Raf- veitunnar um að verða við tilmæl- um stjórnvalda um lækkun. - GA. Samtök íslenskra félagsmála- stjóra efna til ráðstefnu um mál- efnið „Fátækt á íslandi?“. að sögn Braga Guðbrandssonar fé- lagsmálastjóra í Kópavogi verður ráðstefnan tvíþætt. Annars vegar verður haldið námskeið og hins vegar málþing sem verður í beinu framhaldi af námskeiðinu. Tilgangurinn með náms- keiðinu er að taka til umræðu framkvæmd fjárhagsaðstoðar og framfærslumál sveitarfélaga. „Viðmiðunarreglur sveitarfélaga við útreikning á fjárþörf fjöl- skyldna eru mjög mismunandi. Á námskeiðinu verður leitast við að samræma þessar reglur en jafn- frarnt að taka þær til gagnrýnnar umfjöllunar. Auk þess munum við á námskeiðinu ræða mismun- andi tekjujöfnunarleiðir með til- lit til þess hversu skilvirkar þær eru. Hvort að þær séu of flóknar og að hve miklu leyti þeir sem þurfa á þessari tekjutilfærslu að halda njóti góðs af“, sagði Bragi. „Á málþinginu hins vegar“, sagði Bragi, „verður reynt að freista þess að skilgreina fátækt. Málefnið verður skoða út frá fjöl- mörgum sjónarhornum s.s. heimspekilegu, sagnfræðilegu og læknisfræðilegu sjónarhorni“. Ráðstefnan verður haldin dag- ana 13.-15. rnars að Borgartúni 6 í Reykjavík. - K.ÓI. Er allur Varinn góður? Landbúnaðarmál Búnaðar- þingi slitið 33 mál til meðferðar. Búnaðarfélagið aldargamalt á nœsta ári. Asgeir Bjarnason að hætta Búnaðarþingi, sem staðið hef- ur yfir sl. hálfan mánuð, lauk á sunnudaginn, með þingslitaræðu Ásgeirs Bjarnasonar, formanns Búnaðarfélags íslands. Þingið hélt 14 fundi og hafði til meðferð- ar 33 mál. Þrjátíu þeirra voru af- greidd. Þetta voru nokkru færri mál en oftast áður en á hinn bóg- inn flest viðamikil og tímafrek, svo sem jarðræktar- og búfjár- ræktarlög, breytingar á félag- skerfl landbúnaðarins o.fl.. Þetta var síðasta Búnaðarþing- ið á þessu kjörtímabili. Ásgeir Bjarnason lýsti því yfir, að hann mundi ekki gefa kost á sér til á- framhaldandi þingsetu en hann hefur nú verið Búnaðarþings- fulltrúi í 30 ár. Samskonar yfirlýs- ingu gáfu þeir Hjalti Gestsson, sem setið hefur 20 Búnaðarþing, og Teitur Björnsson, sem setið hefur 24 þing. Er mikill sjónar- sviptir fyrir þingið af þessum mönnum öllum. Búnaðarfélag íslands verður 100 ára á næsta ári. Verður af- mælisins einkum minnst með tvennum hætti: Rituð verður saga félagsins s.l. 50 ár, en áður hefur saga fyrstu 50 áranna verið skráð, og efnt verður til landbún- aðarsýningar, sem væntanlega verður í hinni nýju reiðhöll, sem nú er í byggingu. -mhg Hljómsveitir Bensín skrímslið skríður Út er kominn 10 tommu plata með hljómsveitinni svart/hvítur draumur er nefnist „Bensín skrímslið skríður". Hún inniheld- ur 4 frumsamin lög eftir þá Gunn- ar Hjálmarsson (söngur, bassi), Steingrím Birgisson (gítar) og Hauk Valdimarsson (trommur). Áætlaður kostnaður við gerð þessarar plötu er 3 mánaðarlaun verkamanns eins og Gunnar Hjálmarsson komst að orði. Bjuggust þeir við að þeir gerðu eitt tónlistarmyndband sem birt- ist á næstunni. -rg. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 11. mars 1986

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.