Þjóðviljinn - 11.03.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 11.03.1986, Blaðsíða 6
VIÐHORF Mengaður mjöður Halldór Þórðarson skrifar: Fyrir mörgum árum var öllum bændum ljóst að ekki var í landinu markaður fyrir allt kjöt og alla mjólk sem hægt var að framleiða á landsins gæðum. Enginn bóndi hefur þá afsökun að hann hafi ekki vitað hvert stefndi. - Hitt er svo annað mál að flestir læra af reynslunni. Fyrir nokkrum árum var höfðað til þegnskapar bænda - og þeir beðnir að minnka framleiðslu. - Ótrúlega margir sýndu þegn- skap. - Hákarlarnir voru líka margir. Þeir tóku stefnu í öfuga átt. Reiknuðu dæmið þannig að mikill þegnskapur annarra skapaði þeim sjálfum aukið „lífsrými". - Mín kynslóð man hvernig það orð var notað um 1940. - í krafti þess mokuðu há- karlarnir - minnihlutahópum í jörðina. - Frá dögum Enntésins man ég fyrirsagnir eins og - „Verða bændur skornir" - og „Á að skera bændur“. í blaðstjórn NT voru þá nöfn sem bændur könnuðust við. - Það eru fleiri flekkóttir en Jónas Kristjánsson og kratar. - Hákarlarnir okkar reyndust hafa rétt fyrir sér. - Þeir fengu sín verðlaun úr hendi þeirra sem málum ráða. - Ég álasa ekki túnárum þó þeir fari í túnið ef hlið er opið. Ég vík þeim úr túninu og loka hliðinu. Verkn- að þeirra met ég til jafns við þann fénað sem stekkur uppí jötu og spillir fóðri félaga sinna. Núverandi ráðamenn fram- leiðslu hafa annan hátt. - Þeir reka ekki úr túninu og loka hliði. - Þeir setja túnárana á jötu með lömbunum - sbr. grundvöll reglugerðar um stjórnun fram- leiðslu. Þegar búmark var sett höfðu sum héruð búið við mestu harðinda ár þessarar aldar. - Um afleiðingar þess vísa ég til viðtals í Þjóðviljanum 18. des. sl. og endurtek ekki þau rök. Vegna þessara harðinda skorti neyslumjólk hér vestra. Nú hefur talsmaður félags kúabænda lýst þeirri skoðun að leggja beri niður alla mjólkurframleiðslu á Austfjörðum og Vestfjörðum, - og þá væntanlega sleppa dag- stimplun á þá mjólk sem íbúar þessara útskaga nota. - En það er fleira en dagstimplun sem þessi sérstæði félagsskapur þarf að at- huga - t.d. flutningskostnaður. Eina ráðið til að endar næðu sam- an í þeirri verslun - væri líklega að stela mjólkinni - ef það dygði þá til. - Sú leið var ekki talin fær ,Á lagningafrelsið á lambakjöt hefur valdið frá 100-600% hœkkunar á álagningu. Fáumfinnst það umrœðuvert. Okkur þessum afgamla skólanum sýnist þó sprungan í klukku landsins hafa breikkað þegar tveir afhverjum þremur dilkum tapast milli okkar og neytandans“ fyrir nokkrum árum. Þá voru bændur hér hvattir til að bjarga málinu með aukinni mjólkur- framleiðslu - án búmarka. Þetta var gert - og byrði vegna aðfluttr- ar mjólkur minnkaði. Þessir mjólkurframleiðendur þurftu því ekki að sækja um aukið búmark í mjólk - og gerðu það ekki. Ég tel víst að þeir hefðu getað fengið miklar hækkanir á því búmarki - a.m.k. virðist sá vegur hafa verið öðrum breiður - þó háll hafi reynst og hallandi. Afleiðingin fyrir þessa bændur er sú að þeir fá mikla skerðingu á sinn fullvirðisrétt - og þeir fá ekki ónota mjólkurbúmark á svæðinu - þrátt fyrir allt talið um svæð- abúmark. Öll mjólkurfram- leiðsla þessara bænda er innan við 1% af heildarbúmarki í mjólk. Sauðfjárbændur eiga eftir að sjá það sem að þeim snýr. Ákvæði um hámarksbústærð hefur okkur lengi vantað. Það mark mætti vera nokkuð hátt á vestfirskan mælikvarða. Ein- hverjum bændum finnst offram- leiðslan stafa meira frá stórum búum en smáum. Það er útbreitt meðal fólks að stórbú framleiði ódýrari vöru en þau smærri gera. Svína- og fuglaafurðir eru ekki háðar verðlagshömlun. Ég hef ekki heyrt að tröllin í þeirri fram- leiðslu selji sína vöru ódýrar en aðrir - en það vita kaupendur betur en ég. Frjáls álagning á all- ar vörur er keppikefli söluaðila - af skiljanlegum ástæðum - hitt skil ég ver að húsmæðrafélög berjast við hlið þeirra. Álagningarfrelsið á lambakjöt hefur valdið frá 100-600% hækk- unar á álagningu. Fáum finnst það umræðuvert. Okkur þessum af gamla skólanum - sýnist þó sprungan í klukku landsins hafa breikkað þegar tveir af hverjum þremur dilkum tapast milli okkar og neytandans. 20.2 1986. H.Þ. Halldór Þórðarson er bóndi að Laugalandi við ísafjarðardjúp. Opið bréf til hagffæðings Stéttarsambands bænda ÞorgríMur Starri skrifar: \ Sem bóndi hlýt ég að leita svara við nokkrum brennandi spurn- ingum í tilefni af síðustu skömmtunarherferð Bændahall- armanna á hendur okkur bænd- um. Hér er auðvitað átt við hinn fræga fullvirðiskvóta í mjólk. Þar sem ég lít svo á að hagfræðingur Stéttarsambandsins sé hug- myndafræðingurinn á bak við þessar aðgerðir, enda sannspurt að hann hefur setið fyrir svörum á fundum bænda nú undanfarið, beini ég spurningum mínum til þín herra Guðmundur Stefáns- son, í trausti þess að fá undan- bragðalaus og tæmandi svör frá þinni hendi hið bráðasta. Eðli- legast væri að svör þín birtust í sama blaði og þessar spurningar -mínar, og treysti ég því að rit- stjóri Þjóðviljans ljái þér rúm í blaði sínu strax og þú óskar þess. Spurningar mínar eru þessar: Er það staðreynd að skömmtun sú á fullvirðisrétti í mjólk, sem birt hefur verið bændum nú á hálfnuðu verð- lagsári 1985-1986, á grundvelli nýútgefinnar reglugerðar eigi að gilda og framkvæmast fyrir yfirstandandi verðlagsár þótt það sé nú hálfnað? Það er von að spurt sé svo fjar- stæðukennt og ósvífið sem slíkt athæfi er. Ertu mér ekki sammála í því? ' Ef þú svarar játandi fyrri lið þessarar spurningar, hlýtur sú spurning að knýja á: Hvernig er ætlast til að bændur bregð- ist við þeim vanda sem þeim er með þessu búinn? Ég sé ekki nema þrjár leiðir, og er engin þeirra góð. Sérð þú fleiri kosti og betri? Þær leiðir sem mér sýnast blasa við eru: 1. Að skera kýrnar, t.d. hluta þeirra nú þegar, og að fullu þegar kvótann þrýtur. 2. Að hella niður mjólkinni. f mínu ungdæmi hefði það flokkast undir glæp. Ég veit þess mörg dæmi í þéttbýli að tekjulágar barnafjölskyldur treysta sér ekki til að kaupa þá „Mér er það Ijóst að þér, herra Guðmundi Stefánssyni, erenginn greiði gerður að krefja þigþessarasvara. Hins vegar gerir þúþér Ijóst að þú kemst ekki hjá að svara þessu undanbragðalaust. “ mjólk og það smjör sem þörf er á, en gefa börnum sínum gervidrykk og gerviviðbót í staðinn. Orsökin: Rekstrarkostnaður búanna og milliliðakostnaður er færður upp án miskunnar. Pólitísk ákvörðun. Glæpurinn er sá sami og áður var. 3. Að láta kýrnar lifa og mjólka með eðlilegum hætti. Þá vakn- ar sú spurning hvort vinnslu- stöðvar taka á móti hinni for- dæmdu umframframleiðslu. Það læðist að manni sá grunur að vinnslustöðvarnar geti komið þeirri vöru í það verð að þær og aðrir milliliðir hafi sitt á þurru. Þá mundi blasa við okkur bændum í glæsileg- ustu mynd sú meginregla sem gilt hefur, að vinnslustöðvar og milliliðir hafi sitt á þurru varðandi landbúnaðarafurðir en bændur fái náðarsamlegast afganginn. í þessu tilfelli yrði afgangurinn enginn - bændur fengju ekki neitt, allt væri fullkomnað. Mér er það ljóst að þér, herra Guðmundi Stefánssyni, er eng- inn greiði gerður að krefja þig þessara svara. Hins vegar gerir þú þér eflaust ljóst að þú kemst ekki hjá því að svara þessu unda- nbragðalaust, og þó fyrr hefði verið. Með von um skjót og tæmandi svör. Garði við Mývatn 2. mars 1986 Virðingarfyllst Þorgrímur Starri Björgvinsson Davíð Oddsson, borgarstjóri Húsaleiga og Þjóðviljinn lactUH Afmælisgjöfin til öryritjanna I tilalna 200 ára atmaBös Roykjavtkuftxxgar helur Daviö Oddsson borgarstjórinn smðugi. og ihaldið komið sér saman um alveg einstakiega viðeigandi alma>lisgjðl til f/olmargra oryrkja. sem Irnmleigja husnæði at Hoykjavikurtxxg Borgm helur nelmlega ákveðið að haekka husa- leigu þessa lólks um 67 prósent Þetta var einkum vel til lundiö þegar halt er i hoga, að emmitt um þesw sömu manaöamót lengu Oryrkjar stórkostlegar haakkamr á lileyri og iryggingatxXum. sem hœkkuðu um heil 5 - timm - prósent! Auðvitað sjá a/lir. að með fimm prósent hækkumnm hala Oryrkjar i raunmm aWof rmkið af pemrtgum handa á rralli Þeir fá nu hedum þusund krónum metra en áður i kfeyn Þesa vegna var það smðugf hjá Davið og SjáJtstJsðis flokknum að hæfcka húsaleiguna um tvO þúa- und svo að segja sama dag Ekki dregur úr útsjónarserm Sjéffstæóis- flokksms þegar haft er i huga að kjerasammng- armr eru nýafstaðmr. og grundvðaur þerrra var emmrtt loforð þess opmbera eð aMa haskkun- umihóf Þessvegna var mjðg smAugt hjá Davíð að hsekka húseíæguna hjá Orytkjunum ekki nema um 67 próaent. Svoer þetta eagmiega ekki haefckun Sárstak- ur húsnseðisfulRrúi borgarinnar. Gurmar Þor- láksson. bendir eirmtt á það i Þjóðviljanum i dag, að 67 prósent hsekkumn s« .ekki hsekkun. hefd- ur endurskoðun á niðurgreiðslu“ Það er auövit- að allt annað mál. og turðulegt að Oryrk|armr skuli vera meö muður i IjOlmiðlum yfir þes&an haekkun sem er semsagt engm hækkun, þó husaleigan aukist um aWt að 67 prósent Smð- ugir menn. Davið og Gunnar HusnæðisfuHtrúinn er lika emkar sanngjarn maöuf. emsog kemur berlega Iram i viötalmu við Þjóðviljann Hann gengst tuslega við þvi aö óryrkjarmr sóu syknt og heitegt að kvarta undan þessu hraeódyra husnaaði sem hann og Davið skatfa þeim. .Það er rátt að ábendmgar um viðhaldsskon hafa komið fram." segir hann i vtötWmu. Þetu er kka alveg aaórsniöugt. að nota bara oró emaog .viöhaklaskorP yfv hnptekt og úr aár gengaö húanaaði borgahnnar. ÞaÖ kemyr auðvftað rrvktu betur út á akýrslum Húaraaðiafuátnjinn er meira að segja svo sanngjam að faáaat á að rtrakaöar ábendmgar haá tomiö Iram um .viöhaldaakort' Hms vegar haá þurft að biða efbr þvi aö eigandi húaama. aem borgm leigx af. ákvaeði hvers kyns breytmgar harm hygðial gera á þvi Auðvileð var ajáffsagt mát aö láte öryrkjana biða á meðan. i niðumíddu og hripiefcu htsnasði Auðvitað var ajáftaagt máf. aö láta húseigandann ráða. og sá er vafalausl onnum kafmn maöur sem i ur hatt nemn lima W að smna malmu Siailsagi mál að lata óryrkjana sitja i ngmngu i eigm sto* um þangað til Var það ekki bara Irekja i þeim að vera meö undirskriftalisla og motmæla svo snoggn og slórri hækkun á ónytu husnæði7 Oc þó peir hafi venð að kvarla i þrju ar - hvað með það9 S|áltstæðisilokkurinn verður auðvitað að taka hagsmum huseigandans Iramyfir hag or* yrkjans Það sem er einna skritnast við pessa smði-g- sparnaðarhugmynd hja Sjállstæðisflokknum sem fetst i þvi að skattteggja oryrkja umtram annað (ólk er pað. að enn hefur Morgunblaðið ekki birt nema mynd al Davið Oddssym þar sem hann er aö óska oryrkjum til hamingiu með afmælisgjófma Hvermg stendui a pvi9 Þó Morgunblaðið og ríkisfjþlm^larnir þegi yfn þessari afmæfisgjof pa viii að mmnsta kost Þjóðsnljinn nota tækiiænð og óska Davið Odds sym sárataklega til hamingju með pað hugvit sem fefst i þvi a ð hækka husaleigu h|a oryrkjum um 67 prósent sama dag og tryggmgabæturnar haskka um 6 prósent Þaö þarf meira en venju legan marm og veniulega samvisku til að trnna upp a sfátu Hvtlrk rausn - hvifikur stórhugur - hvilikur -OS í leiðara Þjóðviljans 6. mars sl. segir svo m.a.: „Þjóðviljinn vill nota tækifærið og óska Davíð Odssyni sérstaklega til hamingju með það hugvit, sem felst í því að hækka húsaleigu á öryrkjum um 67% sama dag og tryggingabæt- urnar hækka um 5%. Það þarf meira en venjulegan mann og venjulega samvisku til að finna upp á slíku.“ Þetta er aðeins lítið brot af kveðjum Þjóðviljans og lætur maður sér þær yfirleitt í léttu rúmi liggja. En hér er gengið svo langt með rangfærslur og falsanir, að undir því verður ekki setið, ekki síst, þegar haft er í huga, að þessi munnsöfnuður hefur verið étinn upp í útvarpinu, eins og leiðarahöfiindar blaða hafa einkarétt á. Til viðbótar hef- ur formaður Alþýðubandalagsins í vandræðum sínum yfir kjara- samningunum básúnað, að borg- in hafi hækkað húsaleigu sína um 67% og síðan reynt að gera alla samningana og auðvitað borgina og borgaryfirvöld tortryggileg í því sambandi. Hvað er hið rétt í málinu? Borgin á rétt tæpar þúsund leigu- (búðir. í þeim eignaríbúðum borgarinnar var leiga ekki hækk-, uð um sl. mánaðamót, og er hún reyndar nú meira en helmingi lægri en leiga gerist og gengur á almennum markaði. Það sem um er að ræða er, að í tveimur til- teknum húsum, sem borgin leigir af öðrum og framleigir, er leiga hækkuð nú af þeim aðilum, sem um slíkt sjá hjá borginni. Um er að ræða 18 íbúðir, en eins og fyrr segir á Reykjavíkurborg tæplega eitt þúsund íbúðir, sem hún leigir út. Þessar 18 íbúðir hafa núna um heils árs skeið verið leigðar á 3.000 kr. á mánuði með hita og rafmagni inniföldu. Var þarna orðið um hreint misræmi að ræða milli þeirrar leigu, sem greiðist í húsum borgarinnar og þessum framleigðu húsum, svo ekki varð við það unað. Býst ég við að allir borgarbúar sjái, að 4.200 kr. leiga á mánuði með hita og raf- magni inniföldu sé ekki há leiga, og þegar til þess er litið, að þessar 4.200 kr. munu hinn 1. apríl lækka eins og öll önnur húsaleiga í borgarhúsnæði vegna lækkunar á hita og rafmagni, þá sjá menn að hér er verið að gera úlfalda úr mýflugu. Heiðarleiki eða rétt- lætiskennd sitja ekki í fyrirrúmi hjá þeim mönnum, sem þannig skrifa. Það sem eftir stendur í þessu máli er, að leigan verður óbreytt í öllu því húsnæði, sem borgin á og leigir, og ekki nóg með það, vegna þess kjarasamnings, sem Þjóðviljinn hefur hamast gegn, mun þessi húsaleiga lækka um næstu mánaðamót. Á þessu sjá menn hvflíkt vindhögg blaðið hefur slegið, og á þessu sjá menn ekki síst, að það þarf meira en venjulegán mann með venjulega samvisku til að skrifa og láta hafa eftir sér eins og ritari Þjóðviljans hefur gert. Það blöskrar því fleirum en reykvískum verka- mönnum störf Þjóðviljans um þessar mundir. Davíð Oddsson. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Þrlðjudagur 11. mars 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.