Þjóðviljinn - 04.04.1986, Blaðsíða 1
Hlunnindi
Lurkakatlar spara stórfé
Fœrist í vöxt að menn hiti hús sín með rekaviði. Lurkakatlar fluttir inn. A annað
hundrað ílandinu. HlöðverP. Hlöðversson Björgum: Mikillsparnaður
framkvæmdir við Nesjavalla-
virkjun fyrr en eftir nokkra mán-
uði og er jafnvel talið að fram-
kvæmdum verði frestað, einsog
tillaga borgarfulltrúa Alþýðu-
bandalagsins gerir ráð fyrir.
Veruleg umframraforka er nú
fyrir hendi í kerfi Landsvirkjun-
ar. í greinargerð með tillögu Abl.
segir að talið sé að hún sé á bilinu
500-800 GWh. Ef hægt er að fá
þessa orku gegn vægu verði og
nýta hana til kyndingar í borginni
væri það ótvírætt í þjóðarhag.
Gert er ráð fýrir að með raf-
skautskötlum sé þannig hægt að
sn'erpa á frárennslisvatni og við
það væri hægt að fresta fram-
kvæmdum á Nesjavöllum um
allmörg ár.
-gg
Það er auðvitað enginn vafi á
því að menn geta sparað sér tals-
vert fé með því að hita upp með
rekaviði í þessum kötlum. Við
höfum notað þetta mikið á vet-
urna, sagði Hlööver P. Hlöðvers-
son bóndi að Björgum í Ljósa-
vatnshreppi í samtali við Þjóðvilj-
ann, en hann er einn þeirra fjöl-
mörgu bænda sem hita hús sín að
hluta eða að öllu leyti með reka-
viði.
Til þessa þurfa menn að eiga
aðgang að talsverðum rekaviði
eða öðru álíka eldsneyti og svo-
kölluðum lurkakatli. Katlarnir eru
fluítir inn og má telja fullvíst að
nú séu á annað hundrað katlar í
notkun á landinu. Notkun þess-
ara katla hefur stöðugt verið að
færast í vöxt, einkum þar sem
önnur orka er keypt dýru verði.
Stofnkostnaður er ekki umtals-
verður, rekstrarkostnaður er
enginn, en nokkur fyrirhöfn er
þessu samfara.
Hlöðver sagði að á þeim bæ
væri allur tilfallandi rekaviður
hirtur á sumrin, tekinn niður í
hæfilegar lengdir og þurrkaður
vel, sem að sjálfsögðu er mjög
mikilvægt.
Það eru ekki mörg ár síðan
menn fóru fyrst að hagnýta sér
þennan möguleika og hafa hlunn-
indaráðunautar Bændasamtak-
anna hvatt til þess að menn nýti
sér þessi hlunnindi og önnur sem
fyrir hendi eru til hins ýtrasta.
—gg
Hitaveita Reykjavíkur hefur
ekki þörf fyrir umframorku fyrr
en árið 1989 samkvæmt skýrslu
úr viðræðum Landsvirkjunar og
Hitaveitunnar um hugsanlega
möguleika á að Hitaveitan kaupi
umframraforku frá Landsvirkj-
un til húsahitunar í Reykjavíkur.
Til skamms tíma var hins vegar
talið að auka bvrfti við afkasta-
getu Hitaveitunnar fljótlega.
Tillögu borgarfulltrúa Alþýðu-
bandalagsins um að láta kanna
hvort hagkvæmt sé að nýta um-
framraforku til kyndingar, og um
að láta fresta framkvæmdum við
Nesjavelli meðan sú könnun fer
fram, var á borgarstjórnarfundi í
gær vísað til stjórnar veitustofn-
ana.
Viðræður um þennan mögu-
leika hafa farið fram milli Hita-
veitunnar og Landsvirkjunar.
Borgarstjóri las á fundinum í gær
úr skýrslu sem gerð var vegna
þessara viðræðna og þar kom
fram að aðilar hafa fullan hug á
að kanna þetta til þrautar. Þær
upplýsingar, að næg orka væri
fyrir hendi til ársins 1989 kom
borgarfulltrúum á óvart og málið
hefur heldur ekki komið til um-
ræðu í stjórn veitustofnana.
Það kom einnig fram í áður-
nefndri skýrslu, að ekki er að
vænta ákvörðunar um frekari
Komið hefur fram að ekki er þörf á nýrri hitaveitu fyrr en árið 1989 og því ekki ólíklegt að framkvaemdum við Nesjavelli verði frestað um allmörg ár.
Hitaveitan
Nesjavöllum freslað?
Hitaveita Reykjavíkur: Nœg orka til ársins 1989. Nýjar upplýsingar fyrir borgarfulltrúa. Ekki einu sinni
verið rætt í stjórn veitustofnana. Vilji hjá Hitaveitu og Landsvirkjun fyrirþvíað nýta umframraforku til
kyndingar. TillöguAbl. vísað til stjórnar veitustofnana
Bolungarvík
30 þúsund krónur í lágmarkslaun
Samninganefnd bœjarfélagsins og verkalýðsfélagsins sammála um 30þús. kr. mánaðarlaun íáföngum fyrir
dagvinnu. Gildir fyrir allt ófaglært launafólk hjá bænum. Kristinn Gunnarsson formaður Verslunarfélagsins.
Gott fordæmifyrir okkur. Förumfram á viðræður við aðra atvinnurekendur
Sjálfstæðisflokksins í samninga-
nefndinni stóð að samkomu-
laginu, en eftir fund með flokksb-
ræðrum sínum voru komnar á
hann vomur, - og vildu þeir fresta
málinu. Meirihluti bæjarstjórnar
lét ekki að vilja þeirra að þessu
sinni, sagði Kristinn. -óg
Sameiginleg nefnd bæjar-
stjórnarinnar á Bolungarvík og
verkalýðsfélagsins á staðnum hef-
ur orðið ásátt um mánaðarlán
fyrir 8 tfma dagvinnu skuli verða
30 þúsund krónur. Samkomu-
lagið var lagt fyrir bæjarstjórn-
ina í gær og samþykkt með öllum
atkvæðum bæjarfulltrúa nema
Sjálfstæðisflokksins.
Kristinn Gunnarsson bæjar-
fulltrúi Alþýðubandalagsins og
formaður Verslunarmannafé-
lagsins á staðnum sagði í viðtali
við Þjóðviljann í gærkveldi, að
menn væru mjög ánægðir með
þetta samkomulag. „Þetta er
göfugt fordæmi, og nú munum
við í Verslunarmannafélaginu
þegar fara fram á viðræður við
aðra atvinnurekendur á staðnum
og fara fram á sams konar sam-
komulag, - ég trúi ekki öðru en
þeir muni taka vel í það.“
Samkomulag nær til allra ófag-
lærðra starfsmanna bæjarins,
sjúkrahússins og leikskólans.
Hækkun daglauna verður í
áföngum og verður að fullu kom-
in til framkvæmda í september.
Samkomulagið tekur gildi 1. fe-
brúarog nær til áramóta. Fulltrúi