Þjóðviljinn - 04.04.1986, Blaðsíða 6
MINNING
&
Fischer
opna málverkasýningu
r
, I
Asmundarsal
Freyjugötu 41
laugard. 5. apríl
Sýningin er opin daglega frá kl. 2-10 e.h.
og stendur fram til 13. þ.m..
V/eRZLUNfíRBRNKI
ÍSLflNDS HF
AÐALFUNDUR
Verzlunarbanka íslands hf. veröur haldinn í Súlnasal
Hótel Sögu, laugardaginn 12. apríl 1986 og hefst kl.
14.00.
DAGSKRÁ:
1. Aðalfundarstörf skv. 18. grein sam-
þykktar fyrir bankann.
2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
3. Tillaga um breytingu á samþykktum
bankans vegna nýrra laga um við-
skiptabanka nr. 86/1985.
Aögöngumiöar og atkvæðaseðlar til fundarins veröa
afhentir hluthöfum eöa umboösmönnum þeirra í af-
greiðslu aðalbankans Bankastræti 5, miövikudaginn
9. apríl, fimmtudaginn 10. apríl og föstudaginn 11.
apríl 1986 kl. 9.15 - 16.00 alla dagana.
Bankaráð
VERZLUNARBANKA ÍSLANDS HF.
Aðalfundur
Tollvörugeymslunnar h.f. Reykjavík verður
haldinn í átthagasal Hótel Sögu miðvikudag-
inn 9. apríl 1986 kl. 17.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt sam-
þykktum félagsins.
2. Útgáfa jöfnunarhlutabréfa.
3. Önnur mál.
Stjórnin.
Vinnuskóli
Reykjavíkur
Vinnuskóli Reykjavíkur auglýsir eftir leiðbeinend-
um til starfa við Vinnuskólann í sumar. Starfstími
er frá 1. júní til 1. ágúst nk..
Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu í verk-
stjórn og þekkingu á gróðursetningu, jarðrækt
o.fl. störfurp, t.d. hellulögn og kanthleðslu. Til
greina koma 1/2 dags störf. Umsóknareyðublöð
eru afhent í Ráðningarstófu Reykjavíkurborgar,
Borgartúni 1, sími 18000. Þar eru einnig gefnar
upplýsingar um starfið.
Umsóknarfrestur er til 20. apríl nk.
Vinnuskóli Reykjavíkur.
Faöir minn, tengdafaöir, afi og bróðir,
Sigmundur Kristinn Sigmundsson
sem andaðist á elliheimilinu Grund 29. mars, verður jarð-
sunginn frá Háteigskirkju þriðjudaginn 8. apríl kl. 10.30.
Lene og Gunnar Sigmunds.
Barnabörn og systkini hins látna.
Ásgrímur Jónsson
Fœddur 8. júní 1917 - Dáinn 25. mars 1986
Menn settti hljóða þegar sú
óvænta fregn barst okkur að Ás-
grímur Jónsson væri dáinn. Það
var eins og dökkt ský drægi fyrir
sólu á góðviðrisdegi.
Ásgrímur Jónsson, fyrrum
garðyrkj ubóndi og síðar tilrauna-
stjóri á tilraunastöð Rannsókna-
stofnunar landbúnaðarins á
Korpu við Korpúlfsstaði, var
ljúfmenni í allri viðkynningu.
Hann var glaðvær og hnyttinn í
tilsvörum, fróður og minnugur,
sagnamaður ágætur, vel hag-
mæltur og lét oft fjúka í kviðling-
um. Hann var samviskusamur í
starfi og vildi hvers manns vanda
leysa sem til hans leitaði.
Á tilraunastöðinni á Korpu er
fengist við fjölþætt tilraunaverk-
efni, einkum á sviði jarðræktar,
bæði utanhúss og í gróðurhúsi.
Þar sá Ásgrímur um daglegan
rekstur og fórst það svo vel úr
hendi með fulltingi samhents
starfsliðs að hann naut óskoraðs
trausts a'Ilra þeirra sem áttu
rannsóknaverkefni í umsjá hans.
En það var fleira fólgið í starf-
inu á Korpu heldur en vísinda-
verkefnin ein. Starfsemin þar er
mjög árstíðabundin, miklar annir
frá vori til hausts, en minna um-
leikis á veturna. Því hefur raunin
orðið sú að mikill hluti starfsliðs-
ins á Korpu hefur verið skóla-
fólk, allt frá krökkum á ferming-
araldri og upp í háskólastúdenta.
Ásgrímur stýrði sumarvinnu-
liði sínu með mikilli lagni og nær-
færni. Honum tókst á undraverð-
an hátt að láta óvana unglinga
temja sér þá vandvirkni í vinnu-
brögðum sem er frumskilyrði í
allri tilraunastarfsemi. Samtímis
því tókst honum að láta ungling-
ana skila drjúgu dagsverki með
glöðu geði. Þótt kröfurnar um
nákvæmni væru strangar og erfið-
ið á mestu annatímunum oft
mikið varð útkoman með þeim
ágætum að verkum tókst að ljúka
með tilskilinni nákvæmni á til-
skildum tíma með brosi á vör.
Þeir eru margir unglingarnir
sem hafa notið hlýlegrar hand-
leiðslu Ásgríms á Korpu og hugsa
til hans með þakklæti og söknuði
þegar hann er horfinn.
Samstarfsfólk Ásgríms á
Rannsóknastofnun Iandbúnaðar-
ins syrgir góðan, traustan og
glaðsinna vin. Við sendum fjöl-
skyldu hans innilegar samúðar-
kveðjur.
Starfsfólk
Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins
Olafur Sveinsson
Fœddur 5. júní 1902 - Látinn 5. mars 1986
Útför hans var gerð frá Fossvogskirkju 17. mars
Nú á vordögum lést Ólafur
Sveinsson hálfníræður að aldri.
Hann var einn þeirra eldhuga
sem ellin virtist ekki ná miklum
tökum á, hugur hans síopinn fyrir
heimspólitíkinni og velfarnaði
dagsins til hinstu stundar. Hann
var einn þeirra sona aldamóta-
kynslóðarinnar sem ekki hafði
verið mulið undir.
Barnskóm sínum sleit hann á
Fljótsdalshéraði við leik og störf
sem uppeldi þeirra tíma byggðist
á. Strax á unglingsárunum voru
honum fengin störf þau sem buð-
ust til sjós og lands við hlið hinna
fullorðnu þar sem handaflið og
kjarkurinn réð oft hvernig til
tókst.
En nýir tímar voru í nánd - nýir
frelsismótandi tímar voru þá þeg-
ar mættir með vonina í farangrin-
um - vonin um réttlátari skiptinu
lífsgæðanna samhliða fögnuði
yfir verktækninni og öllu því sem
létt gæti mannshöndinni þræld-
óm fyrri tíma. Ólafur Sveinsson
varð strax sjálfkjörinn í fremstu
víglínu í átökum þessara lífsvið-
horfa.
Kreppuárin urðu því ungum
hugsjónamönnum mikil þolraun
- þeim sem stóðu í eldlínunni -
þegar lífstilveran virtist ekki allt-
af ætla að ganga upp. En sumum
voru ókunn þau hugtök að gefast
upp eða hopa.
Ólafur tókst ekki á við lífið ein-
samall. Lífsförunautur hans Lilja
Júlíusdóttir var sá virki styrkur og
stoð sem hvergi hvikaði. Sín
fyrstu hjúskaparár hófu þau á
Siglufirði. Þar fæddust þeim
börnin þeirra þrjú og heimili
þeirra óx og styrktist. Með þeim
dvaldi alla tíð til hárrar elli móðir
Lilju, frú Friðbjörg Júlíusdóttir,
sem nú er látin.
Þau hjón Ólafur og Lilja áttu
sér draum um sveit og frelsi og
þau létu drauminn rætast. Árið
1944 byggðu þau upp eigin
gróðrastöð að Víðigerði í Bisk-
upstungum. Þar ræktuðu þau
garðinn sinn í þess orðs fyllstu
merkinu. Á þeim árum naut ég
gestrisni þessara elskulegu
hjóna. Þarvar gott að stígaíhlað.
Ég hafði aðeins þekkt þau úr fjar-
lægð af vörum foreldra minna.
Milli Siglufjarðar og Reykjavíkur
var nægilega langur vegur til þess
að aðeins voru farnar ferðir
brýnna erinda. Lilja hafði komið
sem barn til dvalar á foreldra-
heimili föður míns, ljósgeisli sem
þar yljaði með tilveru sinni. Því
var mjög kært með þeim föður
mínum alla tíð.
Á sumarferðum mínum í Víði-
gerði minnist ég daganna í
glöðum hópi æskufólks þegar við
stöllur lásum um „Sölku og
Uglu“ í annað og þriðja sinn án
þess að þreytast nokkru sinni á að
tengja þær og máta við kven-
ímyndina fram á við - með sín
önnur kitlandi og óljósari lífs-
munstur upp á vasann en tíðkast
höfðu. Þá var vor í lofti. Sérstak-
lega minnist ég þó húsbóndans
þar sem hann sat fyrir miðju lang-
borðinu í eldhúsinu og hvatti til
umbúðalausra orðræðna og hló
sínum sérstæða smitandi hlátri
sem var svo samofinn persónu-
leikanum og sagði svo mikið um
gáska og mýkt.
En tímar liðu, börnin hurfu að
heiman og Ólafur og Lilja fluttu
til Reykjavíkur. Við Sogaveginn
stendur viðarhús umlukt stórum
sígrænum trjám. Þar ræktuðu
þau garðinn sinn í nýju lífsformi
ævikvöldsins. Þau tóku heilshug-
ar þátt í öllum þeim góðu stund-
um sem buðust.
Ólafur Sveinsson kvaddi þenn-
an heim í sama stíl og hann hafði
lifað lífi sínu. Sinn síðasta dag
annaðist Ólafur störf hversdags-
ins að vanda, engu var breytt, en
að kvöldi var hann allur. Hann
varð bráðkvaddur að heimili
sínu, honum hafði því orðið að
sterkri ósk sinni að þurfa aldrei á
hjálp né hjúkrun í elli að halda.
Síðast þegar við Ólafur hitt-
umst ræddum við rétt ókomna
nýtíma með sínum ógnum og
með sínum tilboðum sem fyrr,
mættar með sína fjarmiðlun inn á
gólf til hvers og eins með nýju
gildismati á hlutunum. Ólafur var
þakklátur fyrir að hafa lifað
„gullöld hina síðari" eins og hann
orðaði það. Blessuð sé minning
þessa mannkostamanns.
Elsku Lilju og börnum hennar
Ingibjörgu, Ásdísi og Kristjáni,
tengdabörnum, barna- og barna-
börnum votta ég dýpstu samúð
mína. Einnig votta ég samúð
mína Skarphéðni Njálssyni,
Keflavík, fóstursyni þeirra
hjóna.
Hólmfríður Árnadóttir
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. apríl 1986