Þjóðviljinn - 04.04.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.04.1986, Blaðsíða 8
GLÆTAN Mér var hent út „Mér var hent út heima hjá mér af því að ég vann ekkert. Nú höfum við gert samkomu- lag'um að ég megi koma aftur þegar ég hef fengið vinnu,“ sagði 17 ára steipa úr Reykja- vik. Hún stakk upp á því að vera kölluð Öskubuska í við- talinu við Glætuna. „Það borg- ar sig ekki að segja rétt nafn. Margir gætu orðið reiðir ef ég kem við veikan punkt á þeim,“ sagði hún. ,.Ég hætti í skóla eftir eina og hálfa önn í fjöibraut. Þar var ég á tungumálabraut. Mér hefur alltaf gengið vel ískóla en var baraorð- in hundleið á að sitja árum saman og lesa. Ég fór þá að vinna og hef unnið a mörgum stöðum.“ Á þvælingi „Stundum fæ ég einhverskonar freisistilfinningu og nenni ekki að vinna lengur á sama stað, sting baj;a af. Ég hef líka oft strokið að heiman í nokkra daga. En það fer fljótt glansinn af því að vera á þvælingi. Einu sinni var ég á flakki í viku, svaf í „opnum íbúð- um“, þaðeru íbúðirsem krakkar ieigja sem eru i miklu rugli, þar eru alltaf partý og maður getur sofiö þar. Ég hafði verið að vinna í Sláturfélaginu en hætti, því ég treysti mér ekki til að vakna alltaf ki. 6 á þessum þvælingi. Svo var ég einu sinni að.vinna hjá Sam- bandinu en stakk af frá öllu og var í partýi í 10-14 daga í stöðugu brennivíni og sukki. Það er al- gengt hjá mér að detta í það í miðri viku, þegar ég kem úr vinn- unni, mann langar til að sleppa af sér beislinu eftir erfiðan vinnu- dag.“ Vinirnlr „Ég er yfirleitt með eldri krökkum. Vinir mínir eru þeir krakkar sem maður hefur kynnst í ruglinu. Megnið af vinunum eru á Hrauninu en hinir eru að slæp- ast um. Mamma vill að ég hætti að hafa samband við vinina, held- ur að þeir hafi ili áhrif á mig en það er ekki rétt, það sem ég geri er mitt val.“ Hefurðu notað eiturlyf? Öskubuska: „Ég prófaði hass fyrst fyrir tveimur árum, vinir mínir voru með þetta og mig langaði til að prófa. Hass fer bet- ur í mig en vín. Svo prófaði ég einu sinni lélegt „spítt“. Ég var um tíma í valíum sem ég stal frá stjúpa. Það sterkasta sem fólkið notar sem ég þekki er sýra (LSD, Meskalín o.fl.). Þessir krakkar eru frá 14 ára og uppúr. Ég er stundumað pæla í að prófa þetta, tékka á því hvernig áhrif þetta hefur. Stundum labba krakkarnir niður Laugaveginn og æpa: hjálp. Halda að þau séu að hrapa niður um gat.“ „Dílerarnir" Hvar er hægt að ná í þessi efni? Öskubuska: „Niðri á Hlemmi. Þar eru sumir „dflerar" sem koma þangað 3svar sinnum á dag. Þeir eru ekki með þetta á sér, heldur biðja mann um að komá heim til sín á eftir. Þetta eru menn frá svona 25 ára og upp í eldri menn. Það skiptir engu máli hvað maður er gamall, hvort þeir selja manni, því það er jú okkar krakkanna að ákvéða hvort við viljum þetta eða ekki.“ Öskubuska sagði að grammið af hassi kostaði 700-750 krónur. Mest af hennar kaupi hefur farið í sígarettur og hass og hún sagði að venjan væri að þeir sem ættu efni gæfu hinum með sér. Þannig skiptust þau á. Peninga fyrir þessu fengju þau líka með ránum og með því að „bösta“ þ.e. að lofa að kaupa hass fyrir eitthvert Iið en stinga af með peningana. „Þetta er hættulegt því krakkarn- ir sem maður „böstaði" ná í mann, þá er gengið frá manni", sagði Öskubuska. Reyna að kaupa stelpur Er það rétt sem stundum er sagt að sumar stelpur selji sig til þess að fá pening fyrir dópi? Öskubuska: „Nei, þær stelpur sem ég þekki myndu aldrei gera slíkt. Enda eru þetta svo ógeðs- legir menn á Hlemmi sem reyna að kaupa okkur. Af því að ég er þybbin fæ ég ekki frið fyrir svona mönnum. Þeir halda að maður eigi ekki séns og sé því til í svona. Einu sinni iangaði mig í nammi og bað 40-50 ára mann á Hlemmi um pening fyrir strætó. Hann gerði það en sagði svo að ég gæti grætt meira ef ég kæmi með sér upp í Brautarhoit á Gistiheimili. Ég þurfti að öskra á hann til þess að hann hætti að suða í mér.“ Diskóliðið lika Öskubuska sagði það mikinn misskilning aö bara pönkarar og Hlemmliðið væri í rugli. „Diskó- liðið er líka í þessu. Þau eru bara ekki tekin af löggunni og sett nið- ur á stöð eins og við, heldur keyrð heim pent ef þau eiga áhrifamikla pabba.“ Hefurðu lent í löggunni? Öskubuska: „Já, nokkrum sinnum. Ég hef verið meðsek í mnbrotum og líka þurft að bera vitni. Ég hef samt aldrei verið tekin með efni á mér þó að það hafi oft munað litlu. Það eru nefnilega rónar á samningi hjá löggunni. Ef þeir vita að við erum með eitthvert efni kjafta þeir í lögguna. { staðinn skiptir löggan sér ekki af þeim næst þegar þeir eru t.d. með læti niðrá Hlemmi." Áttirðu erfiða æsku? Öskubuska: „Ég var nú aldrei barn því krakkarnir stríddu mér svo mikið af því ég var feit og því hélt ég mig með eldra fólki og hlustaði á þau. Mamma og pabbi skildu þegar ég var 4 ára, en ég „fattaði" það ekki nærri strax. Við fluttum í burtu égog mamma og ég hélt að pabbi kæmi seinna. Ég „fattaði" þetta 6 ára. Núna vinnur mammá úti en stjúpi er veikur. Þau drekka oft á kvöldin en eru alls ekki leiðinleg. Þá opn- ast þau og fara að tala heilmikið. Það varð ekki erfitt ástand heima fyrr en ég fékk „unglingaveikina" eða þau „fullorðinsveikina". Annars segir mamma að ég sé ósköp venjulegur unglingur og nú er ég sátt við tilveruna. Mér ieið að vísu illa þegar ég .kom hingað en nú er ég bjartsýn á að mér takist það sem ég ætla mér.“ Framtíðin Hvað ætlarðu þér? Öskubuska: „Ég ætla að fá mér vinnu, flytja heim og fara að safna mér svo ég geti leigt mér íbúð. Ég held ég hafi gott af því. Ég veit að ég á ekki eftir að hafa efni á því að borga húsaleigu og ailt þess háttar og líka að kaupa hass en ég er tilbúin að sleppa hassinu. Svo er margt sem mig langar til að gera. T.d. langar mig að læra að gera eitthvað með höndunum, fara í myndlistar- skóla. Og einnig langar mig til þess að komast í það að þýða myndir, þar myndi ég njóta mín. Ég hef áhuga á tungumálum og hef lært töluvert. En ég er of ung í þetta starf ennþá. En hver veit hvað gerist". SA. í samvinnu við unglinginn „Það er grundvallarregla hjá okkur aö krakkinn leitar sjálfur hingað og verður sjálfur að vilja hjálpa sér“, sagði Ólafur Oddsson uppeldisráðgjafi og forstöðumaður Hjálparstöóv- ar Rauða kross íslands i sam- tali við Glætuna. Hjálparstöðin var opnuð í desember og nú þegar hafa tæplega 40 krakkar frá aldrinum 14-19 leitað þar hjálpar. „Astæðurnar fyrir því að krakkar koma hingað eru marg- ar,“ sagði Ólafur. „Sumir koma vegna þess að það er algjört heimilisleysi hjá þeim, áfengis- eða fíkniefnavandamál, þau eru andlega kúguð eða andlega van- rækt. Safna kröftum Sum hafa verið rekin að heiman o.s.frv. En stundum er bara um minniháttar vandamál milli foreldra og barna að ræða og er fljótt hægt að leysa.“ Hvað gerið þið fyrir krakka sem leita til ykkar? Ólafur: „Hér veitum við frum- þarfaþjónustu. Þau geta nýtt sér stuðninginn sem það er að hafa húsaskjól, fá mat og geta rætt sín mál, til þess að ná áttum, safna kröftum og verða færari til þess að takast á við vandamál sín. Við leggjum áherslu á samvinnu við foreldrana og unglinginn, annars er yfirleitt ekki hægt að leysa mál- in. Stundum vísum við þeim á unglingaráðgjöf ríkisins, ung- lingadeild Félagsmálastofnunar, útideildina, barnageðdeild og SÁÁ til áframhaldandi hjálpar. Unglingadeildin hefur ýmis úr- ræði t.d. unglingasambýli og heimavistarskóla. Það er hins vegar markmið okkar að þeir krakkar sem ekki hafa lent í kerfinu geri það ekki. Oft er um minniháttar vandamál að ræða, og því reynum við eftir fremsta megni að þau verði ékki hluti afkerfinu. Þvíþaðgengur jú sá draugur um allt að það sé Ólafur Oddsson forstööumaður Hjálparstöövar RKI fyrir börn og ung- linga í vanda. niðurlægjandi að leita sér hjálp- ar. Hjálp strax Þetta er sólarhrings þjónusta og það er mjög mikilvægt. Því krakkar hafa meiri þörf fyrir það heldur en fullorðnir að leita hjálpar og fá strax lausn á sínum vandamálum. Stundum panta krakkar tíma hjá félagsráðgjafa þegar erfiðleikar eru miklir en fá ekki tíma fyrr en nokkrum dögum seinna, þá mæta þau ekki, því vandamálið er ekki jafn mikið til staðar. Ég vil benda fólki á að hér er símaþjónusta allan sólar- hringinn og síminn er: 62 22 66.“ Eru þeir unglingar sem til ykk- ar leita úr einhverri ákveðinni þjóðfélagsstétt frekar en annarri? Ólafur: „Margir eru úr milli- stétt, eitthvað hefur líka komið til okkur úr háklassanum en þó lítið. Flestir koma úr Hlemmhópnum svokallaða." Það gengur stundum sá orð- rómur að þau börn sem eiga í mestu vandræðunum, „vand- ræðaunglingarnir“ séu úr Breið- holtinu. Telur þú þetta vera rétt? Ólafur: „Það hafa aðeins kom- ið til okkar 3 til 4 unglingar úr Breiðholtinu af tæplega 40 krökkum. Stöðin er fyrir allt landið og unglingarnir koma alls- staðar að.“. Frítímapólitík Hvaða fyrirbyggjandi aðgerðir telur þú geta komið í veg fyrir að svona margir unglingar, 40 á 4 mánuðum, þurfi að leita hjálpar í neyðarathvarfi? Ólafur: „Það þarf að gera fá- tæka fólkinu kleift að lifa, hækka launin og stytta vinnutímann. Það þarf að rækja öfluga frítíma- pólitík, leggja meira upp úr því að fólk geti verið saman, gert eitthvað saman. Við höfum feng- ið týpískt dæmi um þetta bygg- ingastress. Hjón sem áður gerðu ýmislegt saman eru nú að byggja, í 5 störfum, barnið fær enga um- hyggju og lendir að lokum hér.“ Vinsældalistar Þjóðviljans Fellahellir 1 King for a day - Thomson twins 2 La-lif - The smart band 3. Kiss - Prince 4 Love take ovar - Five star 5 Move away - Culture club 6 Little girl - Sandra 7 System addict - Five stars 8 Want forget - Herbert Guðmundsson 9 Its allright - baby s coming back - Eurythmics 10 Wating for the morning - Bobbysocks Grammió 1 Dirty Works - Rolling Stones 2 Eccos in a shallow bay - Cocteau Twins 3 Album -P.I.L. 4 Secret Wish - Propaganda 5 V2 mensch - Ein stúrzende neubauten 6 The evening visits - The Appartments 7 Love - Cult 8 King of America - Elvis Costello 9 In Consert - Linton Kwesi Johnson 10 Wating for the floods -The Armory Show Rás 2 1. (1)La-líf- Smartband 2. (2) Waiting for the Morning - Bobbysocks z 3. (6) Little girl - Sandra 4. (7) Absolute Beginners - David Bowie 5. (4) Gaggó Vest - Gunnar Þórðarson, Eiríkur Hauksson o.fl. 6. (5) System Addict - Five Stars 7. (17) Move Away - Culture Club 8. (11) Kiss - Prince 9. (3) King for a Day - Thompson Twins 10. (14) Hariem Shuffle - Rolling Stones 3 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. apríl 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.