Þjóðviljinn - 04.04.1986, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.04.1986, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Fiskeldi Stóriwíar settar upp við Engey Hafnarstjórn heimilar að 2 stórarflotkvíarfyrir laxeldi verði settar upp við Engey. Byko og Sveinbjörn Runólfssonmeð sitthvorakvína. Taka 50-60þúsund laxa Séð út í Engey frá Laugarnestanga í Reykjavík. Mynd. SigMar. Alusuisse Uppljóstrað um synda- kvittunina Hjörleifur Guttormsson spyr iðnaðarráðherra um skýringar Alusuisse á yfirlýsingumforstjóraAustraswiss umlOOmiljón króna „sáttagerðarsamninginn“ Hafnarstjórn Reykjavíkur hef- ur heimilað Sveinbirni Runólfs- syni byggingaverktaka og eigend- um Byggingavöruverslunar Kóp- avogs að setja upp stórar strand- kviar fyrir laxeldi norðan við Engey, eða skammt utan við höf- uðborgina. Þetta eru fyrstu strandkvíarnar sem settar eru upp við höfuðborgarsvæðið en eldiskvíar hafa víða verið settar úti fyrir bæjum og þorpum við sunnan- og vestanvert landið á undanförnum mánuðum. Kvíarnar sem settar verða upp við Engey, eru japanskar af svok- allaðari „Bridgestonegerð", en ein slík var nýlega sett niður úti fyrir Keflavík. Þæreru mjög stór- ar og vel varðar og þola því mik- inn sjógang. Sveinbjörn Runólfsson sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að, kvíin sem hann hefði fest kaup á, væri á leið til landsins og líklega yrði henni komið fyrir um næstu mánaðamót. Alls er hægt að ala upp 50 -60 þúsund laxa í þessum kvíum en Sveinbjörn sagði að enn væri óljóst hvað farið yrði út í viðamikið eldi til að byrja með en allir möguleikar væru opnir í þeim efnum. —Ig- Fiskafóður Krabbamein í dönskum silungi au slæmu tíðindi hafa nú bor- ist frá frændum okkar dönum að veruleg brögð séu að því að urriði (regnbogasilungur), sem þeir rækta, sé sýktur af krabba- meini. Að sögn Péturs Bjarnasonar hjá ístess á Akureyri gera danir lítið af því að rækta lax. Þeir eru einkum með regnbogasilung, sem þeir ala í ferskvatni. Hann er fjarri því að vera jafn fóðurvand- ur og laxinn, sem þarf mun vand- aðra og þá um leið dýrara fóður en urriðinn. Danir virðast leggja megin áherslu á fóður, sem gefur mikinn og öran vöxt og má vera að það hafi orðið á kostnað heilsufarsins. Dönsk neytendasamtök hafa brugðist hart við þessum tíðind- um en hvort sýktur fiskur getur sýkt neytandann veit ég ekki, sagði Pétur Bjarnason. Pétur taldi að eitthvað hefði verið um innflutning á silunga- fóðri frá Danmörku en nú muni farið að framleiða það í einhverj- um mæli hér heima. -mhg Bifreiðastjórar Felldu Bifreiðastjórafélag Landleiða felldi nýlega nýgerða kjarasamn- inga með öllum greiddum at- kvæðum. Heiðar Þorleifsson for- maður félagsins sagði í samtali við Þjóðviljann að óánægja fé- laga væri mikil og verið væri að íhuga frekari aðgerðir, en núna standa yfir viðræður milli stjórn- ar félagsins og Landleiða. -K.ÓI. Hver hefur orðið niðurstaða viðræðna ríkisstjórnarinnar og Alusuisse vegna staðhæfínga og túlkana A.G. Powells, forstjóra Austraswiss, í erindi til ástralska þingsins 16. október 1985 varð- andi „sáttargerðarsamning“ Al- usuisse og íslensku ríkisstjórnar- innar frá 5. nóvember 1984, segir í fyrirspurn sem Hjörleifur Gutt- ormsson hefur beint til iðnaðar- ráðherra Alberts Guðmunds- sonar á Alþingi. Þegar umræddur „sáttagerðar- samningur" eða syndakvittun uppá 3ja miljón dollara greiðslu frá Alusuisse til stjórnvalda gegn því að þau féllu frá öllum kröfum á hendur fyrirtækinu fyrir skatt- svik var gerður, sömdu aðilar um að hvorugur þeirra gæfi út neina fréttatilkynningu eða aðra svip- Greiðslukortafyrirtækin Kre- ditkort h.f og Greiðslumiðlun h.f. sem hét áður VISA ísland sf., telja sér hvorki heimilt né skylt að gefa Alþingi upplýsingar um van- skil korthafa um sl. áramót. Viðskiptaráðuneytið óskaði nýlega eftir upplýsingum frá fyrirtækjunum um vanskil kort- aða tilkynningu varðandi þennan samning án samþykkis hins aðil- ans. f október á sl. ári gerist það síðan, að forstjóri Austraswiss, dótturfyrirtækis Alusuisse í Ást- ralíu sendir bréf til allra þing- manna á ástralska þinginu vegna umræðna þar um skattsvik Alus- uisse í Ástralíu í tengslum við báxít- og súrálsverksmiðjuna í Gove. í þessu bréfi forstjórans víkur hann að syndakvittuninni og segir ma. „Sú staðreynd að ís- lenska ríkisstjórnin samdi um þessa kröfu á hendur Alusuisse með því að taka við 3 millj. bandaríkjadala greiðslu út í hönd fremur en að halda við kröfur sínar er vísbending um að ekki var hægt að rökstyðja kröfurnar. Alusuisse greiddi þessa upphæð hafa vegna fyrirspurnar Guð- mundar Einarssonar á Alþingi. í svari viðskiptaráðherra við fyrir- spurninni segir að fyrirtækin hafi bæði lýst því yfir bréflega, að þeim sé hvorki heimilt né skylt að veita umbeðnar upplýsingar. —'g- út í hönd vegna þess að lögfræð- ikostnaður fyrirtækisins var að fara yfir 3 millj. bandaríkjadala og sættir voru skynsamlegar út frá viðskiptalegu sjónarmiði," segir forstjóri Austraswiss. Þegar Hjörleifur Guttormsson vakti fyrst athygli á þessari yfir- lýsingu forstjórans á þingi í nóv- ember sl. svaraði iðnaðaráðherra því til, að hann myndi ræða þetta mál við forráðamenn Alusuisse og fá skýringar þeirra á þessu áður en hann aðhefðist eitthvað í málinu. Hjörleifur vil nú fá upp- lýst hver hafi verið niðurstaðan í viðræðum Alberts við forráða- menn Alusuisse um þetta mál. —Ig- Föstudagur 4. apríl 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 AÐALFUNDUR Aðalfundur Iðnaðarbanka íslómds hf. árið 1986 verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu fimmtudaginn 17. apríl 1986 oghefstkl. 14:00. __________________DAGSKRA:_________________ 1. Aðalfundarstörf skv. ákvæðum 18. gr. samþykkta bankans. 2. Tillagaumhækkunhlutafjár. 3. Tillaga um nýjar samþykktir fyrir bankann. Meginefni breytinga frá gildandi samþykktum eru til samræmis við ákvæði laga nr. 86/1985 um viðskiptabanka er tóku gildi 1. janúarsl. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í Iðnaðarbankanum, Lækjargötu 12,2. hæð frá 10. apríl nk. Reikningar bankans fyrir árið 1985, ásamt tillögum þeim sem fyrir fundinum liggja, verða hluthöfum til sýnis á sama stað. Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir fundinn, þurfa að hafa borist bankaráðinu skriflega í síðasta lagi 9. april nk. Reykjavík, 21. mars 1986. BANKARÁÐ IÐNAÐARBANKA ÍSLANDS HF. Greiðslukort Engu svarað um vanskilin VISA og Kreditkort neita að gefa Alþingi upplýsingar um vanskil korthafa

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.